Morgunblaðið - 05.07.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNTtLAÐlÐ
Þriðjudagur 5. júlí 1949. ,
jnwgtitiHtafrft
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura meS LesbóK.
Byggingarfjelag
verkamanna
í DAG þann 5. júlí, á byggingarfjelag verkamanna í Reykja-
vík 10 ára starfsafmæli. Það hefur unnið merkilegt starf,
sem full ástæða er til þess að minnast.
Á vegum þessa byggingarfjelags hafa verið byggðar 160
íbúðir og munu samtals 1000 manna búa í þeim. Á árunum
1939—1948 hefur byggingarsjóður verkamanna lánað fjelag-
inu samtals 6,5 millj. kr. til bygginga þess. Á sama tíma hef-
ur Reykjavíkurbær og ríkissjóður greitt byggingarsjóðnum
r.ær 8 millj. kr. samkvæmt lögum. Skiptast þær greiðslur
að jöfnu milli bæjarins og ríkisins.
Lögin um verkamannabústaði voru upprunalega sett árið
1929. Fyrsta bæjarfjelagið, sem þau voru framkvæmd í er
Reykjavík. Hún hóf framkvæmd þeirra löngu á undan öllum
öðrum bæjum með þeim árangri að hjer risu upp myndar-
legir verkamannabústaðir fyrr en í nokkru öðru bæjarf jelagi.
Það er óhætt að fullyrða að þessi forysta Reykjavíkur í
byggingu verkamannabústaða hefur átt sinn þátt í að hafist
hefur verið handa um byggingu þeirra nú síðustu árin í
nokkrum öðrum kaupstöðum og kauptúnum. Bæjarstjórn
Reykjavíkur hefur jafnan haft fyllsta skilning á starfsemi
byggingarsjóðsins og byggingarfjelags verkamanna og gert
sitt til þess að efla starfsemi þess.
Árið 1946 voru framlög ríkis og bæja til byggingar verka-
mannabústaða hækkuð verulega og ein heildarlöggjöf sett
um allan opinberan stuðning við íbúðarhúsabyggingar í
kaupstöðum og kauptúnum.
í þeirri löggjöf fólst einnig merkileg nýmæli. í þriðja kafla
hennar var bæjarfjelögum heitið mjög ríflegum stuðningi
ríkisvaldsins til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði. —
Eæjarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn ísafjarðar brugðu
mjög skjótt við og hugðust hagnýta sjer þennan stuðning.
En vegna fjárhagsörðugleika ríkisins hefur orðið að fresta
framkvæmd þessa kafla laganna. Aðeins ísafjörður og
Reykjavík hafa getað hagnýtt sjer hann að nokkru leyti.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikinn áhuga fyrir úrbótum
í húsnæðismálum verkamanna og almennings yfirleitt. Það
hefur hann sýnt með stuðningi sínum við verkamannabú-
staðina hjer í Reykjavík og víðar. Framundan eru mikil
verkefni í þeim málum. Ástandið í húsnæðismálunum er
mjög erfitt, bæði hjer í Reykjavík og fjölmörgum kaup-
stöðum og kauptúnum út um land. Til þess ber þessvegna
brýna nauðsyn að efla í senn byggingarfjelög verkamanna
og greiða götu einstaklinga til þess að byggja sjálfir yfir
sig. Sú breyting skattalaganna, að aukavinna einstaklinga
við byggingu eigin íbúða skuli skattfrjáls, mun ljetta veru-
lega undir með mörgum efnalitlum mönnum við húsbygg-
ingar. En það var fyrir frumkvæði Sjálfstæðismanna, sem
sú breyting var samþykkt á síðasta Alþingi.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í byggingarmálum kaupstað-
anna er ekki aðeins stuðningur við byggingarsamtök verka-
manna, sem starfa samkvæmt lögum, heldur að greiða fyrir
viðleitni einstaklinga, sem eru að byggja yfir sig. Þessvegna
beittu alþingismenn flokksins sjer fyrir fymefndri breyt-
ingu skattalaga. Verður að vænta þess að hún muni ýta all-
verulega undir húsbyggingar einstaklinga.
Annars sættir það engri furðu þótt verulegur skortur á hús
næði sje í ýmsum kaupstöðum landsins og þá fyrst og Aemst
Reykjavík. Vöxtur Reykjavíkur hefur verið svo ör, að ekki
hefur gefist tóm til þess að byggja nægilega mikið til þess
að fullnægja þörfinni. Ennfremur hefur skortur á bygging-
arefni tafið framkvæmdir.
En vonandi rætist fljótlega úr þeim vandræðum. Sjálf-
stæðisflokkurinn mun halda áfram baráttu sinni fyrir auknu
og bættu húsnæði. Hann hefur s.l. 10 ár átt drýgstan þáttinn
í framkvæmd laganna um verkamannabústaði í höfuðborg
landsins. En honum er Ijós nauðsyn á umbótum í þeim mál-
um um land allt, í sveitum og sjávarþorpum. Á grundvelli
þess skilnings mun hann marka afstöðu sína í byggingar-
málum framtíðarinnar.
