Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16- júní 1949. Páll Berasson útgeroarmadur PÁLL BERGSSON útgerðar- maður frá Hrísey, andaðist á sjukrahúsi Hvítabandsins hjer í bænum s.l. laugardag, eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Hann verður jarðsunginn í dag. Páll heitinn var Svarfdaslingur að ætt, fæddur að Atlastöðum í Svarfaðardal 11. febr. 1871. For- eldrar hans, Bergur bóndi Bergs- son .og kona hans, Guðrún Páls- dóttir, bjuggu lengi að Hærings- stöðum í sömu sveit. Um tvítugsaldur fór Páll í Möðruvallaskólann eins og marg- ir norðlenskir bændasynir á þeim árum, er hugsuðu sjer að brjótast áfram til vegs og frama. Faðir minn var þá ungur kennari við þann skóla. Er mjer kunnugt um að hann taldi Pál Bergsson meðal sinna beStu lærisveina svo áhuga samur og heilsteyptur framfara- maður var hann og drengur hinn besti. . Eftir skólavistina að Möðru- völlum gerðist hann barnakenn- ari um nokkur ár. En vorið 1897 giftist hann Svanhildi Jörunds- dóttur frá Hrísey, dóttur hins landskunna atorkúmanns, Jör- undar Jónssonar. Reistu þau bú í Olafsfjarðarhorni, Þar voru 3 fjölskyldur fyrir. Pá.ll valdi sjer þetta útver sem aðsetursstað. með þeim ásetningi að reka þar útgerð og verslun. . Hagur þeirra hjóna blómgvað- ist þar svo vel, að þangað leitaði fjöldi fólks svo staðurinn varð á fám árum fjölmennasta verstöð við Eyjafjörð. Þar ’var Páll for- göngumaður alira framfara eins og kóngur í ríki sínu, er vann að hag allra þeirra, sem lagt höfðu leið sína í Ólafsfjörð á eftir hon- um. En hið fjölmenna heimili þeirra hjóna varð miðstöð kaup- túnsins, og sönn fyrirmynd að allri menningu. Átti húsmóðirin sinn mikla þátt í því, sem nærri má geta, slík atorku og myndar- kona sem bún er^Bæði höfðu þau hjón'alveg óvenj.ulegt starfsþrek. Og alúðin og hjálpsemin var söm hjá báðum. Páll var forgöngumaður sveit- unga sinna í árafugi, sýslunefnd- armaður, hreppstjóri. Upphafs- maður að stofnun Bátaábyrgðar- fjelags við Eyjafjörð o. fl. o. fl. Hann kom því tij leiðar, að lagð- ur var sími til Ólafsfjarðar áður en almenningur hafði komið auga á nytsemi þeirrar tækni og tók að sjer starfrekstur hans ókeypis. Hann gekkst fyrír því, að reistur var barnaskóli í kauptúninu Og þannig mætti áfram telja, þau framfaramál, sem hann beitti sjer fyrir. Þogar Páll'flutti frá Ólafsfirði eftir tæpa tvo áratugi, hafði fólks fjöldi þar hátt í það hundraðfald- ast síðan hann kom þangað. En allt þetta fólk, ungir sem Minning Páll Bergsson. gamlir, höfðu vanist því meira og minna, að leita til þessa heimilis hvenær sem vanda bar að hönd- um. Öllum var þar tekið með um- önnun og greiðasemi. Fyrstu árin sem Páll Bergsson var í Ólafsfirði, hafði hann að- eins árabáta til útgerðar. En hann var með þeim fyrstu við Eyja- fjörð, er fekk sjer vjelbáta. Efld- ist hagur hans við þá útgerð. En að því rak, að honum þótti skil- yrði til útgerðar of þröng í þessu brimaplássi. Svo hann flutti til Hriseyjar og kéypti Syðstabæjar eignina þar. Þetta var á stríðs- árunum fyrri. Var það áform hans að vinna að því, að koma þar upp síldarverksmiðju, því hafnarskilyrði eru þar góð. En það fór fyrir honum, sem fleiri norðlenskum útgérðarmönn um á árunum eftir styrjöldina að hann fekk áföll stór af síldar- útgerðinni og var lengi að rjetta fjárhag sinn eftir það. Vann hann þó ótrauður sem fyrri, þó á móti bljesi, og rak verslun og útgerð í Hrísey langa hríð. En þegar börn hans voru flest farin úr föðurhúsum, undu þau hjón miður hag sínum í eynni. Og