Morgunblaðið - 30.12.1948, Side 10
10
Fimmtudagur 30. de«;. 1948.
MORGUNBLAÐIÐ
„Lávarður minn“, sagði mað
urinn. „Jeg segi satt .... þetta
stóra skip ....“.
„Þrjótur“, sagði Don Luis
og hristi manninn, þangað til
að augun ætluðu út úr augna-
tóftum hans. „Veistu ekki
einu sinni að Seaflower er lítið
skip, og hefur ekki nærri svo
margar byssur. Þú og sá, sem
skipar þjer fyrir verkum eru
fífl, að halda að þið getið gabb
að mig. Hver borgaði þjer?
Talaðu, eða jeg drep þig?“.
„Jeg .... jeg þekki hann
ekki, lávarður minn“, stundi
maðurinn. „Það var einhver
ungur aðalsmaður frá Lima.
Jeg veit ekki, hvað hann heit-
ir“.
Don Luis sleppti ekki tök-
um sínum á manninum, en
svipaðist um eftir hinum sjó-
manninum, sem hafði fylgt
honum til Callao, en hann
hafði þá forðað sjer.
„Ungur aðalsrííaður?“, sagði
Don Luis. „Hm .... Ef tungu-
ræksnið í þjer getur úttalað
eitt einasa satt orð, segðu mjer
þá, hvernig augu hans voru
lit“.
„Þau voru ' blá, lávarður
minn“, sagði maðurinn. „Jeg
tók einmitt eftir því, af því
það er svo sjaldgæft“.
„Og hvernig var hár hans
litt?“.
„Það var ljóst, næstum eins
Ijóst og á Englenðing eða Hol-
lending".
Don Luis þeytti manninum
frá sjer, svo að hann datt í
götuna. Þegar hann ætlaði að
reyna að standa á fætur, spark
aði Don Luis í andlit hans.
„Þú ert heimskingi, Ric-
ardo .... Þú, sem ert svo
ungur .... að vera þegar orð-
inn þreyttur á lífinu“, hugs-
aði hann um leið og hann
sveiflaði sjer upp á hest sinn.
Síðan þeysti hann af stað í
áttina til Lima.
Bianca stóð við hlið Ric-
ardos við innganginn á sóða-
legu og daunilíu yeitingahúsi.
Þau höfðu snætjt kvöldverð á
rólegu veitingahúsi, en Ricardo
hafði haldið fast við að fá að
sýna henni einnig skuggahlið-
ar Lima-borgar. Það var hálf
dimmt í veitingastofunni og
loftið var þungt af tóbaksreyk
og matarlykt. Við ög við heyrð
ust drynjandi óhljóð úr einu
horni veitingastöfunnar. Bi-
anca gat sjer þéss til, að þar
mundi vera hljómsveitin. Inn-
fæddir menn bljesu í hljóð-
pípur úr misjafnlega löngum
reyrstöngum, :sétn bundnar
voru saman með viðartágum.
í öðru horni hjelt ungur Inka-
maður á hljóðfáeri, sem kallað
var Carango og var upprunnið
í Bolivíu. Það minnti einna
helst á mandolín. Bianca ætl-
,aði að fara að snúa við og
leggja á flótta, en þá fór Inka-
maðurinn að leika á hljóðfæri
sitt og það var eins og tónarn-
ir hjeldu henni fanginni, og
læstust um hana. Þetta var
þkkert sjerstakt la og hljóð-
fallið var ekki reglubundið.
En tónarnir komu eins og ó-
sjálfrátt og þó endurtóku þeir
sig. Hún varð alveg dáleidd.
■— Margra alda siðmenning
44. dagur
gleymdist henni og hana lang-
aði mest til að stökkva út á
gólfið, þar sem blysin loguðu
og stappa fótunum í gólfið í
villtum dans. Ricardo beygði
sig niður að henni.
„Viltu fara hjeðan, Bi-
anca?“, hvíslaði hann.
„Nei“. hrópaði hún. „Nei,
alls ekki. Þetta er dásamlegt,
Ricardo“.
Hávaxinn Inca-maður gekk
til þeirra. Hann var tígulegur
ásýndum og ættardrambið
lýsti úr hverri hreyfingu hans.
„Hefur þú laust borð handa
okkur, Titicaca?“, sagði Ric-
ardo. „Við viljum líka fá að
bragða besta vínið, sem þú
átt“.
„En mat?“, spurði Indíán-
inn. Ricardo leit á Biöncu.
„Já“, sagði hún. „Jeg er orð
in glorhungruð aftur“.
„Quinoa-súpu með pipar?“,
sagði Indíáninn. „Chunu-kök-
ur?“.
„Eru þetta Indíána-rjettir?",
spurði Bianca.
„Já. Ljúffengir“.
