Morgunblaðið - 18.03.1949, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.03.1949, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. mars 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. \Jihverii ihriJar: UR ÐAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, , ,, kr. 15.00 uíanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Arásirnar á fjár- málaráðherra SKRIF kommúnistablaðsins um Jóhann Þ. Jósefsson fjár- málaráðherra undanfarna daga eru einhver hin siðlausustu, sem sjest hafa í íslenskum blöðum. Ráðherrann stefnir Þjóð- viljanum til þess að svara til saka fyrir dómstólunum fyrir hin ærumeiðandi ummæli. Fyrir vangá málaflutningsmanns ráðherrans er ekki mætt í máli hans og rjetturinn lætur það niður falla fyrir þær sakir. Þegar þetta hefur gerst lýgur kommúnistablaðið því hreinlega upp að ráðherrann hafí heykst á málshöfðuninni. — Þegar málaflutningsmaðurinn sendir blaðinu svo leiðrjettingu, þar sem blekkingar þess eru hraktar, neitar blaðið að birta hana, en endurtekur sömu sóðaskrifin um ráðherrann. Að sjálfsögðu mun það verða gert ábyrgt fyrir þau fyrir dómstólunum. Þessi málflutningur kommúnistablaðsins er svo siðlaus og ofsafenginn að ómögulegt er að fara villur vegar um það, í hverskonar hugarástandi þeir menn eru, sem að honum standa. Þeir eru gjörsamlega óðir. En á því þarf raunar eng- inn að furða sig. Hitt sætir nokkurri furðu að eitt blað lýðræðisflokkanna, Tíminn, skuli í gær prenta upp það sóðalegasta úr ummælum kommúnistablaðsins og bæta við það dylgjum frá eigin þrjósti. Gefur slíkt hátterni góða hugmynd um heihndi Fram sóknarmanna í samstarfi lýðræðisflokkanna um ríkisstjórn. En íslendingar þekkja samstarfshætti og drengskap Tíma- manna og bregður þess vegna ekki mikið við þó að þeir sjáist í fylgd með kommúnistum um rógsiðju og mannskemmdir. Um efnishlið ásakana kommúnisfa á hendur Jóhann Þ. Jósefssyni er enginn ástæða til þess að ræða. Mál það, sem haft er að yfirvarpi er ráðherranum óviðkomandi og hefur auk þess verið útkljáð fyrir dómstólum. En kommúnistar mega vera þess fullvissir að þeir, og þeir einir hafa skömm af sóðaskrifum blaðs þeirra um Jóhann Þ. Jósefsson. Togaradeilan og kommúnistar ,iAFSKIPTI kommúnista af togaradeilunni eru þess verð að athygli sje á þeim vakin. Blað þeirra, Þjóðviljinn, hefur undanfarnar vikur haldið uppi stöðugum æsingaskrifum um þessa deilu. Önnur blöð hafa hinsvegar haft þann hátt á að skrifa sem minnst um hana meðan að aðiljar hafa unnið að samningum. Öllum ábyrgum mönnum hefur verið það ljóst að þýðingarmikið væri fyrir þjóðina að samkomulag næðist sem fyrst, þannig að skipin kæmust á veiðar. — Kommúnist- ar hafa hins vegar gert allt, sem þeir hafa getað til þess að egna deiluaðilja hverja gegn öðrum, skapa úlfúð og illindi milli þeirra. — Gleggsta dæmið um áhuga kommúnista fyrir því að leysa togaradeiluna kom í ljós þégar sáttanefnd deil- unnar lagði fram miðlunartillögur sínar eftir að samningar höfðu strandað milli aðilja. Hvað gerðu kommúnistar þá? Ræddi blað þeirra tillögurnar af hófsemi og sanngirni? Nei, ekki alveg. Þjóðviljinn er þá látinn ráðast á málamiðlunina af öllu því offorsi og æsingi, sem einkennir málflutning komm- únista síðustu mánuði. Á sama tíma, sem kommúnistar fjandskapast við hverja tilraun, sem raunverulega er gerð til þess að leysa togara- deiluna, halda þeir áfram að lýsa yfir áhuga sínum fyrir því að togararnir komist á veiðar. Þeir útmála tjónið, sem af stöðvun þeirra leiði og kenna ríkisstjórninni og útgerðar- mönnum það einum. Er nú hægt að hugsa sjer öllu auðvirði- legri hræsnara? Sannleikurinn í þessu máli er hinsvegar sá, að kommúnistar vilja alls ekki að deilan leysist. Þess vegna halda þeir uppi stöðugum æsingaskrifum um hana. Þeir vilja baka þjóðinni ennþá meira tjón en þegar er orðið með stöðv- un skipanna. — Þrátt fyrir þetta verður að vænta þess