Morgunblaðið - 19.12.1948, Page 4

Morgunblaðið - 19.12.1948, Page 4
4 MORGUNBLÆÐIÐ Sunnudagur 19. des. 1948. ^ Jijóx\i/1 ocj, JJeimiíiÉ Um 300 nemendur i skóla fjelags ísl. listdansara JEG kom snöggvast upp í Þjóð leikhús um daginn. Það er völundarhús hið mesta, eins og allir vita, og hefur sjálfsagt fleirum farið sem mjer, að álp- ast þangað kompás lausir, og villast. Jeg var búin að reika um rangala og eyðilega sali drykklanga stund áður en jeg komst loks á leiðarenda. Það var salur einn mikill og uppljómaður, þar sem 40—50 ungar, hvítklæddar meyjar, á aldrinum 6—10 ára, svifu um í dansi. Flestar reyndu að vanda sig eftir megni og hreyfa sig eins og kennarinn þeirra, frú Sif Þórz, sýndi þeim. Sumar dönsuðu menúett in af slíkum yndisþokka að vel hefði sómt sjer við hirð sjálfs Bretakonungs. Aðrar af þess- um litlu dansmeyjum voru dá- lítið stirðari og valtari á fót- unum, en þær bitu á jaxlinn og hjeldu áfram, þó að þeim yrði það á að missa jafnvægið. — Hjá einstaka virtist um al- gjöra uppgjöf að ræða fyrir því að standa á tánum, pata með höndunum út í loftið, bugta sig og beygja og gera aðrar þær kúnstir, sem tilheyra hinni fögru danslist. Þegar danstíminn var á enda, og þessi glaðlegi ung- meyjaskari var horfinn út um dyrnar, gafst kennaranum tóm til þess að tylla sjer niður andartak og rabba við mig. Húsnæðisvandræði — Þreytandi?, spurði jeg. — Ekki svo mjög, svaraði frúin og brosti. Það er eigin- lega mest þreytandi, að við er- um í hálfgerðu hraki með hús- næði — verðum að kenna á mörgum stöðum — og það er erfitt til lengdar að vera á sí- felldum flækingi með nemend urna. — Skólinn, sem starfræktur er af Fjelagi íslenskra list- dansara, tók ekki til starfa fyrr en í haust, svo að þetta stendur vonandi allt til bóta með húsnæði. 300 nemendur — Hvað eru margir nem- endur í skólanum? — Þeir eru um 300, bæði börn og fullorðnir. Ballett- flokkurinn er fjölmennastur, en við kennum einnig sam- kvæmisdansa, stepp, spánska dansa, barnadansa o. fl. — Nemendum í ballett- dansi er skift í flokka eftir aldri. 4—6 ára börn eru sam- an í flokki, 6—10 ára og 10— 14 ára. Það er margvíslegum erfiðleikum bundið fyrir börn in að sækja danstíma á vet- urna, þar eð þau eru bundin við nám sitt í barnaskólunum. Auk þess höfðum við framhalds flokka í ballettinum og úrvals- ílokka- jtjrJI Rætt við frú Sif Þórz Vantar fleiri pilta — Eru ekki piltar í minni- hluta meðal nemenda í ballet- dansi? — Jú, enn sem komið er. Við erum nú allt af að reyna að fá fleiri drengi, en það hef- ur gengið fremur treglega. Ef við eigum að geta komið upp góðum ballett-flokki við Þjóð- leikhúsið okkar tilvonandi, er nauðsynlegt að fá fleiri pilta. Þeir drengir, sem við höfum eru margir mjög efnilegir — gefa stúlkunum ekkert eftir. Vongóð um ballct-flokk — Þjer eruð vongóðar um, að takast megi að stofna hjer ballett-flokk? — Já, jeg er það. Við eigum mörg ágæt efni í "listdansara meðal yngri kynslóðarinnar og jeg sje ekkert því til