Morgunblaðið - 05.07.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. júlí 1949. — Byggingarfjelag verkamanna Framh. af bls. 9. urn laga um verkamannabústaði. Fn með lögunum frá 1946 hækk- uðu framlög þessara aðila stór- lega. Er þess því að vænta, að auð- velt verði um lán úr sjóðnum vegna framkvæmda byggingar- fjélagsins á næstunni. Annað fje, sem þurft hefur til framkvæmdanna, heíur fengist niíeð greiðslum íbúðarkaupenda. * Útborganir og greiðslur. 'Samkvæmt ákvæðum laganna um verkamannabústaði skal íbúð arkaupandi greiða ákveðna % tölu af byggingarkostnaði íbúð- arinnar í upphafi, en eftirstöðv- arhar skulu greiddar að rullu á löhgum tíma. Með lögunum frá 1&29 og 1935 var miðað við 15% Grímur Bjarnason, gjaldkeri. útborgun og 42 ára lánstíma. En rpeð síðari lagabreytingum hafa vérið veittar heimildir um meiri útborgun, og lánstíminn getur verið frá 42 upp í 75 ár, sbr. 1. 44 frá 1946. í mánaðargreiðslum þeim, sem íbúðarkaupanda er gert að greiða, eru því fyrst og fremst fólgnar afborganir og vextir af stofn- kostnaðarlánum, sem tekin hafa verið hjá Byggingarsjóði verka- manna, ennfremur ber þeim að standa undir gjöldum, sem á :• búðirnar eru lagðar af ríki og bæ sem gjaldstofn. Einnig eiga þær að ganga til viðhalds húsanna að utan og brunatrygginga. Og loks ber að greiða af þeim árgjald í varasjóð fjelagsins, sem á að vera 1% af viðskiptaveltu hvers fje- lagsmanns við fjelagið og árlegt tillag í stofnsjóð, sem skal vera 3% af viðskiptaveltu fjelags- mannsins. Starfsmenn. Sá háttur hefur verið á hafður um allar byggingar fjelagsins, að greitt hefur verið tímavinnukaup samkvæmt reikningi, en ekki látnar af hendi í ákvæðisvinnu. Byggt hefur og verið á ábyrgð þess, sem íbúðina eignast. Teikningar af verkamannabú- stöðunum í öllum flokkunum hafa verið gerðar af húsameistara ríkisins, Guðjóni Samúelssyni. Tómas Vigfússon byggingar- meistari hefur byggt öll hús fje- lagsins, enda starfað hjá því frá upphafi. Hjálmar Jóhannsson múrara- meistari hefur og unnið hjá fje- iaginu frá öndverðu og gegnt verkstjórastörfum í fjarveru Tóm asar. Teikningar af hitalögnum í I flokki gerði Gisli Halldórsson verkfræðingur, en í hinum flokk Unum Jón Sigurðsson verkfr. , , Járnateikningar í húsin hafa Verið eftir Gústaf E. Pálsson og 4rna Snævarr verkfræðinga. 1 Teikningar af raflögnum gerði Jakob Guðjohnsen verkfr. fyrirl I. flokk, en síðan annaðist þær Nikulás Friðriksson eftirlitsmað- ur. Miðstöðvar i öll húsin hefur Sighvatur Einarsson pípulagn- ingarmeistari lagt, en raflagnir Júlíus Björnsson, Jóhann Rönn- ing og Guðmundur . Þorsteinsson rafvirkjar. Við málningu húsanna hafa ýmsir málarameistarar unnið, einkum þó Karl Ásgeirsson, og i seinni flokkunum Vilhjálmur Ingólfsson. Næstu verkefni. Svo sem vænta má lætur fje- lagið ekki staðar numið um fram kvæmdir. Stjórnin hefur fyrir nokkru ákveðið að hefja nú þeg- ar byggingu 10 húsa við Stór- holt og Stangarholt. Verða þetta 40 þriggja herbergja íbúðir. Á- ætlað er, að hver íbúð kosti um 120 þús. kr. Við það er miðað, að íbúðarkaupandi greiði í út- borgun 30% af kostnaðarverði, en eftirstöðvar greiðist á 42 ár- um. Þetta verður því V. flokkur bygginga á vegum fjelagsins, og er ráð fyrir því gert, að bygg- ingum í þeim flokki verði lokið á næsta ári. Fjárfestingarleyfi hef- ur þegar verið veitt. Byggingarsjóður verkamanna hefur og lofað verulegum láns- fjárhæðum á árinu 1949 og 1950 í þessu skyni. Hús þau, sem í þessum flokki verða reist, eru með nokkru öðru sniði en hingað til, og mun inn- rjetting þeirra verða öllu hag- kvæmari en í hinum fyrri flokk- um. En