Morgunblaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. mars 1949.
Framhaidssagan 24 ............. imiiiiiiiiiiimnmimiiniKcnniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
HESPER
Eftir Anya Seton
iiiniiira "í
Fólkib í Rósalundi
Eftir LAURA FITTINGHOFF
lll■llll■lll■lllll■llllllllllmllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llll■llllln
nra>»miiiiiiiiiíiiiiiiKi2Hiiii!i!iiMmaiimkiimnufir««mi
Hún sneri sjer frá þeim, og
fjekk nú allt í einu ógleðiskast
og svima yfir höfuðið. Svo
henni fannst sem myndirnar á
veggjunum og allur sýningar-
salurinn snúast með hana. Hún
stóð á öndinni. En þá leið þetta
frá, og hún jafnaði sig. Jæja,
hugsaði hún, síðan. Þá er það
barnið, sem er að koma til sög-
unnar.
Og aftur varð henni htið á
myndina af bernskuheimilinu.
Og aftur rifðjuðust upp fyrir
henni tilvitnunin „Með frá-
bæru hugrekki .... fylgja
manni sínum hvert sem vera
skal ....“. En hvernig fer, ef
hann kærir sig ekkert um mína
fylgd. Hvað myndir þú þá hafa
tekið til bragðs Phebe? Halda
dauðahaldi í það, sem þú
aldrei hefur í rauninni náð í?
Frá myndum Evans kom
ekkert svar.
Mr. Durand keypti vatnslita
mynd af grænu engi, og olíu-
mynd af skólahúsi og börnum.
Engir aðrir keyptu neitt. Allir
hinar myndirnar lentu uppi á
loftinu yfir vinnustofunni. Og
Evan var burtu alla næstu
nótt. Kom ekki heim fyrri en
klukkan 11 daginn eftir. Þá
alveg algáður, en af honum
var mikil whísky lykt.
Enga skýringu gaf hann á
fjarveru sinni frekar en brúð-
kaupsnóttina. En Hesper sá, að
hann var í góðu skapi. Hann
kyssti hana og hann hafði
keypt handa henni gjöf. Það
var einkennileg þríhyrnd næla
úr slegnu silfri, með „kattar-
auga“ í miðjunni. Hesper
þakkaði honum fyrir, og varð
glöð við. En þótti þetta ein-
kennilegt. Hann setti næluna í
eldhússvuntuna hennar, og
dáðist að því, hve vel hún færi
henni.
Evan hafði sest á stól. Hún
gekk til hans, þar sem hann
sat. Og segir við hann. „Jeg
held að jeg megi eiga von á
erfingja“. Gaf því nákvæmar
gætur, hvernig honum yrði við.
„Ertu viss?“, segir hann þá.
„Það eru öll merki þess“,
segir hún, og gengur yfir að
kommóðunni sinni og fer að
laga til burstana og kambana,
sem þar lágu. „Mjer þykir
ekki vænna um þetta en þjer“,
segir hún svo. „En jeg býst við,
að jeg myndi gleðjast, ef þú
gerir svo“, bætti hún við, með
hægð.
Hann stóð á fætur og gekk
um gólf.
„Mjer þykir leitt Evan ....“.
Svo sagði hún ekki meira. En
reiddist sjálfri sjer, er hún
heyrði í hvernig afsökunartón
hún talaði. Hún rjetti nú úr
sjer, og gekk hnakkakert fyrir
mann sinn og sagði: „Jeg veit
að þjer finnst jeg vera þjer til
byrði. Þó hefi jeg gert allt, sem
í mínu valdi hefur staðið, til
að þóknast þjer. Jeg veit, að
þú kærðir þig ekki Um að gift-
ast mjer. Þú gerðir það samt.
Jeg veit ekki hversvegna. Jeg
er ekki viss um að þú vitir það
sjálfur. En það er komið sem
komið er“.
Evan var sem steini lostinn.
