Morgunblaðið - 14.05.1949, Qupperneq 8
8
MORGVTSBLAÐIÐ
Laugardagur 14. maí 1949.
i CTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson,
A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla
Austurstræti 8. — Sími 1600
Askriftargjald ki*. 12.00 fi mánuði, hmanlands.
kr. 15.00 utanlands.
t lausasölu 50 aura dntakið, 75 aura með Lesbðk.
___________________________________________
rnm
Timmn
og „bófaflokkarnir“
FYRIR skömmu ritaði ungur Sjálfstæðismaður grein, þar
sem vakin var athygli á því, að eitt skilyrðanna fyrir því
að kommúnismanum yrði útrýmt á íslandi, væri að Fram-
sóknarflokkurinn leystist upp og rynni inn í aðra borgaralega
flokka.
Grein þessi, sem var stutt og rólega skrifuð var eftir Gunn-
ar Bjarnason kennara við bændaskólann á Hvanneyri.
Tímanum hefur orðið óskaplega felmt við er hann sá grein
bændakennarans. í gær ræðst blaðið með miklu offorsi á
hann og Sjálfstæðisflokkinn og er orðbragð þess alveg sjer-
staklega ofsafengið. Lýkur hugleiðingum Tímans um kenn-
ingu greinarhöfundar á þessa leið:
„Því láta nú sníkjumennin reykvísku kallara sína æpa út
um sveitirnar að samvinnumenn verði að „leysa sig upp“
og velja milli bófaflokkanna."
„Bófaflokkarnir“, sem Tíminn er að tala um eru komm-
únistar og Sjálfstæðismenn.
Það er ekkert nýtt að blað Framsóknarflokksins jafni
Sjálfstæðisflokknum við ofbeldisflokk kommúnista, enda
þótt flokkur þess hafi nú samvinnu við Sjálfstæðismenn um
ríkisstjórn. Að því leyti til eru þessi tilvitnuðu ummæli
ekkert óvenjuleg. En þau gefa góða hugmynd um það,
hvernig Frámsóknarflokkurinn framkvæmir það boðorð,
sem Tíminn segir að helgi tilverurjett hans, að „bera klæði
á vopnin milli öfganna til hægri og vinstri“, að „miðla mál-
um“ í íslenskum stjórnmálum o. s. frv.
Það er ekki ómaksins vert að ræða frekar að sinni þessa
„málamiðlun“ hins íslenska ,,milliflokks“. Um hana talar
reynslan gleggstu máli. Yfirlýsingar Tímans um „bófaflokk-
ana“ varpar hinsvegar björtu Ijósi á þá hógværð og lítil-
læti hjartans, sem „milliflokkurinn“ beitir í „sáttastarfinu".
En hvað um þá staðhæfingu að upplausn Framsóknar-
flokksins flýti fyrir lokaósigri kommúnismans á íslandi?
Að henni hníga mörg rök og gild. Þær hættur, sem um
þessar mundir steðja að í íslensku þjóðlífi eiga margar rót
sína að rekja til hinnar óeðlilegu flokkaskipunar. Af henni
leiðir mikinn glundroða í stjórnmálum landsins. Framsókn-
arflokkurinn er annar stærsti flokkur þjóðarinnar. Hann
hlýtur að hafa töluverð áhrif á stjórnmálaþróunina. Þegar
þeim flokki er þannig stjórnað, að blöð hans leggja Sjálf-
stæðisflokkinn, stærsta stjórnmálaflokkinn, að jöfnu við
kommúnista, er varla við því að búast að á grundvelli slíks
skilnings á samstarfsflokki geti tekist heiðarleg samvinna
um lausn þjóðmála.
Það, sem mestu máli skiptir til sköpunar jafnvægis í ís-
lenskum stjórnmálum og atvinnumálum nú, er það, að fljót-
lega takist að mynda víðtæk og öflug samtök, sem vinni
að því af fullum heilindum og festu að tryggja efnahags-
legan grundvöll þjóðfjelagsins. Innan Framsóknarflokksins
er margt manna, sem hefur fullan skilning á þessari nauð-
syn. En meðan blað flokksins boðar liðsmönnu msínum að
stærsti lýðræðisflokkur þjóðarinnar sje „bófaflokkur“, sem
sje ekki síður þjóðhættulegur en kommúnistaflokkurinn,
verður þessum mönnum erfitt að leggja fram krafta sína
til þátttöku í þjóðnytjastörfum.
Staðreyndin er því sú, að tilvera Framsóknarflokksins
dreifir kröftum borgaralega sinnaðra íslendinga og greiðir
þar með götu kommúnismans og niðurrifsaflanna í þjóð-
fjelaginu.
Sú ályktun er þess vegna hárrjett, að eitt af frumskil-
yrðum þess að kommúnisminn bíði ósigur á íslandi er að
Framsóknarflokkurinn leysist upp. Það þarf alls ekki að
þýða það að samvinna í verslun og atvinnumáljum líði undir
lok. Einstaklingsverslun og samvinnuverslun hljóta eftir
sem áður að lifa og dafna í frjálsri samkeppni um viðskipti
fólksins. Breytingih yrði aðeins sú að hin pólitíska klíka,
sem nú lifir á því að kenna sig við samvinnu og kaupf jelög,
liði undir lok. Stjórnarfar landsins myndi breytast til batn-
aðar. Þess vegna þarf þessi breyting að gerast, þess vegna
mun hún gerast.
w:
verji ólrij^a
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Leslie litli í Fleet
Street.