jafnhliða treystir fjelagið starfsemi sína á margvíslegan hátt með tiliiti til langrar fram- tíðar. Unnið er að skipulagningu þeirra svæða, sem fjelaginu er ætlað. Reynt er að tryggja efni og auka tækni við framkvæmdir svo sem kostur er. Fer vart hjá því, að 10 ára reynsla um bygg- ingar kunni að greiða nokkuð fyrir um verkefni fjelagsins í íramtíðinni. Samband ísl. byggingarfjelaga. Að tilhlutan byggingarfjelags verkamanna í Reykjavík og Bygg ingarsamvinnufjelags Reykjavík- ur var hinn 22. nóv. 1946 stofnað Samband ísl. byggingarfjelaga. Tómas Vigfússon bygingameistari. Tilgangur þess er að koma á samstarfi allra byggingarfjelaga landsins, sem starfa á samvinnu- grundvelli, um hvers konar hags- muni fjelaganna, einkum með því að annast sameiginleg inn- kaup á efnivöru þeirri, er íjelög- in þarfnast til bygginga, og reka verslun með byggingarvörur. Samtök sem þessi eru til þess fallin að tryggja gott og ódýrt byggingarefni, meiri framkvæmd ir og betri hagnýtingu efnis og vinnu. Má af starfsemi þessari vænta nokkurs árangurs til hagsbóta fyrir byggingarfjelag verka- manna og annarra þeirra fjelaga, er þarna eiga hlut að móli. Samband þetta hefur skrifstofu í Garðastræti 6. Fjelagsmenn, rjettindi og skyldur. Byggingarfjelag verkamanna var stofnað með 173 fjelögum. Nú eru í fjelaginu 823 skrásettir meðlimir. Þar af eru nú 160 orðnir íbúðareigendur að tilhlut- an fjelagsins. Samkvæmt núgildandi sam- þykktum fjelagsins, sem byggj- ast á lögunum um opinbera að- stoð við byggingar íbúðarhúsa í Bjarni Stefánsson, meðstj. kaupstöðum og kauptúnum, nr. 44 frá 1946, en I. kafli þeirra fjallar um verkamannabústaði, geta þeir einir orðið fjelagar, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði. 1. Eru fjárráða. 2. Eru heimilisfastir innan þess svæðis, sem fjelagið nær yfir. 3. Hafa ekki haft yfir 7000 króna árstekjur að viðbættum 1000 kr. fyrir hvern ómaga miðað við meðaítal þriggja síðustu ára, nje eiga yfir 10.000 kr. eignir. Framangreindar upphæðir hækka í samræmi við meðalvísi- tölu næsta árs á undan. Ef vafi leikur á um síðasta atriðið, hefur yfirlýsing frá skattstofunni verið látin ráða. Inngöngueyrir er 25 kr. og renna þær í varasjóð fje- lagsins. Ennfremur greiðir hver fjelagsmaður árlega 10 krónur. sem renna í fjelagssjóð. Ur fjelagssjóði skal greiða þann kostnað, sem verður við bein störf fjelagsins, svo sem fundar- höld o. fl. Inntökubeiðnir og úrsagnir skulu vera skriflegar. Komið getur það fyrir, að fje- lagsmenn missi fjelagsrjettindi vegna vanskila eða af öðrum á- stæðum. Aftur á móti mundi það ekki hafa áhrif á rjettindi fjelags- manns, þótt hann, eftir að hann géngur í fjelagið, afli sjer meiri tekna og eignist meira en inn- tökuskilyrðin tilskilja. Úthlutun íbúða til fjelags- manna hefur farið fram þannig, að í fyrsta skipti var dregið um það hjá lögmanni, hvaða fjelags- menn skyldu fá rjett til kaupa á íbúðum í I. flokki. Eftir það, var úthlutuninni svo háttað, að tala númeranna rjeði, þannig að lægra númer gekk fyr- ir hærra. Að öðru leyti var úthlutunin framkvæmd af fjelagsstjórn. Nú hefur fjelagsmaður keypt hús eða íbúð af fjelaginu og má hann þá eigi selja hana, nema stjórn fjelagsins hafi hafnað for- kaupsrjetti vegna fjelagsins. — Selji fjelagsmaður íbúð má sölu- verð hennar ekki vera hærra en síðasta kaupverð, að viðbættri verðhækkun, sem samkv. visitólu byggingarkostnaðar hefur orðið á þeim hluta kostnaðarverðs íbúð arinnar, sem greiddur hefur ver- ið af seljanda, þegar slík sala fer fram. Óheimilt er fjelagsmanni, sem íbúð hefur fengið hjá fjelaginu, að framleigja hana nema með leyfi