Þarna stóðu þau andspænis
hvort öðru. Veikur roði færðist
yfir andlit honum. Hann ýmist
opnaði lófana eða kreppti
hnefana. „Það er alveg rjett,
sem þú segir“, sagði hann hægt
og lágt. „Fyrirgefðu mjer,
Hesper“.
„Ó. Elsku góði, Evan. Jeg er
ekki að meina“, sagði hún þá,
og tárin runnu niður kinnar
henni. Henni var svo gráthætt
vegna þess hvernig ástatt var
fyrir henni. Hann tók utanum
hana, og hún grúfði andlitið
niður í öxl honum. „Jeg er víst
að verða eitthvað hinsegin,
eins og mamma sagði alltaf,
þegar fólk misti stjórn á sjer.
Það er líklega vegna barns-
ins“. Svo gekk hún að þvotta-
skálinni, og þvoði sjer um and-
litið.
Evan mælti ekki orð. Hann
gekk nú að staffelíi sínu, setti
á það teikniblökk, og byrjaði
að teikna. Hún staðnæmdist
fyrir aftan hann.
„Á hverju ert þú nú að
byrja?“, spurði hún, er hún sá
að stúlkuandlit kom fram á
örkina hjá honum. Hann teikn-
aði óeðlilega mikil augnahár á
myndina, og dálítið fýlulega
efri vör. „Mig skyldi ekki
undra, þó úr þessu yrði smala-
stúlka“, segir hann. „Sú myndi
sóma sjer vel í tímaritsauglýs-
ingu“.
Hún stóð eins og negld í
gólfið fyrir aftan hann. Hann
dróg í snarkasti upp hrokkið
hár á myndina. Trjágrein fyrir
ofan, og á henni tvo fugla. —
„Öllum þykir vænt um dúfur“,
segir hann svo.
„Evan. Gerðu þetta ekki.
Gerðu það fyrir mig, að gera
þetta ekki. Þú hefur aldrei
viljað grípa til þesskonar
ráða“.
„Það er alveg satt góða mín.
En má jeg benda þjer á, að
þrjú _ hundruð dollarar, eða
rjettara sagt 250 dollarar, þeg-
ar frá eru dregin sölulaun
Goupils, hrökkva ekki langt.
Við þurfum bæði föt og fæði.
Og svo kemur kostnaðurinn,
þegar þú ferð að eignast litla
erfingjann okkar. Og svo er að
sjá fyrir honum að auki. Mað-
ur þarf að fara að verða dálítið
praktiskur“.
„Það kunna að vera önnur
ráð“, sagði hún, og lækkaði
róminn. „Evan. Við getum far-
ið heim í Marblehead. Við get-
um verið hjá mömmu — þang-
að til“.
„Nei“. Hann undirstrikaði
orðin með kröftugum strikum
í teikningunni. „Jeg hefi feng-
ið nóg af Marblehead. Og jeg
hjelt, að eins væri með þig- Þú
yildir að minnsta kosti óð og
uppvæg komast þaðan. Mjer
kemur því uppástunga þín und
arlega fyrir“.
„Já. Það er rjett“, sagði hún.
...leg hafði fengið nóg 'af því,
að vera þar. En ....“. Hún
þagnaði og horfði á hnakka
hans, og hálsinn upp úr víðri
málaraskyrtunni. Og á hina
fimu karlmannlegu hendi hans,
sem ljek sjer með blýantinn
eftir pappírnum.
„Jeg vil vera alstaðar þar
sem þú ert“.
Hann brosti kurtei^fsbrosi,
við blíðmælum hennar, og
hjelt áfram með teikninguna.
Hún snjeri frá honum, og fór
leiðar sinnar. Jesús minn góð-
ur hugsaði hún, með sjer. Hvað
hefi jeg gert þjer, Evan?
Um haustið og veturinn
seldi Evan teikningar í blöð
og tímarit. Hann fjekk frá 10
—45 dollara fyrir hverja mynd.
