Morgunblaðið - 24.12.1948, Side 8

Morgunblaðið - 24.12.1948, Side 8
8 ■11 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1948. VIKVERJI SKRIFAR: EINU SINNI var Austurvöll- ur einna líkastur Ijónabúri í dýragarði, girtur háum járn- fleygum, sem fáir strákar í Reykjavík þorðu að klifra yfir. Þá stóð þar stytta Bertels Thor valdssen, sem nú er í Hljóm- skálagarðinum, en Jón Sigurðs- son á stjórnarráðsblettinam. Reykjavíkurunglingar þeirra daga rendu sjer á sleðum hvar sem brekku var að fá og ótt- uðust fátt meira í þessum heimi, en að Þorvaldur pólití kæmi og tæki af þeim sleðann þeirra. — Það var í þá góðu gömlu daga, þegar eins evris stykkin kostuðu ekki nema tvo aura. Þá var Kaplaskjólið ennþá upp í sveit. Vatnsmýrin langt úti í buskanum, í augum vest- urbæinga að minsta kosti, en Sundlaugaferð tók okkur, sem heima áttum fyrir vestan Læk, allt upp í hálfan dag, með sjálfsögðu dundi inn með sjón- um, í hæfilegri fjarlægð og mátulega stórum krók til að verða ekki á vegi strákanna í Bjarnaborg, sem við kölluðum „hrekkisvín“, en sem fengu sömu útreið, ef þeir voguðu sjer fáliðaðir svo mikið sem vestur að Duus, eins og við átt- um von á innfrá hjá þeim Flest er breytt. ALTAF Á JEG bágt með að skilja Reykvíkinga, sem koma heim eftir langdvalir erlendis og halda því fram í blaðavið- tölum, að ekkert hafi breyst. — Reykjavík sje alveg eins og hún var fyrir 20—30 árum. í aug- um okkar, sem höfum alið hjer allan okkar aldur hefir flest breyst, nema Oddur Sigurgeirs- son og hafnarhausarnir, en þeir voru líka bygðir 1913, eða um það leyti, sem þeir voru að fæð ast, sem koma hjer við sögu. Það kann að líta svo út, að jeg sje að gera leik að því að taka frammi fyrir sjera Bjarna Jónssyni, með því að gera til- raun til að setja niður á papp- írinn nokkrar endurminningar frá uppvextinum hjer í höfuð- borginni. — En þessi frásögn er frá þeim tíma, sem hann segir ekki frá, — löngu, löngu síðar. — Reykjavík var borg, þótt hún hefði helmingi færri íbúa en hún hefir nú og enga strætisvagna til að rífast um, en Knútur Zimsen borgarstjóri stjórnaði sjálfur umferðinni. Geirstúnið var víðátta mikil, þar sem nú er Garðastræti, Bárugata og Öldugata og þar sem við uppalningarnir í Grjóta þorpinu áttum örugt athvarf mestan hluta ársins, nema þeg- ar beljunum hennar frú Zoéga var hleypt út á vorin og bygðu okkur út af þeim sælurteiti. Sparsemisalda á jólaföstu. Og jólin komu til okkar eins og annara unglinga á sínum tíma með sínum áhyggjum og sinni gleði. — Og það voru einmitt jólin og jólaundirbún- MirLningar frá æskuárunum „.... Sýningargluggar verslanna bæjarins höfðu mikið að- dráttarafl fyrir unglinga....“ ingurinn hjá okkur, sem átti að reyna að segja frá hjer og er þar með komið að efninu. Það er örðugt að segja hve- nær jólin byrjuðu hjá okkur Reykjavíkurkrökkunum í þá daga. Það voru ekki bara jóla- dagarnir sjálfir, sem töldust til jólanna. — Vafalaust hefir það verið með jólaföstunni. — En það var farið að hugsa til þeirra löngu fyrr. Jólaundirbúningurinn byrj- aði með sparsemisöldu og ó- stjórnlegri gróðafíkn. — Það var aðalatriðið að vinna sjer inn aura og leggja þá fyrir til þess að geta bæði keypt sjálf- um sjer og þeim sem manni þótti vænt um einhverja jóla- gjöf. Þá urðu allir strákar alt í einu ljónviljugir að fara í sendiferðir í von um, að fá fyr- ir þær nokkra aura. — Síðustu dagana fyrir jól sá maður sig aldrei úr færi, að hlaupa bæj- arleið, nema fyrir eina ná- grannakonuna, sem hafði þann undarlega sið, að hún greiddi aldrei hærra en 1 