Morgunblaðið - 18.03.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. mars 1949. Framhaldssagan 32 vimvmiiiiiiiiiiiiiiiiiifi HESPER Eftir Anya Seton ^■■niiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiniiintiiffini ■I9IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllIIIIIIlllllllfllllllln Fólkið í Rósalandi Eftir LAURA FITTIN GHOFF 32. ,,Leah“, hvíslaði Hesper. — Hún gekk í áttina til hennar. „Vesalingurinn, hvað ....“. „Gættu þín“, sagði Amos og greip í handlegg Hesper. Það var eins og titringur færi um konuna í dyrunum. Hún rjetti úr sjer og slæðan fjell niður af höfði hennar. Hún hafði ennþá fallegt andlit. Hárin á gagnaugunum voru eins hvít og snjókornin á slæð unni. Hún var orðin mögur og kinnfiskasogin, en þó var eitt- hvað hrífandi við hana. Þegar Amos talaði, var eins og hún áttaði sig og hún gat beint athyglinni að honum. „Þarna ertu, ástin mín“, sagði hún og brosti. „Leah hef- ur ieitað að þjer svo lengi. Hún sá þig í gegn um gluggann og hún hló af kheti“. „Hún er vitskert", sagði Hay Botts. „Reyndu að komast aft- an að henni og ....“. Leah snjeri höfðinu hægt í áttina til hans. Hún virti hann lengj fyrir sjer með einhverj- um uppgjafa-hryggðarsvip. — Hann hrökklaðist upp að veggn um. „Leah hefur hníf“, sagði hún í sama blíða rómnum. Emmeline rak upp óp og flutti sig á bak við stóh Skyldj þetta vera rjett hjá henni, hugsaði Hesper. en hún fann ekki til ótta. Hún sá að Amos herti upp hugann. Hann rjetti fram hendina. „Fáðu mjer, hnífinn, Leah“. Það vár hreint aðdáunarvert, hve rólega hann talaði. En hvers vegna var eins og hann forðaðist að líta í augu henn- ar?, hugsaðj Hesper. Leah hristi höfuðið og hall- aði sjer í áttina til hans. „Nei, ástin mín. Leah þarf kannske á honum að halda. Við Nat, þú veist. Nat er vondur. Hann læsir Leah innj svo að hún gæti ekki fundið þig og stund- um bindur hann hana“. Amos kingdi og Ijet. höndina síga. Hann snjeri sjer að Hay- Botts, sem stóð hinum megin í stofunni og reyndi að gefa Amosi bendingar um, hvernig hann ætti að læðast aftan að henni. Hesper tók eftir því og hristi híifuðið. Leah gat orðið æst. en hún var ekki æst núna. Það var jafnvel eitthvað tign- arlegt við hana, þar sem hún stóð við dyrnar. Það var sann- arlega engin ástæða til að leggja hendur á hana. En hvers vegna ætli hún hafi allt af verið að leita að Amosi og hvers vegna kallar hún hann ástina sína, hugsaði hún. Hún er auðvitað vitskert, en .... Hún gekk fram fyrir Amos, þó að hann reyndi að hindra hana^ „Leah. hvað viltu?“, sagði hún rólega. ,,Þú ert ekki kom- in hingað til að gera okkur ineitt mein, er það?“. Leah leit glampandi augun- um af Amosi á Hesper, og augu hennar >'rðu ílöktandi, eins og þegar hún kom fvrst inn. —- „Leah -vill fá ástina sína“, sagði hún. „Hún víll að hann faðmi k.ma að sjer,- eins og einu sinni“. Hesper heyrði að Hay-Botts- hjónin gripu andann á lofti. Amos heyrði það líka. Hann ýtti Hesper til hliðar. „í guð- anna bænum, Hesper, konan er brjáluð. Þú veist, að hún veit ekki hvað hún er að segja. Það er nóg komið af þessari vitleysu“. Hann stökk í áttina til Leah, en hún smcygðj sjer undan. Slæðan fjell af herð- um hennar, í hægri hendinni hjelt hún á löngum hníf. En hún hóf ekki hnífinn á loft, en beindi honum að sínu eigin brjósti. Tárin glitruðu á kinn- um hennar, hún kastaði 'til höfðinu og leit biðjandi á Amos. „Ertu reiður við Leah?“, sagði hún. „Langar þig til að særa hana?“. Amos hikaði aftur, því að Leah starði á Hesper, og nú var eins og rynni upp fyrir henni Ijós. ,.Hessie?“, sagði hún. „Varst það þú, sem tókst hann frá Leah? Elskar hann þig líka?