Morgunblaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók ompnttkliiðið 36. árgangur. 160. tbl. — Sunnudagur 17. júlí 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sameiginleg afgreiðsla fiugfjelaganna í London SAMKOMULAG hefir náðst um, að breska flugfjelagið British European Airways annist sameiginlega afgreiðslu fyrir íslensku flugfjelögin í London, bæði Flugfjelag íslands og Uoftleiðir. BEA mun annast farmiðasölu og afgreiðslu alla frá ítensington Air Station og Northolt>flugvellinum. Samningar hjer. * Fyrir nokkrum dögum komu hingað fulltrúar frá BEA, beir Mr. Scott Hill og Mr. Douglas j Gray. Ennfremur komu hingað , tií bæjárins þeir Björn Björns- s£n stórkaupmaður í London, sem er fulltrúi Loftleiða í London og Guðmundur Jón- mundsson, fulltrúi Flugfjeiags Islands. Hafa þessir aðilar á- samt forstjórum flugfjelagaiina, unnið að samningagerð undan- farið og eftir því, sem blaðið héfir frjett hafa samningai náðst. -Hinir íslensku fulltrúar flug- f.jelaganna munu eftir sem áð- ur annast fyrirgreiðslu, hvor fyrir sitt fjelag í London. Snyder falar við De Gasperi RÓMABORG, 16. iúlí — Snyd- er fjármálaráðherra Bandaríkj anna kom til Rómaborgar í fyrradag og átti í gær viðtal við De Gasperi forsætisráð- herra. í dag gekk hann á fund páfans. — Reuter Eining í landvarna- réði V Evrópu LUXEMBURG, 15. n.lí — Uandvarnarráðherrar V estur- Evrópu bandalagsins sátu í dag nærri sjö klukkutíma lund og ræddu skiptingu á kostnaði við þær aðgerðir sem ætlao er til sameiginlegra landvarna Vest- ur-Evrópu. Á eftir var skýrt frá því, að fullkomin eining he'fði rikt á fundinum. — Reuter. í>arf 25 millj. gleraugu í Brellandi LONDON_ — Læknar telja, að hjerumbil annar hver ibúi Bretlands hafi sjónskekkju og þurfi að fá sjer gleraugu. — Sumir þurfa að hafa bæði lestr argleraugu og útigleraugu og, ef vel væri ættu því að vera í notkun í landinu um 25 millj. gleraugu. — Margir eyðileggja alveg sjónina með því að draga að leita til læknis. — Reuter. MIKIÐ ÞRÆLAHALD í RÚSSLANDI Flugvjel ferst á loft- brúnni við Berlín Áhöfnin, sem var fimm menn fórsf Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BERLÍN, 16. júlí — Bresk flutningaflugvjel á loftbrúnni til Berlín fórst í dag og ljetu allir í áhöfninni, eða fimm manns lífið. Var á Tegel-flugvelli. Flugvjel þessi var af Hast- ings gerð, lík Halifax flugvjel- unum, sem þekktar eru úr síð- ustu styrjöld og var fjögra hreyfla_ Hún hafði í morgun komið til Tegel flugvallar með birgðir til borgaiinnar, en þeg-' ar affermingu var lokið átti hún þegar í stað að fara til Vestur Þýskalands og halda á- fram flutningum. Fimm ljetu lífið. Hún var komin á loft yfir v.ellinum, þegar flugmaðurinn missti skyndilega stjórn á < henni. Og ljet áhöfnin, fimm manns lífið. Ekki er nákvæm- lega vitað um orsök slyssins, en talið að stýrisútbúnaðurinn hafi verið í ólagi. Lætur af for- mennskusförfum KAIRO, 16. júlí — Hamed Guda Bey forseti fulltrúadeild ar Egypska þingsins sagði í dag af sjer vara formensku í Sard- ista flokknum, sem er einn stærsti flokkur landsins. Guda Bey hefur nýlega borið fram tillögu í egypska þinginu um breytingar á kjördæmaskipun landsins, en þar sem Sardista flokkurinn hefur ekki viljað styðja tillögur hans segir hann af sjer formennskunni. —Reuter. Yfirmaður í Hong-Kong FantfabúÖirnar hinir verstu kvalastaÖir Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. LONDON, 16. júlí. — Skýrt hefur verið frá því, að Rússar hafi enn í haldi fjölda þýskra fanga. Sjeu þeir hafðir í þrælk- unarvinnu víða í Sovjetríkjunum. Fáeinir hafa fengið að snúa heim til sín og hafa þeir skýrt frá því hve skelfileg aðbúð þeirra hafi verið. Flafa breskir og franskir menn nú myndað samtök sín á milli og ætla að vinna að því öllum árum, að Rússar bæti aðbúð þeirra fanga, sem enn eru eftir. FESTtNG, hershöfðingi, yfir- maður í nýlendu Breta, Hong Kong, sem kínverskir kommún- istar krefjast að fái sjálfstæði. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna WASHINGTON, 14. júlí. — Ný- afstaðnar kröfugöugur jap- anskra verkamanna, sem hvorki stefna hernámsyfirvaldanna nje japnösku stjórnarinnar hefir gefið minnsta tilefni til. eru lið- ur í hinni fjarstýrðu herferð, sem farin er til að skapa ótta, óróa og ringulreið. í Austur-Asíuráðinu, sem 11 þjóðir eiga sæti í. varð fulltrúi Bandaríkjanna fyrir svörum, er rússneski fulltrúinn var með dylgjur um ástandið í japönsk- um verklýðsmálum. þetta var á fundi ráðsins síðastliðinn mið- vikudag. Hrakti Bandaríkjamaðurinn lið fyrir lið ásakanir Rússans um, að ekki væri allt með feldu í japönskum verklýðsmálum. — Væri þessi gagnrýni einungis uppi höfð í áróðursskyni, enda markið rússneskt. Slofnun Auslur Asíu- bandalags ÓANTON, 16 júlí. — Chiang Kai Shek foringi þjóðernissinna í Kína tilkynnti í dag, að Kína, Filippseyjar og Suður-Kórea hefði afráðið að stofna með sjer bandalag, sem yrði beitt í bar- áttunni gegn kommúnismanum í Austur-Asíu. Gaf hann þessa yfirlýsingu á fundi, sem hann hjelt með ýms- um æðstu mönnum flokks síns. Sagði Chiang enn fremur, að fleiri Austur-Asíuþjóðum yrði boðin þátttaka í samningnum. Chiang kom fyrr í vikunni heim frá Filippseyjum, þar sem hann ræddi við forseta eyjanna, Quirino, um baráttuna gegn út- breiðslu kommúnismans í Aust- urlöndum. — Reuter. Ástralía kaupir 22 þús. smálesfa farþegaskip SOUTHAMPTON — Ástralíu- menn ætla að borga eina millj. sterlingspunda til lagfæringar á skemmtiferðaskipinu , Mon- arch of Bermuda“, sem er 22, 500 smálestir. í Ástralíu verð- ur skipið kallað „New Austr- alia“. í mais 1947 kviknaði í skipinu og það skemmdist mik ið, en skömmu síðar keyptu Ástralíumenn það. Lagfæringin ætlar að taka allmikið lengri tíma en gert var ráð fyrir í fyrstu, en að henni lokinni mun skipið hefja ferðir milli Ástralíu og Ame- ríku og flytja 1600 farþega. — Reuter. Pústrar í persneska þinginu TEHERAN 14. júlí: — í gær fóru fram umræður um kosn- ingarrjett manna í persneska þinginu- Kom þar til nokkurra ryskinga og meiddist eii.ri þing manna lítillega. Þingmaðurinn Isfandiari lagði til að konur fengi kosningarrjett. Veittist þá að honum 3 fulltrúanna. Nokki ar tylftir þingmanna skiptust á pústrum og hrindingum. — Reuter. Krefjast mannúðar. í forsæti fyrir þessum sam- tökum eru margir kunnir menn, svo sem Brabason lá- varður, Vansittart lávaröur, Bennett flugmarskálkur, Paul Reynaud og Maurice Schuman. Þeir munu bera fram kröfur við Rússa um að sýna föngum mannúð. Miklir kvalastaðir. Nýlega hafa verið birtar frá- sagnir af fangabúðum Rússa. Einkum er ljóslega sagt frá fangabúðum þeim, sem voru á rússneska hernámssvæðinu í Austur-Þýskalandi. Frá þvi í mars 1945 fram til í mars í ár hafa um 180,000 þýskir her- menn gist þessar fangabúðir, sem hafa verið hinir mestu kvalastaðir. Mannslífið lítils virði. Til dæmis um aðbúðina þar er þess getið að á fyrrnefndum tíma hafi um helmingur, eða 80—90 þúsund manns látist í fangabúðunum. Fjöldi manns hefur verið sendur þaðan til Rússlands í þrælkunarvinnu en nokkrum hefur verið sleppt. - Mikið þrælahald. Talið er, að þýskir fangar í Rússlandi sjeu um 2!£ miljón. Er það mesta þrælahald, sem þekkist á síðari tímum og ef til vill í allri mannkynssögunni. Bretar vilja gerasf bændur COLCHESTER í Essex. — Margir Englendingar sækjast mjög eftir að verða bændur. Er fjöldi nýbýla reistur víðs- vegar um landið árlega. — Á þessu ári verða t d. gefin leyfi til að reisa 340 nýbýli í Essex- hjeraði, en fjöldi manna er enn á biðlista. Flestir nýbýlabænd- ur lifa af landbúnaðinum. en nokkrir ætla að vinna að garð- rækt í hjáverkum og hafa þá aðra atvinnu í borgunum. — Reuter. Kveikfi í hvílu bónda síns NORÐUR DAKOTA, 16. júlí -—- Níján ára amerísk kona, Alpha Mac Houle að natni hef j ir verið dæmd hjer í 6 ára fang elsi- He'fur hún meðgengið að hafa hellt eldfimu efui yfir rúm eigjnmanns síns meðan hann svaf og kveikt síðan í þvi. | Konu kindin var funoin sek um líkamsárás og fjekk dóm eftir því. ' Andrew Houle maðui henn ar er á batavegi. Sagði frúin við rjettarhöldin, að hana hafi lang að að jafna metin við bónda sinn sem hafi veitt sjev helsti litla atln'gli fyrirfarandi. —• Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.