„Mig langar til að bragða
allt“, sagði Bianca. Þau settust
við borð og Bianca fór að horfa
í kring um sig. Þegar augu
hennar fóru að venjast hálf-
rökkrinu, sá hún að þarna
voru fleiri konur en hún. Flest
ar voru gleðikonur, mestizar
og múlattar. En við borð ekki
langt frá þeim, sat kona. sem
var eins hvít á hörund og Bi-
anca sjálf, og auðsjáanlega af
tignum ættum. Augu konimn-
ar voru þrútin og á sífelldu
flökti um salinn. Við og við
stakk hún fingrunum niður í
skál, sem stóð á borðinu fyrir
framan hana og borðaði upp
úr henni. Biöncu sýndist skál-
in vera full af rauðum leir.
Hún leit spyrjandi á Ricardo.
„Þetta er coca“, sagði hann.
„Það hefur deyfandi áhrif á
menn, sem neyta þess, þegar
blöðum þess er blandað sam-
an við leir. Indíánar nota það
til varnar gegn sjúkdómum.
En því miður eiga menn bágt
með að venja sig af því, þegar
þeir eru einu sinni byrjaðir.
Það er næsta stig á undan því
að rnenn- verða kokaínistar.
Þessi hefðarkona þarna er
engin hljóðfærasláttur nema
við og við drundi í trumbun-
um, en stúlkan hjelt áfram að
dansa og dansa, þangað til loft
ið var orðið þrungið villimann
legu æði. Bianca heyrði að
andardráttur Ricardos var orð-
inn þungur, og hún vissi, án
þess að líta við, að hann mundi
halla sjer fram á borðið frá
sjer numinn og glataður þbss-
um heimi.
En allt í einu hvað við sker-
andi vein. Bianca sá að hefðar
konan, sem sat ein við borðið
skammt frá þeim, stóð reik-
andi á fætur, og byrjaði að
tæta utan af sjer fötin. Hún
var ekki mikið klædd, því að
augnabliki síðar var hún kom-
in út á gólfið til Inka-stúlk-
unnar og dansaði þar allsnak-
in eins og hún í blysljósinu.
Það glampaði á líkama Inka-
stúlkunnar og gerði hana ó-
raunverulega og eins og af öðr
um heimi. Það var eins og hún
væri ekki mannleg vera, held-
ur aðeins hluti af hljóðfæra-
slættinum. En aftur á móti
æpti hvítt hörund hinnar kon-
unnar á mann, að hjer væri
úrkynjun mannkynsins á ferð-
inni. Bianca rauk á fætur, en
þá stökk ungur fylgdarmaður
hefðarkonunnar fram á gólfið
og vafði skikkju sinni utan um
hana. Hún barðist á móti hon-
um með hnúum og hnefum, og
hann rjeði ekki við hana fyrr
en tveir aðrir menn komu hon
um til hjálpar.
Bianca tók yfirhöfn sína og
ætlaði að ganag út, en þá greip
Ricardo um handlegg hennar.
Hún skammaðist sín og henni
fannst hún einnig vera sek í
hegðun hinnar konunnar.
„Bíddu“, sagði Ricardo biðj-
andi. „Caviedes er að koma“,
,Caviedes?“, sagði Bianca
og leit spyrjandi á hann.
„Juan Valle y Caviedes'1
sagði Ricardo. „Sjáðu hann er
að ganga inn núna“.
Bianca leit á lágvaxinn
mann, sem stóð í dyrunum.
Allt andlit hans var þakið ör-
um eftir sýfilis-sár. Hann var
grannur og boginn í baki. Það
var eins og ekkert væri lifandi
af honum, nema augun. En
hann hafði falleg augu, og það
var eins og augu hans lifðu
sinu eigin lífi I hálfdauðum lík
ama hans. Hljómsveitin hætti
dauðadæmd. Hún hlýtur %að leika og allir horfðu þegj-
hryllilegan dauðdaga áður enpndi til dyranna.
langt um lýður“. » „Caviedes, velkominn“,
„Hræðilegt“, hvíslaði Bi-^hrópuðu bæði menn og konur.
anca. |Inca-stúlkan hætti í miðjum
Nú fór að láta hærra í hljóm 'dansinum og tók undir sig
sveitinni og Inka-maðurinn ístökk til mannsins í dyrunum
með carango-ið hamaðist nú^og fleygði sjer í fang hans.
hálfu meira en fyrr og allt í ^Caviedes leit á stúlkuna með
einu hljóp stúlka fram á gólfið.; fyrirlitningu og ýtti henni frá
Hún var allsnakin, en fagur-.sjer, Menn gengu frá ástmeyj-
lega limaður likami hennar 'um sínum til þess að ía að
var allur smurður olíu. Húnl'sherta magrar hendur hans.
dansaði öruggum skr'efum á . Hann virtist taka þennan virð-
moldargólfinu í takt við hljóð- ‘ingarvott sem sjálfsagðan hlut.
færasláttinn, teygði sig og Bianca hugsaði með sjer, að
beygði, svo að allir vöðvar lík- þannig mundu gyðirnir á Ol-
ama henpar virtust spenntir ;'ympíu-fjallinu hafa tekið við
til hins ítrasta. ^sálum mannanna.
Sjer til mikillar undrunar, i „Hver er hann?“, spurði hún
fann Bianca, að henni fannst j.Ricardo.
