Morgunblaðið - 20.05.1949, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagw 20. maí 1.949.
Framhaldssagan 31
nnmnnam:
hins liðna
Eftir Helen Reilly
iiiiiiiiiimitinn
Hattöskjurnar voru ekki
alveg eins, en það var aðeins
mjög glöggt auga, sem gat
greint mismuninn. Var það
leynilögreglumaður, sem stóð
við hliðina á henni. Afgreiðslu
maðurinn rjetti henni töskuna
og siðan hattöskjuna. Gabri-
clla lagði pening á borðið, tók
farangur sinn og snjeri sjer
frá borðinu-
Nú rann upp stundin- Ein-
bver gat lagt höndina á öxl
Ircnnar og sagt: „Gerið svo vel
að fá mjer þetta“. En enginn
hom. Og enginn talaði til
þennar. Hún komst óhindruð
að hliði númer tuttugu og fjög-
ur, í gegn um það og inn í
Vrökkrið á stöðvarpallinum. —
Henni fannst pallurinn óend-
anlega langur. Hættan beið
hennar við hvert- fótmál. Ef
fcápan fyndist núna í vörslum
bjennaf,- þá væri 'henni aílri
hokið
Það voru fáir með lestinni.
Itún lagði ferðatöskuna upp í
wetið, en stakk Jhattöskjunni
undir sætið. Hún varð ekki i
►’énni fyrr en lestin rann út af
brautarstöðinni tíu mínútum
síðar.
Tony tók á móti henni í
Greenfield. „Okkur þykir vænt
um að þú skyldir koma“, sagði
Ihpann; '„sveitaloftið hressir þig“.
Susan virtist líka vera fegin
að hún skyldi koma. Gabriella
mundi hafa beðið þau um að
bjálpa sjer að losna við kápu
ungfrú Nelson, ef John hefði
ekki tekið henni sjerstaklega
vara fyrir því að segja nokkr-
um frá henni. En það var ekki
eins auðvelt að losna við hana,
eins og hún hafði haldið. Þau
urðu að verá innan dyra um
daginn, því að það var kalt
Úti og þoka. Tony fór út á
vinnustofu sína og Gabrieila
sat við dagstofuarininn hjá
Susan.
Við og við gekk hún út að
glugganum, til þess að vita,
hvort hún sæi nokkuð til leyni-
lögreglumannsins, sem hún
vissi að var á hælum hennar.
Bakarabifreið stóð á horninu,
símamenn hjengu upp í staur
fyrir utan húsið. Hún sá ekkert
grunsamlegt.
Um tvöleytið sagði hún að
sig langaði til að fara út og fá
sjer ferskt loft. En Susan vildi
þá fara með henni. Þegar
klukkan var þrjú, sagðist hún
þurfa að fara niður í pósthús-
ið, en þá bauðst Tony til að
aka henni þangað í bifreiðinni.
Hún var farin að halda, að hún
mundi þurfa að bíða til kvölds.
En loks bauðst tækifærið. —
Susan var að stjana við börnin
í barnaherberginu, og Tony
hafði farið niður í bæinn til
þess að sækja matvörur til
kvöldsins.
Gabriella mátti engan tíma
missa. Hún hljóp inn í herbergi
Sitt og sótti kápuna. Hún fór
út bakdyramegin, svo að það
sást ekki til hennar frá göt-
unni. Handan við grasflötina,
tók við þjettur furuskógur. —
Hún og Susan höfðu oft leikið
sjer í skóginum, þegar þær
voru litlar. Kápuna hafði hún
á handleggnum. Þegar hún
væri komin inn í skógarþykkn
ið fannst henni hún mundi
vera hólpin.
Það .var enn nokkuð bjart.
Þokan var ekkj eins dimm og
hún hafði verið fyrr úýh dag-
inr.. Hún leit til baka þegar
hún' var komjn yfir flötina.
Hún greip andann á lofti ....
