Morgunblaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 6
I Fimmtudagur 10. febrúar 1949 6 MORGUNIiLAOlÐ Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavQc. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. V UR DAGLEGA LIFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.), Frjettaritstjóri ívar Guðmundssor Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, úmanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasclu S0 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Rjettlæti og vöru- skömmtun TILGANGUR með vöruskömmtun er tvíþættur. Hann er í fyrsta lagi sá að spara þjóðinni erlendan gjaldeyri. í öðru lagi að tryggja rjettláta dreifingu þeirra vara, sem til lands- ins eru fluttar. Afstaða almennings í löndum, þar sem skömmtun á rauð- synjum hefur verið tekin upp, til slíkra ráðstafana, hlýtur mjög að fara eftir því, hvernig tekst að skapa þetta rjettlæti Ef það tekst vel og fólkið sjer að skömmtunin tryggir rjett- láta vörudreifingu, unir það takmörkunum þeim, er hún hefur í för með sjer og sættir sig við þjóðfjelagslega nauðsyn hennar. Allt frá því að síðasta styrjöld hófst hafa flestar nauð- synjar verið skammtaðar í flestum löndum Evrópu. Þessi skömmtun hefur verið misjafnlega naum. í sumum löndum hafa brýnustu nauðsynjar verið skornar mjög við nögl í óðrum hefur hún verið rýmri. Síðan að styrjöldinni lauk hafa þjóðirnar yfirleitt stefnt að því að afnema hömlur og höft stríðsáranna, þar á meðal skömmtun nauðsynja, En þeim hefur samt orðið mjög misjafnlega ágengt í því. í flestum Evrópulöndum er ennþá einhverskonar vöruskömmt un. —• Meðal þeirra þjóða, sem ennþá búa við allnauma skömmt- un nauðsynja er ríkasta og öflugasta lýðræðisþjóð Evrópu, Bretar. Þeir hafa neyðst til þess að halda henni áfram þó nokkuð hafi verið dregið úr henni. En þrátt fyrir hina löngu og naumu skömmtun nauðsynja í Bretlandi sættir breska þjóðin sig við hana og skilur nauðsyn hennar. Hún veit að henni ríður lífið á að bæta viðskiptajöfnuð sinn við útlönd og gera sig óháða dollaraaðstoðinni, sem henni er veitt sam- kvæmt Marshalllögunum. En meginástæðan til þess að Bret- ar sætta sig við skömmtunina er þó sú, að hún hefur verið afburða vel og samviskusamlega framkvæmd. Um það grein- ir þá menn ekki á, sem tækifæri hafa haft til þess að kynnast þessum ráðstöfunum. Skömmtunin hefur skapað rjettlæti í vörudreifingunni. Hún hefur tryggt það að vöruskorturinn hefur bitnað jafnt á öllum. Á hinn bóginn hefur þeim vör- um, sem þjóðin hefur getað keypt eða framleitt, verið skipt ijettlátlega meðal almennings. Allir hafa fengið eitthvað, enginn hefur orðið út undan. Það hefur ennfremur verið ohætt að treysta því að almenni'ngur fengi þær vörur, sem honum hafa verið gefnar ávísanir á með skömmtunarmiðum og öðrum skilríkjum frá yfirvöldunum. Við íslendingar búum nú við skömmtun ýmsra nauð- synja og mörgum finnst hún allnaum. Þó eru flestar þýð- ingarmestu tegundir matvæla hjer óskammtaðar svo sem kjöt, fiskur, mjólk, kartöflur o. s. frv. Okkar skömmtun er þannig margfalt rýmri en margra annara. Engu að síður er hún mjög óvinsæl og það jafnvel af eðlilegum ástæðum. Þær ástæður eru fyrst og fremst þær að skömmtunin hefur ekki náð öðrum þeim höfuðtilgangi sínum að skapa rjett- læti í vörudreifingunni. Skömmtunarmiðarnir hafa líka leynst falsávísanir að því er snertir vissar vörutegundir. Á það sjerstaklega við um vefnaðarvöru og raunar fleiri vöru- fegundir. Almenningur hefur ekki fengið þessar ávísanir innleystar og það hefur vakið rjettláta gremju og óánægju. Um það heyrast nú háværar raddir að rjettast væri að af- nema hjer alla skömmtun lífsnauðsynja. Um það skal ekki fullyrt að sinni, hvort það Sje unnt. En langsamlega æski- legast væri að það væri hægt. En hvort, sem það reynist kleift eða ekki, þá verður þó engan veginn unað við núver- andi ástand í skömmtunarmálunum. Að viðhaldi þess er enginn vinningur. Það er þýðingarlaust að vera að fá al- menningi