Morgunblaðið - 08.01.1949, Side 10

Morgunblaðið - 08.01.1949, Side 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 8. janúar 1949 áfram. Þau fóru stuttar dag- leiðir, og hvíldu sig nokkra daga í Nombre de Dios, áður en þau hjeldu áfram íil Cartagena. Biöncu hafði aldrei dottið í hug, að hún mundi hlakka til að sjá kuldalegu múrveggina, sem lukust alt í kringum Cartagena-borg. En þegar skipið sigldi í gegnum skurðinn hjá Boca Chica og þræddi upp mjóan fjörðinn, fann hún hvernig friður og ró færðust yfir hana alla. — Kit var horfinn henni, ef til vill fyrir fult og alt. En sú hugs- un gerðí hana einnig rólegri og öruggari. Hún hafði yfir- unnið allar efasemdir. — Hún leit á eiginmann sinn og blíðan skein úr augum hennar. Jeg hefi brugðist honum, .... á allan hátt, hugsaði hún. ,,Við erum að koma heim, Luis“, sagði hún og rjetti hon um höndina. ,.Það er gott að vera komin heim aftur“. Don Luis tók um magra hönd hennar og horfði aðdáunaraug um á konu sína. Hún er eins og engill, sem stiginn er upp úr gröfinni; hugsaði hann og þrýsti hönd hennar. Hann velti því fyrir sjér, hvers vegna hún hefði aldrei spurt um, hvað orðið hefði af barninu, syninum langþráða, sem hafði fæðst í þennan heim annan dag febrúar-mánaðar 1695 og yfirgefið hann um leið, án þess nokkurn tímann að draga and- ann.... ,,Já, Bianca mín. . . Það er gott að vera kominn heim. — Komdu. vagninn bíður okk- ar“. 17. Snemma morguns sama dag- inn og Bianca og Don Luis del Toro komu til Cartagena, stóð Bernardo Diaz á þilfarinu á Seaflower. Það var enn ekki farið að birta af degi og hann var að mæla afstöðu skipsins. eftir stjörnunum með krossstaf. Enda þótt þessar mælingar væru mjög ónákvæmar og gætu stundum ' skakkað um fimtán gráður’, fór Bernardo þó nokkuð nálægt um það, hvar þeir mundu vera staddir. Þeg- ar hann þóttist viss í sinni sök, gekk hann niður í káetu Kits. „Veistu, hvar við erum?“ sagði hann. Kit kinkaði kolli og brosti í kampinn. „Þegar jeg sagði þéf í gær, að skip- verjarnir væru farnir að fá skyrbjúg, sagðist þú ætla að fara í land og 'táKa nýjar mat- arbirgðir, en hvers vegna í ó- sköpunum þarft þú að velja Cartagena?“ „Jeg hielt áð þú vissir það“, sagði Kit. „Þégar við lögðum af stað í þessa ferð, vissir þú að hún var farín til fjáröflunar, syo að jeg gætfsetst að í ró og næði á landinlþ sem Ducasse veitti mjf»r. Jeg-hefi þegar afl- að mjer fjárins, en áður en jeg fer aftur til Saint-Domingue, ætla jeg að koma við í Cart- agena“. „O.g þar ætlar þú að ræna Don Lui-í del ,,'i'oro eiginkon- unni, eða hvað?“ Kit lei* á Bernardo og reiði- glampa brá fyrir í augum hans. „Við skulum heldur orða það 50. dagur öðruvísi. Jeg ætla að ræna hann bæði sorgum og gleði hjer á þessari jörð“, sagði hann. •— „Bianca er aukaatriði“. „Þú skilur hana varla eina eftir?“ sagði Bernardo. „Nei, að vísu ekki“, sagði Kit. „En fyrst sný jeg mjer að Don Luis. Þegar því er lokið, þá er röðin komin að konu hans“. „Jeg held að hún komi með glöðu geði“, sagði Bernardo og glotti. „Þar er jeg ekki sammála þjer“, sagði Kit. „Hún verður sjálfsagt búin að fá nóg af blóðsúthellingunum svo að hún neitar að snerta svo mikið sem litla fingurinn á mjer“. „Hversvegna þarftu þá að drepa hann?“ sagði Bernardo. „Heldur þú að hefndin verði ekki enn sterkari, ef hann lifir og veit af henni í fangi þínu? Hann er svo stórlátur, að það mundi vera honum enn þung- bærara en dauðinn. Rændu henni heldur, og láttu hann lifa eftir í eymd og volæði“. En Kit hristi höfuðið. „Þó að jeg mundi vilja hafa það þannig, þá mundi hún ekki vilja koma með mjer. Jeg man, hvernig hún baðst fyrir kvölds og morgna, þegar við vorum í Cul de Sac. Hún er ákaflega guðhrædd. Hún mundi aldrei slíta þau bönd, sem binda hana við eiginmanninn". Kit hnykl- aði brúnir. „Samt sem áður verð jeg að koma fram hefnd- um, eins og jeg sór áður en jeg fór frá Cadix“. „Og hvað ætlarðu að gera núna?