fluttu þá til Akureyrar. Þar hafði Páli ýms trúnaðarstörf með höndum. Því áreiðanlegri og sam viskusamari mann er ekki hægt að hugsa sjer en hann. Var hann í mörg hin síðari ár í yfirskatta- nefnd Eyjafjarðarsýslu. Þau hjón, Svanhildur og Páll eignuðust 13 börn. Af þeim eru 9 á lífi. Tvö börn mistu þau á unga aldri, meðan þau voru í Ól- afsfirði. En tvö elstu börnin dóu á besta aldri, Svavar, er var versl unarmaður og hafði fengið ágæta mentun í sinni grein og Eva, er gift var Jóhanni Kröyer, versl- unarfulltrúa á Akureyri, Yngsta barn þeirra, Svavar endurskoð- rorð andi, heitir eftir elsta bróðurnum sem dáinn var, áður en Svavar yngri fæddist. Börn þeirra hjóna, sem lifandi eru, eru þessi- Hreinn ,forstjóri BP, giftur Lenu Figved frá Fáskrúðsfirði. Gestur, lögfræðingur og leikari, giftur Dóru Þórarinsdóttur mál- ara Þorlákssonar, Bjarni, fram- kvæmdastjóri, giftur Matthildi Þórðardóttur, Guðrún, ekkja Héð ins forstjóra Valdimarssonar, Gunnar, skrifstofustjóri Fiski- málasjóðs, giftur Ingu Hallgríms- dóttur alþm. Benediktssonar, Jör- undur, teiknari, giftur Guðrúnu Stefánsdóttur, Margrjet, gift Jó- hannesi Halldórssyni skipstjóra, Bergur skipstjóri, giftur Jónu Sveinsdóttur og Svavar, endur- skoðari, giftur Sigríði Stefáns- dóttur Ólafssonar. Páll Bergsson var hæglátur maður og hóglátur, skifti sjaldan skapi svo áberandi væri. En hann var málafylgjumaður, er því var að skifta og vissi jafnan vel hvað hann vildi og ætlaði sjer, að koma fram. Hann var maður ljúfur í viðmóti, gat jafnvel með einu handtaki gert menn að vinum sínum. Rjettsýnn maður og góð- gjarn með afbrigðum. Gleðimað- ur, er naut gleði sinnar með hóf- semi. Þó hann, sem aðrir athafna- menn, færi ekki varhluta af margskonar erfiðleikum, var hann maður farsæll á marga lund. Átti t. d. enga óvildarmenn. En ekki mun hann hafa talið að hann hafi verið sinnar gæfu smið ur. Lífshamingju sína átti hann framar öllu öðru konu sinni að þakka, er nú fylgir honum til grafar, eftir 52 ára ástríka sam- búð þeirra. V. St. Reykjafoss er seldur EIMSKIPAFJELAG íslands hef ur selt hið 38 ára gamla skip sitt, Reykjafoss. Skipið var selt til Tyrklands og eigandi þess er skipafjelag nokkurt þar í landi. Reykjafoss var afhentur hin- um nýju eigendum í hafnar- borginni Hull í Bretlandi, í gær- dag. Enn er nokkur hluti skips- hafnarinnar í Bretlandi og er hún væntanleg hingað á sunnu- daginn. í gærkvöldi komu 15 skipverja. Sýning handíða- skólans AFMÆLISSÝNING Handíða- skólans verður opnuð fyrir gesit skólans kl. 3,30 síðdegis í Lista- mannaskálanum. Við opnun sýn ingarinnar fara og fram skóla- slit. Utskrifast alls 17 kennslu 1 konur með rjettindum til kenslu í handavinnu kvenna í skólum gagnfræðastigsins og húsmæðra skólum_ Er þetta í fyrsta sinn að konur, sem hjer í landi hafa hlotið þessa sjermenntun. Auk þessarra kennslukvenna útskrif ast nokkrir teiknikennarar og smíðakenn&rar. Á sýningunni sem er mjög fjölbreytt eru sýnishorn flestra þeirra vinnubragða sem kennd eru í Handíðaskólanum. Heið- ursgestur sýningarinnar verð- ur forsetafrú Georgía Björns- son. Kommúnistar reyna að umkringja (hangsa KANTON, 15. júní: — Kín- verska herstjórnin hefir skýrt frá því, að herir kommúnista sjeu að reyna að komast fram hjá borginni Changsa, höfkuð- borg Hunan fylkis. Virðist það vera ætlun kommúnistaherj- anna að rjúfa járnbrautarlín- una milli Changsa og Kanton og ef til vill hefja sókn inn í Kvangsi hjerað að landamær- um franska Indó-Kínaó — Reuter. Ný bék um ísland á