Morgunblaðið - 08.02.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1949, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: FAXAFLÓI: JAN MASARYK varmyrtur, Í»ui5austan og austan tok. — )R5gning öðru hvoru. florguvttMaðtð 30- thl. — Þriðjudtgur 8. fehrúar 1949. Sjá grcin á bls. 9. i ■4 MAÐUR SVIFTIR SIG LÍFII KJALLARA LOGREGLUSTðÐVAR- INNAR iSNEMMA á laugardagsrr.orgun tókst manni í ölæði að svipta isjálfan sig lífi í einum klefa fangageymslunnar í lögreglustöð- ?mni. Maðurinn hengdi sig í nærskyrtu sinni. — Sigurjón Sig- urðsson lögreglustjóri, skýrði blaðamönnum frá atburði þessum > gærkvöldi. Sagði lögreglustjóri, að það væri að vísu ekki venja lögreglunnar að skýra frá slíkum atburðum sem hjer Ihefur átt sjer stað. En þar eð þetta hefur gerst innan veggja •embættisins, þætti honum það skylda sín að skýra frá mála- ' vöxtum. fHandtekinn vegna ölæðis Um miðnætti s.l. föstudags- .'kvöid. var maður þessi tekinn vegna ölæðis á Skólavörðustígn 'uœ. Hann var strax færður í <einn af klefum fangageyrmsl- unnar í kjallara lögreglustöðv- íarinnar, en við vaktaskipti á ’föstudagsmorgun, fannst maður Iþessi örendur í klefanum og íhafði honum tekist að svifta sig lífi þar inni eins og fvr segir. Maður þessi hefur mjög oft orðið á vegi lögreglunnar vegna óreglu. Undir áhrifum áfengis fjekk maðurinn sterka sjálfs- morðslöngun. — Lögreglumenn •höfðu tvisvar bjargað lífi manns ins, er hann ætlaði að stytta sjer aldur. Ekki bar neitt á ffij álfsmorðslöngun hjá hcnum, •er hann var allsgáður. ttjgreglan igarir varúðarráðstafanir Þetta allt var lögreglunni nrijög vel kunnugt, og því var •gengið eins örugglega. frá hon- nmi í fangaklefanum og hægt <er, í hvert sinn sem hann hefur verið tekinn. Þegar komið var >með hann á föstudagskvöld, var ttiann færður úr öllum fötum, ®ema nærklæðunum og látinn 'hafa tvö teppi. Ekki bærði hann •á sjer og var hinn rólegasti 'fram til kl. 4 á laugardags- wnorgun. Þá hafði hann orð á <því við fangavörðinn, að hann :skyldi stytta sjer aldur. en slíkt tal var venja hans að viðhafa 'undir áhrifum áfengis eins og fyrr segir. Klukkan fimra um trnorguninn var ekki að sjá >neitt óvenjulegt í klefa manns- úns'. Klukkan 6 á laugardags- wnorgun fóru fram vaktaskipti Oógreglumanna. Þá fór fanga- vörðurinn hina vanalegu eftir- 'licsferð. Sjer fangavörðurinn Iþa. að maðurinn er í mjög ein- Ikennilegum stellingum opnar (hurðina og sjer þá strax, að •maðurinn hefur hengt sig og er úécinn. Hann hafði rifið nær- ■skyrtuna og brugðið henni utan mm rimla í loftræstingu klefans, sern er í axlarhæð, og dregið til afiín fæturna af gólfinu og látið þennig lífið. ‘Hafði verið að Ivlcppi Að ósk lögreglustjóra var rjettarrannsókn látin fram fara í máli þessu. Mun hún ekki. hafa leitt í ljós, að fangavörð- urinn hafi gerst sekur um van- rækslu í starfi sínu, eða að hægt sje að saka nokkurn um slælegt eftirlit. Að lokum skýrði lögreglu- stjóri frá því, að maður þessi hefði þann 27. jan. s.l. útskrif- ast af Kleppi. Þá fór hann strax að vinna og var nú síðast að hugsa mjög um að leggja fyrir sig farmennsku og fara '\ því skyni til Noregs. Maður þessi var 28 ára gamall. Hann var einhleypur, en átti eitt barn. LONDON: — Tass-frjettastofan rússneska skýrði frá því fyrir skömmu, að verslunarsamningur hefði verið undirritaður milli Israels og Ungverjalands. Hefur orðið hverft við KOMMÚNISTUM hefur orðið hverft við, er þeir sáu kafla úr brjefi, Æsku- lýðsfylkingarinnar“ sinn- ar birta hjer í blaðinu. Það mátti ómögulega kom ast upp að þeir hefðu gef- ið út ,,dagskipun“ um það til flokksdeilda sinna að hefja skipulagðan áróður innan allra fjelagssamíaka í landinu um „hlutleysis- samþykktir“ og andstöðu- yfirlýsingar við varnar- samtök lýðræðisþjóðanna gegn ofbeldisstefnu Rússa. Slikt átti á yfirborðinu að gerast fyrir frumkvæði „þjóðvarnarmanna“. Það er þessvegna ckk- ert að furða þótt komm- unum gremjist uppljóstr- an Morgunblaðsins á að- ferðum þeirra. Hugleiðingar þeirra fje- laga um að blaðið muni hafa stolið