Morgunblaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 10
10 MORGVNSLAÐIÐ Fimmtudagur 10. febrúar 1949 Framhaldssagan 1 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiommmimiu HESPER Eítir Anya Seton MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI Það var sumar og orðið á- liðið dags. Lítil, rauðhærð stúlkukind gekk eftir hliðar- götu í sjávarþorpinu Marble- head. Negrakerling sat í lág- um kofadyrum sínum og kall- aði til hennar: „Komdu og lof- aðu mjer að spá fyrir þjer, barnið gott. Þú hlýtur að eiga einhverja smápeninga". Telpan kinkaði kolli og gekk inn í kofann. „Sestu hjerna og dragðu spilin“, sagði gamla konan. „Og segðu mjer svo hvað þú heitir“. „Jeg heiti Hesper“, sagði telpan. Gamla konan ræskti sig og lagði spilin á borðið. „Þú átt eftir að reyna margt, barnið got.t“, sagði hún. Hún var skrækróma og leit beint í augu telpunnar fcl Aherslu orða sinna. „Þú verður fyrir ástarsorg. Þú heldur, að þú munir aldrei framar líta glað- an dag, en þar skjátlast þjer. Þú átt líka eftir að njóta lífs- hamingju, því þú hefur sterkt hjarta. Þú átt eftir að komast að því, að það er margskonar mannanna bölið, og það eru líka margar leiðir til að græða sárin. Þú kynnist þremur mönnum og ástum þeirra“. „Þremur?“, hrópaði Hesper undrandi. „En — en giftist jeg þá?“. En konan starði í spilin og virtist ekki heyra, hvað hún sagði. „Það er eldur allt 1 kring um þig. Eldur í hjarta þínu, eldur í hári þínu, eldur, sem færir þjer gleði og fegurð og svo sje jeg eldsvoða að næt- urlagi. Og sjór. Jeg sje sjó. Það er saltur sjór í blóði þínu. Þú getur ekki lifað án sjávar- ins“. Ha! Þetta var kjánalegt. hugsaði Hesper og fór að líta í kring um sig eftir klukku. Mamma hennar mundi fara að undrast um hana. Gamla konan beygði sig leng.ra yfir spilin. „Þú ert of bráðlát. Þú ert alltaf að leita að einhverju. En þú getur ekki að því gert, hugsa jeg. Þú ætt- ir að hlusta meira á húsið“. Telpan dæsti. „Jeg get ekki hlustað á hús“, sagði hún. „Það er heimili þitt — og ef þú hlustar á það, þá verður þú margs vísari. Þú getur lært að þekkja guð almáttugan, ef þú hlustar á húsið“. Kvöldið, sem ofviðrið skall á, var veitingastofan mann- laus. Aður um daginn höfðu menn komið inn og fengið sjer bjór eða rommblöndu. Það voru sjómenn, sem voru orðnir of gamlir til að sækja sjóinn. Samræðurnar •* höfðu gengið stirðlega, því að vindurinn ihvein og skók utan húsið. |Sumar vindkyiðurnar voru jafnvel svo frakkar, að þær læddust ni§ur skorsteininn, svo að hvít. fíngerð askan, stráðist yfír Jiúruð borðin. í höfninni,' nokkur hundruð faðma utan yið gluggana. buldi brimið við fjörumölina, svö að glamipiff' í glösunum í veitingastofunni drukknaði í brimhljóðinu. Þeir höfðu farið fyrr en venjulega. Úr svip þeirra mátti lesa ótta og kvíða, og þeir gengu hægt og hljóð- lega út, eins og þeir væru hræddir um að vekja á sjer of mikla athygli. Hesper hnipraði sig í stól við eldhúsarininn. Hún sá inn í veitingastofuna í gegn um hálfopnar dyrnar. Hún fylgd- ist með móður sinni við af- greiðsluborðið. Móðir hennar hlustaði líka eftir vindinum. Hún var að þurrk-a glasahrúg- una af borðinu, en henni var í sífellu litið til glugganna. Hesper sá að henni var þungt í skapi. En Hesper fannst það skrít- ið. Henni þótti gaman að heyra hvininn í vindinum. Þá varð hún gagntekin feginleika yfir því að vera heima. Hjer var hún örygg og hjer var henni hlýtt. Stormurinn náði ekki til hennar, því að húsið var sterkara en hann. Hesper flutti stólinn og hall- aði höfðinu upp að eikarskápn- um, þar sem móðir hennar geymdi spari-ílátin. Henni fannst alltaf svo notarlegt í eldhúsinu, og matarlyktin hafði róandi áhrif á hana. Vindhviða skall á húsinu og nú hafði bætst við nýtt hljóð. Það var eins og skvett hefði verið vatni yfir húsið og glugg arnir voru rennblautir. Hesper fann til sama óttans og móðir hennar. „Mamma“, hvíslaði hún, „jeg er hrædd“. Hún hljóp til móður sinnar og þrýsti andlitinu við pils henn- ar. „Kannske kemur sjórinn hingað. Láttu sjóinn ekki koma hingað“. Susan Honeywood smellti járnslán.ni fyrir ytri dyrnar. „Það getur verið að sjórinn nái hingað“, sagði hún, „en húsið stendur eftir sem áður. Við erum örugg“. „En þú varst hrædd, mamma ....“, sagði telpan þrákelknislega, þó að hræðsl- an væri horfin úr huga henn- ar. Susan gekk í gegn um veit- ingastofuna og fram í eldhús- ið og lokaði hurðinni á eftir sjer. Hún gekk að járnpottin- um og fór að hræra j flyðru- stöppunni. „Ert þú kannske búin að gleyma Tom og Will?