1Áhverji áhrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Vinsamleg
uminæli.
BRESKUR mentamaður, Alan
E. Boucher, er dvalið hefir hér
á landi nokkuð á annað ár við
íslenskunám, hefir skrifað lít-
inn pjesa, sem hann nefnir
„Iceland — Som impressions“.
Er þar í fáum dráttum skýrt
frá landi og þjóð á látlausan og
einfaldan hátt og mjög vinsam-
lega.
Það er nokkur fengur í þess-
ari litlu bók fyrir erlenda gesti
sem koma til landsins, því þar
geta þeir „í hnotskel“ fengið að
vita það helsta, sem ferðamað-
urinn spyr um.
•
Skortur á líkum
útgáfum.
ÞAÐ hefir verið skortur á út-
gáfum eins og þessari. Pjesi
Björns "Þórðarsonar, „Iceland
past and present" er ágætur. En
það sakar ekki að fleiri bækur
sjeu til sem veita fróðleik um
land og þjóð á erlendum mál-
um.
Við og við hafa verið gefnir
út pjesar og bækur, sem ætlað
er erlendum ferðamönnum, en
útgáfan hefir tekist misjafn-
lega. Hefir viljað brenna við, að
annaðhvort væru bækurnar of
dýrar og íburðarmiklar, eða þá
of litlar og ómerkilegar.
•
Vantar pjesa um
Reykjavík.
TILFINNANLEGA vantar pjesa
um Reykjavík, höfuðborgina,
með góðum skýrum myndum og
upplýsingum. Það eru ekki
nærri allir gestir, sem til bæj-
arins koma, sem hafa leiðsögu-
menn og jafnvel þótt þeir hefðu
góða leiðsögumenn til að sýna
sjer borgina, þá vilja menn eiga
einhverjar prentaðar minning-
ar. Góður pjesi er tilvalin
minning, sem ferðamenn taka
með sjer heim.
Verk bæjarstjórn-
arinnar.
í RAUN OG VERU er það verk
bæjarstjórnarinnar að láta gefa
út upplýsingarit um Reykjavík
á erlendu, eða erlendum tungu-
málum. í slíku riti ætti að vera
allar algengar upplýsingar um
borgina, sögu hennar og störf
íbúanna. Myndir af helstu bygg
ingum og minnismerkjum. Ollu
þessu mætti koma fyrir í sam-
anþjöppuðu formi og skrifa á
þann hátt að gestir, hvort held-
ur eru útlendingar, eða innlend-
ir gestir í bænum hefðu sem
mest gagn af.
•
Hvenær eru
söfnin opin?
Á SUNNUDAGINN hitti jeg er-
lendan gest, sem staddur er hjer
í bænum. Hann ætlaði sjer að
skoða helstu söfn borgarinnar,
en gat hvergi fengið upplýsing
ar um hvenær þau væru opin.
Það var ekki til neins, að benda
honum á, að þetta gæti hann les
ið í dagbók Morgunblaðsins, því
það eru tiltölulega fáir erlendir
gestir, sem hafa gagn af ís-
lensku dagblöðunum í tilfelli
eins og hjer var um að ræða.
Pjesi, eða ritlingur, eins og
minst er á hjer að framan myndi
koma að góðu gagni fyrir ferða-
fólk á þessu sviði og fiölda
mörgum öðrum. Það er eigin-
lega skömm að því, að það skuli
ekki vera til.
•
Kvörtun frá náms-
mönnum.
ÞRÍR námsmenn senda eftirfar-
andi kvörtun:
Kæri Víkverji:
Nýlegar ráðstafanir, Við-
skiptanefndar, hafa knúð okk-
ur til að senda þjer línu, þar
sem þessar broslegu ráðstafanir
virðast algerlega óþörf höft á
frjálsa verslun.
Þannig er málum háttað, að
við, sem þetta ritum, erum á-
skrifendur að amerisku land-
fræðitímariti (The National
Geographic Magazine). Allt til
þessa höfum við fengið gjald-
eyrisleyfi fyrir áskriftargjaldi
tímarits þessa að upphæð kr.
32,50 (þ. e. 5 dollarar), og því
höfum við fengið tímaritið sent
millilaðalaust. Þegar einn okk-
ar sótti um slíkt leyfi nú fyrir
skömmu fjekk hann neitun á
þeim forsendum, að vegna ný-
gerðs samnings við bóksala
bæri honum að snúa sjer til
þeirra.
•
Svör bóksalans.
HANN tók sjer ferð á hendur
til bóksala eins hjer í bæ og
innti hann upplýsinga um,
hvort hann gæti útvegað gjald-
eyri til öflunar timaritsins.
Bóksalinn tjáði honum, að
hann skyldi að öllu leyti annast
fyrirgreiðslu um útvegun tíma-
ritsins, það eina sem fjelagi okk
ar þyrfti að gera væri að greiða
sjer kr. 70,00 fyrir árganginn.
