Morgunblaðið - 23.03.1949, Qupperneq 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. mars 1949-
Sparnaðarfrum-
varpið komið ti!
3. umræðu
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar
um eftirlit með rekstri ríkisins
og ríkisstofnana var samþykkt
í gær í Ed. með 11 samhljóða
atkvæðum og vísað til 3. umr.
í>ó greiddu 6 þingmenn atkvæði
gegn 5. gr. frumvarpsins, sem
bannar, að ríkisstofnanir eða
starfsmenn ríkisins ráði nýja
starfsmenn nema með sam-
þykki forstöðumanns eftirlits-
stofnunarinnar.
Þingmennirnir sem greiddu
atkvæði gegn þessu voru: Her-
mann Jónasson, Hannibal Valdi
marsson, Asmundur Sigurðs-
son, Páll £ophoniasson, Guðm.
I. Guðmundsson og Sigurjón A.
Olafsson.
Frávísunartillaga Hannibals
var tekin aftur til 3. umr.
Athyglin beinist að pdfanum
Samningaviðræðum
fresiað
RODOS, 22. mars — Sam-
komulagsviðræðum Ísraelsríkis
og Transjordaníu var enn frest-
að í dag, vegna slæmra flug-
skilyrða.
Samninganefnd Ísraelsríkis,
sem, að formanninum undan-
skildum, dvaldist í Tel Aviv
yfir helgina, hefur ekki ennbá
getað snúið aftur til Rodos.
Vopnabanni ckki afljeif
PARÍS 21. mars — Talsmaður
utanríkisráðuneytisins ljet svo
um mælt í dag, að ólíklegt væri
að Frakkland afljetti vopna-
banninu á Sýrlandi og Libanon
fyr en alger friður hefði komist
á í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Sýrlenska stjórn-
in hefur neitað því, að nokkur
fótur sje fyrir því, að sýrlensk
sendinefnd sje nú í París til þess
að sjá um vopnaflutninga það-
an til Sýrlands, en sú fregn birt
ist fyrir nokkru í blaði í Tel
Aviv. — Reuter.
Eftir HENRY BUCKLEY,
frjettaritara Reuters í
Páfagarði.
DÓMURINN yfir Josef Mindsz-
enty, kardínála, hefir vakið
reiði rjettlátra manna um heim
allan. Og með honum beindist
athygli heimsins enn á ný að
Eugenio Pacelli, Píusi páfa XII.
Það eru ekki einasta kaþólskir
— heldur miljónir annarra
manna, er nú líta á páfann sem
eitt af mikilmennum vorra tíma
og tákn hinnar nýju baráttu
fyrir frelsi í heiminum. Páfinn
er hár maður vexti, og ákaflega
grannur, virðulegur og einkar
vingjarnlegur og elskulegur við
þá, sem hann hefir persónuleg
afskifti af.
Umfangsmikið starf.
Eugenio Pacelli várð páfi 12.
mars 1939. Hann er 73 ára
gamall, en verður 74 í þessum
mánuði. Á herðum hans hvílir
ekki einasta hið geysiumfangs-
mikla starf, að stjórna kirkju,
sem hefir um 400 milj. fylgj-
endur um víða veröld, heldur
hefir hann persónulega yfirum-
sjón með viðskiftum kirkjunn-
ar sem veraldlegs valds við aðr
ar þjóðir. Hann gegnir ennþá
utanríkisráðherraembætti Páfa
garðs.
Hann var gagnkunnugur
þeim málum, þar sem hann var
utanríkisráðherra Píusar páfa
XI. frá 1930 til 1939. Engu að
síður er þetta mikið aukastarf
fyrir hann. Og ýmsir í Páfa-
garði líta svo á, að með þessu
verði framkvæmdavaldið í
höndum of fárra manna og af-
leiðingin Sje sú, að oft dragist
óhæfilega lengi, að koma i fram
kvæmd nauðsynlegum aðgerð-
um.
Páfinn gekk í utanríkisþjón-
ustu kirkjunnar ungur að aldri
og varð fulltrúi páfa í Munchen
1917. Síðan hefir hann komið
Píus XII, tákn frelsisbar-
áttunnar í heiminum
Þurkar
MADRID — Að austurströndinni
undanskilinni, hefur sama sem
ekkert rignt á Spáni frá því í
byrjun febrúar. Ástandið er orð-
ið alvarlegt af þessum ástæðum
Bílslys
LONDON; — 2,423 menn ljetu
iífið í bifreiðaslysum í London í
janúár síðastliðnum.
mikið við stjórnmálasögu
Evrópu.