fyrir- stöðu að við getum eignast góð an ballett-flokk við Þjóðleik- húsið okkar tilvonandi. Börnin byrji 4—5 ára — Hvað er hæfilegt, að j börn hefji snemma nám í list— dansi? — Það er best að þau byrji ! sem allra yngst — 4—5 ára er ágætur aldur. Þau þurfa auð- ; vitað að vera nógu gömul til þess að kunna að telja og | þekkja mun á hægri og vinstri. Það hefur einnig , mikið að segja, að börnin hafi gott eyra fyrir músík — og það virðist mjer íslensk börn einmitt hafa í tíkurn mæli. Ahuginn að glæðast — Jeg held að áhugi manna á listdansi sje mjög að glæð- ast hjer á landi, en íslenskur almenningur hefur yfirleitt haft fremur lítill kynni af þeirri listgrein, þar eð hún (hefur viljað verða útundan hjá okkur. Og hin mikla að- j sókn að skólanum okkar ber Framh. á bls. 8. Ifjer á myndinni sjást þær Hjördís Pjetursdóttir (t. v.) og Sigrún Þorsteinsdóttir (t. h.) við vinnu sína í snyrtistofunni ,.Iris“. V/sí/eg snyrtistofa FYRIR nokkru síðan var opn- uð ný vistleg snyrtistofa hjer í bænum. Nefnist hún snyrti- stofan „Iris“. Lærðu í Danmörku Hún er starfrækt af tveim, ungum stúlkum, þeim Hjördísi Pjetursdóttir og Sigrúnu Þor- steinsdóttir. Þær hafa báðar lært allt það, er að snyrtingu lýtur í Danmörku, á „Jean de Grasse“ snyrtistofunni, sem er eign frú Asu Johnsson og margir hjer munu kannast við. Smekkleg snyrtistofa „Iris“ er mjög smekkleg snyrtistofa og er öllu þar hag- anlega fyrirkomið. — Þar er hægt að fá hverskonar andlits- snyrtingu, sem og hand- og fótsnyrtingu, en um fótaað- gerðir sjer ungfrú Guðrun Þor valdsdóttir, sem fyrir skömmu er komin heim að loknu námi við ,,Den danske fodpleje- skole“. I i Nýtísku áhöld J Við snyrtinguna eru notuð ' öll nýjustu áhöld og vjelar, svo sem/diatermi, er styrkir og lífgar húðina og ver hana hrukkum, og er einnig notað við vörtu- og háreyðingar. •— Tersla er notað við of feita og „opna“ húð, og einnig til þess 1 að þurrka hárið, sje það of feitt. Jólagjafabækur Fjölrar Snjallasta skáldsaga, sem Eng lendingur hefur ritað á þessari öld. Aðalrit W. Somcrset Maugham. Verð kr.: 65,00, 85,00 og 100,00. Sabafini: Ein eða fleiri af bókum þessa snillings, sem kallaður hefur verið „Dumas vorra tíma“. Tilvalin jólagjöf bau mæffusf í myrkri eftir . Eric Knight. Metsölubók í Englandi á hverju ári síoan 1941. í Danmörku seldust 125 þús. eintök á 2 árum. í Ameríku seldist bókin á IV2 ári í 2 milljónum eintaka. Skemmtilegasta skáld- saga ársins! Tilvddttr jókgpSir Sígild listaverk! OCTAVE AUBRY: Einkalíf ^apólecns Og Eugenia keisaradroffning XVSfsilíbAMi®- U.T. ' ' ' Seyðisfirði. í feif að liðinni ævi eftir James Hilton, Þessi ágæta bók er að verða uppseld! I Við kaupum I Silfurgripi Listmuni Brotasiflur Gull ! dön SíQiminucGon 1 Skarl9ripaverzlun Laugaveg 8. í Sigurður Ólason, hrl. — | I Málflutningaskrifstofa | Lækjargötu 10B. \ Viðtalstími: Sig. Ólas., kl. | I 5—6, Haukur Jónsson, | í cand. jur. kl. 3—6, — | Sími 5535.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.