að ð’eifan leýsisf iijæStu (íága.'Sjómenn og útgerðarmenn hafa málámiðlunartillögurnar til athugunar og hafa háfið at- k^vaeðagreiðslu um; þær innan samfaka sinna. Hagsmunir beggja þessara aðilja krefjast þess að skipin komist á mið. Þjóðarhagsmunir krefjast þess ekki síður. Frammistöðu- stúlkan fríða FYRIR nokkrum dögum kom vinur minn inn í veitingahús, þar sem æðstu menn þjóðar- innar þiggja greiða daglega. •— Það var boðið kaffi og er kunn ingi minn sá frammistöðustúlk una veitti hann því athygli, að hún var einkar fríð. Snyrtilega klædd og hirðing hennar öll í besta lagi. Fólk er nú einu sinni þannig gert, að það tekur eftir því hvernig aðrir eru til fara og það var hægt að sjá með hálfu auga að þessi stúlka var enginn sóði. : - • Fingurnir í kaffibollanum OG svo kom hún með kaffið og lagði á borðið. En þá brá vini vorum heldur en ekki í brún er þessi þokkalega stúlka tók bollana af bakkan- um með því að stinga fingrun- um ofan í bollana að innan- verðu er hún lagði þá á borðið fyrir gestina. „Hefði þetta verið einhver óþrifakind, hefði jeg ekki haft lyst á kaffinu“, sagði hann — og lái honum hver sem vill. • Að kunna vel til verks ÞESSI snotra og hreinlega stúlka er því miður engin und- antekning frá þeim mörgu, sem ekki kunna sitt verk og það af þeirri einföldu ástæðu, að þeim hefur ekki verið leið- beint. Það er alveg víst, að ekki þyrfti að segja þessari stúlku nema einu sinni, að frammistöðufólk, hvort sem er í veitingahúsum, eða í heima- húsum, káfar ekki inn í matar ílát um leið og þau eru lögð á borð. Það er því miður svo algengt, að fólk ræður sig til starfs, án þess ,að kunna sjálfsögðustu undirstöðuatriðin í starfinu. — Jeg vildi segja, að húsbændur þessarar stúlku eigi fullt eins mikla sök á hinni leiðinlegu framkomu hennar og hún sjálf og væri ekki hissa, þótt þeir kynnu lítið meira í fagi sínu, en stúlkan, úr því þeir láta þetta viðgangast. • Símasemlillinn í hlíðunum í FYRRAKVÖLD mun það hafa verið, sem jeg átti erindi inn í hlíðahverfi. Þar sá jeg mann á reiðhjóli í einkennis- búningi símasendla. Nú er út af fyrir sig ekkert eðlilegra, en að símasendlar sjáist á götum höfuðborgarinn ar. En þessi símasendill vakti hjá mjer þá spurningu hvernig á því gæti staðið, að ekki værj nema ein símaafgreiðsla í jafn stórum bæ og Reykjavík er orðin. Fólk, sem heima á inni í Sogamýri, eða vestur á Self tjarnarnesi, verður að fara allá leið niður að Austurvelli til þes§ að senda simskeyti, eða tala í landsímann, ef það hefuf ekki síma heima hjá sjer. • Of fáar póst- og símaafgreiðslur ÞAÐ gefur auga leið, að þa$ er ekki nóg, að hafa eina ein- ustu símaafgreiðslu í Miðbæn- um, sem raunar er ekki „mið- bærinn“ lengur í þess orðs skilningi. Það gat gengið á með an býgðin í Reykjavík var öll í kvosinni. Bankarnir hafa skilið þetta og komið sjer upp útbúum langt frá sjálfum Miðbænum. Það eiga ekki allir bíla, eða geta leigt sjer bíl þegar þá lystir og strætisvagnaferðun- um hefur verið fækkað. Það er hreint ekki svo lítið ferðalag, að ganga kannske innan úr Blesugróf niður að Austurvelli til þess að ljúka smáerindi á Landsímastöðinni, eða pósthús- inu. • Skipta þarf bænum í pósthverfi ERLENDIS hefur vjíða verið talið nauðsynlegt og sjálfsagt, að skipta minni borgum en Reykjavík í pósthverfi. Hverfi þessi eru merkt með tölustöf- utn og þessir tölustafir eru skrifaðir með heimilisfanginu á umslagið. T.d.: Austurstræti 8, Reykjavík 1, ef Miðbærinn væri í fyrsta pósthverfi. Slíkt fyrirkomulag myndi flýta fyrir póstmönnum, að lesa sundur póstinn og ekki veitir af að Ijetta þeim störfin, svo mikil sem á þá er hlaðið í þröngum húsakynnum. • Tvöfaldur gróði SÍÐAN ætti að setja upp smá- póst- og símaafgreiðslur á nokkrum stöðum í borginni, þar sem póstafgreiðsla öll færi fyrir það kerfi fram og símaafgreiðsla einnig. Af þessu yrið tvöfaldur, ef ekkj_ margfaldur gróði. Við- skiptavinirnir