Þar sem við erum meðlimir í
fjelagi því, sem gefur tímaritið
út, mundi það aðeins kosta okk-
ur kr. 32,50, ef við fengjum
sjálfir að annast kaup ritsins,
en slíkt er hægðarleikur, —
kostnaður í mesta lagi eitt fri-
mei'ki á ári auk áskriftargjalds-
ins.
•
Beðið um
rigningu.
í FRJETTUM frá Englandi á
sunnudaginn er þess getið, að
prestar landsins hafi þá um dag
inn beðið um rigningu heitt og
innilega. Þá hafði ekki komið
dropi úr lofti í Lundúnaborg í
20 daga og sömu sögu var að
segja víða annarsstaðar frá Eng
landi.
Við Sunnlendingar mættum
taka undir þessar bænir Breta
og vona að þeir verði bænheyrð
ir, því einsog kunnugt er er það
venja, að þegar þurt er í Eng-
landi, þá er rigning hjá okkur.
Og hver veit nema að bænirnax:
hafi borið árangur. Norðanáttin
hjá okkur virðist benda til þess.
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
i IIIIMIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIII 1111IIIIIMMMIIIIIIIIIIIIMMMMIMMMIIMIIMIMMIIIMMMMIMMIMI
Marshalláætlunin og áróður kommúnisfa gegn henni
Eftir Louis Hunter,
frjettaritara Reuters.
NEW York — Framkvæmda-
nefnd Marshalláætlunarinnar
hefur látið gefa út bækling, sem
hún nefnir „Marshalláætlunin
— Upplýsingar fyrir Banda-
ríkjamenn, sem ferðast úr
landi.“ Aðalmarkmið bæklings-
ins er að veita bandarískum
borgurum ýmsar upplýsingar
um endurreisnaráætlunina og
að auðvelda þeim að skixja og
svara áróðri kommúnista um
hana.
Allir Bandaríkjamenn sem
ferðast úr landi, geta í ár feng-
ið bæklinginn ókeypis.
Embættismenn hjer í New
York segja, að þessu riti sje
fyrst og fremst stefnt gegn
„kommúnistaþvættingnum“, er
„einstaka útlendingar“ bera út
um endurreisnaráætlunina.
• •
„LE PLAN MARSHALL“
TIL þessa hafa 15.000 eintök
verið prentuð af bæklingnum.
Þeim er dreift til ferðaskrif-
stofa í Bandaríkjunum og skipa
og flugfjelaga. Sjeð verður enn
fremur um, að þeir bandarískir
ferðamenn, sem þegar eru komn
ir til Evrópu, geti fengið ritið.
í því er ath.ygli ferðamánns-
ins vakin á því, að að því muni
eflaust koma, að hann heyri
rætt um „Le Plan Marshall“,
„II Plano Marshall“ eða bara
„The Marshall Plan“. Ástæðan
fyrir þessu er fyrst og fremst
sú, segir í ritinu, að endur-
reisnaráætlunin er mjög ofar-
lega í hugum manna í Vestur-
Evrópu.
• •
KOMMALYGAR
„MARSHALLÁÆTLUNINNI“
er fyrst og fremst stefnt að því
að gera Evrópu kleift að vera
efnahagslega sjálfstæð," segir í
ritinu. „Þeir menn eru hinsveg-
ar til, sem ekki vilja trúa
þessu.“
í bæklingnum er listi yfir al-
gengar „lygar um Marshall-
áætlunina“, eins og það er orð-
að. Það eru kommúnistar og
fylgifiskar þeirra, sem dreifa
þessum lygum, en í bæklingn-
um svarar stjórn áætlunarinnar
þeim lið fyrir lið.
Hjer fara á eftir nokkur
dæmi um þessar lygar, ásamt
svörum stjórnenda Marshall-
áætlunarinnar:
• •
ÁRÓÐRINUM SVARAÐ
KOMMALYGI: Marshalláætlun
in er notuð til þess að koma
þeim vörum Bandaríkjamanna,
sem þeir hafa framleitt of mik-
ið af, yfir á Evrópu.
Svar: Það eru Evrópuþjóð-
irnar sjálfar, sem segja fyrir
um, hvaða vörur þær vilja fá.
Bandaríkin segja þeim ekki,
hvað þær eigi að flytja inn.
Kommalygi: Marshalláætlun-
in á að koma í veg fyrir efna-
hagslegt hrun í Bandaríkjunum.
Svar: Endurreisnaráætlunin
er mikilvægt vopn til að treysta
friðinn í Vestur-Evrópu, en
slíkt er nauðsynlegt, ef friður
á á annað boi'ð að haldast í
heiminum.
• •
ALMENNINGUR
AKVEÐUR STEFNUNA
KOMMALYGI: Marshalláætlun
in er notuð til þess að þröngva
efnahagskerfi Bandaríkjanna
upp á Evrópu.
Svar: Það eru Evrópuþjóðii-n-
ar sjálfar, sem bera ábyrgð á
stefnu stjórna sinna. í löndun-
um, sem þátt taka 1 endurreisn-
aráætluninni, er það alménn-
ingur, sem ákveður allar breyt-
ingar á fjármálakerfum sinum.
Kommalygi: Með Marshall-
áætluninni er stefnt að því að
Frh. á bls. 12.