Morgunblaðið - 20.03.1949, Síða 6

Morgunblaðið - 20.03.1949, Síða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 20. mars 1949. GAMLA Á SVELL 99 Héinm er sú taug 66 • & EKKI er ósénnilegt, að at- burður sá, er gerðist upp í Hvít- ársíðu núna á þorranum, hafi vakið nokkra undrun. Fregn sú barst í útvarpinu út um land, að kona, nær áttræðu, að aldri, hafi fundist lærbrotin á milli bæja. Og það sem meira var. Hún hafði legið svona limlest á svelli í nær þrjá sólarhringa. Þetta var Kristín Kjartans- dóttir frá Kirkjubóli í Hvítár- síðu. Margir hafa fundið til með þessari blessaðri konu, dáðst að þreki hennar og dugnaði. Þegar þess er gætt, hvað var erindi hennar í þessa ferð, þá finna menn ennþá meira til með henni. Konan var að heim- sækja gamla bæinn sinn, sem nú er í eyði. „Römm er sú taug . . .“ Sjálfsagt geta margir sett sig í spor gömlu konunnar, sem þráir að koma á gamla heim- ilið sitt. Hlaðvarpinn er sá sami og útsýnið yfir hina fögru byggð. Þarna befur hún ár eftir ár opnað bæinn sinn og fagnað komandi degi. Sjeð grasið gróa og fundið blómin anga. Notið þess að eiga heimili, bú og börn. — Ótal ljúfar minningar eru bundnar við þennan stað. En nú er hann kominn í eyði — samt leggur hún á sig langa göngu, til að koma á gamlar slóðir o^ rifja upp fornar minn- ingar. Ymsum kann að finnast þetta fjarstæða. Hver getur átt erindi að eyðibýli um hávetur? Þannig verður mörgum á að hugsa. Svo eru það aðrir, sem skilja þetta ferðalag gömlu konunnar og finnst þetta átakanleg saga. Þeir, sem hafa orðið fyrir því sama, að rífa sig upp frá gömlu heimili og vita það fara í eyði. Þeir hafa orðið fyrir ásóknum af einhverju, sem þeir höfðu ekki gert sjer grein fyrir áður og enginn skildi nema þeir, en sálarró og ánægjan við störf og strit daglegs lífs var allt önnur í nýju umhverfi og hugurinn leitar til þess horfna. Að við höfum komist lífs af fram á þennan dag, er mikið að þakka. ást fólksins og trygð til átt- haeanna, gömlu bæjanna og gróðurmoldarinnar. Við, sem eldri erum og skiljum þessar tilfinningar, erum oft áhyggju- full út af breytingunni. sem er orðin á hugarfari fólksins á þessu sviði. Okkur finnst vera verið að rífa upp með rótum þessar gömlu dygðir, sem kall- aðar voru. Og geri fólkið það ekki sjálft, koma aðrir og hjálpa til, en hver verður afleiðingin? Verða menn sælli í munaði borgarlífsins, en í faðmi fjalla? Sveitakona. Kristín Kjartansdóttir. Sifi af hverju SILKISOKKARNIR eru orðn- ir dýrir, og torfengnir nú á dögum. Sumir gefa það ráð, að best sje að þvo þá á hverj- um degi, til þess að þeir end- ist sem best. En jeg hef gagn- stæða reynslu. Best að þvo þá ekki oftar en nauðsynlegt er, hreinlætisins vegna. En þegar þeir eru þvegnir, að láta þá óhreinindin skol- ast eða renna úr þeim í volgu vatni. Nudda þá sem minst. Varla þarf að benda á, að gera við götin, á meðan þaU eru lítil. EF ÞIÐ eigið tvenn pör, sem eru mismunandi að lit, og annar sokkurinn af báðum pörunum, er orðinn ónýtur, þá er að fá sjer dekkri lit, helst kaldan og lita þessa -tvo