brjefi þeirra úr pósti(!) eru hinsvegar svo fjarstæðar að ekki er orðum að eyðandi. En sú getsök kommúnista sýnir j þó greinilega hvaða bar- áttuaðferðir þeir geta sjálf ir hugsað sjer. Floiaæiingar Brela í Norðurhöfum. ) i j Ml afbrot SIÐAN á jólum hefir rannsókn árlögreglan fjallað um mál 53 .einstaklinga, sém orðið hafa uppvísir að 122 þjófnaðarafbrot um. Af þessum mönnum er all- verulegur hluti innbrot og inn- , brotsþjófnaðir. Samanlagt er ! um æði mikil verðmæti að ræða, sem menn þessir hafa stolið. Það skal þó tekið fram, að ekki eru' þó meðtalin smá þjófn aðarbrot barna. Nokkrir unglingar, frá 13 til ! 18 ára, eru meðal hinna ákærðu Mál hinna yngstu hafa verið send Barnaverndarnefnd til frekari meðferðar, en mál hinna eldri hafa verið og yerða send dómsmálaráðuneyt- I inu til fyrirsagnar. Breski flotinn sendi nýlega deild úr flotanum til æfinga í Norðurhöfum og meðal annars eru smá tundurskeytabátar með í förinni. Voru bátar þessir styrktir og klæddir sjerstaklega að utan vegna íshættunnar. Sjest einn þessara báta hjer á mynd- inni. ¥ið iluttum mest inn irú Bretlundi 09 Bundu ríkjunum / Ymsar upplýsingar varðandi inn- flufningsverslunlna. Á ÁRINU 1948 voru keyptar til landsins hverskonar vörur og nauðsynjar frá um 40 löndum heims, fyrir samtals 456,7 millj. króna. Af einstökum ríkjum eru Bretland og Bandaríkin stærstu aðilar í vörukaupum okkar. Verðmæti innfluttrar vöru frá Bretlandi nam 135,8 millj. en frá Bandaríkjunum 85,6 millý kr. Skip, olíur og vjelar Hagstofan hefir nú lokið við sundurliðun innflutningsins á árinu 1948. Samkvæmt henni eru skipakaup landsmanna stærsti liður innflutningsins og nemur han 65,6 milj. kr. Næst koma svo alskonar vjelar og áhöld, ekki rafknúin, fyrir 32,3 j milj. kr., þá brennslu- og smurn ingsolíur fyrir 31,5. Þar af brensluolíur fyrir 28,1 milj. — Fjórði liðurinn eru rafmagns- vjelar og áhöld fyrir 25.5 milj. Liðir umfram 5 milj kr. Hjer fer á eftir yfirlit um þá liði innflutningsverslunar- innar er nema 5 milj. kr. og þar yfir: Kornvörur til manneldis, malaðar 21.1 milj. kr. Feiti olí- ur og vax úr dýraríkinu fyrir 10,4 milj., Grænmeti og garð- ávextir fyrir 5,3 milj. Sykur og sykurvörur 6,9 milj. — Skepnufóður 5,8 milj. Tóbak 5 milj., efni og efnasambönd til lyfjagerðar og lyf 6,1 milj. Áburður fyrir 5,3 milj. Hjól- barðar og alskonar gúmmívör- ur fyrir 6 milj. kr. Trjáviður og trjávörur fyrir 21,9 milj. Pappír fyrir 9,5 milj. kr. — Álnavörur fyrir 15,1 milj. — Liðurinn sjerstakar vefnaðar- vörur er 17,4 milj. Fatnaður úr vefnaði 5,7 milj., skófatnaður fyrir 6,2 milj., kol og kox fyr- ir 20,6 milj. Sement fyrir 11,6 milj. Þá járn og stál fyrir 17,9 milj. Munir úr ódýrum málm- um, hjer mun m. a. vera átt við búsáhöld 21,1 milj. Bílar fyrir 15,9 milj. og loks eru svo fullúnnar vörur fyrir 7,5 milj. Löndin Eins og fyrr segir, voru Bret land og Bandaríkin stærstu að- ilar innflutningsverslunarinna á s. 1. ári. Næst mun Danmörk vera, með viðskipti er nema 40,8 milj. kr. Þá Venezuela, með 26,7 milj. kr. Þaðan keyptum við brensluolíuna. Þá Tjekkóslóvakía, 22,9 milj., Sví- þjóð 22,1 milj. kr. Kanada er fimta landið með viðskiptí er námu 19,7 milj. Þá Pólland með 13,9 milj. ítalía 12,9 milj. og Finnland 11,8 milj. króna. Ótför dr, Heiga Pjefurss ÚTFÖR dr. Helga Pjeturss fór fram í gær að viðstöddu fjöl- menni. Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti húskveðju og þar söng frú Þuríður Pálsdóttir einsöng. Gamlir íþróttamnn báru kist- una í kirkju, en þar flutti síra Bjarni Jónsson vígslubiskup minningarræðu. Dr. Páll ísólfs- son ljek á orgel og strokkvart- ett útvarpsins ljek með orgel- inu. Úr kirkju báru náttúru- fræðingar kistuna. Bálförin fór fram í Fossvogskapellunni. Vilja Rússar semja við Svía og Dani! Moskvu í gærkvöldL DON DALLAS, frjettaritara Reuters, símar að hvorki Dan- ir nje Svíar hjer í Moskvu, hafí heyrt þann orðróm, að Rússaþ hafi í hyggju að bjóða löndumj þeirra ekki-árásarsamning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.