Morgunblaðið - 08.02.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. febrúar 1949. Minningarorð um Guðmund ú Stóru-Hofi FRÁ HEKLUHRAUNUM norð- an Rangárvalla, teigir auðnin tvo mikla helfingur til suðvesturs nið ur vellina, það eru sandarnir Helluvaðssandur og Geitasandur. Hinn síðarnefndi gengur svo nærri Eystri-Rangá, að hann nær alveg að henni við Djúpadal þar sem þjóðleiðin liggur yfir ána, en upp með ánni verður nokkur landræma gróin á milli auðnar að norðvestan og árinnar að suð- austan. Heldur ómerkileg land- xæma virðist ferðamanninum er víkur af þjóðleiðinni og heldur upp með Rangá, svo sem leið liggur á mörkum sands og grasa. Á þessari grónu ræmu eru bæ- irnir Stóra-Hof syðst, Minna-Hof. Stokkalækur og Keldur noraust- ast. Það er eins og einhver ,,hul- inn verndarkraftur“ hafi verið hjer að verki, eins og víðar á landi voru. Ef til vill verndar- kraftur hinna blátæru Rangár, sem niðar við nes og eyrar og „keldna“ þeirra er í hana falla en það eru bergtærir lækir und- an hinum nálægu hraunum. Mikill Ijómi hvílir yfir nafni sveitarinnar: Rangárvellir, ijómi sögu og landkosta, víðáttu og glæsimennsku. En nú virðist fljótt á litið mjög vera brugðið til hins verra frá þeim tima, er Oddi var besta brauðið á íslandi, og svo langt til seilst. að veiting þess lá undir erkibiskupsstólinn í Niðarósi. En Rangárvellir eru ekki allir þar sem.þeir eru sjeðir og auðn- anna gætir mest við fyrstu sýn. Sveitin er ekki bara saga og sandar. Lengi hefur sveitin verið sveit landvarna og sjálfstæðra og gildra banda er buðu erfiðleikum birginn og bjuggu að sínu. Fræg er vörnin á Keldum og alltaf leikur andi drenglundar Ingjalds um þann stað. En Stóra-Hof er höfuðbólið og landnámsjörðin. Þaðan hefur nú um fjóra tugi ára verið stjórnað landvörnum og landnámi Sunnlendinga í mörg- um greinum. Nú er brotið blað í þeirri sókn og vörn. Árið 1909 keypti fullorðinn Rangæingur, Guðmundur Þor- bjarnarson Stóra-Hof og hóf þar búskap vorið 1910. Guðmundur var þá þegar nokkuð reyndur til athafna og hafði áður lagt land undir fót. Stundað sjóróðra á Suðurnesjum, hákarlaveiðar og farmennsku í Vestmannaeyjum, bókband í ísafoldarprentsmiðju og verslunarstörf í Vík austur. Og þar í Mýrdalnum festi hann ráð sitt, giftist Ragnhildi Jóns- dóttur Einarssonar oddvita á Hvoli og hóf búskap á þeirri jörð 1895. Guðmundur var því hvorki einn síns liðs nje óreyndur, er hann settist að á Stóra-Hofi. í Mýrdalnum hafði hann tekið mikinn þátt í málum sveitar sinn- ar og almennum fjelagsmálum. Þar var hann barnakennari um skeið, formaður Búnaðarfjelags Dyrhólahrepps, í hreppsnefnd og oddviti hennar, en síðar hrepp- stjóri. Vann að stofnun rjóma- bús og var formaður þess og stofnaði nautgriparæktarfjelag. Hann var fyrsti formaður Kaup- fjelags Vestur-Skaftfellinga. Að bindindismálum vann hann þar mjög mikið, enda voru þau æ síð- an eitt mesta hjartans mál Guð- mundar. I Mýrdalnum tók hann einnig þátt í stofnun þess bænda- fjelags, er hann varð síðan mest riðinn við, Búnaðarsambands Suðurlands og tók sæti í stjórn þess frá upphafi. » Starfsreynslu flutti Guðmund- ur með sjer að austan og tam- inn starfshug, en það sem mest var um vert, þaðan flutti hann konu. sína, er hvorki skorti rnann- dáð nje vilja að styðja bónda sinn í starfinu og það á þann hátt, er kom sjer best, að geta verið bæði húsmóðir og húsbóndi á stóru