eyri fyrir sendiferðina, hvort, sem hún var löng eða stutt. — Þar við bættist, að hún bjó á þ:iðju hæð í stærsta húsi hverfir-ins og kallaði á okkur krakkana út um gluggann hjá sjer. — Þegar skræk rödd frúarinnar barst j niður á götuna, flýttu flestir krakkar sjer í felur. Algengasti atvinnuvegurinn var blaðasala. En til þess að geta stundað hana urðum við sumir að fá sjerstakt leyfi heima. — Þetta var hreint ekki óarðbær atvinnugrein þeg ar vel gekk. — Blöðin kostnðu fimm og tíu aura og sölulaun- in voru eftir því 1 eyrir, eða tveir á blað. — Það var með öðrum orðum hægt að vinna sjer inn þetta frá 10 og upp í 25 aura á dag — og stundum meira ef nokkrir aurar fjellu til hjá góðum blaðakaupanda, sem var þá ekki að bíða eftir að fá helminginn af 10 aurum til baka. — I. Eh það kom fyrir, að mað- ur misreiknaði sig og að h'tið var eftir í sölulaun begar skil- að var. Og þá fór gamanið af. — Þegar allt var sent heim. ÖNNUR aðalatvinna fyrir jól- in og eftirsótt, var að koniast að sem sendill í verslun. — Helst matvöruverslun, því upp úr því var mest að hafa og helst sendla þörf. — En bæði var, að ekki var hlaupið að því að fá slíkt aukastarf og svo voru margir um boðið. í þá daga var alt sent heim, sem menn vildu úr verslun- um. Jafnvel einn eldspýtu- stokkur eða mjólkurdós. Bílar voru þá sjaldgæfir og nærri ó- þektir til slíkra nota sem sendi- ferða. Jeg man vel eftir fyrsta sendiferðabílnum, sem kom til „Liverpool“-verslunar. — Það þótti mikil nýung og er við skiftamennirnir frjettu, að það væri kominn bíll til sendiferða urðu þeir uppástöndugir. Þá var innanbúðar í Liverpool gamansamur náungi. Einu sinni skömmu eftir að bíllinn kom var hringt úr næsta húsi og frú ein bað um að senda sjer þegar í stað eina mjólkurdós, en það lægi mikið á og hún gæti ekki beðið. Gárunginn gat þá ekki setið á sjer og svaraði í keskni: „Því miður frú, verður dá- lítil bið á því að við getum sent, því bíllinn var að leggja af stað með einn eldspýtustokk vestur á Seltjarnarnes“. En það var fleira en aurarn- ir einir, sem gerðu sendlastöð- urnar eftirsóknarverðar 1 þá daga. — Hillur allar í verslun- um voru troðfullar af vöium og hinu mesta góðgæti og vöru geymslur allar. Sendlainir höfðu þau sjerrjettindi, að fá að vera fyrir innan borð og f jell þá margur bitinn til, bæði frjáls og ófrjáls. Ekki þurfti að óttast skömt- unina, því að hún var ekki til — Eini skamturinn fyrir utan aspírinsskamt, sem við heyrð- um talað um, strákarnir, var hundaskamtur. — En það var eitthvað, sem var aðeins fyrir fullorðna, en mjög í hávegum haft, því að þá var áfengisbann í þessu landi. , ‘ Misjafnar viðtökur. SENDLARNIR þeyttust um bæinn þveran og endilangan með hjólhesta, handvagna eða sleða, þegar færi var þannig. Og vinnutíminn var oft lang- ur, þegar fyrst var farið að af- greiða pantanir eftir lokunar- tíma, síðustu dagana fyrir jól- in. Viðtökurnar hjá viðskifta- vinunum eins margvíslegar og mismunandi og fólkið, sem far- ið var til með vörur. — Sums- staðar skammir fyrir að koma seint og með alt vitlaust, sem pantað hafði verið, annarsstað- ar hlýtt viðmót. Heit kaka ef stóð á jólabakstrinum, eða ann að góðgæti og jafnvel skilding ur í þokkabót. Komust margir strákarnir fljótt upp á lagið með það hvort það borgaði sig að bera sig aumlega, blása í gaupnir sjer, eða sjúga aumingjalega upp í nefið, á eldhúströppun- um. En það gat haft hin furðu- legustu áhrif ,að vera sem ves- ældarlegastur á svipinn, ef hitt- ist á fólk með hjartað á rjett- um stað. Og nú eftir að komin