Hátt uppi í þokunni sá hún
móta fyrir símaviðgerðar-
manni, sem bar við dökkan
himininn. En þetta var bara
enginn venjulegur símaviðgerð
armaður. Hann hjelt á kíki
.... Hann var leynilögreglu-
maður.
Maðurinn fikraði sig niður
staurinn og hvarf sjónum
hennar. Hann var í nokkra
metra fjarlægð frá henni Ef
hún hlypi, gæti hún losað sig
við hann. Hún tók undir sig
stökk .... en rakst beint í
fangið á Tony.
..Gabriella .... hvað í ósköp
unum ....“, sagði hann hlæj-
andi. ..Hvert ertu að fara á
þessum voða-spretti?“. Brosið
hvarf af vörum hans, þegar
hann leit framan í hana-
Hún varð að komast undan.
..Jeg held, að það sje leyni-
lögreglumaður, sem þykist
vera að gera við símalínuna.
Segðu honum .... Ó, mjer er
fjandans sama hvað þú segir
honum .... “. Hún varð að fara
varlega. svo hún bætti við:
,,Jeg er orðin dauðþreytt á lög-
reglunni. Mig langar til að fá
áð vera í friði nokkrar mín-
útur“.
Tony brosti aftur. En bros
hans var uppgerðarlegt. Horfði
hann á kápuna á handlegg
hennar?- Hen.ni sýndist hann
þó ekki gera það .... og hann
virtist skilja hana. „Jeg skal
sjá um hann“, sagði hann. „En
fiýttu þjer þá. Þú verður að
koma aftur í kvöldmatinn. Jeg
keypti indælis nautakjöt ....“.
Hann leit aftur fvrir hana.
„Vertu fljót. Mjer heyrist ein-
hver vera að koma“.
Hún skaust á bak við bif-
reiðaskúrinn. Hún heyrði um
leið að Tony sagði: „Ungfrú
Conant? Hver ert þú eiginlega?
Nei, jeg hef ekki sjeð hana.
Jeg veit ekkert hvar hún er“.
Gabriella hafði á rjettu að
standa. Símaviðgerðarmennirn-
ir voru í raun rjettri leynilög-
reglumenn. Leynilögreglumenn
voru lika á stjái í kring um
hús Bonds-hjónanna og hjá Jo-
Önnu Middleton í Stamford.
Um fjögurleytið þennan sama
dag, sat McKee við skrifborð
sitt á skrifstofunni. ■— Hann
horfði hugsandi út um glugg-
ann.á húsaþökin, blaut af þok-
unni. Það var þoka í borginni
eins og í Greenfield, þoka eftir
allri austurströndinni. Þoka
.... Hann vissi að Gabriella
var hjá frændkonu sinni, Sus-
an Van Ness. Hún var ekki í
meiri hættu þar en annars
staðar- Hann snjeri sjer aftur
að konunni, sem sat á stólnum
hinum megin við borðið.
Konan var frú Pendleton,
fyrverandi ráðskona hjá Mark
Middleton. Frú Pendleton lang
aði til að bæta dálitlu við fyrri
skýrslu sína. Hún hafði ekki
sjeð manninn, sem hafði myrt
Middleton, en hún hafði sjeð
perlufestina.
Hún sat fast við sinn keip.
„Já, askjan, græn leðuraskja,
var á borðinu. Hún var opin.
Jeg man. að jeg sá glitra á
perlurriar“.
McKée dró myndir með blý-
antinum á blaðið, sem lá fyrir
framan hann. Hann hafði haft
á rjettu að standa. Perlufestin
hafði verið í fórum Maik j
'Middletons, þegar hann dó.
„Jeg hjelt, að hann hefði
keypt þær handa ungfrú Con- !
ant“, sagði frú Pendleton. —!
„Hún er mjög geðfeld, ung
stúlka ....“.
Geðfeld. ung stúlka
mundi hún halda áfram að ,
vera bað. hugsaði McKee. þeg- .
ar frú Pendleton var farin..]
