Morgunblaðið - 18.12.1948, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. des. 1948-
Krislmann Guðmundsson skrifar um
- B Æ K U R -
Bækur Þjóðvinafjelags-
ins og Menningarsjóðs
„ANDVARI“ er fróðlegur að
vanda og hefst á ágætri grein
um Rögnvald Pjetursson, eftir
Þorkel Jóhannesson. Þá er grein
sem nefnist: „Sigurður Breið-
fjörð. 150 ára minr.ing", eftir
Jóh. Gunnar Ólafsson, skemti-
leg og vel rituð. Því ræst: „Um
fiskirækt í Bandaríkjunum“,
eftir Óttar Indriðason. — „Um
Bjarna Thorarensen“, eftir
Grím Thomsen, er þýðing á
ritgerð, sem Grímur ritaði um
Bjarna í árslitið „Gæa“, árið
1845. Hefur Sigurjón Jónsson
læknir snúið henni á íslensku.
Aftan við ritgerðina eru þýð-
ingar eftir Grím á fjórum kvæð
um Bjarna á dönsku, mjög snot
urlega gerðar. — Loks er brjef
um verklýðsmál á íslandi á
ofanverðri 18. öld; og síðast
„Árjetting á þrennu lagi“, eft-
ir H. H. — Verður þetta að
teljast með betri heftum „And-
vara“.
„Almanak Hins íslenska Þjóð
vinafjelags“, birtir, auk hins
venjulega almanaks, grein um
Sameinuðu þjóðirnar, eftir
próf. Ólaf Jóhannesson, grein
um Marshall-áætlunina, eftir
Gylía Þ. Gíslason og grein um
íslenska leikritun eftir 1874,
með 14 myndum, eftir Lárus
Sigurbjörnsson. Þá er „Árbók
íslands 1947“, eftir Ólaf Hans-
son menntaskólakennara. Er
þar getið um flest markvert,
sem komið hefur fyrir á árinu,
svo sem: árferði, bruna, bún-
að, embættaveitingar og lausn
frá embætti, fulltrúa erlendra
ríkja, hverjir komið hafi og far
ið, heilsufar, hernám, (áð því
sje lokið), hrakninga, iðnað,
mannalát, náttúru landsins,
próf allskonar, samgöngur.
skipatjón og flugslys, Snorra-
hátíð, stjórnarfar, útveg, verk-
legar framkvæmdir, verslun og
vinnumarkað. — Eitt og annað
smávegis virðist hafa farið fram
hjá kennaranum, t. d. virðist
hann ekki hafa orðið var við
neina listaviðleitni og þesshátt-
ar, málverkasýningar, hljóm-
leika, bókaútgáfu, o. s frv.
„íslensk úrvalsljóð“ eru að
þessu sinni útdráttur úr kvæð-
um Stefáns Ólafssonar, gefinn
út af Andrjesi Björnssyni. Úr-
valið er gott og formáli útg.
fróðlegur og læsilegur.
Loks sendir Menntamálaráð
og Þjóðvinafjelag út III. bindi
af Heimskringlu. Er frágangur
á því hinn besti, sem hinum
fyrri bindúm. Um prentunina
hefur sjeð Páll Eggert Ólason.
rrYfir hájcku!
t örænlands"
Efíir J. P. KOCH
Jón Eyþórsson íslenskaði.
Farmannaútgáfan.
ÞETTA er spennandi -og á-
hrifamikil frásögn af hetjudáð-
um danskra og íslenskra
manna — og íslenskra hesta
— í ferð, sem farin var yfir
hájökul Grænlands, fyrir þrjá-
tíu og sex árum. Eiga bæði þýð-
andinn, Jón Eyþórsscn og Far-
mannaútgáfan þakkir skilið
fyrir að koma henni á góða ís-
lensku, í glæsilegri útgáfu. Því
þetta er bók, sem maður les
sjer til yndis og ánægju — og
lítur í oft síðan.
J. P. Koch fótgönguliðsfor-
ingi stýrði leiðangri þeim er frá
segir í bókinni. Með honum
voru þrír menn aðrir: Dr. Al-
fied V/egener, háskólakennari,
Lars Larsen, skipstjórnarmað-
ur, og Vigfús Sigurðsson, trje-
smiður, íslenskur maður. Þeir
höfðu með sjer sextán íslenska
hesta. Leiðangurinn lagði upp
frá Akureyri 7. júlí 1912 og
hjelt til Danmerkurhafnar á
austurströnd Grænlands. Þeir
fjelagar lentu í óteljandi æfin-
týrum og örðugleikarnir voru
legíó, en allt slampaðist furð-
anlega. Þó týndu hestarnir töl-
unni á jöklinum og er átakan-
legt að lesa um afdrif þeirra.
