Morgunblaðið - 25.06.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐtÐ Laugardagur, 25. júní 1949 ÍÞRÓTTIR Brjef: Ahnælisnóf Armanns í dag AFMÆLISMÓT Ármanns heldur áfram í dag kl. 4 e. h. Þá verður l;eppt í 100 m. hlaupi, hástökki, stangarstökki, 400 m. hlaupi, spjótkasti, kringlukasti, 1500 m. hlaupi, 3000 m. hlaupi, 4x100 m. boðhlaupi og hástökki kvenna. Meðal keppenda eru Finnarnir fjórir, sem kepptu s.l. fimmtudag. Vesterinen keppir í spjótkasíi, Pitkánen í stangarstökki, Posti í 3000 m. hlaupi og Haikkola í 1500 m. hlaupi. — Myndin hjer að ofan er tekin af Finnunum á Reykjavíkurflugvelli. Þeir eru (talið frá vinstri): P. Vesterincn, O. Pitkánen, H. Posti, R. Haikkola og Yrjö Nora, fararstjórinn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Magnússon). * Víkingar Akranes 1:0 SJÖUNDI leikur íslandsmóts- ins, milli Víkings og í. A. var háður s.l. þriðjudagskvöld á íþróttavellinum. Knattspyrnu- veður var hið ákjósanlegasta, en hins vegar er völlurinn orð- inn slæmur. Er hann orðinn harður sem steinsteypa og ofan á hinu harða lagi er svo þunnt lag af lausum salla, sem gerir það að verkum, að leikmönnum skrikar auðveldlega fótur. Leikurinn hófst með leiðin- legu þófi og virtist leikur beggja liðanna vera bæði tilgangs- og keppnislaus. Þegar um 15 mín voru af leik, fór að færast líf í Akurnesinga, fengu þeir þá ^ opið tækifæri til að skora, en misnotuðu það. Það virtist sem Víkingar ætluðu að nota sömuj aðíerðina „stutta spilið“ við í.1 A. og við Fram, en nú tókst þeim ekki eins og ráða yfir auðu svæðunum, „emty spaces“. Það, sem kom í veg fyrir það, var einkum, hve Akurnesingar eru fljótir að knettinum. Leik- aðferð Víkinganna var mjög Ijeleg, fyrst og fremst var leik- ur þeirra alltof þver og hraða- lítill og svo hitt að framverðir og innherjar ljeku knettinum á milli sín upp að vítateig and- stæðingsins og þá fyrst þegar átti að skjóta var knötturinn sendur út á kant til útherjans. Slík leikaðferð getur aldrei orð- ið happadrjúg. Skýringin á þessu er sú, að ef sóknin er strax byggð upp á útherjanum, stækka auðu svæðin milli varn- arleikmanna andstæðingsins, en það er veigamikið skilyrði fyrir því, að sóknin geti borist hratt og óhindrað upp að markinu. Hins vegar Ijeku Akurnes- ingar mjög hratt, en höfðu þó tæplega vald yfir hraðanum vegna þess, hve sumir þeirra eru ónákvæmir í sendingum. Þó ljeku Akurnesingar oft vel þennan fyrri hálfleik, sóttu þeir fast að marki Víkings og tókst Gunnari nauðuglega að verja og má segja að í. A. hafi verið mjög óheppið að fá ekki skorað 2—3 mörk. Fyrri hálfleikur endaði 0 0, eins og venja er til og eru þau úrslit ósanngjörn. Hins vegar hefðu Víkingar a. m. k. átt að skora 1 mark og er óskiljan- legt, hvernig Bjarni Guðnason fór að því að skjóta yfir, stadd- ur á markteig fyrir miðju I marki. Seinni hálfleikur hófst með auknu fjöri að venju. Akur- nesingar voru í sókn fyrstu 10 mín. En þegar 15 mín. voru af leik gerðu Víkingar upphlaup, sem endaði með óverjandi skoti vinstri útherja, Baldurs Árna- soTiar. Akurnesingar virtust heldur dofna við markið og voru Víkingar nokkuð í sókn það sem eftir var leiks, en fengu þó engin opin tækifæri. Leiknum lauk með 1:0 fyrir Víking og eru þau úrslit ó- sanngjörn og gefa alls ekki rjetta hugmynd af leiknum. — Eðlileg úrslit hefðu verið 1:1 eða 1:2 fyrir í. A. Vörn Víkings er allgóð með Guðmund og Helga sem bestu menn. Einar Pálsson v.frv. var ekki eins virkur í þessum leik og stundum áður, má vera *að orðaskipti hans við dómarann ög öll hin æsingafulla fram- koma hans á vellinum trufli. Framhald á bls. 12 Benedikl G Waage heiðraður MARGAR góðar gjafir bárust Ben. G. Waage íþróttaforseta á sextugasta afmælisdegi hans 14. þ.m. og mörg hundruð heillaskeyti frá ýmsum forustu mönnum þjóðarinnar og sendi herrum erlendra ríkia, svo og afmæliskort, ferske'ytlur