Morgunblaðið - 05.01.1949, Síða 1
16 sáður
36. árgnngur.
2. tbL — Miðvikudagur 5. janúar 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Valda hneyksli í Hollywood
ÞAÐ ER sagt, að það þurfi nokkuð til að valda hneyksli í
Holiywood, en það hefir kvikmyndaleikkkonan Rita Hayworth
gert með því að ferðast með Ali Kahn, syni Aga Khan, ind-
verska furstans, sem talinn er einn auðugasti maður lieims-
ins. — Iljer sjást þau hjúin á mynd saman, sent tekin var
er þau komu til Qucenstown í írlandi, en þar voru þau um jólin.
Boðskapur Trumuns
iorseSu til þingsins
Ávarpar hið nýkjörna Bandarikjaþing í dag
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti tij. Mbl. frá Reuter.
STJÓRNMÁLAFRJETTARITARAR hjer líta svo á, að i ávarpi
smu í morgun til hins nýkjörna Bandaríkjaþings, muni Tru-
rnan fosreti gera grein fyrir stefnu sinni í 'utanríkismálum og
áætlunum sínum um bætt kjör bandarískra verkamanna.
Vill enda „kalda stríðið“
Ætlað er, að forsetinn muni
láta í ljós vilja sinn á því, áð
binda enda á „hið kalda stríð“
við Rússland, sem og að Ijúka
friðarsamningum við Þýska-
land og Japan.
Aukin aðstoð
Þá muni hann ræða um
stuðning Bandaríkjanna við
Vestur-Evrópuþjóðirnar með
áframhaldandi Marshall-hjálp,
sem og um Norður-Atlants-
hafs-hernaðarbandalag og á-
ætlanir um hernaðarlega að-
stoð við V.-Evrópuþjóðirnar.
Einnig aðstoð við grisku stjórn-
ina, Tyrkíand og Kína.
Fiýja rússneska
hernámssvæöiö
Berlín í gærkvöldi.
MEIRA en 150 flóttamenn frá
rússneska hernámssvæðinu i
Þýskalandi komu í dag til skrif
stofu þeirrar, sem borgarstjórn-
in í Vestur-Berlín hefur fýrir
skömmu opnað fyrir flótta-
menn. — Reuter.
Bráðabirgðastjórn
verði mynduð í
Malta í gærkveldi.
WILLEM DREES, forsætisráð-
herra Hollands, kom hingað á-
samt fylgdarliði í dag og mun
halda áfram til Batavíu á morg
un (miðvikudag). — Hann
sagði biaðamönnum, að aðaltil-
gang'urinn með ferð sinni væri
sá, að stuðla að myndun bráða-
birgðastjórnar, er í ættu sæti
fulltrúar allrar Indónesíu og
gæti undirbúið myndun banda-
ríkja Indónesíu, sem hollend-
ingar gætu viðurkennt sem full
valda ríki.
I útvarpi sínu í kvöld sögðu
Indónesíumenn að herir þeirra
veittu nú víða „harða mót-
spyrnu" á Java og Sumatra.
LONDON — Opinberlega var til-
kyrint hjer í kvöld, að utanríkisráð-
herrar Frakklands, Bretlands og
Beneluxlandanna myndu halda næsta
fund sirm lijer í London 26 janúar
ARDAGAR HALDA
yyarsnnosKapur
Chiangs flónska
IJmmæli kommúnista
Shanghai í gærkvöldi.
ÞVÍ var lýst yfir í útvarpi
kommúnista hjer í kvöld, að
nýjársboðskapur Chiang Kai
Sheks væri „ekkert annað en
flónska“, sem enginn gæti tek-
ið mark á. Hann hefði t.d.
sagt. að herstyrkur stjórnarinn
ar væri tuttugu sinnum meiri
en herafli kommúnista. Komm
únistar hefðu 3 millj. manna
her — og eftir því að dæma
ætti stjórnin að hafa 60 millj.
manna her, en hver heilvita
maður sæi, að slíkt væri frá-
leitt.
Kínverska stjórnin hefur
látið varpa flugritum yfir víg-
stöðvarnar í Mið-Kína, þar
sem skorað er á kommúnista
að semja heiðarlegan frið ög
hætta að berjast.
lótmælaorðsending
Handaríkjanna til Israel
Ný sókn GySinga í SBÍsir-Palesiinu
Tel Aviv í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter.
SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum hjer hefur bandaríska.
ufanríkisráðuneytið áfhent stjórn Israel orðsendingu þar sem
segir að haldi Israels-stjórn áfram yfirgangsstefnu sinni muni
Bandaríkin ekki geta stutt hana áfram. — Orðsending þessi
n.un hafa verið afhent vegna kvartana Breta yfir innrás Gyð-
inga í Egyptaland.
