Morgunblaðið - 31.12.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1948, Blaðsíða 6
M O R G V N fí L A Ð I Ð Föstudagur 31. des. 1948. Mramótin £948—3949 Þankar um utanríkisvið MESTA útflutningsár í sögu þjóðar vorrar er um garð geng ið. Það er því sannarlega fróð legt að líta um öxl til að sjá, hvernig oss hefur vegnað á ár- inu. Ekki þarf mikil heilabrot til þess að komast að raun um, að þessa hefur minna gætt í dag- legu lífi almennings en í fljótu bragði hefði mátt ætla. Samtímis því að vera met-ár i útflutningi hefur það senni- lega um leið verið eitt allra iakasta ár, sem yfir þjóðina hef ur gengið síðustu 50 árin, ef eingöngu er miðað við öflun og dreifingu hinna almennu inn- fluttu gæða og þegar raunhæf kaupgeta er höfð í huga. Ekkert umræðuefni mun hafa verið almennara manna á meðal en vöruvandræði þau, sem skapast hafa á árinu. Algengustu og sjálfsögðustu neysluvörur hafa marg oft ver ið nær ófáanlegar mánuðum saman, en þegar eitthvað af varningi hefur komið á mark- aðinn, hafa sölustaðirnir þegar verið umsetnir, þar til allt var uppurið, en alltaf hafa færri notið en vildu. Þessi mynd skýtur nokkuð skökku við, þegar að því er gætt, að útflutningstekjur vor- ar hafa numið nær 370 milj. kr. til nóvemberloka, eða á ann að hundrað milljónum krónum meira en árið áður. Enn ein- kennilegar kemur þetta ástand oss fyrir sjónir, þegar litið er á þá staðreynd, að innflutning- urinn hefur þó ekki minnkað um meir en um það bil 38 milj. kr., og innflutningur hinna al- gengustu neysluvara um ca. 8 milj. kr. Til þess að ná sæmilega góðu jafnvægi milli framboðs og eft- irspurnar virðist því ekki fjarri lagi að áætla, að útflutningur landsmanna þyrfti enn að hækka um það bil 75 til 80 milj. króna um leið og hlutfalls legri samsetningu innflutnings- ins, þ. e. hlutfallinu milli kapital-, rekstrar- og neyslu- vöru yrði breytt lítillega frá því, sem nú er. En jafnvel þó vænta mætti um sinn einhverra möguleika til þess að auka útflutningstekjurn ar að þessu marki, verður um skammgóðan vermir að ræða, þegar til lengdar lætur, nema jafnframt sje þannig á málun- um haldið, að nægilegur gjald- eyrisvarasjóður, annaðhvort eigin sjóður eða lánssjóður, sje æfinlega fyrir hendi til að jafna á milli ára, og veldur þar í fyrsta lagi hverfuleiki náttúru- auðlinda vorra, en í öðru lagi þau vor eigin verk, er mestu valda um afkomumöguléika at- vinnuveganna, þ. e. a. s. mögu- leika þeirra til að endurfæða framleiðslutækin, sem notuð eru, og geta af sjer ný til þess að skapa fólksaukningunni í landinu framfærslumöguleika. Þessu til viðbótar verður sömuleiðis að hafa það hugfast, hversu mjög afurðir vorar eru háðar almennum verðsveiflum. Enn búum vjer við það ástand, Eftir Helga Bergsson, skrifstofu- stjóra Verslunarráhsins er stríðið skapaði á matvæla- markaðinum, en það er, and- varaleysi í meira lagi að ætla að það ástand taki aldrei enda. Oss hlýtur að vera það lítil fróun til lengdar, þótt vjer get- um gert oss vonir um stundar saðningu þess vöruhungurs, er ríkir í landi hjer, þegar vjer vitum það jafnframt, að sá bogi, sem mestu varðar fyrir afkomu heill þjóðarinnar þ. e. megin- atvinnugreinar hennar, er spent ur svo til hins ítrasta, að við hver áramót og jafnvel oftar hrykkir í. Það hefir sýnt sig betur en svo að valda þurfi deilum að t. d. í sambandi við síldveiðar landsmanna hefur aflamagn það, sem gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun bátanna reynst alltof hátt og ef svo færi, að verðfall bættist hjer á ofan þá er ’sýnilega vá fyrir dyrum, þótt segja megi að hægt sje að halda hlutunum gangandi um hríð með því að ríkissjóðurinn haldi áfram að soga til sín stór- an hluta þess kaupmáttar, sem atvinnulífið dælir út til almenn ings, og sprauta því síðan í smáskömmtum aftur inn í líkama atvinnulífsins, en slíkar smáskammta lækningar eru þess síður en svo umkomnar