Morgunblaðið - 18.12.1948, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. des. 1948. ■
t
f
<£<•
’V’’
t
f
T
t
T
>
|
;c
j.
«1«
t
<*X«
T
T
T
T
f
t
T
f
♦X?-
♦>
4
t
EYJAN
Sagan segir frá mönnum, sem eru
stríðsfangar í borg í suðurrílqum
Bandaríkjanna (í þrælastríðinu),
en komast í loftfar og flýja í því.
En af því ofviðri geisar, ber þá
lengra en þeir ætlast til, en bjarg-
ast loks með naumindum í land á
eyðiey í Kyrrahafi. En þar fer þá
ýmislegt að ske, sem þeir í fyrstu
botna ekkert í og hrúgast þá við-
burðirnir svo fljótt hver af öðrum
að lesandanum, að fáir munu géta
lagt bókina frá sjer, fyrr en öll er
lesin.
Ýmsar af bókum Jules Veme
hafa fyrir löngu verið þýddar á ís-
lensku, t. d. Umhverfis jörðina á
80 dögum og Sæfarinn -— og nú
á síðustu árum sögurnar Dick
Sand — Skipstjórinn 13 ára og
Grant skipsljóri og hörn hans.
Alltaf eiga bækur Jules Verne sömu vinsældum að fagna hjá æskulýðnum.
Dularfulla eyjan kostar innb. aðeins kr. 15,00.
T
f
t
❖
t
v
❖
t
t
t
I
t
t
t
t
v
t
t
❖
t
t
V
t
❖
$**1*
SiiU
4L
LÆ8ÍNIS
Lund únalæknis
I ■ Þetta er htrik saga og gefur sýn i ólikustu heima mannlegs lifs, allt frá
aumustu hreysunum í fáíækrahverfum Parísar til háskóla og fullkomnustu
; sjúkrahúsá, þar sem lýst er lifinu og starfi læknanna þar.
X Þessi sjólfsævisaga lætur engan, sem hana les, ósnortinn- Hún er hetju-
saga, sem aldrei glejm'ist, og heillandi lestur hverjum manni, sem óskar að
' kvnnast lífinu i sem flestum myndum. Hún er lofssöngur tnn hugrekki og
sanna hetjulund. og áhrifarikari en nokkur skáldsaga, en þó um leið trúrri
t og sannari, vegna þess að hún erylýrkevpt reynsla höfundar sjálfs.
I Jólahók allra, karla sem kvenna
! ARiMARFELL H.F.
•»
v m • fi
Litla kvæðið
litlu hjónin
eftir Ðavíð Stefánsson.
Þessi yndislega bók fæst nú aftur hjá bók-
sölurn. — Margar heilsíðumyndir te’iknað
ar af Tryggva Magnússyni, prýða bókina
og lag Páls ísólfssonar er prentað framan
\ ið Ijóðin.
ÖÍI börn verða að eignast litla kvæðið um
íitlu Gúnnu og litla Jón.
Kostar innbundin aðeins kr. 10,00.
f
V
V
f
f
f
f
❖
f
f
f
f
f
f
f
f
V
v
❖
f
Sumiar GunnarssosiÝ
Jón Arasnii
i
FYRIR ekki allmörgum árum
rjeðst nýstofnað útgáfufjelag,
Landnáma, í það að koma rit-
um Gunnars Gunnarssonar
skálds á íslensku í svo vandaðri'
útgáfu ytra og innra, að til
sæmdar mætti 'verða. Hefur
fjelagið unnið að þessu síðan
og sóst vel. Með þessari síðustu
bók, Jón Arason, eru þegar kom
in út af verkum skáldsins sjö
væn bindi, og má kalla, að
hver bókin reki aðra, því mjög
er skammt um liðið frá því, er
sjötta bindi safnsins, Víkivaki
og Blindhús komu út.