skömmtunarmiða, sem litlar eða engar vörur eru til fyrir. Rjettlætið í vörudreifingunni er líka af skornum skammti. Bakdyraverslunin og svarti markaðurinn, sem stöð- ugt fer í vöxt bera þess augljósan vott. Ef ætlast er til að þjóðin sætti sig við skömmtun, sem hún verður að gera, ef nauðsyn ber til hennar, verður að framkvæma hana rjettlátlegar og af meiri skynsemi en gert hefur verið um skeið. Annars verður hún kák eitt, sem geng- ur sjer sjálft til húðar. Hugsað heini FYRIR nokkru barst mjér brjef frá Reykjavíkurstúlku,, sem . giftist amerískum her- manni í styrjöldinni og flutt- ist með honum vestur um haf. Brjefið sannar — það sem raunar var vitað — að íslend- ingar, sem flust hafa til út- landa hugsa oft heim og ef þeir sjá eitthvað, sem verða mætti til fyrirmyndar í gamla landinu hugsa þeir um að koma því á framfæri. En það er best að birta orð- rjetta kafla úr þessu brjefi konunnar, sem heitir Björg E. Steeves. Hún dvelur nú í borg- inni Denever í Colorado ríki, eða í „vilta vestrinu", eins og það var einu sinni kallað. 9 Fjarlægðin gerir fjöllin hlá .... „KÆRI Víkverji: —• Mig hef- ur lengi langað til að skrifa þjer, en það hefur einhvern- veginn aldrei komist í verk. Jeg les alltaf dálkinn þinn fyrst þegar jeg fæ Morgun- blaðið og hefi mikla ánægju af honum. Það eru nú 6 ár liðin frá því jeg fór að heiman og á þeim tíma hefi jeg ferðast um þetta mikla land, þvert og endilangt. Margt hefi jeg sjeð og margt hefur á dagana drifið. Þó er blessuð Reykjavík alltaf í huga mínum, sem einhver fall- egasti bær, sem jeg hefi sjeð. Jeg hefi verið að blaða í nýrri bók, sem jeg fjekk á dög- unum, „Reykjavík í myndum". Heimþráin og ástin til bæjar- ins vaknaði á ný og það hefur sennilega orðið til þess, að jeg ljet verða af því að skrifa þjer, því lengi hefi jeg haft í huga, það, sem jeg vildi segja“. e Lakeland og fallega tjörnin „FYRIR 5 árum“, heldur Björg áfram, „dvaldist jeg um J tíma í bænum Lakeland í Flor- ida. Á einn hátt minnti þessi bær mig á Reykjavík. Það var J tjörn í miðjum bænum á stærð við tjörnina heima. En það vár steyptur garður umhverfis hana og r.tólpar ;neð rafmagns- ljóskerum þjettsett á bökkun- um. Á kvöldin var þarna mikil ljósadýrð, þegar rafljósin ehd- urspegluðust í vatninu. Síðan hefi jeg oft hugsað, hvað það gæti verið yndislegt, £f eitthvað líkt yrði gert til að prýða umhverfis tjörnina í Reykjavík. •— Fyrir skömmu skrifaði jeg svo eftir mynd af tjörninni í Lakeland og sendi þjer hana hjer með. Þú kemur kannske myndinni á framfæri við Fegrunarfjelagið, eða aðra rjetta aðila í þessu máli ......“ Þakkað fyrir hugulsemi REYKVÍKINGAR þakka frúnni fyrir hugulsemina. Því miður er myndin, sem hún sendir, í svo mörgum litum og það stór, að erfitt er að endurprenta hana hjer í blaðinu. En mynd- ina sendi jeg til formanns Fegr- unarfjelagsins, borgarstjórans okkar, sem ábyggilega mun vera þakklátur, því hann hef- ur sýnt það oft og mörgum sinnum, að hann ber fegrun bæjarins mjög fyrir brjósti. Við skömmust og nuddum út af því hvað bærinn okkar sje ljótur og illa hirtur stund- um. En sannleikurinn er sá, að við sjáum það best hvað við höfum átt, þegar við erum komin langt í burtu. Oþarfa umbúðir KAUPMENN kvarta sáran und an skorti á umbúðum. Er þetta mikið vandamál, einkum vegna þess, að almenningur er van- ur því, að búið sje um vörur, sem aðeins á að bera milli húsa, eins og það eigi að senda þær heimsálfanna á milli. Övíða mun hafa verið bruðl- að eins með umbúðir og hjer á landi undanfarin ár. En nú er sá draumur að verða búinn vegna umbúðapappírsskorts. • Utsjónarleysi ÞAÐ er hægt að spara mikið umbúðir, ef kaupendur sýna dálitla útsjónarsemi og fyrir- hyggju. Það er næstum því undan- tekning, að húsmæður, sem fara í búðir sjáist með ílát til að setja pakka í. Þær vilja held ur bera smápakka í fanginu, þótt það sje margfalt erfiðara. Það sjest líka þar sem sorp- hreinsunarmenn eru á ferð, að úlla er farið með pappír, því venjulega er honum fleygt