dönsku „EVENTYRET om Isiand“ heitir bók, sem nýlega er komin út hjá Jespersen og Pios for- lagi í Kaupmannahöfn. Höfund- urinn er Max Wahl og mun hafa dvalið hjer á landi sumarið 1947. Bókin er skrifuð sem ferða- saga ungs Dana, sem boðinn er til íslands og fljettað inn í frá- sögnina margháttuðum upplýs- ingum um land og þjóð. Ljós- myndir fylgja frá ýmsum stöð- um og viðburðum síðari ára. Yfirleitt virðist vera farið rjett með staðreyndir í bók þessari, sem er einkar vinsam- leg í garð okkar. Maiká# 4 £k Eftir Ed Dodd j, »iii 111 n 11 ii i ii 11 iii iiiiiimmimmmimiimiiiiiiiimii WMAT 13 IT, ANDY...I5 MARK IN MiiiiiimiiiiiiimiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimim /V\SANWHILE, MARK' mi STRUSGLH5 BECO-V\E Wt ,;fi THE COLD WÁTÉR PEVIVE5 MARK, E’jT HI5 HEAVY CLOTHE5 WIIAHT H!M DQWN A5 HE ‘ .ÍT( IUGGLE5 WEAKLV TiT) RFArn Tur QnrK c.uc:i c Kalt vatnið í ánni vekur Markús til líísms aftur. Samt er hann injög máttfarinn, svo að hann á erfitt -með að halda sjer á floíi. — " Hvað er það Andi? Er — Hvar er hann. Vísaðú mjer Markús í hættu staddur? til hans, Andi. En sundtök Markúsar verða þuiiglamalegri og hann er að nitUa allan þrótt. Minning Suðrúnar Halldórsdóttur í DAG verður til moldar borin frú Guðrún Halldórsdóttir, Fram- nesvegi 28 hjer í bæ. Hún and- aðist í St. Jósefsspítala hinn 12. þ. m. eftir þunga sjúkdómslegu. Guðrún heitin var dóttir Hall- dórs Högnasonar, fyrrum bónda í Skálmholtshrauni og síðar versl unarmanns í Reykjavík, og Andreu Guðmundsdóttur Ámundasonar frá Urriðafossi. Guðrún eða Dúna, eins og hún ætíð var nefnd af skyldfólki og vinum, fæddist í Reykjavík 3. október 1904. Hún gekk fimmtán ára gömul í kvennaskólann í Reykjavík og lauk þar námi. Eft- ir það stundaði hún verslunar- störf, uns hún giftist árið 1925 eftirlifandi manni sínum Edward Jónssyni stýrimanni. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Ebbu Krist ínu, sem nú er átta ára. Þau áttu sjer indælt heimili og myndar- legt, þar sem var sannkallaður glæsibragur á öllu. Það er sárt að sjá vini sína hníga í valinn fyrir aldur fram og geta ekkert aðhafst. Við frá- fall frú Guðrúnar Halldórsdótt- ur er þungur harmur kveðinn að eiginmanni hennar, litlu dóttur- inni og aldraðri móður. En fögur minning ljettir sorg þeirra, er kveðja ástvini sína, sem burt eru kallaðir í blóma líísins. Það er táknrænt að Dúna skyldi kveðja þennan heim ein- mitt á sjómannadaginn, því að ævistarf hennar var snar þáttur í sjómannslífi, þar eð eiginmað- ur hennar hefur sótt sjó frá barn- æsku. Mörg hefur andvökunóttin verið, þegar vetrarstormarnir geisuðu, en þá var vonin og trú- in á heimkomuna huggun sjó- mannskonunnar, sem beið ástvin- ar síns. Það er sagt, að sjómenn- irnir sjeu hetjur, og enginn ber brigður á það. En sannarlega verðskuldar sjómannsl-onan hetjunafnið ekki síður, og Dúna, hin glæsilega og glaðlynda kona, var verðugur fulltrúi hinna göí- ugu íslensku sjómannskver.na. Guðrún Halldórsdóttir var glæsileg kona, fríð sýnum, höfð- ingleg í yfirbragði og svipmikil, tíguleg á velli, trygglynd og vanri hvers manns traust með hinni látlausu framkomu sinni. Minn- ingin um hana er svo björt, ao þar ber engan skugga á. Blessuð sje minning hennar. X. Frh. af bls. 6. olíu,- gjaldeyris út í veður og vind. Olsens-ketillinn sparar einstak lingi óþarfan kostnað og þjóð- inni gjaldeyri. Þess vegna y al- menningur og hið opinbera áð fá vitneskju um ágæti hans. Marteinn M. Skaftfells.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.