Morgunblaðið - 08.02.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1949, Blaðsíða 2
MORGUISBLA-OIÐ Þriðjudagur 8. febrúar 1949. í ©agnfræðaskóla Vesfur- fí®jar ®r mannkynssaga námsgreinin JE'j ÍMYNlDA mjer ekki að nemendur Gagnfræðaskóla I Reykvíkinga, eða Gagnfræða- I. skóla Vesturbæjar, eins og ! hann raunar nú heitir. 1 sjeu tiltakanlega ólíkir skóla- eystkinum mínum; eins og jeg kynntist þeim í þessum skóla í byrjun síðasta stríðs. Jeg í- xnynda mjer, að piltarnir að minnsta kosti, komist altaf ann að veifið í óvænt en náin kýnni við óþægilegri endann á teikni- bólum; jeg geri ráð fyrir að hver bekkur hafi enn sín heitt- elskandi og dreymandi og sí- skrifandi „kærustupör"; og jeg efast ekki um það, að sá dagur - líður varla í Stýrimannaskólan- um gamla við Öldugötu, þar sem Gagnfræðaskóli Vestur- bæjar nú er til húsa, að ein- ■ hver hinna tuttugu og tveggja kenhara fórni ekki höndum tií himins og leggi þá spurn- ingu fvrir guð og menn, hvað það sje eiginlega við kennara- starfið, sem vegið geti upp á móti skammarstrikum og • klækjum .... blessaðra strák anna og stelpnanna. CrUÐNI JÓNSSON, skólastjóri, sem starfað hefur við skólann frá því hann var stofnaður fyr ir rúmlega 20 árum og tók við skólastjóraembættinu í ársbyrj- un 1946, sagði við mig í síðast- liðiími viku: „Við höfum allt frá byrjun verið heppin með nemendur. Við vorum enn hepp in í vetur. Tímar eru vel sótt- ir og skólinn er mjög vel stund- aður. Kennaraliðið er gott“. Sigurður Pjetursson, nem- andi í þriðja bekk og formað- w Skólafjelags gagnfræða- akólans, sagði mjer: „Kennar- arnir eru yfirleitt ágætir. Skóla- stjórinn er skilningsgóður og nýtur almennra vinsælda “ Guðni Jónsson tók við stjórn ekólans eftir fráfall Knúts Arn grímssonar haustið 1945. Knút- ur tók við skólastjórn af Ágústi H. 3jarnasyni prófessor, sem stýrði skólanum frá stofnun hans 1928 til 1944. Á skóla- stjórnarárum Ágústar prófess- ors fór öll kennsla fram í húsi iðnaðarmanna við I.ækjargötu, en þegar lokið var byggingu nýja Sjómannaskólans, flutti Ágústarskólinn, eins og hann ' stundum hefur verið kallaður, ■ í húsakynni Stýrimanrfaskólans við Öldugötu. Frá þeim tíma hefur nemendum hans fjölgað um það bil um helming; þeir eru nú 310, allir, að undan- skyldum tíu til fimmtán, f Reykvíkingar og flestir Vestur- í bæingar. * Piltarnir eru í örlitlum meiri * híuta, en litlum þó. J»AÐ EPi ENGINN ,,stæll“ hjerna núna, sagði piltur, sem jeg tal- aði við fyrir nokkrum dögum og * spurði um klæðnað kvennem- 1 er.danna. Ein eða tvær reyndu * „stælir.n" í fyrra — uppbrettar * nakinbuxur og þykkar. köflótt- * ar skyrtur — en þær fengu * þarmig útreið, að þær áræddu ekkí að reyna aftur. Þær í efri Vxikkjunum — 15 til 16 ára — * eru flestar komnar í nýju tisk- * una .... síða kjóla og þar fram <eítír götunum. 