Barist fyrir friði,
Hann hefir alltaf barist með
oddi og egg fyrir friði og hann
hefir alltaf verið öflugur stuðn-
ingsmaður hægfara endurbóta.
Lítill vafi leikur á því, að
sem fulltrúi páfa í Berlín eftir
heimsstyrjöldina fyrri, þá gerði
hann allt sem í hans valdi stóð
til þess að stuðla að endurreisn
þýska ríkisins eftir 1918. Það
er einnig sennilegt, að páfaríkið
hafi reynt að beita áhrifum sín-
ym til þess, í lok heimsstyrj-
aldarinnar síðari, að milda frið
árskilmála þá, er Þjóðverjum
voru settir. En í þessum efnum
bar viðleitni páfa engann ár-
angur.
Það er og líklegt, að sem ut-
anríkisráðherra þá hafi hann
verið hlyntur tilraunum ka-
þólskra manna á Spáni til þess
að gera spánska lýðveldið frá
1931 að fyrirmyndar lýðveldi,
í anda kristinnar trúar. En það
tókst heldur ekki.
Það er Ijóst, að ef þessar hug-
sjónir, sem páfinn er sagður
hafa verið fylgjandi, hefðu ver-
ið framkvæmdar á sínum tíma,
þá hefði verið hægt að afstýra
margvíslegum erfiðleikum.
Þetta sýnir aðeins, að páfinn
er hygginn og vitur kirkjunn-
ar þjónn.
Ræður páfa.
Það er erfitt að átta sig á því,
hvaða jkoðun Pius páfi XII.
hefir á hinum ýmsu málum.
Hann hefir ekkert þing, eins og
veraldlegir þjóðhöfðingjar, sem
hann þarf að gera grein fyrir
skoðunum sínum. í raun rjettri
Hárgreiðslustofa
í fullum gangi í nágrenni Reykjavíkur til sölu. Uppl.
í sima 1615-
er það aðeins af ræðum hans,
sem menn fá beinar upplýsing-
ar um skoðanir hans. Þar sem
hann er andlegur leiðtogi frem-
ur en stjórnmálalegur er það
og eðlilegt, að hann fjalli ekki
um ýms af hinum flóknari
vandamálum veraldarinnar í
dag í ræðum sínum — enda
þótt hann drepi stundum á þau,
beint eða óbeint.
Hann hefir nokkrum sinnum
rætt við blaðamenn á undan-
j
| förnum árum. En nú virðist
hann með öllu hættur því. Senni
lega hefir það ekki þótt viðeig-
andi aðferð til þess að tjá um-
heiminum skoðanir páfaríkisins
á hinum ýmsu málum. Jeg
ræddi t. d. sjálfur við páfann í
hálf tíma, en mjer var bannað
að birta nokkuð af því, sem
okkur fór á milli.
Ilrífandi viðmót.
Þeir, sem ræða við páfa,
hljóta að hrjfast af hæversku
viðmóti hans. Hann er ákaflega
blátt áfram, skjótur að hugsa
og athugasemdir hans skarpleg
ar. í tindrandi, brúnum augum
hans og fínlegum andlitsdrátt-
um speglast sú heita og inni-
lega samúð, sem hann hefir með
þjáningum fólksins á megin-
landi Evrópu.
Erfiðleikar kaþólskra.
Mindszenty-málið er aðeins
eitt dæmi af mörgum um erfið-
leika þá, sem tugir miljóna
kaþólskra manna hafa átt við
að stríða eftir lok styrjaldarinn
ar, einkum og sjerstaklega í
Póllandi, Ungverjalandi og
Tjekkóslóvakíu.
Sannleikurinn er sá, að í dag
er stór hluti kaþólskra manna
í Evrópu jafn algjö.rlega svift-
ur öllu sambandi við páfann og
kaþólskir menn í Bretlandi
voru á dögum Hendiks VIII.
Rússar gætu tekið Róm
á nokkrum dögum.
Ef maður lítur á málið.frá
hernaðarlegu sjónarmiði, þá er
ekkert sem getur komið í veg
fyrir að vopnaðir herir Rúss-
lands og lepþríkja þess taki
Rómaborg á sitt vald á fáein-
mnumiiiiiiiiiiiiifiiniiiiiiiiiimn
iiiiiiiiuiiiiiir 1 ‘
Markús
&
Eftir Ed Dodd
*iiiiiiiiiiiiiiiiii:3iiiiiiiiiiiiiiiisiiiii«iiiiiiiiiiiiiiuiiiB
SllllllillldURIIIBlBIKiUUIIJUiIIIIU BCII
I WAS
RiGHT CHERRy...THEY'RE
HEADiNS TOWARD
CREEK BOTTOM...
