Morgunblaðið - 10.02.1949, Síða 1

Morgunblaðið - 10.02.1949, Síða 1
36. árgangur. 32. tbl. — Fimmtudagur 10- febrúar 1949- Prentsmiðja Morgunblaðsin? Dönsk flugvjel Einkaskeyti frá frjcttaritara Morgunbl KAUPM.ÁNNAHÖFN, 9. febr. — Ein af flugvjelum danska flug fjelagsins, ,,Torlak Viking“, fórst á Eyrarsundi í nótt. í flug- vjeiinni voru 28 manns, 23 spanskir farþegar og fimm manna óhöfn. Flugvjelin ætlaði, að lenda með miðunum í svarta þoku, en hitti ekki völlinn og hvarf í Eyrarsund. Sænskir sjómenn leyrðu sprengingu skamt frá Sviþjóðarströnd og olíubrák frá \ lelinni var það eina, sem fannst í morgun. Var í klukkustund á flugi yfir Kaupmannahöfn. „Thorlak Viking“ var í fyrstu áætlunarflugferð skandinaviska flugfjelagsins (SAS) frá Spáni með 23 skemtiferðamenn. Þegar flugvjelin kom til Hafnar var þar svarta þoka. Sveimaði vjel- in í klukkustund yfir borginni og vellinum og ætlaði að bíða að þokunni ljetti, en er það var sýnt, að veður myndi ekki batna var ákveðið að vjelin lenti eftir miðunum. En eftir það heyrðist ekkert frá vjelinni. —o— í síðari frjettum er sagt frá því, að flak flugvjelarinnar hafi fundist í Eyrarsundi. Eldgas x AUCKLAND, NÝJA SJÁ- LANDI 9. febr. — Hið 2000 mctra háa eldfjali, Ngauruhoe á norður-eynni byrjaði að gjósa í dag. — Segja sjónarvottar, aá fjallið hafi þeytt úr sjer hvítglóandi björgum, á stærð við hús, 300 metra í loft upp. — Um þessar mundir stcndur yfir fund- ur vísindamanna á eynni. Horfðu þeir á eldgosið og voru stórhrifnir. — Eld- fjall þetta gaus síðast í maí 1948. Engir manna- bústaðir eru í námunda við það. — Rcuter. Aætlun um Atlantshafs- bandalag birt bráðlega - seglr Dean Acheson Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. WASHINGTON 9. febr. — Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ljet svo ummælt er hann ræddi við blaðamenn t dag, að hann vonaðist til þess að innan skamms yrði hægt að birta fullgerða áætlun um Atlantshafs-bandalag. í sambandi við ásakanir Rússa um, að slíkt bandalag væri árásar-bandalag, sagði Acheson, að Atlantshafs—bandalagið væntanlega væri varn— arbandalag og algjör andstæða við árásar-bandalag. Neitar orðrómi < Acheson neitaði því, að orð- rómur um það, að Atlantshafs- sáttmálinn myndi undirritaður í Bermuda um miðjan mars- mánuð, hefði við rök að styðj- ast. Hann sagði, aö enn sem komið væri hefðu ekki önnur lönd tekið þátt í undirbúnings- viðræðum en Bandaríkin, Kan-- ada, Frakkland, Bretland, Belg- ía, Holland og Luxemburg. Norrænt varnarbandalag Þá sagði ráðherrann, að hann myndi kynna sjer vandlega ÖU sjónarmið, er fram hefðu kom- ið varðandi norrænt varnar- bandalag. Hann kvaðst búast við því, að ræða aftur við Hal- vard Lange seinna í vikunni. Ahugi Tyrkja á Allants- Siafshandalagi ANKARA, 9. febr. — „Tyrkir hafa áhuga á Atlantshafs-banda lagi vegna þess að þeir óska eftir því að tryggja öryggi lands síns í bandalagi með Atlants- hafs- og Miðjarðarhafsþjóðun- um,“ sagði utanríkisráðherra Tyrkja. er hann ræddi við blaða menn í dag. Er hann var spurð ur að því, hvernig hann liti á boð Rússa um „ekki-árásar- samning“ við Norðmenn, neit- aði hann að segja nokkuð um það. — Reuter. SAR GERA SJÁLFIR STAÐ- Pýskur „fjármálaráð- Norðmenn treysta ekki á norrænt varnarbanda- án stórveidanna DR. HANS ERHARD, , fjár- jnálaráðherra“ á hernámssvæð- um Vesturveldanna í Þýska- landi, sem nýlega lýsti því yfir, að Þjóðverjar vildu gerast virk- ir aðilar í heimsversluninni og vildu leggja sinn skerf fram til að rjetta heimsverslunina við. Umræður á þingi Svía og Dana. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. UTOKKHÓLMI 9. febr. — Þeir Tage Erlander, forsætisráðherra Svía, og Unden, utanríkisráðherra, gáfu í dag í sænska þinginu skýrslu um viðræður þær um norrænt varnarbandalag, er hafa .staðið yfir undanfarna tvo mánuði. í skýrslu þessari sagði m. a. að á Oslo-fundinum fyrir skömmu hefði fulltrúi Svía borið fram tillögur um bandalag milli Noregs, Danmerkur og Svíbjóðar, er :,kyldi gert til 10 ára, í fullu samræmi við stofnskrá S. Þ., og mátti engin þessara þjóða gerast aðili að öðru hernaðarbanda- lagi á þeim tíma. Norðmenn höfnuðu tillögum þessum, en Danir voru fylgjandi þeim. Kallaðir heim LONDON — Bretar hafa krafist þess af Rúmenum,, að þeir kalli heim tvo starfsmenn rúmensku sendisveitarinnar í London. Mun það vera svar við því, að í des. s.l. var tveimur starfsmönnum bresku sendisveitarinnar í Rú- meníu vísað úr landi. jEvrépuþing stofnað í vor LONDON, 9. febr. — Fasta- nefnd Vestur-Evrópuríkjanna kom saman til fundar hjer í dag til þess að ákveða, hvenær Evrópu-ráðstefna sú skyldi haldin, er gengur endanlega frá stofnun Evrópu-þings. — Ráð- stefnan verður sennilega haldin í Strassburg í vor. — Akveðið hefur verið, að bjóða skandinav isku löpdunum, írlandi og Ítalíu •að taka þátt í ráðstefnunni. Sennilegt að Ungverjar verðt kærðir á þingi S= þ. Rufu friðarsamningana með Mindszenfy-dómnum Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. WASHINGTON 9. febr. — Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að Vesturveldin myndu að öllum likindum bera fram kæru á hendur Ungverjalandi á þingi Sam- einuðu Þjóðanna fyrir að hafa brotið það ákvæði friðarsamning- ;nna, sem fjallar um mannrjettindi, með dóminum yfir Mindr- zenty kardínála. Aðferðir lögregluríkisins * ,,í máli kardínálans virðast ungversku yfirvöldin hafa not- að allar hinar venjulegu aðferð- ir lögreglurík'isins,“ sagði Ache- sono, „þar sem gegndarlausar ofsóknir eiga sjer stað í nafni ,,i’jettlætisins“. Dómur Mind- szenty hefur verið fordæmdur um allan heim og ungverska stjórnin verður að taka afleið- ingunum. Allir menn, sem unna rjettlæti, hafa fyllst viðbjóði yfir atburðum þessum og menn hljóta að gera sjer ljóst hve hættuiegir þeir, og aðrir slíkir, eru friðinum í heiminum.“ Bi'jef páfa Hið opinbera málgagn páfa „Osservators Romano" birti í dag brjef, er Pius páfi sendi ungverskum biskupum eftir handtöku Mindszenty. Hvatti páfi þá til þess að láta ekki of- sóknirnar buga sig og harmaði það mjög, hvílíkt órjettlæti hefði verið framið gegn kirkj- unni, með handtöku kardin- álans. "^Hlutleysi Svía í 135 ár. í skýrslunni sagði ennfremur, að Svíar hefðu haldið fast við hlutleysisstefnu sína í 135 ár og hefði það verið þjóðinni til'mik- illar blessunar. Þcir hefðu ekki í huga að blanda sjer í „hið kalda stríð“ milli stórveldanna og þeir myndu ekki samþykkja að eitt stórveldi notaði sænskt land til þess að i’áðast á annað Sænskur þingmaður hæðist að hlutleysissteí'nunni Eftir skýrslu ráðherranna í sænska þinginu, urðu þar all- harðar umræður um utanrikis mál. Ture Norman (jafnaðar- maður). gerði gys að hlutleysis stefnu Svía. Sagði hann m. a.: „Við getum ekki komist af án hjálpar hinna vestrænu þjóða. En það furðulega er, að við viljum ekki gera neina samninga fyrirfram til þess að tfyggja okkur þessa hjálp, vcgna þess að slíkt myndi styggja einu þjóðina, sem hugsanlegt er að myndi ráðast á okkur“. Rússar gera varnarbandalög Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, birti einnig skýrslu um viðræður um norrænt varnar- bandalag í danska þinginu í dag. Sagði hann, að Danir litu ekki á Rússa sem óvinaþjóð. En. er Rússar hjeldu því fram, að norrænt varnarbandalag væri f jandsamlegt þeim, mætti benda á að þeir hefðu sjálfir gert „staðbundin varnarbandalög“ við ýmsar þjóðir. Rússar néituðu Dönum um vopn Rasmussen sagði að Danir litu svo á, að hei'vaFnavanda- mál Norðurlandanna yrði best leyst með því, að gera nori'ænt varnarbandalag og leita hóf- Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.