að auka á þor útgerðarinnar til áframhaldandi reksturs og fram taks. Meðan þessu fer fram, er al- menningur flæktur inn í blekk- ingarvef hárra launatalna, sem með hverri aðgerð þess opin- bera verða meira og meira ó- raunhæfar vegna þess óseðjandi fjárhungurs, sem atvinnuveg- irnir baka ríkissjóði. Allskon- ar hugsanlegar og óhugsanleg- ar leiðir eru farnar til þess að láta endana mætast, án þess að lækningin virðist sjáanleg og varla líða þau áramót, að nýrra neyðarráðstafana sje ekki brýn þörf, ef ekki nauðsyn, ef hægt á að vera að fleyta atvinnu- rekstrinum yfir nýjan örðug- leikahjalla. Útaf fyrir sig finnst manni það hljóti að skipta heldur litlu máli, hvort fólkið í landinu get ur eytt peningum sínum eftir eigin vild og hvort það getur keypt meir eða minna, ef á- standið er orðið svo alvarlegt að kylfa ræður kasti úm það, hvort fiskibátur á í reiðu fje fyrir öngli og öngultaumi. Ef ástand- ið er orðið svo alvarlegt, hlýt- ur að vera«kominn tími til þess að geca sjer það ljóst, að það verður að snúast við vandan- um á annan hátt en hingað til. Allar þær ráðstafanir, sem hingað til hafa verið gerðar, eiga það sameiginlegt, að þær miða að því sama að draga kaup getu úr höndum neytendanna og veita síðan því sama f.iár- magni til atvinnuveganna á ný.' Þetta hefur verið gert með sí hækkandi tollum og ýmsum öðr um ráðstöfunum, sem í sínu innsta eðli verka • á sama hátt og tollar væru. Á þennan hátt aflar ríkissjóður sjer þeirra tekna, er með þarf til að greiða atvinnuvegunum þá framleiðslu styrki, sem þeir verða að fá, ef ekki á allt að stöðvast. Allt of mikill hluti lands- manna er farinn að líta á það sem sjálfsagðan hlut, að fram- leiðslustyrki verði að greiða, það eina, sem menn deila um, er hverjir eigi að bera birgð- arnar, sem þetta ástand bindur þjóðarþegnunum. Það er talað um breið bök og mjó bök og að því er virðist, láta menn sjer detta í hug að þau breiðu geti og eigi að bera birgðarnar af- dráttarlaust og ein. Sá hugsun- armáti væri mjög að mínu skapi ef hann stangaðist ekki jafn illa á við raunveruleikann og raun ber vitni um. Það liggur sem sagt í augum uppi, að stór hluti tekna þeirra ,,með breiðu bökin“ fer til fjár- festinga í einu eða öðru formi á öllum tímum tekjuársins, þannig, að skattlagning þessara fjárfestu tekna myndi frekar lama fjárfestingarstarfsemina heldur en hitt, þar sem hugs- unin um það, hverjir eigi að bera birgðarnar er grundvölluð á þeirri hugmynd að afla fjárs, til að halda áfram þeim neyslu- venjum. er hjer hafa skapast án frekari bakþanka um nauðsyn almennrar áframhaldandi ný- fjárfestingar, og án íhugunar um það, .hvort land eins og ís- land, sem grundvallar þjóðar- búskaparhætti sína á samskipt- um við aðrar þjóðir geti til lang frama rekið óháða og lítt sveigj anlega efnahagspólitík og það undir framleiðsluskilyrðum, sem hafa frekar á sjer blæ hins algenga happdrættis en raun- hæfra skilyrða til markvissrar °g gjörhugsaðrar atvinnuþró- unar. Frá mínu sjónarmiði er í grundvallaratriðunum aðeins um tvær höfuð leiðir að ræða til þess að laga búskaparhætti vora eftir því markaðsástandi, sem vjer verðum fyrr eða síðar (að taka fullt tillit til, og það er sveigjanleg launapólitík eða sveigjanlegt gengi, en án þess að gera þessu frekar skil, vil- jeg aðeins bæta því við, að jeg álít að gengið og fjármálapólitík þess opinbera sje öruggustu leiðirnar, sem vjer ’höfum yfir að ráða til þeirra hluta. —O— Jeg gat um það í upphafi, að útflutningstekjurnar hefðu num ið um 370 milj. kr. miðað við nóvemberlok. Hversu vel út- flutningsverslunin hefur geng- ið má fyrst og fremst rAja til hinnar óvæntu Hvalfjarðarsíld- ar, sem stafaði nýju leyftri á efnahagsstarfsemi þjóðarinnar á árinu og sömuleiðis ísfisksöl- unnar til Þýskalands. En þótt svona vel hafi gengið má enn heyra menn tala í skildagatíð um þá síld, sem átti að veiða fyrir