Honum datt í hug Florence
Nelson, e.ins og hann sá hana
liggjandi á gólfinu í gistihús-
herberginu. Honum kom snöggv
ast til hugar, að ef til vill hefði
það verið vitleysa að hann ljet
ekki setja Gabriellu í gærslu-
varðhald og yfirheyra hana
rækilega. En hversu mildilega
sem gæsluvarðhaldið hefði ver
ið sett fram, þá mundi það þó
koma illum anda af stað, nema
þá að fá atriði væru eftir, þang
að til málið upplýstist að fullu
Þokan þjettist yfir húsaþök-
unum. McKee gaf hugsununum
lausan tauminn- John Muir
átti fimmtíu prósent af hluta-
brjefunum í Tritex. Bonds-
hjónin áttu líka vænan skerf.
Sömuleiðis Joanna Middleton.
Dyrnar opnuðust. Lögreglu-
maður stakk höíðinu inn um
gættina. „Bifreiðin bíður úti“,
sagði hann.
McKee rauk á fætur í sömu
andrá og var augnabliki síðar
sestur upp í bifreiðina. Hann
var ekki kominn aftur á skrif-
stofuna. þegar tilkynningin
kom frá Bernstein, leynilög-
reglumanni í Greenfield, að
þeir hefðu misst sjónar af Ga-
briellu Conant.
Gabriellu ljetti óumræðan-
lega mikið, þegar hún hafði
losnað við leynilögreelumann-
inn. Hún varð að losna við
kápu ungfrú Nelson. Það var
Tony að þakka, að henni ætl-
aði að takast það. Þögn ríkti
allt í kring um hana. Hún var
umkringd þoku, og svörtum,
votum tr.iágreinum. Beint fram
undan tók við furuskógurinn,
þjettur og dimmur.
Hún kveikti á vasaljósinu,
sem hún hafði meðferðis, beg-
ar hún var komin inn í skóg-
inn. Þurrar greinar brustu,
begar hún ruddist i gegn um
bykknið. Við og við nam hún
staðar, þegar hún kom að stöð-
um bar sem hún kannaðist við
sig. Þarna lá kastaníutrjeð, og
barna_ var eikin. Hún var að
leita að tiörninni í kvosinni,
bví að iarðvegurinn í kring um
hana mundi vera miúkur, og
auðvelt að koma kápunni ofan
í moldina.
FólkLÓ l RósaiandL
Eftir LAURA FITTINGHOFF
77.
liann að þau höfðu getað lifað í hamingju og gleði af liti-
um efnum. Og hann skildi, að konan ætlaði að reyna að
koma börnunum sínum til mennta og heyrði um það talað,
hvað Jóhannes hefði verið efnilegur og duglegur að iæra
og ef hann lifði slysið af, þá fann þessi ókunnugi rnaður
utan úr borginni, að þar aðeins gæti hann fengið tækifæri
til að bæta fyrir afbrot sonar síns.
Móðir Jóhannesar var sótt inn að Rósalundi. Hún kom
til prestsetursins með Þyrí, sem nú í návist föður síns fór
allt í einu að vera mjög ókurteis.
Fram að þessu höfðu þær frjettir einar borist af Jóhannesi,
að hann væri mjög máttfarinri, svo að' læknarnir hefðu
ekkert þorað að rannsaka sárið nákvæmlega. Það væri því
ómögulegt að segja um, hvort hann myndi fá bata. En nú
hafði móðir hans fengið þau boð frá sjúkrahúslækninum,
að Jóhannes hefði hrests svo, að sárin yrðu rannsökuð og
var móðirin beðin um að koma til borgarinnar eftir tvo
daga.