heimili, ef því var að skipta svo að Guðmundur þhrfti aldrei að kvíða heimkomunni, þótt honum yrði tafsamt utan heimilisins. Á Rangárvöllum byrjar heim- komni sonurinn nýjan starfsferil, en þó sem beint og eðlilegt á- framhald reynsluáránna í Mýr- dalnum. Hann tekur við for- mennsku búnaðarfjelags sveitar- innar 1917. Tekur við formennsku Búnaðarsambands Suðurlands ár- ið 1916, er deildarstjóri og stjórn- arnefndarmaður i Sláturfjelagi Suðurlands. Guðmundur er einn stofnenda kaupfjelagsins Þór og formaður þess frá byrjun, 1935. Hið sama er að segja um Fiski- ræktarfjelag Rangæinga er stofn að var 1935. Á Búnaðarþingi á hann sæti 1919—37 sem fulltrúi Sunnlendinga. Þar við bættust sveitarstörf, svo sem í hrepps- nefnd, sóknarnefnd, skattanefnd, fóðurgæsla, og sýslufundir ann- að veifið. Svo og nefndarstörf: í Skeiðanefnd 1929, í bændaskóla- nefnd o. fl. Nú kom sjer betur. að húsfreyjan sá um það, að Guðmundur á Stóra-Hofi þyrfti ekki að vera „veðurtepptur heima“ vegna bús og barna, er störfin kölluðu. Að öllum skyldustörfum gekk Guðmundur með festu og dugn- aði, ekki ávallt í fullu samlyndi við hvern samferðamann, er verða vildi, en með ósvikinni karlmennsku og trúsemi við þann málstað er hann hafði valið sjer. Heima á Hofi þreifst búið og blómgaðist, sandinum var bægt frá, túnið stóraukið og rafstöð reist. Vjelakostur var aukinn og ný vinnubrögð upp tekin Allt með öryggi og hófsemi Um auð var ekki að ræða, en jafna og góða afkomu studda elju og árvekni, þar sem engin nýjung er stökk út í óvissuna, en miklu fremur uppskera starfs og íhug- unar. í þriðjung aldar var Búnaðar- samband Suðurlands óska-fóstur- barn Guðmundar á Stóra-Hofi. Á þeim tíma hafa átt sjer stað miklar breytingar með þjóð vorri, ekki hvað síst á Suðurlandsundir- lendinu. Ótalin eru spor og ómök Guðmundar vegna sambandsins. Þá voru hvorki taldir tímar nje miðað við ákveðnar hættur Það var einskis manns meðfæri að vera alltaf og alstaðar í farar- broddi, en víða kom formaður sambandsins við, og þegar sann- færingin bauð var ekki legið á liði sínu, hvað sem árunum leið. Guðmundur varð 75 ára, hann varð 80 ára og 85, það gilti einu. Það var sjálfsagt að hamra á því, sem fram átti að ganga og ýta á þá, sem yngri voru. Nú er starfinu lokið. Dvölin á Stóra-Hofi er á enda. Þeir sem störfuðu með Guðmundi Þor- bjarnarsyni lengur eða skemur, geyma, hygg jeg, allir góðar minningar um samstarfið, bæði um samtök, og átök, þegar á milli bar. Minningar um starfsglaðan mann og vígreifan, góðan dreng og manndómsmann í blíðu og stríðu. Jeg kynntist ekki Guðmundi á Stóra-Hofi fyrri en hann var kominn um sextugt. Ekki vorum við ætíð sammála um þá hluti, er kynnin leiddu okkur að. Mjer fanst hann stundum þungur fyrir og tregur til þess að ganga inn á þau sjónarmið er jeg vildi láta gilda. En jeg mat Guðmund því meira sem jeg kynnúst honum lengur, hinum miklu og auðsæju kostum hans, og einnig göllum hans, sem mjer fundust vera. Og jeg mat hann, og met liðinn, mest fyrir það að hann hafði eðli til þess og efni á því að vaxa með samtíð sinni, sem þó varð svo löng og breytileg. Mjer fannst jafnvel að aldurinn gerði honum auðveldara að ganga á hönd mikl um nýjungum, ekki af elliværð, heldur oft með ótrúlegum eld- móði og bardagahug. Gangan þyngdist en hugurinn var ódeig- ur. Orðtak hans, „það er einmitt það“, hljómaði af sömu festu og íeginleik er rök voru rædd og úrræði athuguð. Viðkynningin við Guðmund varð mjer til vaxt- ar allt til hins síðasta, og mjer er ljúft að minnast hennar. Guðmundur á Stóra-Hofi var mikill ferðamaður. Hann átti mestan hlut að tveimur bænda- förum Sunnlendinga til Norður- lands 1920 og 1938 og tók sjálfur þátt í síðari förinni. 