og kvæði, sem sýna hinar óvenju legu vinsældir hans bæði hjer- lendis og erlendis. Fyrir forgöngu meðstjórn- enda B. G. W. í t. S. f. og íþróttafjelaganna í Reykjavik og Hafnarfirði, hefur íþrótta- hreyfingin ákveðið að láta gera brjóstlíkan úr eir af lorse'ta sínum, mun Ríkarður Jónsson gera það. Þá fjekk hann að gjöf vandaðan silfurbikar frá íþróttabandalögum og hjeraðs- samböndum. Hefur Leifur Kal dal gullsmiður gjört hann að miklum hagleik. Skrautritað á- varp barst B. G. W. á afmælis daginn frá 12 íþróttaleiðtogum á Norðurlöndum. Ennfremur bárust honum góðar bækur og falleg blóm frá vinum og sam- herjum hjer. Aðeins þótti vinum hans leitt að hitta hann ekki á af- mælisdaginn, en BeneUikt stakk af — fór á fjöll i góða veðrinu, sem var þann dag. ÍR-íngar farnir í og Skotiands NOKKRIR frjálsíþróttamenn úr ÍR íóru í gærmorgun með „Geysi“, millilandaflugvjel Loft leiða, til Prestwick, en þaðan fara þeir til Glasgow og keppa þar n. k. þriðjudag. Á miðvikudaginn fara þeir svo til Dublin og keppa þar. Eru þetta fyrstu íslensku íþrótta- mennirnir, sem keppa í hinu frjálsa írlandi. Er þar með lagð ur grundvöllur að frekari íþróttasamvinnu íslendinga og Ira. ÍR-in-garnir fara svo aftur til Skotlands og keppa í Edin- borg 2. júlí, og verður það síð- asta keppni þeirra í þessari ferð. Iþróttamennirnir, sem taka þátt í förinni, eru: Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Jóel Sigurðsson, Magnús Bald- vinsson, Oskar Jónsson, Pjetur Einarsson, Reynir Sigurðsson og Þorsteinn Löve. Fararstjórar eru Axel Konráðsson, formaður ÍR og Ingólfur Steinsson, for- maður frjálsíþróttadeildar fjel- agsins. KR - VALUR jafntefli ÍSLANDSMÓTIÐ hjelt áfram í gærkveldi. Kepptu þá KR og Valur. Fóru leikar svo, að fje- lögin gerðu jafntefli 2:2. KR- ingar settu bæði sín mörk í fyrri hálfleik og Vals-menn skoruðu bæði sín mörk síðari hálfleik. — Valur er nú með 2 stig og KR 5 stig. í 84. TÖLUBLAÐI Tímans 28. apríl s.l. x dálkunum „Á förnum vegi“, sem oft eru skemmtilegir, stendur grein með yfirskrift „Snjómokstur — Ráðleysi" eftir „mætan borgara" að því er V. G. skrifar. Grein þessi er bæði ill- kvittin og heimskuleg, þar sem sagt er um vegamálastjóra, að hann hafi ekki hagsýni til að ráða þeim málum nje heldur miðlungs verksvit. Þessi orð eru ómakleg og ósönn og furða að þau skuli birt í dálkum blaðsins, þar sem vegamálastjóri er kunn- ur sem einn af heiðvirðustu emb- ættismönnum landsins um langa tíð. Síðastliðinn vetur og vorið sem af er, verður sveitafólkinu lengi í minnum, veturinn sem snjóa- mesti og lakasti að veðráttufari frá byrjun desembermánaðar. — Síðan 1920 hafa ekki komið önn- ur eins snjólög um Suður- og Vesturland, og vorið eitt hið kaldasta og gróðurminnsta, jafn- vel síðan 1882, að sögn gamals fólks. Það eru því engin undur, þó samgöngur hafi rofnað á fjall- vegum og nokkrum fjármunum hafi orðið að verja til þess að reyna að halda vegum færum, sem sveitafólki eru lífsafkomu- skilyrði að haldist árið yfir, vegna mjólkursölu, og þess að nauðsynjavörur fyrir fólk og bú- fje er ekki hægt að draga að sjer á haustin eins og áður fyr varð að gera, sökum þess.-að nú er allt skammtað og keypt inn með jöfn um hreitingi árið yfir. Af þessu leiðir að kröfur til vegamála- stjórnar um óslitið vegasamband hverju sem viðrar á vetrum, vaxa með ári hverju. Og þær kröfur eru rjettmætar. Bregðist þeir flutningar, er framleiðsla mjólk- ur er byggð á, er beinlínis sá voði fyrir dyrum, að fólkið sem á þeirri framleiðslu ætlar að lifa, færir sig þangað, er það heldur að sjeu betri möguleikar til að framfleyta sjer og sínum, er svo alloft leiðir til þess, að enn meiri þörf verður fyrir vörur úr sveit- unum til kauptúnanna. Vegamálastjóri hefur gert það eitt í þessum snjómokstursmál- um — svo er það hjer í Dala- hjeraði og jeg hygg að líkt sje ástatt annars staðar — að verða við þrálátum óskum og kröfum sveitafólksins um að ryðja snjó af samgönguleiðum í þeirri von, að entist lengur eh til næsta dags. Sú von brást algerlega síðastlið- inn vetur vegna nær óslitinnar snjókomu og skafhríða. Því er það, að betur hefur kom- ið í ljós en oft áður, að vegi um Hellisheiði sem annars staðar á hálendi, er illmögulegt að halda opnum, þegar svo viðrar og er þá heppilegt að Krísuvíkurveg- ur er til. Virðast því þessar leiðir báðar nauðsynlegar íbúum aust- an fjalls og vestan, enda hefur Tíminn frá 10. maí s.l. það eftir Agli Thorarensen kaupfjelags- stjóra, „að sex jarðýtur með tví- skiptum mannskap þurfi að vetr- arlagi til þess að ha'da opinni leiðinni og það sje krafa þeirra austanmanna að svo sje gert, þá mögulegt er.“ Svo mikla áherslu leggur hinn ötuli forgöngumað- ur þeirra austur þar á að halda Hellisheiðarvegi færum, sökum þess að hann sje um 50 km. styttri. Ásakanir hins „mæta borgara" á vegamálastjóra byggjast á því, að hann lætur gera, stundum árangurslitlar tilraunir, en oft með góðum árangri, til þess að ryðja snjó af vegi um Hellis I bfaðailrif heiði og víðar, eftir óskum hlut- aðeigandi hjeraðsbúa. Þar skilur á milli, vegamálastjóri hefur skilning og velvilja til að verða við þeim nauðsynja kröfum, að því leyti sem tök eru á hverju sinni, en greinarhöfundur ekki, þó aðstöðu hefði til. Þeir mörgu, er um samgöngu- mál á landi, hafa þurft að tala við vegamálastjóra, og þá ekki síst snjómokstur, hafa hlotið að finna hjá honum vai’færni, og sparnað á ríkisfje í því sam- bandi, og því ómaklegt að bregða þar við fjáreyðslu. Tvímælalaust er það nauðvörn bænda, er mjólk framleiða til sölu, að krefjast þess að þeim vegum, er fara þarf, sje haldið opnum, þá tök eru til. Þó það kosti ríkið fjármuni get- ur það borgað sig fyrir lands- fólkið í heild, með því að tryggja aðstöðu þeirra, er í sveitunum búa og vega á móti þeim fólks- flótta, er þaðan hefur verið urri skeið. Nokkuð öðru máli gegnir um þær leiðir, er einungis flytja póst og farþega, og einhver tök eru á að flytja á annan hátt — með skipum eða flugvjelum — snjómokstur af þeim vegum verð ur að mæta afgangi, þá yfir tek- ur með snjóalög, þótt æskilegt og oft nauðsynlegt sje að komast óhíndrað leiðar sinnar hvenær, og hvert sem er, þá liggja þar ekki á bak við eins víðtæk vand- ræði og fjártjón og af vöru- flutningastöðvun, og þá fyrst og fremst mjólkinni. í sambandi við snjóalög i vet- ur og flutninga yfir heiðar, væri athugandi að nota meira sleða en verið hefur, t. d. póst, og jafn- vel farþega á góðum vel útbún- um sleðum ætti að vera mögu- legt að færa yfir verstu torfær- ur af snjó, ef aflvjelar fást, eða eru nú til sem að notum gætu komið í því skyni, virðist mikil nauðsyn á að athuga um fram- kvæmdir á því fyrir næsta vetur. 31. maí ’49. J. S. Nýjar Sheriock Hoims-sögur NÝLEGA hefir Skemtiritaút- gáfan sent á bókamarkaðinn enn eina bók með sögum A: Conan Doyle um Sherlock Holm es í íslenskri þýðingu Her- manns Þórðarsonar og Lofts Guðmundssonar. Er þetta fimta bindið í þessari útgáfu og nefn- ist „Endurkoma Sherlock Holm es“. Bókin er i sama bandi og fyrri bækurnar, rúmlega 400 blaðsíður. Skemtiritaútgáfan * mun telja að hún viti hvað hún gerir, að senda frá sjer Sher- lock Holmes bækurnar að sum- ai'lagi, eins og venja hefir verið undanfarin ár. Forstöðumenn útgáfunnar vita sem er, að þetta er góður skemtilestur í sumar- fríin og að mönnum þykir gott að hafa eitthvað skemtilegt og spennandi að rýna í á rigning- ardegi. Kíkisstjórafundur WASHINGTON: — Ráðstefnu rikis stjóra Bandarikjanna er nýlokið. ■—- Ráðstefnan samþykkti meðal annars að lýsa yfir stuðningi sínum við Sameinuðu þjóðirnar, Marshalláætl- uninai og Atlantshafssáttmólann. —• Þetta var fertugasti og fyrsti rikís- 'Stjórafundur Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.