Hún sýndi prestinum brjefið, sem rjetti föður Gústafs
það og hann fór að lesa. Móðir Jóhannesar horfði á hann
á meðan, sá hvernig hendurnar titruðu og kvíðinn markaði
djúpar hrukkur í andlit hans. Og húri fjekk meðaumkun
með honum svo að þegar hann fór að tala við hana og
spurði hvort hann rnætti ljetta á sinni eigin samvisku með
því að stvðja börnin hennar fjárhagslega til mennta, þá
svaraði hún því játandi.
Þyrí var spurð, hvort hún vildi fara heim með föður sín-
um, en það vildi hún alls ekki strax. Hún vildi umfarm
allt fá að vera lengur í Rósalundi.
Daginn eftir fór móðir Jóhannesar til borgarinnar til
drengsins síns. Þar átti hún að fá að vita, hvort hún fengi
að sjá hann framar í þessu lífi.
jurax.
—— á frænda, sem málar, Oft
J»e«:ar Iiann er í penjn<tavandræð-
um kaupi jejt af hoimm eina og
eina mynd.
íiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiuiiiMiiiiiiimiiumiiiiiiiimiiniiiii
P E L S A R
[ Krislinn Kristjánsson \
I ' Leifsgötu 30, simi 5644. í
iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiimmimimmmiimtmiiifiit
Ein helgi var nóg.
j Hjónaleysi komu til prestsins og
vildu láta hann gifta sig i snatri, en
klerkur kvaðst ekki geta það fyrr en
þau kæmu með tilskilin vottorð og
| skilríki. En hinn tilvonandi brúð-
j gumi, sem var hermaður, hafði aðeins
leyfi í tvo sólarhringa cg þess vegna
mátti giftingin alls ekki dragast
meira en einn sólarhring. „Það er
ómögulegt“, sagði klerkur, „þið verð
ið ekki búin að koma öllu í lag fyrir
þann tima.
Hermaðurinn og stúlkan bans litu
vandræðalega hvort á onnað.
„Jæja, fyrst svo er. er vist ekkert
við því að gera“, sagði hermaðurinn,
„en er ómögulegt að fá yður til þess
að segja bara nokkur orð, sem myndu
nægja sem gifting fram vfir helgina"
★
Böm þarfnast ástar sjerstaklega
þegar þau verðskulda hana ekki.
I *
Oscar Wilde: —■ Mistök sín i líf-
inu kalla menn reynslu.
★
Claude Callin: — Hlutunum er á-
kaflega vel komið fyrir í heiminum.
Erfiðleikar annarra eru aldrei eins
bölvaðir og þínir, en börn þeirra eru
miklu verri en þín börn.
★
P. J. Toulet: — Ef þú hefir á
rjettu að standa, hagaðu þjer þá eins
og maður, en ef þú hefir á röngu að
standa, þá eins og kvenmaður.
★
Kettirnir töpuSu.
Undanfarið hefir staðið yfir „bar-
dagi“ milli fuglavina og kattavina i
Illinois. Fuglavinirnir hafa unnið
fyrstu lotu, og nú lifa kettirnir í
Illinois hreinasta hundalífi.
Kettirnir gera meiri skaða með
því að drepa smáfugla en gagn með
því að drepa mýs, hefir verið „motto“
hjá fröken Chamey, forseta Fugla-
vinafjtlagsins. Dómararnir virðast
hafa tekið orð hennar trúanleg, því
að mönnum er nú bannað að eiga
,.lausa“ ketti. Maður sem á kött, sem
uppvís verður að því að ganga laus
og liggja í leyni fyrir fugii, verður
að svara til saka fyrir dómstólunum.
★
— Veikleiki óvina okkar gerir mátt
okkar meiri.
★
,— Betra er að spyrja tvisvar til
vegar, en tapa veginum einu sinni.
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefavið-
skiftanna. Símil710.
Gæfa fylgir
irúlofunar
hringunum
frá
^IGURÞÓR
Hafnarstræti
Feykjavík.
Margeffj gertSir.
Sendir gegn póstkröfu hvert á land
sem er.
— Sendið nákvœmt mál —-