“ „Núna siglum við Seaflower upp að Santo Domingo fram hjá Tenaza og liggjum fyrir akkerum þar, þangað til dimt er orðið. Þá flytur ’þú mig á bátnum til lands. Ef jeg kem ekki aftur undir morgun, verð ur varla þörf á því að bíða mín. Þú tekur þá við stjórn og skilar skipverjunum aftur til Saint-Domingue og biður faðir Dumaine að syngja sálu- messur fyrir mig“. ,,§mithers skilar þá Sea- flower aftur til Saint-Domin- gue“, sagði Bernardo“, og fað- ir Dumaine getur þá líka sungið sálumessur fyrir minni sál“. Kit varð snortinn af trygð Bernardos. Hann lagði hönd sína. á öxl vinar síns. „Trygðin verður þjer einhvern tímann að meini“, sagði hann. „En það er satt, jeg þarfnast hjálp ar þinnar“. Bernardo horfði hugsandi út á sjóinn. „Það er aðeins eitt, sem jeg hefi áhyggjur af. Þú veist, hvað það eru mörg skip, sem sigla til og frá Cartagena á hverjum degi. Hvernig fer, ef það sjest til okkar?“ „Þegar við erum komnir í land, verður Smithers að siglá Seaflower dálítinn spöl út aft- ur, svo að það sjáist ekki frá borgarmúruiiUm“. „Það væri bara verra, ef englabörnin okkar freistuðust til að gefa einhverju gullflutn- ingaskipinu gusu, meðan við erum ekki viðstaddir tii að halda þeim í skefjum“. „Við verðum að hætta á það“, sagði Kit. „Kallaðu á Smithers til mín“. Seaflower hjelt áfram stefn- unni til lands. Sólin skein á bakborða og varpaði geislum sínum yfir sjávarflötinn. Himinninn var heiðskír fyr- ir ofan masturstoppana og gol- an þandi seglin. Þeir sáu Popa-hæðina löngu áður en þeir. sáu landið í kring. Hæðin virtist dimmblá að lit og þoka lá yfir topp hennar. Sjóinn braut á litlu skeri fyrir framan hæðina, sem hafði stöðvað bæði Morgan og Drake og orðið til þess að allir sjóræningjar Karabíska hafsins höfðu hugs- að sig um tvisvar áður en þeir lögðu í dýrasta fenginn. Litla virkið, Tenaza, sneri að þeim eins og skammbyssuhlaup. Fyr- ir neðan virkið sáu þeir kirkj- una, Templo de Santo Domingo rísa upp yfir veggina. — Þegar kirkjuturnarnir voru komnir í augsýn, skipaði Kit svo fyrir, að þeir skyldu snúa upp i vind- inn. Það var orðið áliðið dags, en þó ekki farið að rökkva. Þeir þurftu því að bíða enn nokkra stund. Smithers Ijet Seaflower reka meðfram ströndinni, þang að til þeir voru komnir næstum því að Boca-skurðinum. Þeg- ar þeir fóru fram hjá Boca- Grande, sáu þeir seglin á skip- unum, sem sigldu um Carta- gena flóann, en skipsskrokk- arnir voru í hvarfi við landið. Þá sneri stýrimaðurinn aftur sveifinni og þeir sigldu aftur í áttina, sem þeir komu úr. — Þegar Seaflower var komin aftur í námunda við Santo Domingo, var farið að dimma. Kit leit á Bernardo. Hann var með leðurólar í kross yfir brjóstið og í þær voru festar tólf byssur. Kit sjálfur bar tvær stórar skammbyssur í belti sínu. Auk byssanna voru þeir báðir vopnaðir hnífum. Nóttin skall á og pálmatrjen sem gægðust yfir múrana, urðu silfurgrá að lit. Jafnvel múrarn ir sjálfir urðu fagrir í tungls- ljósinu. Kit leit í kring um sig og stundi. Það hefði verið heppilegra fyrir hann, ef loftið hefði verið skýjað. Einu sinni hafði slík nótt næstum því kostað hann lífið. En nú var enginn tími til slíkra hugsana. Bátnum var skotið út. Ræðar arnir sátu eins og svartir skugg ar á þóftunum. Þeir höfðu vaf- ið árablöðin með druslum, svo að skvampið yrði minna. — Þó var þetta ákaflega hættuleg ferð. Það þurfti ekki meira til, en að einn varðmannanna kæmi; auga á þá og tafarlaust