eru orð in í málið, sem sjaldan heyrð- ust þá, eins og t. d. verslunar- jöfnuður, skilur maður ekkert í hvernig hægt var að flytja inn alt það góðgæti, sem þá var á boðstólum flest árin. __ Ávextir allskonar, nýir niður- soðnir eða þurkaðir. Krydd ai óllum tegundum, sælgæti, hnet ur og möndlur. — En engin skömtunarskrifstofa. Hagfiæð- in er undarleg vísindagrein, þv: lengra, sem menn komast í þeim fræðum, þess erfiðar: virðist vera að lifa og láta alt standast á, eins og t. d. það sem menn kalla nú verslun- arjöfnuð. En það væri að gefa rangi hugmynd um jólaundirbúrúnf okkar Reykjavíkurstráka í þessum árum, að segja ein- göngu frá aurasöfnun fyrii blaðasölu og aðdrætti í bú mis- jafnlega geðgóðra viðskiftavin; nýlenduvörukaupmanna. Það var margt annað sen kom til greina. Útsögunaráhuginn. UM EITT SKEIÐ gekk útsög- unaráhugi mikill hjá ungling- um þessa bæjar og þá ekki sís á jólaföstunni. Familie Journal- en, danska heimilisblaðið flutti þá fyrirmyndir af ýms- um dýrgripum, sem handlægn- ir strákar gátu sagað út í krrss- við, eða annan kjörvið og lím saman. Það voru kínverskar brýr, sem hægt var að nota sem bókastyttur, fagurlega gerðir rammar, eða saumakörfur og blaðahillur. Þá þóttist enginn maður með mönnum, sem ekki átti sög og önnur nauðsynleg verkfæri. En ekki er mjer grun laust, að sumir foreldrar hafi gert það með hglfum hug. að hafa þessa skrautgripi uppi við í stofum sínum, þótt sumir væru það vel gerðir, að engin skömm var að þeim. Þá þurfti að gera jólapoka og jólaskraut, sem var tiltölulega auðvelt að búa til með hveiti- lími úr þar til gerðum örkum, sem fluttust í öllum regnbog- ans litum frá útlöndum. Fjölbreyttir sýningargluggar SÝNINGARGLUGGAR versl- ananna höfðu mikið að- dráttarafl fyrir unglinga bæj- arins og ekki síst tvo síðustu sunnudagana fyrir jólin er ióla- sveinar sýndu kúnstir sírnr í sýningargluggunum, eða apa- kettir og sprellikarlar, sem hneigðu sig í gríð og erg, skotr- uðu til augunum, eða jafnvel tóku upp góðgæti og báru að vörum sjer, voru til sýnis inn- an um allan jólavarninginn. — Jafnvel jólapottar Hjálpræðis- hersins á götunum voru nauð- synlegt atriði í jólaundirbún- ingnum, sem gáfu ótvírætt í skyn, að jólin væru að nálgast. Og loks leið að þeim degi, að kennarinn sagði jólasöguna í síðasta tímanum fyrir jólin í barnaskólanum og nemendurn- ir fóru heim með „jólagjöfina“ undir hendinni, en það var jóla- hefti frá dönskum skólabörnum að okkur var sagt og venjulega með mynd af Maríu með barnið á forsíðunni. Þá var ekki langt eftir til sjálfra jólanna. Tvent var það, sem við strák arnir hlökkuðum til, eftir að við vorum orðnir það stálpaðir, að við fengum að fara einir í baðhúsið til að fá jólabaðið. Þá voru baðherbergi ekki til nema í íbúðum örfárra heimila og all- ir þyrptust í Baðhús Reykjavík- ur. Þar var ös síðustu dagana ■ fyrir jólin og biðin oft löng. En sú bið borgaði sig til að fá að busla í baðinu. 20 mínútur voru ætlaðar hverjum manni, en venjulega var búið að banka nokkrum sinnum, áður en við komum úr baðinu. Þetta var svo mikil tilbreyting frá bal- anum heima á hverjum laugar- degi, en í baðhús fengum við ekki að fara, nema fyrir stór- hátíðar. — Og svo var það jóla- klippingin hjá rakara. Það var nú viðburður, einkum eftir að snoðklippingunni lauk og mað- ur fjekk að hafa topp og láta skifta. Jólafötin voru keypt í Vöru- húsinu, hjá L. H. Miiller, eða í Haraldarbúð, nær undantekn- ingarlaust „matrosaföt“ og alt- af heldur við vöxt. Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.