yrðu ekki eins sárfættir, þeir, sem lengst eiga að sækja að þessum stofnunum. Og póstur og sími fengi betri afgreiðslumöguleika. Væri þetta ekki reynandi? Það væri að minsta kosti ekki vitlausara, en að eyða tug þúsundum króna til að leggja síma í kot upp í afdölum, þeg- ar notast mætti við talstöð með sama árangri og spara sjer símastaurana. Þögn um strætisvagna ÞAÐ liggja hjá mjer nokkur brjef, kvartanir út af strætis- vagnaferðum og tillögur frá borgurum í ýmsum bæjarhverf um til úrbóta í þessum sam- göngumálum okkar. En eftir yfirlýsinguna frá skrifstofu borgarstjóra um hvernig á því stendur, að fækk að hefur verið strætisvagna- ferðum oe að farartækin eru hrörleg, finst mjer bæjaryfir- völdín hafí eert hreint fyrir sínum dyrum. Af þeim ástæðum verður ekki nuddað um strætisvagna að sinni í þessum dálkum. Það væri ekki sanngjarnt, að gera það. eins oe bessum málum er nú háttað, sökum gjaldeyris- skorts. fMIIIIIIIIIMIIIIIIfllllllimillllllllllllllllllllllllllMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIillllulllllllfllllllllllMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIUnillltiMiMimnM,,),,,.I•tillMMMIMIIMIMIIIIIMMIM '2 | MEÐAL ANNARA ORÐA .... | MMIMIIMIIIIIIIIIIIIIMIMMIIMMIMIMIIIIIIMIMIMIIMMimilllllMlllllllimillllMMMIIIIIMI IMMMMMMMI'MMMMMMl' Fjötdaframleiðsla húsa í Bandaríkjunum Eftir Louis Hunter, frjettaritara Reuters. NEW YORK — í Bandaríkjun- um er »ú byrjuð fjöldafram- leiðsla 4- húsum, og starfsað- ferðirnar eru nákvæmlega þær sömu, sjm notaðar eru við fjöldafrgmleiðslu á bifreiðum þar í landi. Samkvæmt frá- sögn blaðsins Wall Street Journal,^eru húsin, þegar þau koma úr verksmiðjunum, jafn algerlégS tilbúin til notkunar og nýir bílar. Húsin, sem þannig eru gerð, eru að því leyti ólík „tilbúnu húsunum“ svokölluðu, að þau fyrnefndu eru flutt á lóðina í heilu lagi, en hin koma í pörtum, sem sett ir eru saman á staðnum. • • FLUTNINGABÖND NOTUÐ TVÆR húsaverksmiðjur eru nú starfræktar í Kaliforníu. ein í Bakersfield jpg önnur í San Jose-. Auk þess eru húsa- smiðir t* Chicago, Detroit ög Milwaúkee hú: að athuga mögú Míká;ili húÉ'áfrárhleiðslu í vérk- smiðjum. Blaðið Wall Street Journal. skýrir frá þvi, að hjer sje ná- | kvæmlega sama hugmynd á ferðinni og beitt er við fjölda- framleiðslu bíla, þvottavjela, eða útvarpstækja. í Mobil- home verksmiðjunni, sem byrj aði á þessari nýstárlegu húsa- framleiðslu, er notað flutnings band, sem er 800 feta langt og 24 feta breitt — eða jafnbreitt og húsin, sem á því eru flutt. Meðfram flutningsbrautinni eru pallar fyrir verkamennina, vjelar ýmiskonar og bygging- arefni. • • 18 DAGAR tekur 18 daga að full- smíða hvert hús, og á flutn- ingsbandinu er rúm fyrir 18 hús. Þannig er lokið við smíði á einu húsi á hverjum vinnudegi. ' Þegar húsið kemur af renni- braútinni, ér það að öllu leyti tilbúið til rtotkunar. 'Þýí-i er komið fyrir á stórurti vagni og dregið út á lóðina/ sem, því ér ætlað. . " ö'r, -.'■{>) r.rrun<j Húsin eru öll 24 fet á breídd og ein hæð. Þau eru því nógu mjó til að hægt sje að flytja þau eftir flestum borgargötum, og nógu láe til að komast und- ir síma- o<? rafmagnslínur. Til þessa hefur eitt að þess- um húsum lengst verið flutt 20 mílna vegalengd. • • 80 Á BIÐLISTA MOBILHOME húsin eru fjögra til sex herber<da stór. — Þau minni ko^+a 4,700 dollara, þau stærri 8.850. Alls geta við- skiptavinírnír. valið á milli fimm mismunandi herbergja- skipana, á>veðið litinn á inn- og útvevgium, valið gólfdúk- ana o.s.frv. Framleiðendur þessara húsa fullvrða að bau sjeu betri en „tilbúnu“ húsin, sem fram- leidd hafe verið hingað til. —- Verksmiðian í San Jose hefur lokið við smíði 200 húsa frá því í anrí] síðastliðið ár, ög í Bakersfield verksmiðjunrti var i febrúarlok búið að framleiða 175 hús. Verksmiðján-í* San Jose hefur yfir 80 menn á'bið- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.