Að lokum var aðeins einn eft-
ir, sem hjet Gráni. En þegar
aðeins ein míla var eftir af
leiðinni til grasgrænna haga,
gafst klárinn upp. Hann var að-
framkominn og vildi ekki nær-
ast; varð því að stytta honum
aldur.
Flestir drengir — á aldrinum
átta til áttatíu ára — munu
hafa yndi af lestri þessarar
hressilegu og góðu bókar.
„íslenskar kvenhefjur"
Etfir Guðrúnu Björnsdótt-
ur frá Kornsá. —
Bókfellsútgáfan.
ÞETTA er lítið kver, en leyn
ir á sjer! í því eru skráðir sögu-
þættir af nokkrum íslenskum
konum, — lýst baráttu þeirra
við óblíð kjör og erfiðleika, sem
oft og einatt virðast hafa ver-
ið mannlegum kröftum og
kjarki ofvaxnir. — Slíkar
hetjusögur, teknar úr lífi raun-
veruleikans, eru vel til þess
fallnar að stæla dug og dirfsku
unga fólksins, því svo getur far-
ið að það þurfi fyrr eða síðar
að taka á öllu, sejn það á til,
í lífsbaráttunni.
Guðrún Björnsdóttir segir vel
frá; hún sneiðir hjá stórum
orðum, en ritar góða íslensku
og kann vel að segja sögu
þannig, að hún hrífi lesand-
ann. Einna best þykir mjer sag
an um Dýrleifu Einarsdóttur,
— án þess að lasta aðrar! —
Hin kyrrláta frásögn um hetju-
legt líf og baráttu þessarar
konu gleymist ekki þeim, sem
lesa hana. Fallegur er þáttur-
inn: „í sjúkrahúsi“, þótt harð-
soðnum efnishyggjumönnum
muni naumast falla hann í geð.
Þættirnir um Jakobínu Jens-
dóttur Stær, frú Björgu Einars-
dóttur, Stefaníu Stefánsdóttur
og Maríu í Lundi, eru einnig
ágætir. — Þá er skemtileg ferða
saga: „Herleiðing“. Segir þar
frá því er enskir tóku „Flóru“
gömlu, þeggr hún var á leið-
inni frá Reykjavík til Siglu-
fjarðar, með fjölda farþega, og
fóru með hana til Leirvíkur.
— Loks eru minningar um
ömmu og móður höfundarins.
Er þar margt skáldlega sagt og
skemmtilega, en hefði gjarnan
mátt vera miklu lengra.
Myndir fylgja af flestum
söguhetjunum og eru þær góð-
ur ábætir.
„Svo ungf er lífið eniT
Eftir Alice T. Hobart.
Jón Hclgason íslenskaði.
Draupnisútgáfan
ALICE Fishdale Hobart hef-
ur ritað nokkrar ágætar skáld-
sögur og mun „Olía á lampa
Kínaveldis“ vera sú merkasta
þeirra. En saga sú er hjer ræð-
ir um: „Svo ungt er lífið enn“,
(„Yang og Yim“ hefði hún átt
að heita!) er einnig ágætt verk.
Sagan gerist á síðustu árum
keisaradæmisins í Kína og er
lýsing hins foma Kína, fólks-
ins og hinnar steinrunnu menn
ingar þess það besta í bókinni.
Aðalpersónan, Peter, er læknir
við trúboðsstöð eina inni í
landi, en auk hans er fólkið í
trúboðsstöðinni og margar kín-
verskar persónur. Peter læknir
og kona hans, Díana, Stella
Perkins, sem elskar Peter, og
kínverska yfirstjettarkonan,
Sen S Mó, er gengur í þjón-
ustu trúboðsstöðvarinnar, eru
máttarviðir bókarinnar og öll-
um er þeim dável lýst. En um-
hverfið sjálft er oft og tíðum
áhrifameira en persónurnar, og
frásögnin er mjög spennandi
þótt nokkuð vanti 4 að bygg
ing bókarinnar sje góð. Höf-
undinum tekst vel að sýna hið
framandi, dularfulla og ókunna
Kína, án öfga og loddara-
bragða, þannig að lesandanum
finnst hann auðgast að reynslu
og þekkingu við lesturinn. En
þegar sígur á seinni hlutann og
byltingin er um garð gengin,
dofnar yfir sögunni og endir-
inn er snöggtum lakari en bú-
ast mætti við af svona góðu
skáldi: — Þrátt fyrir það er
þetta merkileg bók, sem feng-
ur er í að fá á íslensku.