85 ára gam- all brá hann sjer í kynnisför austur á Fljótsdalshjerað. Síð- asta samstarf okkar Guðmundar var varðandi bændaför sunn- lenskra bænda til Noregs síðast- liðið sumar. Að henni átti hann frumkvæðið og horyim ber heið- urinn af þeirri merkilegu nýjung, þótt lítt hafi því verið á lofti haldið, og jafnvel minna hjer heima heldur en í Noregi, eins og raun ber vitni. Með aðdáun og gleði minnist jeg bess er hinn hálfníræði öldungur starfaði að því, og ýtti á mig og bændur sína, að gera upp sakir fararinn- ar á síðastliðnu hausti, á þann hátt að hvergi væri ósnoturlega frá horfið. Og vjer, sem tókum þátt í förinni munum formann Búnaðarsambands Suðurlands, er hann fylgdi oss á flugvöllinn í Reykjavík árla dags 19. júní og kvaddi oss og hvatti um leið og vjer tókum flugið. Enn skyldi gera átak til að auka heiður og frama sunnlenskra bænda. Örugg ur og þjettur á velli stóð hann í morgunsvalanum ókvíðinn um árangur gjörða sinna, æfður að brjóta braut og ýta á eftir þar er þurfti. Þannig minnumst vjer samferðamenn Guðmundar hans, minnumst hans og þökkum sam- fylgdina fyrr og síðar. ★ Guðmundur Þorbjarnarson var fæddur 19. júlí 1863 að Gísl- Frh. á bls. 12. Minning Halldóru Ölofsdóitur, kaupkonu f. 21. maí 1861. d. 28. nóv. 1948. HALLDÓRA var dóttir merk- ishjónanna Ölafs Guðmundsson- ar, Mýrarhúsum, Seltjarnarnesi, og Karítasar Runólfsdóttur, Saurbæ, Kjalarnesi. Báðar þess- ar ættir eru þjóðkunnar að and- legu og líkamlegu atgerfi. Stóðu þeir góðir stofnar að Halldóru og var henni sannarlega ekki úr ætt skotið. Systkini hennar voru tólf. Sex alsystkini: Guðmundur óð- alsbóndi, Nýjabæ, Runólfur skip- stjóri, Þórunn gift sjera Ólafi frá Kálfholti. Guðrún gift Sigurði bónda á Fiskiiæk. — Lifir nú aðeins ein systir af þeim hóp, Guðríður ekkja sr. Jóns Arason- ar, Húsavík. Móðir þeirra dó að 7. barni sínu. Stjúpa Halldóru, eiginkona Olafs Guðmundssonar var Anna Björnsdóttir, ættuð úr Borgar- firði. Hálfsystkini Halldóru: Björn óðalsbóndi, Mýrarhúsum. Ingibjörg, gift Sigurði Pjeturs- syni skipstj. (Gullfoss), Ingunn, gift Ásgeiri Gunnlaugssyni kaupm., Rannvig, 'gift Sigurði Hjaltested, Karitas, gift Ólafi Pjeturssyni, Helga, ógift. Móður sína misti Halldóra ung og harmaði missi hennar, enda þótt hún eignaðist stjúpu, sem hún mintist með virðingu, eins og líka allra systkina sinna og tengdafólks. Halldóra dvaldi í föðurhúsum til 1888. Ári áður misti hún föður sinn. — Það var bæði útþrá og mentunarlöngun, sem kallaði hana út í lífið til athafna. Henni var það í blóð borið, að stefna markvís't að því, að komast áfram óstudd, og verða fremur veitandi en þurfandi. Hún sigldi til Dan- merkur og dvaldi í Kaupmanna- höfn og lærði bæði kjóla og kápu saum ásamt fleiru til munns og handar. Saumastofu setti hún upp siðustu árin þar og ávann sjer traust og virðingu þeirra, er hún hafði viðskifti við, og ætt- jörð sinni til sóma í hvívetna. Eftir 10 ára dvöl ytra flutti hún heim til Reykjavíkur. Setti hún strax upp saumastofu hjer og kendi stúlkum í nokkur ár, og útvegaði jafnframt efni