Og upp úr þessu fjekk hann
nóg handa þeim til viðurværis.
Og gat lagt í banka 250 doll-
ara fyrir „óvæntum kostnaði“.
Þegar vetraði, fór að verða
kalt í vinnustofunni. Og í
nóvember gerði fönn, svo
skelfdi yfir þakgluggann. En
við það varð svo dimmt hjá
þeim, að þau gengu um, eins
og hálfg'erðar vofur. Þangað
til Evan fjekk sjer stiga, fór
upp á þakið, og sópaði af glugg
anum.
Ofninn, sem sýndist svo
stór, á meðan ekki þurfti á
honum að halda, var helst til
lítill til að hita upp vistarver-
una í kuldanum. Evan varð að
verma sig á fingrunum yfir
ofninum, á milli þess, sem hann
hamaðist við teikningarnar.
Þau urðu að ganga í þykkum
fötum, vera með stóra, hlýja
skó á fótunum, og í ullarsol^k-
um.
Evan var hvorki í vondu
skapi nje góðu. Hann var um-
hyggjusamur gagnvart Hes-
per, hlífði henni við alt erfiði,
og sneiddi hjá því, að veita því
eftirtekt, hvernig hún varð
gildari og ólögulegri, og húð
hennar misti blæfegurð sína.
Jólin liðu og nýárið, án þess
þau gerðu þjer nokkurn daga-
mun. Þau fengu kassa með
kökum að heiman, og ullar-
sokka frá Súsönnu. Brjefin frá
Súsönnu og Rogers voru heldur
ómerkileg.
Hesper las þau þó hvað eftir
annað. Því hún hafði svo mikla
löngun til, að geta af þeim rifj
að upp kæra staði, svo hún sæi
þá fyrir sjer. Hún lág og skalf
undir þunnó ábreiðunni og
Ijet hugann reika að eldsglóð-
inni miklu, í eldavjelinni í veit
ingahúsinu heima. Og hún
húgsaði til móður sinnar, á allt
annan hátt, en hún áður hafði
gert, og þráði það, að heyra
málróm hennar.
Það varð óskaplega erfitt
fyrir hana að komast á fætur
á morgnana. Því hún fjekk svo
mikil bjúg á fæturna, verkjaði
í fótleggina er hún reis upp.
Var með sífeldan svima yfir
höfðinu, og suðu fyrir eyrun-
um. Eitt sinn snemma í janúar,
er hún varð að fara niður á
salerni á neðri hæðinni, leið
yfir hana í stiganum. Evan
var til allrar hamingju heima.
Svo hann fann hana fljótlega,
og hjálpaði henni í rúmið.
Hann varð alvarlega hrædd-
ur, bannaði henni að hreyfa
sig, .og þaut út, til að ná í
lækni. Hann hafði veitt eftir-
tekt læknaskilti í Mercur-
stræti. Læknirin hjet dr.
Stone.
timimiiimiHiiiiMiiiMMiiiiimimiiimiiimMiiiimiiiiMi
Eggert Claessen
| Gústaf A. Sveinsson }
§ Odfellowhúsið Sími 1171 i
hæstar j ettarlögmenn
l Allskonar lögfræðistörf =
llllllllllllll1111111111111111111111111llllllllllllIII1IIllllllIIlllII
25.
Hún reyndi að koma höndunum fyrir sig, en rak svo
upp óp. Hún hafði snúist á liði á hægra handlegg.
Konan í Rósalundi kom þjótandi inn og á eftir kom Matta
klædd í náttkjól.
Mamma þeirra hafði seint um kvöldið gengið um stof-
una. Hún hafði lokið öllum verkunum og svo gekk hún
fram hjá legubekknum, sem Matta lá á og strauk um enni
hennar og yfir hárið, því að hún hjelt, að hún væri sofnuð.