Kristmann Guðmundsson.
Munið eftir snjófuglunurrs
NÚ ÞEGAR snjórinn kom hafa
litlu snjófuglarnir leitað heim
að húsum okkar. Væri vel gert
að sem flestir tæki þeim vel
og byði þeim í jóamatinn
með okkur. Þá fyrst verða jól-
in okkur unaðsleg og gleðirík
þegar vjer finnum að vjer erum
að gera góðverk. Maðurinn er
verkfæri föðursins almáttuga
og það er gott og sælt að hafa
heyrt og fundið þegar kallað er
til okkar að líta til þeirra sem
úti bíða- Þegar daginn lengir
og sólin skín, syngja snjófugl-
arnir gleði og unað inn í hús
gefendanna. Sá, sem gefur fugl
um minnist þess æfinega með
unaði og sú minning verður
sælurikur draumur, sem gleður
mann á hverjum tíma.
Þegar vorar væri gaman að
heyra frá sem flestum sem gefa
fuglum í vetur og hver flesta
hefur haft á mat í vetur.
Jón Arnfinnsson.
Um þverf
Vigfús Sigurðsron Gi æn-
landsfari: — Um þvert
Grænland með kapt. J.
P. Koch 1912--’13. Með
myndum og kortum. —
Útgefandi Ársæll Árna-
son. Reykjavík 1948 —
Prentað í Steindórs-
prenti.
BÓK þessi er enn ein sönnun
þess, hversu greindum alþýðu-
mönnum á íslandi er sýnt um
að halda á penna, þótt þeir
hafi skamma stund á skóla-
bekkjum setið og haft öðru að
sinna en sitja á skrifborðsstól-
um um dagana. En það eru
engan veginn lökustu ritin, sem
bókmenntum vorum hafa á-
skotnast á svipaðan hátt og
þessi geðþekka ferðasaga yfir
hinn mikla Grænlandsjökul,
komin úr smiðju trjesmiðs og
vitavarðar, en eigi til orðin við
skrifborð þeirra manna, sem
flagga með rithöfundanafni
Vigfús Grænlandsfari er kom
inn yfir sjötugt þegar hann rit-
ar meginhluta bókar sinnar, en
þó eru engin ellimörk sýnileg á
ritinu. Er það skipulega samið,
frásögnin einkar Ijós og rr.ál-
færið gott. Hefur það orðið höf-
undinum mikill styrkur við
samninguna, að hann hjelt all-
nákvæmar dagbækur frá því er
Grænlandsleiðangurinn lagði
af stað frá íslandi og til þess er
komið var til byggða í Vestur-
Grænlandi, eftir erfitt og við-
burðaríkt en farsælt ferðalag
yfir þvert Grænland.
Bók þessi segir frá áhættu-
sömum og ævintýralegum leið-
angri, þar sem fjórir ferða-
langar berjast við hvers kyns
ógnir heimskautalandanna og
brjótast áfram yfir jökulauðnir
Grænlands, 1200 kílómetra leið
milli byggða.
Leiðangur þessi var að því
leyti sjerstæður, að íslenskir
hestar voru notaðir til flntn-
ings á farangri þeirra fjelaga
yfir jökulinn. Hestarnir fórust
allir, og er næsta átakanlegt að
lesa frásögn Vigfúsar af afdrif-
um margra þeirra. Þeir fjelag-
ar voru mjög hætt komnir á
jöklinum, en björguðust á síð-
ustu stundu, sakir harðfylgis
og þrautseigju.
Höfundur ferðasögu þessarar
hefur einkar gott lag á því að
skýra fyrir lesandanum allan
gang og framvindu ferðarinnar.