heilu, sem eftir eru. Þetta ætti vel að takast, ef um nylon sokka er að ræða, og farið er eftii leiðbeiningunni á litarpakkanum. NÚ, ÞEGAR ALLT er skamtað, reynir hver sem betur getur að nota sjer sem best gömlu flíkurnar. Enda er það gam- all og góður siður, sem ís- lenska kvenþjóðin lengstum hefur þurft að temja sjer. Þá eru t. d. teknar fram gámlar og slitnar blússur, sem.löngu eru orðnar ónothæfar með öllu. En úr efni þeirra er hægt að sníða og sauma sjer kraga, ermauppslög og fleira. | Eins og það væri nýtt. SALT má nota til þess að hreinsa föt með, gott er þá að taka mola af salti og nudda honum yfir blettina. Eins er gott að strá því yfir bletti á gólfteppum. Með salti má ná úr eggjablettum af silfurskeið um. Blóm standa nokkrum dög- um lengur ef sett er salt í vatnið. Gott er að setja slímuga svampa í saltvatn í 24 tíma og þeir verða sem nýir. Þepr IsifaS er fil læknis FLESTIR læknar eru önnum kafnir og^' hafa mikið með tíma sinn að gera. Þess vegna er það mikilsvirði, bæði fyrir þá, sem leita læknanna og eins fyrir læknana sjálfa, að þeir sjeu ekki ómakaðir að óþörfu. Ef kona hringir í síma til læknis, vegna þess að barn henn ar er veikt, þá ætti hún að hafa á reiðum höndum svör við þeim spurningum sem líklegt er, að læknirinn leggi fyrir hana. Þegar læknirinn spyr hve mikinn hita drenghnokkinn hafi þá er ekki nóg að segja: — Jeg veit það ekki. En hann er mjög heitur. Eða jeg hef ekki hita- mæli. Móðirin þarf helst að hafa mælt hitann, áður en lækn irinn er spurður. Og. hún þarf helst líka að geta svarað þess- um spurningum, eða sá, sem leitar læknis. þegar ekki er sími, og koma þarf munnleg- um skilaboðum: 1. Hvað er hitinn hár? 2. Nokkur uppköst? 3. Hvernig er matarlystin? 4. Hvernig bæg'ð- irnar? 5. Fylgir veikindunum hósti eða roði í hálsi? 6. Tíður andardráttur? 7. Hitabólur eða útbrot? Hefir barnið verki? Ef lítið barn ber hendi upp að eyra, eða hniprar sig saman, þegar komið er við háls eða höfuð, ber það vott um að barn- ið kenni til. ? i s k a n Hvítt hermelins slá er hjer notað við samkvæmiskjól úr svörtu flaueli. Fyrsta ár hjónabandsins, er einasta tímabilið, þegar nokk- ur von er til þess, að konan geti sett svuntu á eiginmann- inn. Zonta-reglan til eflingar starfs hæfni kvenna SKÖMMU eftir fyrri heims- styrjöldina eða árið 1919, tóku nokkrar konur í ríkinu Buffalo í Ameríku sig saman um að koma á stofn fjelagsskap fram kvæmdakvenna. I heimsstyrjöldinn, sem þá var nýlokið, hafði fjöldi kvenna sýnt starfshæfileika sína * utan heimila. Á þær var kallað, til að gegna ýmsum ábyrgðarmikl- um störfum meðan á styrjöid- inni stóð. Það voru aðallega kon ur, sem höfðu gegnt opinberum störfum, sem komu þessum fje- lagsskap á fót líkt og karlmenn höfðu myndað ,,Rotary“-fje- lagið. Tilgangur fjelagsins er í sex liðum: 1. Að efla siðgæði í viðskiftum og starfrækslu. 2. Að bæta lagalega, stjórn- málalega, viðskiftalega og starfslega aðstöðu kvenna. 3. Að hvetja sjerhverja fjelags konu til að leggja fram krafta sína, í þjónustu sam- fjelagsins. 