'Tískan verður heldur ekki útundan í Gagnfræðaskóla Vest urbæjar, fremur en í Ingimars- skólanum eða Verslunarskólan- um eða Menntaskólanum. Jeg hefi hjer fyrir framan mig ein- tak af Þjóðólfi, blaði skólafje- lagsins, þar sem í Kvennasíð- unni ef vikið að sr.yrtingu og hreinlæti. Þar segir meðal ann- ars: „Undirstöðuatriði fyrir snyrt- ingu er hreinlæti. Ef stúlkan er óhrein, getur hún ekki ver- ið vel snyrt. Ýmisleg efni. sem líkaminn þarf að losna við, fara út um húðina". Og síðan bætir höfundurinn við, og talar af þeirri hrein- skilni og hispursleysi, sem mest prýðir unglinga á hans aidri: „Þar að auki kemur svita- iykt, ef óhreinindi eru mikil, og er þannig lykt og önnur af sama tagi mjög ógeðfelld“. ÞJÓÐÓLFUR, BLAÐ nemend- anna í Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar, kastar raunar skýrustu ljósi á það, hvað „glataða æsk- an“ okkar er langt frá því að vera glötuð, og hv-íð nöldurs- seggirnir og „jeg-veit-ekki-hvar -þetta-endar“ mennirnir eru raunalega þröngsýnir, þegar þeir fullyrða, að unglingarnir í dag sjeu í öllu eftirbátar ungl- inganna á „sinni tíð“. Guðni skólastjóri sagði í þessu sambandi: „Skólalífið er miklu frjálsara nú en áður fyrr. En ástundun og námsáhugi er síst minni en var“. Sigurður Pjetursson, forseti skólafjelagsins, sem mest er virðingarstaðan meðal nemend- anna, skýrði mjer í fáum orð- um frá fjelagslífinu og helstu - áhugamálum nemenda utan kennslustunda. Núverandi málfundafielag, sagði hann mjer, var stcfnað 1944. Stjórnandi þess er forseti, en önnur helstu -virðingarem- bætti eru formaður fjárhagsráðs („Það hefur nú verið gert grín að því“) og ritari. Fjelagið heldur fundi altaf öðru hvoru í einni kennslu- stofu skólans. Enginn kennari er viðstaddur. Á fundunum er rætt um almenn fjelagsmál og ým- islegt, sem fyrir kemur í dag- lega lífinu. („Það hefur lítið verið talað um stjórnmáí í vet- ur, en fer sjálfsagt að byrja, þar sem önnur umræðuefni eru að mestu þrotin“). INNAN SKÓLAFJELAGSINS, sagði Sigurður mjer ennfrem- ur, starfa ýmsar nefndir. Fjár- hagsráð annast gjaldkerastörfin. íþróttadeild sjer um íþróttir og útilíf. Dansnefnd heldur dans- æfingar. Ritnefnd stjórnar Þjóð ólfi. Skálanefnd ber ábyrgð á skíðaskála fjelagsins í Hvera- dölum. Bindindisdeild heldur bindindishreyfingunni vakandi. — Og almenningsálitið, eða í þessu sambandi öllu fremur „nemendaálitið", heldur öllum nefndarmönnunum vakandi með vægðarlausri gagnrýni á fundum og í skólablaðinu Hjer eru tvö dæmi: Þjóðólfur í nóvember síðast- liðnum: „Þá kemur röðin að málfundadeild. Hún hefur hald- ið einn fund og hann misheppn aðan. Framsögumaður virtist hafa gleymt því, að það er ekki nóg að hafa hugsaða ræðu skrifaða á blað. Það verður líka að verja hana. Annars er sagt, að fáir sjeu smiðir í fyrsta sinn, og málfundadeild á vonandi eftir að koma með marga skemmtilega fundi í Vetur En 22 kennarðr og yfir 300 nemendur í futfugu ára gömium Rekjavíkurskóia til þess að fundur geti orðið skemmtilegur, verða fleiri en framsögumaður að standa upp“. Úr sama blaði: „Dansnefnd hefur haldið eina dansæfingu og því miður að nokkru leyti misheppnaða, t, d. er ómögulegt að auglýsa hljómsveit og hafa svo grammofón“. GAGNFRÆÐASKÓLI Vesturbæj ar, eins og hann nú er kallað- ur, á raunar rót sína að rekja til töluverðrar gagnrýni og óá- nægjuöldu, sem reis hjer í bæn- um fyrir rúmlega tuttugu árum. Guðni Jónsson skólastjóri vjek að þessu örfáum orðum í skóla- setningarræðu, er hann flutti 21. september s. 1. ár. en þá átti gagnfræðaskólinn 20 ára af- mæli. Guðni