til þess eftir þörfum. Kringum 1914 keypti hún Búðardal, í Banka- stræti 12 hjer í bæ og setti þar upp álnavöruverslun sem hún stundaði með dugnaði til 1921, að hún vegna heilsunnar varð að breyta til. Hún sigldi til Dan- merkur 2 árum áður en hún hætti til að leita sjer lækninga. Dvaldi nokkra mánuði á Silki- borg, þar sem bestrar hjálpar var að vænta við sjúkdómi hennar, sem var sykursýki. Kom heim frískari, en ekki var það varan- legur bati. Halldóra gat ekki hugsað sjer að vinna hálf að neinu. Hún leigði því Búðardal vinkonu sinni, Ragnheiði Bjarna- dóttur, er svo varð verslunin Silkibúðin. Fór Halldór?. á sjúkra hús hjer til að kynna sjer bestu ráð lækna við sy’.-ursýki og með því njóta sem len^st þeirrar heilsu, sem áunnist hafði. Var það bæði með sjerstöku matar- hæfi og daglegri innsprautingu. Hún tók æfingu í að sprauta sig sjálf og gerði það á hverjum degi til síðasta, meðan kraftar leyfðu. Munu fá dæmi á slíkri varúð og viljafestu. Flutti hún sig á Suðurgötu 18 og tók konu sjer til hjálpar. — Þaðan flutti hún 1939 að Öldu- götu 2 og tók á leigu 4 herbergja íbúð ágæta. Hún kunni því vel að hafa hátt til lofts. og vítt tii veggja. Innbú hennar var að þeirra tíma sið, fallegt og vand- að. Meðan hún hafði þá heilsu, að geta sjálf annast móttöku gesta sinna, hafði hún spilamót með vinkonum sínum oft 8 í einu og var þá veitt af rausn, einnig sótti hún þá skemmtun hjá öðr- um. Hún spilaði af áhuga og ágæt lega bæði vist og lomber. Jeg minnist með ánægju þessa sam- fundar. Nokkur síðustu árin fann hún sig ekki megnuga að halda í sama horfið, og naut nú í ró og næði daga, mánaða og ára tilbreytingarlítið. Þegar gott var veður gekk hún út með hjálparkonu sinni, þeim báðum til hressingar og kom þá oft um leið til vina sinna og vandamanna, því trygg var hún svo af bar, enda var hún alls- staðar velkomin. Einnig hafði hún sjálf umsjón eigna sinna alla tíð. Það taldi hún sjer mikið lán að hún fekk góðar og-vandaðar konur til hjálpar sjer, enda hefði hún ekki gert sig ánægða með annað. Hún dáði mikið Ingveldi, sem var hjá henni síðustu árin, sem hún sagði um, að hefði bæði vilja og getu að gera sjer lífið ljett. Hún læsi fyrir sig og segði æfintýri og jafnvel kastaði fram stöku við tækifæri og sýndi sjer alla lipurð æfinlega. Ingvldur dáðist að jafnlyndi húsmóður sinnar, og reglusemi í einu og öllu. Mintist hennar með virð- inu og gleður sig við að hafa getað uppfylt skyldu sína við hana, eins og hún komst að orði. Fröken Halldóra Ólafs var hún altaf kölluð manna á milli. .Stofn- aði sjóð fyrir nokkrum árum til minningar um föður sinn Ólaf Guðmundsson, Mýrarhúsum, er varið skyldi til byggingar skóla- kirkju eða kapellu við Mýrar- húsaskóla, Seltjarnarnesi. Nam sjóður þessi 70,000 kr. Samkvæmt arfleiðsluskrá hennar, skal af öllum eftirlátnum eignum hennar á dauðadegi stofna sjóð til styrktar ættingjum hennar. Einnig skal styrktar njóta velgefin stúlka, er stundar verslunarnám. Ekki er enn vitað hver upphæð þessi verður. — Fjelög, sem Halldóra styrkti: Æfifjelagi var hún í Skógrækt- arfjelagi Islands, og Blindravina- fjelaginu. Einn af stofnendum Landspitalasjóðsins. Einnig með stofnandi í hjúkrunarfjel. Líkn, Fjeiagi var hún í Hjúkrunarfje- laginu Hringurinn, og einnig í Thorvaldsensfjelaginu. — Einnig mun hún hafa sint fjárbónum, er Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.