Þá fannst henni, að Matta titraði, eins og hún hefði ekka
og væri að gráta. Hún beygði sig niður og sá, að kinnar
litlu stúlkunnar voru eldrauðar, og að hún hjelt hvítum
vasaklút við augun.
— Matta, ertu að gráta, litla stúlkan mín?
Matta svaraði ekki, því að enginn nei, enginn skyldi fá
að vita, hvað hún væri að hugsa um. — og alls ekki mamma
hennar, sem hafði nógar áhyggjur fyrir.
— Leiðist þjer að liggja hjerna ein?
Matta beit um yasaklútinn, eins og til þess að halda niðri
grátinum.
— Hvað er að þjer Matta mín, — ertu nokkuð veik? Segðu
mjer, hvað hryggir þig elskan mín.
— Láttu mig vera eina, — má jeg vera í friði, muldraði
Matta og með látbragði, sem mamma hennar hefði aldrei
trúað, að hún gæti átt til.
— Jæja, þá, góða nótt, Matta mín, hvíslaði mamma henn-
ar hljótt, og þó svo undur hryggðarlega.
Matta settist upp í rúminu.
—■ Geturðu ekki skilið það mamma, — það er ókunnugu
börnin, sem komu í dag, það er eins og þau hafi eyðilagt
alla gleðina og hamingjuna í litla húsinu okkar. Þau eru svo
hræðilega vond, að það er enginn verri í öllum heiminum.
Sástu það ekki, — þessi Þyri, henni fannst hún ekki geta
verið að leggja sig svo lágt að heilsa þjer og svo fór hún
að glotta, þegar henni varð litið á skóna þína, — af því að
þeir eru svo breiðir að framan, og jeg sá víst, að hennar
eru eftir tískunni, mjóir að framan eins og saumnálar. Og
svo fóru þau, hún og þessi andstyggilegi strákur að gefa
hvort öðru merki og gretta sig, þegar þau sáu gaflana, —
ffísxT rnjohqumlzo.
— Hann hafði á rjettu að
standa, að það væri hættulegt
að hreyfa við þessum dyrum.
★
Sumir karlmenn vilja láta
kvenfólkíð vera með fagurt and
lit og fagran líkamsvöxt en eng
an heila. — Dr. Summerskill.
★
Ljelegustu bókmenntirnar
hafa alltaf mesta þýðingu,
vegna þess að það er æskan, sem
les þær. — C. R. Hewitt.
ic
Austrið og vestrið.
Ameríkumaður, sem var
staddur í Moskva, kom í heim-
sókn í bílaverksmiðju.
„Þessi verksmiðja“, sagði
leiðsögumaðurinn, er eign fólks
ins. Sjerhver vjel og allt hjerna
er eign okkar, og allur hagnað-
urinn er einnig okkar, fólksins
í Sovjetríkjunum“
„Hvað framleidduð þið marga
bíla s. I. mánuð?“
„Þrjá“. !
„Og hver fær þá?“
„Umferðarstjórnin fær einn,
borgarstjórinn í Moskva ann-
an og aðalritstjóri Pravda þann
þriðja“.
I Detroit í Bandaríkjunum
kom Rússi í heimsókn í Ford-
verksmiðjuna.
„Þessi verksmiðja“, sagði
fylgdarmaðurinn, „er eign Mr.
Ford, og allur ágóðinn rennur
til hans“. . 1
„Hvað framleiddi hún marga
bíla s. 1. mánuð?“
„Fimtíu þúsund“.
„Og hverjir fá þá?“
„Fimmtíuþúsund amerískir
ríkisborgarar'1.
★
A veðreiðum.
Hún — Hversvegna hlaupa
allir þessir hestar svona hart?
Hann — Sá þeirra, sem verð-
ur fyrstur fær silfurbikar að
verðlaunum.
Hún — En hinir, hvað fá
þeir?
Hann —- Þeir fá ekkert.
Hún — En af hverju halda
þeir þá áfram að hlaupa?