þessi dans hreint ekki óviðeig-1
andi. Inka-stúlkan var ákaf-.
lega fögur. Hljómsveitin var| AUGLYSING
hætt að leika og nú heyrðist * E R G U L L S I G I L D I
í leit að gulli
aftir M. PICKTHAAX
49
Villi, hrópaði hann þá eins hátt og hann gat. Villi.
Hvar eruð þjer? svaraði einhver ofan úr þokunni.
inn hjálpað mjer upp.
Hjerna niðri á þessari klettasillu. Geturðu einhvernveg-
Bíðið, svaraði röddin úr þokunni. Jeg skal kasta reipi
niður.
Nei, svaraði Leifur. Það þýðir ekkert. Jeg er meiddur
í handleggnum og get ekki klifrað upp eftir kaðlinum.
Það varð þögn nokkurn tíma, svo svaraði Villi. Þjer verðið
að bíða nokkurn tíma rólegur. En jeg skal ná yður upp.
Þó Leifur hjeldi nú áfram að kalla, svaraði enginn köllum
lians. Villi hafði farið eitthvað frá.
Eftir svona stundarfjórðung, sem Leifi fannst eins lengi
cð líða og margir klukkutímar, heyrði hann Villa kalla
að ofan.
Jeg ætla nú að kasta kaðlinum niður. Þjer skuluð binda
lykkjunni utan um yður undir handarkrikunum. Það er
það eina sem við getum gert og það hlýtur að ganga.
Það varð aftur þögult. Leifur reyndi að rýna út í þokuna
og myrkrið og loksins sá hann fáeina faðma frá sjer, að
kaðalendi kom svífandi niður. Vill hafði næstum hitt á
ijettan stað.
Er þetta gott? spurði drengurinn.
Það þarf að koma heldur nær. Það er nógu langt niður,
en ef þú sveiflar kaðlinum, þá næ jeg í endann.
í endann á kaðlinum var bundið steini og nú fór hann
að sveiflast fram og aftur, þangað til Leifur náði loks í
hann. Hann logverkjaði í handlegginn, en tókst samt að
binda kaðlinum utan um sig. Þegar hann hafði bundið
kaðlinum vel, hrópaði hann: Jæja, dragðu þá.
Samstundis kom rykkur á kaðalinn og Leifur sveiflaðist
i lausu lofti. Hann hjekk með öllum sínum þunga í kaðl-
inum og það var honum ógurleg kvöl. En hann lyftist hærra
og hærra með ótrúlegum hraða, svo að hann fór að svinx^
og loks fann hann, að Villi greip um hann og hjálpaði honum
lipp á brúnina.
ífifhxT vrbQttfjumha.
/tuj
— í slagsmálunum varð jeg
undir, en á friðarráðstefnunni
hafði jeg yfirhöndina.
★
Á auglýsingatöflu einni í
Chaillot-höllinni í París, þar
sem þing Sameinuðu þjóðanna
kom saman, var eitt sinn eft-
irfarandi hengt upp, skrifað á
bjagaðri ensku:
„Sendimaður frá Sudan, sem
hingað er kominn til að að fylgj
ast með málum fyrir þjóð sína,
hefir verið rændur skæðasta
vopni sínu. Einhver hefir tekið
penna hans. Þetta er ekki heið-
arlegt, og síst á þessum stað,
þar sem þjófnaður ætti að Vera
óhugsanlegur. Sá, er tekið hefir
pennann, jeg vona að jeg megi
segj_a í hugsunarleysi, er vin-
samlega beðinn um að skila aft-
ur þessum dýrmæta grip, sem
er eign Sudan. Verið svo
elskulegur, kæri herra, að láta
áhaldið á þann stað, sem þjer
tókuð það í herbergi nr. 2094.
Gerið það á matmálstíma, því
að þá er hjer enginn viðstadd-
ur.
★
Mikið er um það rætt, hver
sje fegurst „stjarnanna“ í
Hollywood, og hver hafi feg-
ursta einstaka líkamshluta.
Hjer hafið þið það:
Háls og hnakki: Diana Lynn.
Herðar: Barbara Stanwvck,
Brjóstf- Olivia de Havilland.
Mitti: Loretta Young.
Mjaðmir: Lizabeth Scott.
Handleggir: Hedy Lamarr.
Hendur: Veronika Lake.
Fótleggir: Marlene Dietrich.
Fætur: Mona Freeman.
Eftirlíkingu á að gera af lík-
amshlutum viðkomandi stjarna,
fella þá saman og gera úr þeim
dúkku, sem koma á fram i
kvikmyndinni „Bitter Vic-
tory“.
★
Tollyfirvöldin í Indianapolis
Ijetu nýlega brjóta 5808 flösk-
ur af brennivíni og 7276 flösk-
ur af whisl y og ljetu þennan
dýrmæta viíkva renna í hafið.
Byrgðir þessar höfðu legið f
tollinum í fjögur ár og eigand-
inn vildi ekki borga tollinn, sen.
var 10600 dollarar.