Virðist frásögnin yfirleitt ná-
kvæm, laus við allar ýkjur og
grobb, sem stundum lýtir ferða-
sögur af þessum toga. Hjer
vaknar hvergi sú grunsemd. að
höfundur geri meira úr hætt-
um og vandkvæðum en ástæða
var til. Frá öllu er sagt æðru-
laust, en greinilega og blátt
áfram, eins og best sæmir rösk-
um manni, sem veit sig eigi
þurfa á skreytni og ýkjum að
halda til að bæta bað upp í
frásögninni, sem á kynni að
hafa skort í raun og veru.
Þrátt fyrir nákvæmni höf-
undar og dálítið þreytandi frá-
sagnir af veðurfari, vindátt og
frosthæð, sem þó eru oft nauð-
synlegar, eru margir kaflar bók
arinnar svo skemmtilegir, að
engum mun leiðast meðan á
lestrinum stendur. Hingað og
þangað er ofið inn í frásögnina
gamansömum atriðum, og ’get
jeg ekki stillt mig um að minn-
Grænland
i
ast á eitt þeirra. Það er í frá-
sögninni af því, hvernig þeir
fjelagar hjeldu hátíðleg jólin
1912. Eftir að þeir höfðu borð-
að jólamatinn á aðfangadags-
kvöld og drukkið sitt konjak-
staupið hver, var tekinn fram
kassi, sem merktur var „Jól“.
Auk lítils háttar sameiginlegs
jólaglaðnings, svo sem vindla
og sælgætis, komu þarna í Ijós
fjórir pakkar frá forstöðunefnd
leiðangursins. Voru á hvern
fyrir sig rituð nöfn leiðangurs-
manna, nema síðasta pakkann,
þar var skrifað „íslendingur-
inn“. Pakkarnir þrír höfðu að
geyma bækur, góðar til skemti
lesturs. „En í þeim pakka. sem
aumingja íslendingurinn átti,
var aðeins smákver, þrjú eða
fjögur blöð, sem höfðu inni að
halda leiðbeiningar um, hvern-
ig gera mætti myndir og stafi
úr cldspýtum.“ Mun foringi
leiðangursins, Koch kapteinn,
hafa blygðast sín fyrir smekk-
leysi þetta, sem þó var að vísu
eigi honum að kenna. Hann
þekkti orðið Vigfús, og vissi, að
hann var enginn „skrælingi",
sem ekki væri bók getandi eins
og hinir dönsku spekingar
höfðu gert ráð fyrir að íslend-
ingurinn yrði. Bað Koch Vigfús
fyrir alla muni, að fara ekki
með þessa bók heim til minja,
en Vigfús lofaði engu um það.
En eftir jólin var „jólagjöfin“
horfin og fannst hvergi. Er auð-
sætt, að Vigfús grunar forstjóra
leiðangursins að verið valdur að
hvarfinu. En þetta var líka eini
þjófnaðurinn, sem fyrir kom í
leiðangrinum!
Gils Guðmundsson.
Fimm bækur frá
Iðunnarúigáfunni
NÝLEGA eru fimm bækur
komnar út á vegum Iðunnar-
útgáfunnar:
Kvæðasafn Guttorms J. Gutt
ormssonar. Er það heildarút-
gáfa af kvæðum skáldsins, sem
Arnór Sigurjónsson hefir búið
til prentunar. Ritar hann for-
mála að útgáfunni.
Grænland, lýsing lands og
þjóðar, eftir Guðmund Þorláks-
son, náttúrufræðing, sem dval-
ist hefir langdvölum á Græn-
landi. Er þetta lýsing á græn-
lesku þjóðinni eins og hún er í
dag.
Fjöll og firnindi, frásagnir
Stéfáns Filippussonar, skráðar
af Árna Óla, ritstjóra. í fyrri
hluta bókarinnar eru endur-
minningar frá æsku- og upp-
vaxtarárum Stefáns í Skafta-
fellssýslu, en í síðari hlutanum
frásagnir af ferðalögum, svaðil-
förum og hrakningum.
Skyggnir íslendingar, eftir
Oscar Clausen. Er þar frásögn
af 15 skyggnum íslendingum,
körlum og konum.
„Hún amma mín það sagði
mjer barnabók. Er það
safn af þjóðsögum, ævintýr-
um. Þorvaldur Sæmundsson,
kennari valdi efnið og Þórdís
Tryggvadóttir teiknaði myndir
í bókina.
BE5T AÐ AUGLfSA
AUGLÝsing