sagði: „Sumarið 1928 gerðist það, að þáverandi menntamálaráðherra lagði svo fyrir," að einungis 25 efstu nemendur í inntökuprófi þá um vorið skyldu fá sæti í Menntaskólanum í Reykjavík þá um haustið, og skyldi svo vera framvegis. Um vorið höfðu 61 nemandi gengið undir próf- ið og voru því með tilskipun þessari 36 nemendur þegar í stað sviptir skólavist í Mennta- skólanum. „Þessi gerræðisfulla takmörk- un nemendafjöldans vakti mikla andúð margra manna, ekki síst Reykvíkinga, sem bann þetta kom harðast niður á. Nokkrir málsmetandi menn tóku sig því saman að mestu undir forustu Pjeturs sál Háll- dórssonar, síðar borgarstjóra, og bundust samtökum um að stofna skóla, er veitti hinum útskúfuðu nemendum samsvar- andi kennslu, sem veitt væri í gagnfræðadeild Menntaskólans. Skóli þessi komst á fót haust- ið 1928 og hlaut nafnið Gagn- fræðaskóli Reykvíkinga .... Fyrstu gagnfræðingarnir frá skólanum útskrifuðust 1931“. SAMKVÆMT nýju fræðslulög- gjöfinni, nægir nú venjulegt fullnaðarpróf úr barnaskóla til þess að öðlast rjeft til að setj- ast í Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar og aðra líka framhalds- skóla. Sökum rúmleysis, starfar gagnfræðaskólinn við Öldugötu tvískiptur, það er að segja, efri bekkirnir sækja kennslustundir frá kl. 8,30 á morgnana til kl. I, lægri bekkir frá 2,30 síðd. til kl. 7. í skólanum eru tólf deildir — fjórir 1. bekkir. þrír II. bekkir og fimm III. bekkir. Gagnfræðapróf er tekið úr III. bekk og nægir nemanda’num fimm í meðaleinkunn til þess að standast það. Þeir, sem fá yfir sex í meðaleinkunn, hafa öðlast rjett til að halda áfram námi í lærdómsdeild og setjast þá í þriðja bekk Menntaskól- ans. í Gagnfræðaskóla VestUrbæj- ar, eins og öðrum gagnfræða- skólum, er kennd danska, enska og íslenska, landafræði og náttúrufræði, mannkyns- saga, eðlisfræði, stærðfræði, teikning og leikfimi. í nýju fræðslulögunum er til þess ætl- ast, að ýmiskonar handavinna sje kennd bæði pilturn og stúlk Framh. ó bls. 12 Dregið verði úr íhlutun ríkisins í atvinnurekstri landsmanna Tiílaga Sjörns Ólafssonar. BJÖRN ÓLAFSSÓN flytui í sameinuðu þingi þingsályktunar- tillögu um, að dregið sje úr íhlutun ríkisins í atvinnurekstri landsmanna og að afnumin sjeu höft, skömmtun og nefndavald. „Með því að reynslan hefur nú sýnt, að ríkisrekstur atvinnu- greina, athafnaskerðing og víðtæk afskiptí hins opinberá í at- vinnurekstri fjelaga og einstaklinga leigðir til hættulegrár þró- unar í atvinnulífi og fjármálum landsins, ályktar Alþingi að fela' ríkisstjórninni að undírbúa og koma í framkvæmd svo fljótt sem verða má, gagngerri breytingu í þessum efnum. Skál það gert með það fyrir augúm, að dregið sje úr íhlutun ríkisins í stvinnurekstri landsmnnna, en afnumin sjeu höft, skömm'tun og nefndavald með breyttri fjármálastefnu og einfaldri skipun málanna, svo að framtak einstaklinganna fái betur notið sín en nú er. í greinargerð segir m. a.: Sú stefna hefur verið mjög áberandi undanfarin ár hjá Al- þingi og ríkisstjórn að auka þátttöku og ýmiss konar íhlut- un ríkisins í atvinnurekstri landsmanna. Hefur ríkið beint og óbeint gerst aðili að fram- kvæmdum og ráðstöfunum, sem lagt hafa ríkissjóði