mundi skothriðin dynja yfir þá, svo að jafnvel stórt skip mundi ekki komast undan. hvað þá þessi litli báttur. Kit leit til himins, þar sem stjörnurnar skinu hver: í kapp við aðra. Guð einn vissi, hvenær hann mundi sjá stjörn- urnar aftur. Hann leit aftur. niður á hafflötinn, þar sem tunglið varpaði birtu sinni í langa rák. Þeir þurftu að fara yfir rákina, og þar lá aðalhætt- an. Hjer í skugganum var bát- urinn næstum ósýnilegur, en í leit að gulli eftir M. PICKTHAAl 55 sjálfur verið með byssu, — þá hefði jeg tafarlaust skotið yður, þar sem þjer láguð. — Jæja, jæja, sagði Leifur. — En nú vil jeg bara fá áð vita, hvernig þjer hafið meitt yður og hvar fjelagi yð- ar er. — Já, það skal jeg segja yður, svaraði Brown. Það var stórt bjarg, sem valt yfir mig, fyrir nokkrum dögum. Svo að "við gátum ekki haldið lengur áfram og tjölduðum hjer. Fyrst gat jeg ekki hreyft mig, en vonaði að mjer mundi Ujótlega batna. En jeg vissi, að þjer væruð rjett á eftir rnjer, svo að jeg sagði við Tomma: — Þú skalt fara á und- an mjer, Tommi og finna gullið, svo kem jeg á eftir, strax og jeg er orðinn góður. Það líða varla meira en svona þrír clagar. Nú svo fór Tommi, en mjer hefur versnað frekar en hitt, eins og þjer sjáið. — Jeg er mikið veikur, hjelt Brown áfram. — Er jeg það ekki? — Jú, svaraði Leifur, alvarlega. — Það lítur ekki vel út fyrir yður. Brown hló napurlega. — Jæja, þá það. Jeg veit hvernig það fer fyrir mjer, hvernig myrkrið og þögnin umlykja mig og villidýrin úr skóginum læðast að tjaldinu, alveg eins og síðustu nótt. Þau verða bráðum búin að gera út af við mig og þjer þurfið þá ekki að hafa fyrir að grafa mig — — Já, jeg ljet Tomma halda áfram ferðinni og það sem ætlar að gera út af við mig er einveran. Hafið þjer meðaumkvun með mjer, hrópaði hann allt í einu og skjótið kúlu gegnum höfuðið á mjer, en látið mig ekki liggja hjer aleinan og deyja hægt í þessari skelfingu, sja glóandi augun í myrkrinu, sem stöðugt færast nær. — Þegið þjer, sagði Leifur og lagði höndina á heitt enin veika mannsins. — Er það of mikill greiði við óvin yðar, sagði Brown og horfði stöðugt á Leif. Leifur horfði á móti og sagði: — Er það,satt, að þessí skelfing sje verri en dauðinn. QyiAcT nrrLöhjCyu/rJcG.Iliynu mjög þægilegt til þess að þurka upp bleytu af gólfinu ★ Kenslukonan var að skýra fyrir börnunum, hvað orðið „endurnæring" þýddi. „Jæja, Tommi“, sagði hún, „þegar pabbi þinn er búinn að vinna allan daginn, er hann þreyttur, þegar hann kemur heim á kvöldin' eða er það ekki?“ „Jú“. „Og svo þegar nóttin kemur, hvað gerir hann þá?“ „Ja, það er nú það, sem mamma er altaf að spyrja um líka“. ★ Eiginkonan: — Er það satt, að peningarnir geti talað? Maðurirm: — Það er sagt svo, elskan mín. Konan: — Þú ættir þá að skilja eitthvað af þeim eftir heirpa á daginn, svo að jeg geti talað við þá og verði ekki eins einmana. ★ •— Trúirðu því, að tunglsskin geti gert menn ruglaða? spurði eiginkonan. — Ja, sagði eigirlmaðurinn og leit ekki upp úr blaðinu, sem hann var að lesa í, þú manst kanske eftir því, að það var í tuglsskini, sem jeg bað þig um að verða konan mín. ★ Tveir giftir menn ræðast við: — Kemur það virkilega fyrir að konan þín hlíði þjer? spurði annar þeirra. — Já, stundum. Þegar jeg segi: „Blessuð góða gerðu það eins og þjer líkar og skiptu þjer ekkert af mjer“, gerir hún það altaf. ★ Hún: •— Fyrir tveimur mán- uðum var jeg alveg vitlaus i Georg. en nú get jeg als ekkí þolað hann. Það er einkenni- legt, hvað karlmenn geta breyttst. mikið á skömmum. tíma. Ólafur Pjetursson endurskoðandi | Freyjugötu 3. Sími 3218. | lllimilllStfNIMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.