“, sagði hún. Hesper leit undrandi á móð- ur sína. Hún var allt i einu orðin harðneskjuleg á svip. „En þeir eru langt úti á miðum með fiskiflotanum", sagði hún lágt. Susan fleygði blikkdiskun- um á borðið. „Vindurinn verð- ur líka kominn út á miðin á morgun eða hinn“. Varir henn ar, sem venjulega voru frem- ur þj'kkar, voru eins og strik í andliti hennar. „Kallaðu á pabba þinn — maturinn er til- búinn“. Hesper gekk yfir eldhúsgólf- ið og barði að dyrum hjá föður sínum. í þessu herbergi, þar sem hann dvaldist mestan hluta ævi sinnar, var borð og árifli og svo mikið af bókum, bæði á gólfinu og upp eftir í dag hefst hjer ný framhaldssaga, sem vekja mun athygli. Hún er eftir Anya Sefon, höfund sög- unnar rDragonwyck' sem birfisf í Morgun- blaðinu fyrir nokkr- um árum og vakti af- hygli um alll land. Það borgar sig að fylgjasf með frá byrjun. öHum veggjunum, að það var varla rúm fyrir hann sjálfan. Faðir hennar opnaði dyrnar nær því samstundis. Það gerði hann sjeldan. Hann brosti góð- látlega til hennar. Hann var hár vexti, þunnur á vangann. lotinn í herðum og gaut út undan sjer augunum, því að hann var mjög nærsýnn. „Það er kominn ofsi í veðr- ið, Hesper“, sagði hann blíð- lega. Honum þótti vænt um þessa dóttur sína og það var eins og hann gældi við nafn hennar í hvert sinn og hann nefndi það. Hann strauk um rauða lokka hennar með blek- ugum fingrunum, rölti á eftir henni fram í eldhúsið og sett- ist við borðið. Hesper skammtaði honum af rjúkandi flyðrustöppunni, og hann borðaði hana, eins og annars hugar. En hann var líka oftast annars hugar. Hann var með allan hugann í ein- hverjum draumheimi, sem hann sökkti sjer niður í í ein- verunni. Hann fór með vísubrot um vindinn, sem var of sorgbitinn, til að geta sungið. Hesper var vön því, að faðir hennar færi með vísur. Venjulega kunni hún því vel, en núna í kvöld var hún á bandi.móður sinnar. „Roger“, sagði móður henn- ar reiðilega. „Jeg ætla að láta þig vita það, að jeg þoli ekk- ert bölvað skáldskaparrugl í kvöld. Hvað ætli þú vitir um sorg, innilokaður alla tíð yfir skruddunum“. Hún ýtti disk- inum fyrir framan hann. „Heyrirðu í vindinum? Ertu nógu klár í kollinum til að vita, hvað hann getur boðað?“. Roger svaraði ekki strax. „Jeg sje ekki neina ástæðu til að óttast um drengina11, sagði hann loks. „Fiskiskipin hafa staðist margan storminn og jeg efast um að hann nái út á mið- in“. Í.R.-IIMGAR munið að kaupa aðgöngumiða að árshátíðinni fyrir kvöldið og láta taka frá borð að Hótel Borg um leið, en þau verða aðeins tekin frá gegn sýningu miðans. Samtaka nú. Stjórnin. A Hnefaleikamót Armanns verður í Austm-bæjarhíó i kvöld kl. 11 siðd. Keppt verður i 6 þyngdarflokkum. Sýndar verða enn- fremur kvikmyndir af heimsfrægum hnefaleikakeppn- um sem sýna þá í keppni: Smeling, Billy Conn, Simon, Max Beer, Dempsey, Tarpenlier og Joe I.ouis. Aðgöngumiðar fást i bókaverslunum Isafoldar. Lárusar Blöndal og við innganginn. Kvöldvöku l m ■ ■ heldur glímufjelagið Ármann í Austurbæjarhió föstudag ; inn 11. febr. kl. 9 síðd. : m ■ Skemmtiatridi: : 1. Ávarp: Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. : 2. Þjóðdansar: Spánskur og rússneskur dans. Stjórnandi Sigríður Valgeirsdóttir. 3. Erindi: Halldór Hansen dr. med. ■ 4. Danssýning: Sif Þórs og Sigriður Ármann pólskur Mazurka og tvídans. : 5. Glímusýning. jj HLJE 6. Þjóðdansar, tveir ameriskir dansar. ■ Stjórnandi: Sigriður Valgeirsdóttir. ■ 7. Erindi: Sviþjóðarför Ármanns 1932. : Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. : 8- Hawai-kvartettinn leikur: Edda Skagfield syngur meðj 9. Hawai-dans. j 10. Kvikmyndaþáttur úr fimleikaferð Ármanns. 11. tJrvalsflokkur kvenna, stjórnandi Guðrún Nielsen. ! Kynnir verður Helgi Hjörvar. j Aðgöngumiðar eru seldir i bókaverslunum ísafoldar, ! Lárusar Blöndal og við innganginn. Glínnifjelagið Ármann- B • A Málfundur ■ afgreiðslu- og skrifstofumannadfeilda V.R., verður hald- : : inn í kvöld kl. 8,30 i Fjelagsheimilinu- » : Stjórnirnar. ■ GOTT HÚSNÆÐI Rikisstarfsmann vantar nú þegar eða 1. mars eina góða stofu eða tvö samliggjandi herhergi með öllum tilhevr andi þægindum á góðum stað í hænum. Reglusémi og örugg leigugreiðsla. Tilboð, merkt: „Gott húsnæði — 906“ sendis hlaðinu fvrir laugardagskvöld. Vana skrifstofusfúlku vantar i OLlUVERSLUN ÍSLANDS H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.