í sorpílátin, þótt hann sje hreinn og vel megi nota hann. Hjer er í senn hægt að spara verðmæti og gera sjer lífið þægilegra með hugsunarsemi og viðleytni, sem ekkj kostar neitt. Miklu verðmæti fleygt EN það er fleira verðmæti en pappír fleygt í hugsunarleysi. Ma(5ur, sem unnið hefur í mörg ár við sorphreinsun, segir að það sje hreinlega lýgilegt, að sjá hverju fólk getur fleygt í sorpílátin. Sæmilega heillegur fatnaður, lítið notaðir skór, tómar flöskur og fleira og fleira, sem ekkí er að eins verð mæti í, heldur og talsverður er lendur gjaldeyrir. Niðursuðudósum er öllum fleygt, en þó mun liggja all- mikið verðmæti í málminum, ef honum væri haldið til haga. Sú var tíðin, að íslendingar voru nýtnir og lítið, sem ekk- ert fór til spillis. En þá máttu þeir líka til. Nú er víst öldin önnur. iiiiiiiiimo ................ '£ ll■l■llllllll•lllllll■lllllllll■llllll■llllllllllll>llllllllllll|IIICI■|||•l•»||••ll•ll•l.l•■•l||||||■ll|l|l|■l■l■|||l■|||||||||* MFÐAL ANNARA ORÐA . ............. Bandarískir neyfendur hætta að greíða „verðuppbætur" Eftir William Hardcastle, frjettaritara Reuters. WASHINGTON — Síðustu leifarnar af ,,svörtum“ og „gráum“ markaði eru nú að hverfa í B.andaríkjunum. — Plötustál, örfáar vinsælar bíla tegundir og íbúðir er nú um það bil það eina, sem viðskipta vinirnir fást til að greiða „verð uppbætur" á. — Að öðru leyti geta bandarískir neytendur keypt þvínær allt það, sem þeir óska eftir, fyrir verð, sem er mun sanngjarnara en fyrir nokkrum mánuðum, enda þótt verðlagið sje að vísu ennþá hátt borið saman við ófriðar- lokin. 9 • MIKIL VERÐLÆKKUN EF til vill er þetta hvað greini- legast á stálmarkaðinum. — ,,Gráa markaðs" plötustál, sem mikill skortur var á síð- astliðið sumar, kostar nú um 170 dollara tonnið, eða um 250 dollurum minna en fyrir sex mánuðum. Sú venja að selja nýja bíla sem ,,notaða“ fyrir nokkur hundruð dollara hærra verð en á verðlistunum, er ennfremur ð hverfa. Allar dýrari bifreiða egundir er nú hægt að fá fyrir hafnarlaust. BÍLAR OG ÍBÚÐIR BIÐLISTARNIR, sem sumum J fannst að aldrei mundu hða 1 undir lok, ná nú aðeins til ó- dýrari bílategunda eins og Ford, Chevrolet og Plymouth. En jafnvel þessar bílategundir er nú hægt að' fá fyr en áður og án allra ,,varahlutanna“, sem bifreiðasalarnir um skeið þröngvuðu upp á 'viðskiptavini rína, þannig að bílarnir urðu mun dýrari en ella. Mun meira framboð en áður er á íbúðarhúsnæði, enda þótt leigutakar í ódýrari íbúðum verði enn að greiða „verðupp- bætur“. Tiltölulega auðvelt er að fá leigðar miðlungsdýrar og dýrar íbúðir. e • FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN í MÖRGUM iðngreinum hefur orðið vart við of mikla fram- leiðslu. Áberandi mikið er orð- ið til í verslunum af hlutum eins og útvarpstækjum, strau- járnum. þvottavjelum og kæli- skápum. Sömu sögu er að segja um húsgögn. í þessum iðnaði og fataiðnaðinum virðist nú um það bil vera að hefjast mikil verðstyrjöld. Útvarpstækjaframleiðendur j eiga við mikla erfiðleika að stríða, þar sem framleiðsla 1 þeirra er orðin meiri en eftir- spurn, en það hefur mikið bætt úr fyrir þeim, hversu sala sjón varpstækja er ennþá mikil. e • LIÐNIR DAGAR ÞEIR dagar, þegar skortur var á keti, smjeri og sykri í mat- vöruverslununum, eru nú löngu liðnir. Verðið á þessum vörum hefur jafnvel lækkað örlítið undanfarnar vikur. í mörgum borgum, þar sem eina leiðin til að íá hótelher- bergi var að múta afgreiðslu- fólkinu, eru hótelin nú byrjuð að auglýsa eftir viðskiptavin- um. • • ALLT FÁANLEGT ALLT bendir þetta til þess, að frá sjónarmiði neytendans sjeu nú flestir hlutir að breytast til batnaðar í Bandaríkjunum, eft ir vöruskortinn og verðlags- hækkunina, sem kom í kjölfar styrjaldarinnar. Engu verður um það spáð, hvort þessi heil- brigða þróun heldur áfram. En jafnvel í dag eru Bandaríkin að líkindum þó eina landið í heiminum, þar sem allir hlutir eru fáanlegir —- svo lengi sem pyngjan hrekkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.