BLAST IT...TP.AT HGGÁ HEADED
TOWARD MARK/S STANDf
CQMF- ON, LEGS/ STAY
W/TH ME T/LL í GET „
THERE /
£
HURRY Æ
CHERPy/ i
HF/S J»
EAVED/
don't YOU
DARE SHOOT
T!LL I GET
A PICTIJPT
MAPv'
— Jeg vissi, að jeg myndi
hafa rjetc fyrir mjer. Þeir
stefna niöur að lækjarfarveg-
inum. Nú verðum við að flýta
okkur.
Þau hlupu af stáð, eins hratt
og þau frekast mega. Og án
þess að Markús taki eftir því
rispast bogasterngurinn við
•hvassan stein.
— Ja, hver skrambinn. Sá
Svarti hann er þá niður við
lækinn. Nú verðið þið áð duga
mjer lappaleggir. Og sem fæt-
ur toga þýtur Towne niður hlíð
ina.
— Flýttu þjer, Sirrí, hund-
arnir hafa umkringt hann.
— Þú skalt ekki voga að
skjóta hann fyrr en jeg hef get-
að tekið mynd af honum.
um dögum, ef ný heimsstyrj-
öld skyldi brjótast út.
Ef maður lííur á allar að-
stæður í Evrópu í dag, þá leyn-
ir sjer ekki, að Páfagarður er
í fremstu víglínu.
Við. slíkar aðstæður gæti
kaþólska kirkjan vart haft
betri leíðtoga.
Bylting í ítölskum
stjórnmáíum.
Pius páfi XII. hefir orðið
mjög mikið ágengt í viðleitni
sinni til þess að hvetja kaþólska
menn til þess að horfast í augu
við vandamál nútímans af skiln
ingi og skynsemi. Má í því sam-
bandi benda á, að gamall
sósíalisti eins og Saragat, sann-
trúaður republikani eins og
Sforza og and-fasisti eins og
Picciardi hika ekki við að vinna
dyggilega undir stjórn hins
kaþólska forsætisráðherra, Al-
cide De Gasperi.
Páfinn á sinn mikla þátt í
því, að slík bylting skyldi geta
orðið í ítölskum stjórnmálum,
en andstæðingar kirkjunnar og
frjálslyndir republikanar voru
áður vanir að hafa nána sam-
vinnu.
Fagnar samstavfi friðsamra
þjóða.
Enginn vafi er á því, að páfi
skilur vel nauðsyn þess, að varð
veitt verði það sem hægt er af
þeim litla, og að mestu leyti
óvopnaða hluta Evrópu, sem
enn er utan yfirráðasvæðis
Rússa.
Allt, sem Pius páfi hefir sagt
á undanförnum mánuðum ber
ljósan vott um það, að hann
fagnar innilega samstarfi frið-
elskandi þjóða Evrópu.
Fyrir nokkrum mánuðum ljet
,,Osservatore Romano“, dag-
blað Páfagarðs, í ljós óánægju
yfir því, hve einingu Evrópu
miðaði hægt áfram. Ekkert
bendir til, að Páfagarður hafi
síðar skift um skoðun í þeim
efnum.
„Árið heilaga“.
Að öllu forfallalausu þá
munu kaþólskir menn hvaðan-
æfa úr heiminum streyma á
fund páfa árið 1950, „Árið
heilaga“. Störf hans munu þá
margfaldast — hann þarf að
flytja ótal ræður, messur og
taka á móti erlendum gestum.
Margir eru þeirrar skoðunar,
að hann muni ofbjóða heilsu
sinni með slíku erfiði. Á yngri
árum sínum var hann veill fyr-
ir brjósti, og hann er ennþá
rnjög kvefgjarn. En hann neitar
að hlusta á þá, sem ráðleggja
honum að leggja ekki svona
hart að sjer.
Hann lifir mjög reglusömu
lífi. Hann fer í klukkustundar
göngutúr á hverjum morgni.
Máltíðir hans eru miög hófsam-
lpgar. Aðeins annað veifið levf-
ir hann sjer þann munað, að
drekka hálfan lítra af Ijettu
víni með matnum.
Hann les fimm dagblöð á
hverjum morgni, þar á meðal
„Messaggero", óháð blað og
mjög útbreytt, og „Unita“, mál-
gagn kommúnista.
BEST AÐ AUGLÝSA
t MORCUNBLAÐIIW