norðan, en sem aldrei veiddist, og nú í dag stöndum við þrumulostnir af undrun yf- ir því, að vetrarsíldin skuli ekki koma svo öll þau hjól geti far- ið í gang, sem voru byggð á komu hins gamalkunna dutl- ungafisks vegna nokkra mánaða nærveru hans við Faxaflóa. Það er skoðun mín, að þessi fjárfestingarmál sem og mörg önnur hafi verið sótt með helst til miklu kappi. En nú sk,ulum við líta á hina ýmsu liði útflutningsins. firði s. 1. vetur, en nú virðist sú veiði ætla að bregðast með öllu og er þess að vænta,* að áætlanir valdhafanna hafi tek- ið þá staðreynd fyllilega til greina, án þess að gera sjer um leið einhverjar gillivonir um stóra vinninga í sumarhapp- drættinu. Hversu æskilegt sem það væri að geta aukið útflutning- inn um 70—80 milj. kr. til þess að rnæta vöruhungri lands- manna, þá virðist mjer, að vjer sjeum um þessi áramót fjær því marki en svo, að það taki því að ræða þann möguleika í alvöru; hitt virðist mjer nærri lægi að umreikna þær til lækk- unnar um allt að 10 af hundr- aði; því að þótt svo fari, að sumarsíldveiðin gefi sæmilega raun eða betri en á undanförn- um árum, er enginn skaði skeð- ur. nema síður sje, þótt gengið sje út frá lágum tölum eins og góðum búhöldi sæmir. Áður en jeg hverf frá þess- um þætti vildi jeg aðeins fara nokkrum orðum um þau ca. 5 % útflutningsteknanna, sem ekki hafa verið gerð að sjerstöku um TAFLA I. Útflutningur. Jan.-nóv. ’48 Jan-nóv. ’47 Vörutegundir verð kr. verð kr. Saltaður fiskur 30.433.400 38.277.550 ísaður, freðinn, hertur og niðui-s. f. 148.579.350 100.545.450 Sildar- og fiskimjöl 39.136.150 15.726.470 Lýsi og síldarolía 103.983.820 69.614.490 Aðrar sjávarafurðir, m. a. saltsíld .. 29.556.590 15.340.970 Samtals 350.789.310 239.504.930 Heildarútflutningur 369.226.730 258.348.250 Sú athugun leiðir í ljós, að enda þótt hlutur saltfisksins hafi minnkað mikið hlutfalls- lega, þá er hann þó orðinn all- verulegur póstur að nýju og er það vel farið, þótt betur megi verða. Hækkunin á útflutningsverð- mæti ísaða-, freð-, herta- og niðursoðna fisksins á rætur sín- ar að rekja fyrst og fremst og næstum eingöngu til ísfisksöl- unnar til Þýskalands, og er rjett að vjer gerum oss það ljóst, að sú sala hefur komið í veg fyrir vandræða ástand meðal stórút- gerðarinnar, en samt sem áður ekki meira en svo, að þær leif- ar, er eftir eru af fyrirstríðs- flotanum, eru reknar með stór tapi. Hvað sem þessu atriði líður, er oss það mikill hugarljettir, að áframhald getur orðið á Þýskalandssölunni, svo að, ef sæmilega vel aflast. ætli þessi liður útflutningsins á ræsta ári að geta orðið svipaður. Jeg kem þá að næstu þrem liðunum, sem allir fela í sjer síldarafurðir, að meira eða minna leyti. Hækkun útflutn- ingsteknanna á þessum l'iðum frá fyrra ári nemur liðlega 70 milj. kr. og eru yfir 56 milj. kr. greiðslur fyrir síld og síld- arafurðir. Þessi hækkun grundvallast eingöngu á veiði okkar í Hval- ræðuefni. Er hjer aðalega um að ræða landbúnaðarvörur, sala skipa úr landi og ýmsar aðrar vörur. Til þess að samanburður milli ára verði sem Ijósastur, hvað landbúnaðarvörurnar snertir, skulum við líta á töflu II. TAFLA II. Útflutningur. Ja.-nó. Ja.-nó. 1948 1947 , Verðm. Verðm. Vörutegund 1000 kr. 1000 kr. Hross ............. 512 Kjöt ............ 2.774 5.709 Garnir saltaðar og hreínsaðar .... 785 624 Ostur .............. 23 31 Ull............. 1.601 3.391 Gærur saltaðar og sútaðar ......... 8.778 2.750 Refaskinn ......... 152 191 Selskinn .......... 141 139 Skinn ............. 759 637 Iiéildartala ....15.525 13.472 Útflutningsverðmætið fyrir landbúnaðarvörur hefur stígið um liðlega tvær milljónir króna og er það eingöngu að þakka stórhækkuðu sölumagni af gær- um, sem hafa selst við verði, sem liggur langt yfir verði hlið- stæðrar vöru frá öðrum lönd- um. Er gott til þess að vita, að Fromhalrl á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.