4. Að efla samheldni í því skyni, að verða samfjelaginu og einstaklingum til gagns. 5. Að auka áhuga hverrar fje- lagskonu fyrir velferð sam- fjelagsins og hvetja hana til samvinnu út á við, um borg- aralega, fjelagslega, við- skiftalega og tæknilega þró- un þess. 6. Að stuðla að auknum skiln- ingi, samhug og friði með alþjóðasamtökum fram- kvæmdakvenna í viðskift- um og störfum, sem vinna að hugsjón Zontafjelagsins um þjónustu. Það á að vera hverri konu heiður og vegsauki að vera fje- lagi í hinni alþjóðlegu Zonta- reglu og víkka sjóndeildarhring hverrar fjelagskonu. I nafni reglunnar Zonta, táknar hver stafur ákveðið hugtak, samkvæmt táknvenjum Sioux Indíána. Z merkir: ljósgeisla, sólskin og leiftur til að beina leið fje- lagskvenna að hinu setta marki. O merkir: að bindr,~* '■amtökum þjónustu og fj~* "-lundar. N merkir: samheldni. T merkir: skýli, öryggis og verndar til handa fjelögun- um. A merkir: að vera rjettlát, heið virð, trú og áreiðanleg. Nú eru 144 Zonta-fjelög í Bandaríkjunum, 1 í Honolulu, 8 í Kanada, 2 í Svíþjóð, 2 í Dan mörku, 1 í Svis og 1 á íslandi, í Reykjavík. Undirbúningur er hjer í 7 ár. hafinn til að stofna annað fje- lag á Akureyri. Fjelögin beita sjer fyrir hjálp ar- og líknarstarfsemi í ýmsri' mynd. Zontafjelagið í Reykja- vík hefur stofnað sjóð, er heitir Sfyrktarsjóður Margrjetar Th. Rasmus. Á hann að vera til hjálpar bágstöddu, mállausu fólki á Islandi. Sjóður þessi var stofnaður 26. maí 1944, með kr. 6.500. Hefur hann aukist nokk- uð síðan. Frú Margrjet Th. Rasmus var meðal fyrstu meðlima þessa fje lagsskapar hjer í Reykjavík. En fjelagið var stofnað 16. nóv, 1941. Hefur hún verið mjög á- hugasöm fjelagskona. —o—• Þann 22. febrúar síðastliðinn var árshátíð fjelagsins í Tjarn- arcafé. Var þar margt góðra gesta. meðal annars sendiherra Dana, frú Bodil Begtrup. ■— Er frúin meðlimur ZontaregJunn- ar í Danmörku. Flutti hún snjalla ræðu og bar kveðju frá konungi Danmerkur til ís- lenskra kvenna. Skemtu konurnar sjer við ræðuhöld, söng og dans, Kvik- mynd var einnig sýnd, var hún frá ýmsum stöðum hjer innan- lands og þótti hin fegursta. Formaður fjelagsins, frú Oddný Sen, etjórnaði samkom- unni með prýði. En frú Mar- grjet Árnadóttir, sem er stallari fjelagsins, sá um, að veitingar allar væru með ágætum, eins og bennar er von og vísa. Heillaráð Setjið svo lítið edik í vatnið, sem notað er, til að þvo glugga rúður. Þá gengur betur af þeim, en ef vatnið er ómengað. © Handhægt er að þvo þvotta- snúrur, með því að vinda þær um þvottabretti. Bursta þær síðan upp úr volgu sápuvatni. • Góðgæti: Pylsur, smurðar í sinnepi, velt í tvíbökumylsnu. Síðan brúnaðar á pönnu, eða í ofni. • Auðveldara er, að skilja hvít- una frá rauðunni í harðsoðnum eggjum, þegar þau eru orðin köld, en á meðan þau eru volg. © Athugið, að fljótlegra er að bera bón á gólf, með því að nota báðar hendur, en sje að- eins önnur hendin notuð. ★ Setjið salt í vatnið þegar egg springur meðan það sýður. Þá hættir eggjahvítan að renna út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.