Þegaf Landnáma rjeðist í
þetta verk, sem engan veginn
mátti vansalaust kalla, að leng-
ur hefði dregist, hygg jeg það
ekki ofmælt, að tiltölulega mjög
fáir menn á íslandi hafi verið
búnir að gera sjer þess fulla
grein, hve mikilvirkur og stór-
brotinn höfundur Gunnar Gunn
arsson er. Að vísu hafði all-
margt bóka hans komið út á
slitringi í íslenskum þýðing-
um. Og fjölmargt höfðu lesandi
menn einnig sjeð jafnharðan og
það kom út erlendis. En tvennt
er það, sem þessi útgáfa mun
þó fyrst gera íslendingum ljóst
almennt: í fyrsta lagi, hversu
vítt svið og fjölbreytilegt Gunn-
ar hefur numið sjer í skáld-
skap sínum og sagnagerð, og
hver afreksmaður hann er um
kunnáttu og djúpsýn í meðferð
þeirra verka, er hann tekur
sjer fyrir hendur. Það er með
öðrum orðum þessi útgáfa Land
námu, sem smám saman er að
leiða fram fyrir augu vor mynd
Gunnars Gunnarssonar og lífs-
starf hans, — skáldið og verk
hans, — og gefa oss það til
varanlegrar eignar. í annan
stað mun það og verða hlut-
verk þessarar útgáfu að leiða í
ljós, hversu íslenskur Gunnar
Gunnarsson er. Því það ætla jeg
þó raunar, að ýmsum hafi dul-
ist, á meðan að Gunnar átti
bæði vist og vettvang nálega
einvörðugu með erlendum þjóð-
um. En Gunnar Gunnarsson,
þessi galdrameistari og í ýms-
um greinum nýskapandi danskr
ar tungu, er íslenskt skáld, sem
aðeins hefur um nokkra tugi
ára borið skikkju annarlegrar
tungu ysta klæða. Um leið og
hann varpar kuflinum stönd-
um vjer augliti til auglitis við
íslending, sem hefur slitið
barnaskóm sínum á Valþjófs-
stað og smalaskóm sínum á
Hofshálsi, með skaplyndi sem
er sambreyskingur af eldfornri
glímu forfeðra hans við orð-
galdur og skáldskaparíþrótt, og
drepseigri hyggju búandmanns
ins, eins og hún hefur orðið og
þróast við lífskjör bænda í
þessu landi öld fram af öld. Af
þessum toga hefur Gunnar
spunnið efnivið nálega alls
þess, er köllun hans bauð hon-
um að gera að viðfangsefni sínu
og æfistarfi. Hitt er svo aðeins
til mai'ks um færni hans og
getu, að hann, Væringinn á
þeim vopnaþingum, þar sem
skáld og rithöfundar allra þjóða
keppa, skyldi vera þess um-
kominn, að bera geir sinn svO
hátt, sem löngu er orðið kunn-
ugt. Fyrir því er það vel, að
Landnámu sækist svo greið-
lega að koma ritum Gunnars
út, og hitt þó betra, að þrátt
fyrir það þó að fjelagið hafl
engan hávaða gert um starf sitt,
— og skáldið þaðan af síðui’,
—- þá er svo komið, að þeir
munu ærið fáir, sem bækur
kaupa og lesa, sem telja sig
mega missa þessara-
Jón Arason er fimmta rit
Gunnars Gunnarssonar, í sagna
bálki, er hann hefur unnið að
langa æfi og nefnir Landnám,
eða hefur að minnsta kosti ætl-
að að nefna svo. Af sagnabálkl
þessum, sem ætlað er að verðaí
tólf binai, hefur Gunnar þegar
lokið við sjö, og má kalla að
hvert sje öðru merkilegra. Fljer
er ekki rúm til þess að gerá
grein einstakra rita í þessum'
flokki, en aðeins geta þess að
sagnabálki þessum er ætlað að
vera nokkui’skonar þversnið í
gegnum sögu íslensku þjóðar-
innar, örlög hennar og baráttu
frá öndverðu til vorra daga. Þð
að höfundinum finnist sjálfum
sem enn standi ærin skörð opirr
og ófull í þessari fyrirætlun, má!
hann þó vita það, að oss sem'
þiggja eigum finst ærna útsýn’
og stórfenglega gefa af þeim’
tindum, sem þegar hafa risið,
Má í því efni nefna snildar-
verk eins og Jörð, Hvíta-Krist
og Svartfugl. En enga dul skal
jeg draga á það, að mjer finnst
mest vert um Jón Arason allrá
þessara bóka, — Jón Arason,
eins og hann liggur nú fyrir á
íslensku átján árum eftir að
hann var saminn á dönsku, — f
þýðingu Gunnars Gunnarsson-
ar sjálfs.
Jeg segi þýðingu að gamnl
mínu, þvi þýðanda er einskis
getið á bókinni, og kunnugt að
Gunnar gekk sjálfur frá henni
á íslensku. En þetta er ekkl
þýðing. Þetta er verk þess hátt-
ar, sem enginn annar en skáld-
ið sjálft hefði dirfst að gera, —
nje megnað að gera. — Það er
að taka meistaraverk, sem sam-
ið er á erlenda tungu mörgurrl
árum eftir að því er lokið, gló-
hita allt efnið að nýju í huga
sjer, bræða það upp, géra nýja
lotu að því að skapa það, og
steypa það síðan í miklu full-
komnari mynd, stórbrotnara og
þó um leið fágaðra, kaldrænna
og rólegra á yfirborði, en enn-
þó átakanlegra og geigvæn-
legra, ef dýpra er skyggnst,
Það er afar merkilegt til fróð-
leiks að lesa þessa bók saman
við Jón Arason á dönsku frá
1930, merkilegt til skilnings á
vinnubrögðum skálds almennt
og Gunnars Gunnarssonar sjer-
staklega. Og hafi nokkrum orð-
ið á að hugsa, að fásinni vetr-
anna á Skriðuklaustri, eða erill
heyanna og búsumstangs kynnj
að hafa orðið til þess að kýta
skáldið og ræna það mætti mun
sa hinn sami skjotlega verða
Frh. á bls. 8.