' ESLIÉ LITLI er maður um
þrítugt. Hann leikur á ýms
hljóðfærf, einkum harmoníku
Hann á vínkrá, sem blaðamenn
koma í og hressa sig eftir erf-
iðan dag. Leslie er dálítið
grobbinn og þykist tala öll
heimsins_; tungumál og loks sel-
ur hann niðursuðuvörur í einu
horninu á kránni sinni. En þess-
ar niðursúðuvörur eru ekki ís-
lenskar, heldur eru þær sænsk-
ar og norskar. Þar eru sardín-
ur og rækjur, fiskabollur og
síld.
•
, Fær hana bara ekki.
EN ÞAÐ er ekki vegna þess
að Leslje þekki ekki ísland, að
hann sélur annara þjóða mð-
ursuðuvörur í sjoppunni sinni.
Honum þykir meira að segja
vænt um ísland og íslendinga.
Einkum rauðhærða stúlku á
Austfjörðum.
En hann segist ekki geta
fengið íslenska niðursuðu.
•
Kunni best við sig
fyrir austan.
LESLIE MORRIS, eins og
hann heitir fullu nafni, þessi
ungi maður var í breska flot-
anum í styrjöldinni og dvaldi
hjer í Reykjavík, á Akureyri og
á Seyðisfirði. Kunni best við
sig fyrir austan, þar sem hann
eignaðist marga vini. Hann tel-
ur sig hafa lært talsvert í ís-
lensku og þessvegna var það
að fundum okkur bar saman.
•
Raun lögð fyrir
Leslie.
„KUNNINGJAR mínir tveir
í Fleet Street höfðu rekist inn
til Leslie og þeir heyrðu að
hann var að buna úr sjer romsu
á ítölsku. Þeir hugðust gera
grín og fóru að hæla Leslie
fyrir málakunnáttuna, en eitt
gæti hann þó aldrei: talað við
íslending.
„Kátir voru karlar“.
„JÆJA, segðu eitthvað á ís-
lensku, Leslie“, sagði annar
kunningi minn. Leslie myndaði
einhver hljóð, sem mjer var ó-
mögulegt að skilja. Hann varð
að endurtaka setninguna nokkr
um sinnum áður en jeg skildi
að hann var að reyna að segja:
„Takk fyrir elskan mín, viltu
kaffi, vont kaffi?“
Til þess að sanna ennþá bet-
ur kunnáttu sina í íslensku hóf
Leslie að syngja fyrir okkur
„íslenska þjóðsöngva“ og byrj-
aði á þessu hjerna: „Jeg har
elsket dig saa længe jeg kan
mindest ....“, en endaði með
„Kátir voru karlar“.
Þurfti þá að sjálfsögðu ekki
frekar vitnanna við um að
Leslie hefði verið á íslandi bg
gaf jeg þegar vottorð um, að
hann talaði „ágæta íslensku
með dálitlum austfirskum
hreim“.
•
En því fær hann
ekki niðursuðu.
— SELUR þú dálítið af þess-
ari niðursuðu þarna í hillunni,
Leslie?, spurði jeg eftir að við
vorum orðnir góðir kunningj-
ar og vorum hættir að leika
nemenda og prófdómara.
— Já, það er ekki svo lítið,
sem reitist út af því hjer í
Fleet Street. Þeir eru eins og
hungraðir úlfar, sumir piltarn-
ir hjá blöðunum og komast
aldrei í matinn á rjettum tíma
og verða því að gleypa í sig á
hlaupum.
— Jeg hefði nú viljað hafa
hjerna íslenskar rækjur eða
gaffalbita. Það þætti nú matur
með snapsinum, maður, ha,
sagði Leslie og dró augað í —
saman. — En það fæst bara
ekki, gamli.
Hraðfrystu flökin
þídd.
NEI, LESLIE fær ekki niður-
soðnar íslenskar rækjur eða
gaffalbita í sjoppuna sína, ann-
að hvort vegna þess að við
viljum ekki selja slíkt lostæti
út úr landinu, eða kunnum ekki
að afla okkur markaða fyrir
það.
En ekki skil jeg hvað Eng-
lendingar eru að gera við að
kaupa af okkur hraðfrystu fisk
flökin, þennan herramannsmat
Þau eru seld í fiskbúðunum
þídd og geta allir gert sjer í
hugarlund hvernig flökin líta
út þegar þau hafa legið í fisk-
búðinni í því ástandi í sjóð-
andi hita.
En það verður hver og einn
að hafa sína hentisemi. Bretar
ráða því hvað þeir gera við
hraðfryst fiskflök og við ráð-
um því hvert við sendum okk-
ar rækjur.
•
Kynlegt æfinga-
svæði hunda.