“. Hönd hennar krepptist utan um hnífsskaftið, en þó án þess að hún virtist ætla að ráð- ast á Hesper. En Amos stökk fram og greip um handlegg hennar. Hann snjeri hnífinn úr hönd hennar, og Leah misti fótanna og, datt fram yfir sig. Höfuð hennar lentj á stólbrún. Hún rak upp lágt vein, en lá svo grafkyrr. Amos starði á hana. Hendur hans voru enn krepptar og hann var orðinn náfölur í fram an. 1 Hesper kraup niður við hlið hennar. Hún var allt af jafn róleg og hugsanir hennar skýr- ar. Hún þreyfaði eftir æða- slættinum í handlegg hennar, og lyfti upp silfurgráu hárinu og athugaði skrámuna, sem hún hafði fengið við fallið. Svo stóð hún á fætur. „Það hefur bara liðið yfir hana“, sagði hún. „Við skulum lofa henni að hvía sig augnablik“. „Drottinn minn dýri“, hróp- aði Hay-Botts og fjekk nú loks málið aftur. „Ngið í bönd eða eitthvað til að binda hana á meðan hægt er. Hún ætlaði að ráðast á yður með hnífnum, frú Porterman". „Það held jeg ekki“, sagði Hesper þurrlega. „Hún tók upp hnífinn og skoðaði hann. Þetta var hnífur, eins og þeir sem notaðir voru til að skera þorsk. Leah mundj hafa fundið hann í gömlu veiðarfærunum, sem Nat hafði átt. Hún setti hníf- inn upp á skápinn. „Amos, taktu vasaklútinn þinn og bittu utan um öklana á henni“, sagði Hesper. „Það er alveg nóg“. Hún leit ekkj á hann, en hún vissi að honum mundi vera mein illa við að snerta hana. „Jæja, farið að binda hana“, hrópaði Hay-Botts. „Hvað gengur eiginlega að ykkur. Eða kannske er kvenmaðurinn ekki eins vitskert og þið viljið vera láta. Kannske var þetta allt satt, sem hún var að segja“. Áugu hans voru orðin eins og mjó strik í andlitinu. „Hvaða vitleysa“, sagði Amos og dró upp stóran vasa- klút úr vasa sínum, og batt hann utan um fætur Leah. Forstofudyrnar voru opnað- ar og kaldur gustur kom inn í stofuna. Amos lauk við að binda hnútinn og snjeri sjer svo að dyrunum, eins og hin. Nat kom þjótandj inn og nam staðar á miðju gólfinu. Augu hans voru stór og útstandandi og hann horfði flöktandi augn- arráði á fólkið í stofunni. „Hvað eruð þið að gera henni?“, sagði hann. Hann lyfti upp fætinum og sparkaði í hendurnar á Amosi. Amos reisti sig upp eldrjóð- ur í framan. Hann sárkenndi til í vinstri hendinni eftir stíg- vjel Nats. „Nat....“, stundi hann. Hesper gekk á milli þeirra. „Nat, móðir þín kom hingað og hagaði sjer mjög undar- lega“, sagði hún rólegri og ákveðinni röddu. „Hún var með hníf. Svo datt hún og rak höfuðið í stólbrúnina, en jeg ei» viss um að hún hefur ekk^ meitt sig mikið“. Amos gekk fram í fordyrið til að loka útihurðinni. Það liðu nokkrar mínútur áður en hann kom inn aftur. Nat leit nístandi augnaráði á Hesper og nasir hans titruðu fyrir ofan örið á efri vör hans. Svo kraup hann við hlið Leah. Hann snerti vanga hennar, og hún rumskaði og stundi eins og barn. En Hesper sá, að það var eins og eldur brynni úr aug- um Nats, þegar hann beygði sig yfir móður sína. Hesper hafði ekki verið hrædd hingað til. Allan tím- ann sem þau höfðu átt við Leah, hafði hún verið róleg og hugsað skýrt. En nú allt í einu var hún gripin ægilegum ótta. Hann er brjálaður líka, hugs- aði hún, en reyndi að hugsa ekki hugsunina til enda. „Komdu, Nat“, sagði hún. „Þú færð móður þína með þjer. Það er víst betra að bera hana upp á loft og leggja hana í rúm. Þið komist ekki heim í þessarj færð“. Nat leysti vasaklútinn af fótum móður sinnar og fleygði honum á gólfið. „Við förum heim“, sagði hann. „Jeg er með sleða hjerna fyrir utan. Jeg er buinn að leita að henni í allan dag. Hún slapp út í morgun. Jeg vissi að hún mundi koma hingað. Hún er í einu kastinu núna“. „Sko, hvað hann hugsar rök rjett, hugsaði Hesper og reyndi að hughreysta sjálfa sig. Hann talar rólega og svipur hans var ekkert fjandsamlegri en venjulega. Leah stundj aftur og opnaði augun. Hún leit sljóum augum upp í loftið í stofunni. „Hún verður að fara á hæli, Nat“, sagði Amos. Hann var kominn aftur inn í stofuna og hjelt með hægri hendinni ut- an um úlnliðinn á þeirri vinstri. Hann var búinn að ná sjer aft- ur og var nú