Biður um lijúlp *•
NF.W YORk •• Italski ténorsöngv-
arjnn Ferruccio Tagliavini, sem nú
syngur við Metropolitan óperuna,
hefur farið þess á leit við yfirvöldin,
að þau láti niður falla ákadru hinnar
27 ára gömlu bandarísku söngkonu
Mary Phillips, um að hann sje fað-
irinn að barni því, sem hún ól 5.
okt. s.l.
50 manns farasf á
15 mínúfum
Warren,
Arkansas í gærkvöldi.
FIMMTÍU manns ljetu
lífið og a. m. k. 360 særð-
ust er hvirfilbylur geis-
aði í bænurn YY'arren í
Arkansas-fylki í Banda-
ríkjunum í gær. Ennfrem-
ur varð geysimikið tjón á
mannvirkjum, sem metið
hefur verið á a. m. k. 1
millj. dollara. — Hvirfil-
bylurinn geisaði aðeins í
um 15 mínútur. — Reuter.
443 þús. þýskir stríðs-
Sangar í RússSandi
Eru látnir vinna þrælkunarvinnu
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuler.
BANDARÍKJAMENN lýstu því yfir í dag, að enn væru í Rúss-
lartdi 443.165 þýskir stríðsfangar. Kom þetta fram í orðsendingu
þeirri, sem Bandaríkin sendu Rússum í gær en var ekki birt
cpinberlega fyrr en í dag.
^Viðræður.
I gær ræddi McDonald, breski
sendiherrann, við David Ben
Gurion, forsætisráðherra Israel
og Shertok, utanríkisráðherra.
Ætlað er, að ráðherrarnir hafi.
fullyrt við McDonald, að Gyð-
ingar hefðu ekki í hyggju „að
gera innrás í Egyptaland“ nje
ásælast egyptsk landssvæði.
Ilerflutningar Breta.
Talsmaður Israels stjórnar
ljet svo ummælt hjer í dag, að
Bretar væru að búa sig undir
frekari hernaðaraðgerðir í
Israel. — Hann sagði að bresk-
ar hersveitir væru á leiðinni
til hafnarborgarinnar Akaba, í
Transjórdaníu og til landamæra
Egyptalands og Palestínu.
Nýjustu frjettir.
Samkvæmt fregnum frá
Kairo hafa Gyðingar hafið
nýja sókn á allri víglínunni
í Suður-Palestínu. Hófu þeir
árásir sínar á miðnætti í gær.
og halda bardagar enn áfram.
Barist enn.
Hermálaráðuneytið í Bagdad
gaf út tilkynningu í kvöld þar
sem sagði, að Irak-hersveitir
hefðu hrakið heri Gyðinga á
flótta og hefðu þeir beðið mik-
ið manntjón. Bardagar stæðu
enn yfir um það bil 3 mílur
norðvestur af Qalqilya.
Orðsendingarnar
Rússneska stjórnin fjekk nóg að Rússar hjeldu rúmlega
svipaðar orðsendingar frá 443 þúsund þýskum stríðsföng
stjórnum Frakklands og Bret- j um í fangabúðum, heldur
lands. í þeim Var spurst fyrir fengu fangarnir lítið sem ekk-
um það, hvort Rússar hefðu ert að borða og væri ofboðið
staðið við samþykktir þær, með of mikilli vinnu
sem gerðar voru á untanríkis-
ráðherrafundi
fjórveldanna Svar Rússa'
1947 um heimsendingu á stríðs
föngum.
Fó lítið að borða
Talsmaður Bandaríkjastjórn
ar sagði í dag, að ekki væri
í svari sínu í dag sögðu Rúss
ar, að engar fjórvelda-sam-
þykktir væru til um það, að
allir þýskir stríðsfangar skyldu
hafa verið fluttir frá Rúss-
landi fyrir árslok 1948.
Hý sékn gríska
sijórnarhsrsins
Aþena í gærkvöldi.
TSAKALOTOS hershöfðingi
skýrði frá því í dag, að griski
stjórnarherinn væri í þann veg-
inn að hefja nýja sókn í Pel-
opponesfjöllum, Skoraði hann á
alla þá hermenn, sem gengið
hefðu í lið með skæruliðum, að
gefa sig fram áður en bardag-
ar hæfust að nýju. „Jeg lofa
ykkur því, að þið þurfið ekkert
að óttast,“ sagði hershöfðinginn.
— Reuter.