á herðar stórkostlegar ábyrgðarskuld- bindingar og útgjöld. Þessari stefnu hefur svo fylgt sú of- rausn í framkvæmdum og fjár- framlögum ríkisins sjálfs, að hreinn tekjuhalli ríkisbúskap- arins undanfarin 3 ár nemur um 120 millj. kr. Af öllu þessu hefur svo leitt lítt viðráðanlega verðbólgu og svo stórkostlegt misræmi í fjármálalífi lands- ins, að ríkisvaldið hefur neyðst til að grípa til síaukinna hafta, skömmtunar og alls konar at- hafnaskerðingar. Reynslan af þessari stefnu er nú óðum að koma í ljós og sýnir, að stefnan leiðir til hættulegrar þróunar í atvinnulífi og fjármálum landsins. Árangurinn er þegar orðinn sá, að ríkið er komið í ábyrgðir og skuldir, er nema 4—5 hundruðum miljóna króna aðallega af þessum sökum. Vegna sívaxandi verðbólgu, sem af þessari stefnu hefur leitt, er nú svo komið, að bátaútvegur landsins verður ekki rekinn nema með beinum styrkjum úr ríkissjóði. Enginn veit, hversu miklir þeir styrkir kunna að verða, en þeir geta numið sam- tals mörgum tugum milljóna króna, og til þess að halda verð lagi landbúnaðarvara í skefjum eru nú greiddar árlega um 30 millj. kr. Af atvinnuíhlutunar- og fjárþenslustefnu ríkisvalds- ins hefur enn fremur leitt það, að skatta- og tollaálögur hafa færst svo í aukana á síðustu árum, að tii stórvandræða horf- ir fyrir atvinnurekstur fjelaga og einstaklinga. Ef áfram er haldið á sömu braut og nú er, mun skattheimta valda algerri stefnubreytingu á næstu árum í atvinnurekstri landsmanna. Ríkisvaldið sogar nú til sín mest allan afrakstur atvinnuveganna Árangurinn verður sá, að eng- inn nema ríkið getur lagt fi’am fje til stofnunar stærri fyrir- tækja eða stóriðju í landinu. Framh. af hls. 1 lagi. Við munum gefa Stórþing inu skýrslu um málið og það ákveður síðan, hvort Norðmenn skuli taka þátt í undirbúningi að slíku bandalagi. Ennþá hef- ir okkur ekki borist neitt boð um slíka þátttöku“. Ráðherrann neitaði að segja nokkúð meira um þennan fyrsta fund. Mikilvægar umræður Stjórnmálamenn hjer telja þessar viðræður Lange og Acheson mjög mikilvægar, þar eð þeir líta svo á, að Rússar hafi valið Noreg sem helsta skotspón sinn í baráttunni gegn Atlantshafs-sáttmála. — Þeir segja, að láti Norðmenn hótan- ir Rússa hafa áhrif á sig og aftra sjer frá því að gerast að- ilar að sáttmálanum, kunni það að hafa áhrif á þjóðir þær, sem enn hafa ekki ákveðið hvort þær skuli gerast aðilar eða ekki. Fulltrúar Dana og Svía vilja ræða við Acheson Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins skýrði' frá því í dag, að sendiherrar Sví- þjóðar og Danmerkur hefðu £ s. 1. viku beðið um viðtal við Acheson, en sökum anna hefði ráðherrann enn ekki getað veitt þeim áheyrn. Síld veiðisf á Ak« ureyrarpolfi Akureyri, mánudag, SÍÐASTLIÐINN laugardag lagði „Gylfi“ upp 210 tunnur af síld og „Garðar“ 120 tunnur í frystihúsið á Oddeyrartanga. „Hannes Hafstein“ lagði 100 tunnur upp á Dalvík. Öll var síldin veidd á Akureyrarpölli.. Smábátar köstuðu fyrir síld og fengu í lás hjá Þórsnesi, serr.. er skamt norðan við Akureyri I dag var meiri veiði en nokk. urn einn dag til þessa, en þa. veiddust alls um 1000 tunnur,. H. Valfl,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.