vingjarnlegur, en ákveðinn. „Það e nýtt geð- veikrahæli í Danver. Þar verð ur farið vel með hana. Jeg skal sækja um pláss handa Jienni fyrir þig“. verið, að hún væri hjer ein og yfirgefin á valdi drauga og afturganga. Það skaut upp í huga hennar ýmsum ægilegum frá- sögnum, sem hún hafði annaðhvort heyrt eða lesið og af öllu þessu varð hún svo ringluð, að hún vissi varla, hvar hún var niður komin, hvort hún var í húsinu í Rósalundi, eða horfin inn í einhverja skáldsöguna. Og þessi hönd á rúðunni hafði verið óhugnanleg. Þyrí var komin út og fór nú að kalla með öllum sínum raddstyrk: — Matta, Jóhannes, Maja, hvar eruð þið öll? — Af hverju ertu að aspa svona hátt, sagði Pjetur, sem kom í ljós bak við húshornið, sakleysislegur á svip. Mikið var hún fegin að sjá hann, þó það væri nú bara Pjetur. — Hvar eru hin öll? spurði hún og tók í hönd Pjeturs. Er engin mannvera í öllu húsinu? — Mannvera? Þú spyrð um það? Mannvera? endurtók hann og leit á Þyrí með augljósum óttasvip. — Nei. Hefur þú líka sjeð eitthvað, Pjetur? Hvað er það, segðu mjer það Pjetur, hvað er það? — Jeg þori ekki að segja neitt fyr en á morgun, stundi Pjetur, og svipurinn á andliti hans bar vott um djúpan ótta og leynd. — Jeg skil, þú hefur sjeð eitthvað, en það má ekki segja frá því, svo maður verði ekki fyrir einhverri ógurlegri ógæfu. Pjetur sneri andliti til himins, eins og til viðurkenningar og skalf svo hræðilega, að varir og kinnar titruðu óstöðv- andi. Og enn stundi hann upp: — Sá sem eitthvað hefur sjeð, ætti ekki að segja nein- um frá því. Röddin var svo ógnþrungin og leyndardómsfull, að Þyrí fann, að hárin risu á höfði hennar. — Komdu, sagði hún. Við verðum að finna hitt fólkið. Hvar er það? — Mamma og systkini mín sitja í svalahúsinu og eru að hreinsa spinat. Viltu kannski hjálpa mjer? — Nei, fylgdu mjer fyrst í svalahúsið. ÍDjxT Myndin þarf engrar skýringar. Albert Engström sagði svo frá: Hjer á dögunum kom það fyrir á fæðingarstofnun, að stúlka með hrafn j svart hár eignaðist dreng, sem var ’mjög rauðhærður. Lækni stofnunar- 'innar ljek forvitni á að fá að vita, i hvernig háralitur föðursins væri og ' spurði bamsmóðurina að því. Það | get jeg ekki sagt yður, sagði stúlk an. Hann var með húfu. ★ Þessi saga hefir verið sögð í New IYork blöðum: Englendingur kom inn í fuglabúð og spurði um verð á páfagauk. Fugla , kaupmaðurinn sagði svarið: „Fimtíu ' sterlingspund". „Fimtíp sterlingspund fyrir einn páfagauk" sagði Englend ingurinn. Eriið þjer af göíiunum genginn“. „Já en hann talar 7 tungu mál“, segir þá kauproaður. „Mjer cr fjandans sama, hve mörg tungumál hann talar“, sagði Englendingurinn. „En er hann mjúkur undir tönn?“ Tilvonandi húsmæður. 1 dag kunna tilvonandi húsmæður hraðritun, vjelritun, ensku og dönsku en að elda hafragraut eða renna upp á könnuna það er latína fyrir þær. Lög eru lög. 1 Tjekkóslóvakíu hefir verið sett á eftirlit með krossgátum. Því dæmist rjett vera: Ákærður Vaclav Prochatscky er dæmdur i 16 ára fangelsi fyrir að ráða orðið 12 lóðrjett: stjómmálamaður — sem „Truman" í staðinn fyrir „Stalin“, Við ákvörðun he’grningarinnar er tek ið tillit til þess, að hann leysti þraut ina rjett að öðru leyti. (Úr Politiken) 41 millj. bíla í USA. Bílaumferðin í Bandarikjunutn eykst stöðugt. Álitið er að s.l. ár hafi þar verið keyrðir 632.000.000.000 km. í 41 miilj. bíla. Árið 1947 voru til- svarandi tölur 592.000.000.000 km. og 37.880.000 bílar.. iiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiitiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiii« | Hailó sfúlkur! | Þrír ungir sjómenn vilja | kynnast stúlkum með I hjónaband fyrir augum. | Heimilisföng ásamt mynd f sendist Mbl., fyrir 21. þ. | m., merkt „3 sjómenn— | 493“. Myndirnar endur- 1 sendast og fullri þag- I mælsku heitið. I = fllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.