FRÁ SJÚKLINGUM á Lands
spítalanum berast þær fregnir,
að rnaður nokkur í nágrenni við
sjúkrahúsið, sem á gríðarstóran
hund, sje farinn að nota
Landsspítalalóðina fyrir eins-
konar ævingasvæði eða íþrótta-
völl fyrir hundinn sinn.
Kynleg saga ef sönn er og
ekki sje jeg neina ástæðu til
að rengja heimildarmann
minn. Og þó, er það ekki alveg
eftir öðru — nærgætninni við
náungann, að hundseigandi
skuli sleppa dýri sínu inn á
lóð Landsspítalans til þess að
gelta þar og spangóla á síð-
kvöldum?
En eigandi hundsins má
vara sig. Lögreglusamþyktin
bannar alt hundahald í bæn-
um og þótt sjeð hafi verið í
gegnum fingur við suma hunda-
eigendur, þá er ekki víst, að
slík framkoma og þessi verði
leyfð.
Enda ekkert vit í því.
•
Vorboðinn ljúfi!!
TVEIR ÍSLENDINGAR hitt-
ust á farþegaflugstöðinni í
London, er Gullfaxi kom þang-
að s. 1. mánudag. Annar hafði
verið í borginni, en hinn var
að koma frá íslandi.
Spurt var almæltra tíðinda.
— Það er enn þá kalt heima,
er það ekki? var aðkomumað-
ur spurður.
— Jæja, var svarið. Það var
nú dálítið farið að hlýna síð-
ustu dagana því það var kom-
in fýla úr tjörninni!!'
'■■■H|nmmiy,|inH,i|ii>rniiiiiii,hwt<mmwwi1i—wnmmmnimniliiwiiiiiiiiiimimmniiniicnnnmmnnmunnin ninimiinn^ai
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
1N ár iiðin frá úlgáfy fyrsla Iranxha fifmerklxins
Eftir Edwin Hooker,
frjettaritara Reuters-
PARÍS — Frakkar hafa ákveð-
ið að halda hátíðlegt hundrað
ára afmæli fyrsta frímerkisins,
sem þeir gáfu út. Þetta verður
gert með því að efna til stórr-
ar sýningar, sem Vincent Aur-
iol Frakklandsforseti, mun
opna í Grand Palais 1. júní
næstkomandi.
Mikilli flugvjelasýningu
verður lokið í Grand Palais 20
þessa mánaðar, svo að lítill
tími verður til stefnu til að
koma upp frímerkjasýningunni.
A sýningarsvæðinu verða í
raun og veru fjórar sýningar-
deildir:
1. Opinber sýning, sem
franska stjórnin stendur fyrir.
2. Sýning frímerkjasafnara.
2. „Áróðursdeild“, sem frí-
merkjakaupmenn ætla-'að kótrtá
upp til þess að auglýsa vöru
ína.
4. Lástamannadeild, þar serp
sýnd verða ýms bestu verk frí-
merkjateiknara.
SAGA PÓST-
ÞJÓNUSTUNNAR
Á SÝNINGU stjórnarinnar,
munu ýmsir munir frá safni
póststjórnarinnar verða notað-
ir til þess að sýna sögu póst-
þjónustunnar í Frakklandi allt
frá tímum Rómverja.
Erlendar póststjórnir munu
sýna frímerkjasöfn sín, og
ferðaskrifstofan franska ætlar
að sjá um „ferðalag“ um
Frakkland með frímerkjum.
Fyrsta franska frímerkið var
gefið út 1. janúar 1849 — níu
árum eftir að Bretar gáfu út
fyrsta frímerkið í heiminum,
hið fræga „penny blaek“ frí-
merki.
• •
EFTIRLÍKING
FYRSTA franska frímerkið
var rautt á litinn. Á því var
mynd áf frelsisgyðju, og það
kpstaði einn franka.. Franska
póststjórnin ætlar að gefa út
eftirlíkingu af þessu frímerki
i sambandi við sýninguna. —
Eini munurinn á Því og fyrir-
myndinni verður sá, að það
kemur nú til með að kosta tíu
franka-
Sýningargestir eiga að geta
fengið þetta frímerki í póst-
húsi sýningarsvæðisins, með
því að afhenda miða, sem fest-
ur verður við aðgangskort
þeirra. Þeir, sem ekki sækja
sýninguna, geta keypt frímerk
ið i venjulegum pósthúsum.
• •
SAMKEPPNI
EFTIRLÍKING ‘af póststimpl-
inum, sem notaður var þegar
fj-rsta frímerkið var gefið út,
verður notað á sýningunni. —
Þessi stimpill verður einungis
notaður á eftirlíkingarnar af
fyrsta frímerkinu_
Franskir frímerkjasafnarar
gera sjer vonir um, að fjöldi
dýrmætra frímerkja verði í
sýningardeild þeirra.
Verðlaun verða veitt; meðal
annars fyrir besta alþjóðlega
frímerkjasafnið á sýningunni
Pg hesta franska safnið. —- í
þessari samkeppni munu taka
þátt þrír flokkar; einstakling-
ár meðal safnara, frímerkja-
klöbbar • Og fHmerkjakaup-
menn.
Framh. á bls. 12.