stjórnar fjelagsins og þá að- eins hluta af henni, og skal þá stjórnin ákveða hvað há sú leiga megi vera. Stjórn fjelagsins. Aðalfundur hefur æðsta vald í fjelagsmálum og tekur þær á- kvarðanir um starfsemi fjelags- ins, seb þörf er á. Aukafundi má halda, ef fjelagsstjórnin telur á- stæður til og skylt er að boða til fundar ef 25 fjelagsmenn óska þess skriflega og greina fundar- efni. Stjórn fjelagsins skipa 5 menn og skal formaður skipaður af þeim ráðherra, sem fer með fje- lagsmál, en hina stjórnarmenn- ina skal kjósa á aðalfundi, hlut- bundinni kosningu, úr hópi þeirra fjelagsmanna, sem rjett hafa til íbúðar hjá fjelaginu. Fjór ir varamenn í stjórn skulu kosnir með sama hætti og fullnægja sömu skilyrðum. Formaður í Byggingaríjeiagi verkamanna hefur frá upphafi verið Guðmundur I. Guðmunds- son, alþm., skipaður af fjelags- málaráðherra. Á stofnfundinum 5. júlí 1939 voru þessir kjörnir aðalmenn í stjórn fjelagsins: Bjarni Stefánsson verkamaður, Magnús Þorsteinsson skrifstofu- maður, Grímur Bjarnason toll- vörður og Oddur Sigurðsson versl unarmaður. Þessi stjórn hefur síðan alltaf verið endurkjörin ár hvert, með þeirri breytingu einni, að á að- alfundi 1942 kom Sveinn Jóns- son verkamaður í aðalstjórnina í stað Odds Sigurðssonar og á að- alfundi 1945 var Alfreð Guð- mundsson fulltrúi kosinn í stjórn ina í stað Sveins Jónssonar, og hefur hann átt þar sæti síðan. Endurskoðendur reikninga fje- lagsins hafa verið allan tímann þeir Bernhard Arnar verslunar- maður og Jón Guðmundsson toll- þjónn. Hinn stjórnskipaði formaður fjelagsins kallaði stjórnina sam- an til fyrsta fundar 6. júlí 1939 Var fundurinn haldinn í lögfræði skrifstofu Stefáns Jóh. Stefáns- sonar og Guðmundar I. Guð- mundssonar við Austurstræti 1. Á fundinum skipti stjórnin með sjer störfum þannig' Varaformað- ur var kjörinn Magnús Þorstems- son, en gjaldkeri Grímur Bjarna- son. Hafa þeir báðir gegnt þess- um stjórnarstörfum síðan. Ritari var kjörinn Oddur Sigurðsson. En þegar Alfreð Guðmundsson kom í stjórnina árið 1945 var hann kosinn ritari fjelagsins og er það enn. Samkv. lögunum um verka- mannabústaði hefur hlutaðeig- • andi sveitarfjelag rjett til að. skipa eftirlitsmann með fjárreið- um og starfsemi byggingarfjelags verkamannabústaða. Reykjavíkurbær hefur notað þessa heimild og var Bjarni Bene j diktsson, þáv. prófessor, skipaður eftirlitsmaður með starfsemi Byggingarfjelags verkamanna á árinu 1939 af hálfu bæjarstjórn- ar Reykjavíkur og gegndi hann þeim starfa fyrstu starfsár fje- lagsins. En hin síðari ár hefur Ragnar Lárusson fulltrúr haft með höndum eftirlit þetta. | Samstarf stjórnar fjelagsins og |bæjarstjórnar Reykjavíkur hefur ^alla tíð verið hið prýðilegasta. Til sölu | Islenskur búningur = Siikisjal o. fl. Herrarykfrakki, Dökkblá 1 herraföt og 2 síðir kjólar. § Sími 80860. 1 ( iiiiiiiiii imitiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiuiiii3iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiinir Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugna recept og gerum við gler- augu Augun þjei nvílið með gieraugu frá TÝLI H.F. Austurstræti 20. ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■««■■■■■■■■■ Húsnæði fyrir iðnoð ósknst keypt ca. 200 fermetrar, mætti vera kjallarahæð sem væri björt og hótt undir loft. Tilboð óskast sent Morgun- blaðinu merkt: „Iðnaðarpláss— 352“. Ilngur piltur með málakunnáttu, getur fengið starf við afgreiðslu á gistihúsi i Reykjavík, yfir sumarmánuðina- Tilboð me’rkt „Gistihús — 349“, sendist afgr. Mbl. fyrir kl. 6 á mið- vikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.