Morgunblaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 6
6 M ORGVNRLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 1949- nt0ntkli[lðfrlb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbói. Tíu togarar í viðbót FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur fyrir skömmu undirrit- að samning við Hambros banka í London um 32,8 milj. kr. lán ríkissjóðs íslands. Skal fje þessu varið til þess að greiða með andvirði hinna nýju togara, sem ríkisstjórnin hefur samið um smíði á í Bretlandi. Heildarandvirði þessara skipa er um 39 miljónir króna eða um það bil 4 milj. kr. á skip. Er það 700—800 þús. kr. hærra á hvert skip en andvirði togara þeirra, sem Bretar smíðuðu fyrir okkur á árunum 1945—1948. Lán þetta er aíborgunarlaust fyrstu 3 árin en endurgreið- ist síðan á næstu 17 árum með hækkandi aíborgunum. Til þess er að sjálfsögðu rík ástæða að fagna því, að ís- lendingar eignist enn ný og vönduð botnvörpuskip. Er það í samræmi við það fyrirheit ríkisstjórnarinnar að halda nýsköpuninni áfram. Reynslan af hinum nýju toguium, sem fyrrverandi ríkisstjórn keypti til landsins hefur orð- ið góð. Þeir hafa reynst frábærlega vel og allur útbúnaður þeirra. Enn sem komið er hafa dieseltogararnir, sem eru alger nýung hjer á landi, einnig reynst ágætlega. Mun jafnan verða litið á þessi skipakaup, sem eitt merkasta skref, sem stigið hefur verið í þróunarsögu íslenskra at- vinnumála. Það skyggir að vísu nokkuð á gleðina yfir frekari tog- arakaupum, að við þurfum að mestu að taka andvirði þeirra að láni. Hin fyrri skip voru öll keypt fyrir sjóði þá, sem við höfðum safnað á stríðsárunum. En það er ekki hægt a.ð nota þá oftar en einu sinni. Það ætti að vera nokkurn- veginn ljóst. Aðalatriði þessa máls er þó ekki það að þessi nauðsyn- lega viðbót við togaraflotann er keypt fyrir lánsfje. Það getur út af fyrir sig verið sjálfsagt og eðlilegt að lán sjeu tekin til arðberandi atvinnulífsumbóta. Hitt er miklu þýð- ingarmeira að grundvellinum undir rekstri þeirra verði ekki kippt burtu á meðan er verið að smíða skipin. En í þá átt er nú stefnt hraðbyri. Sú staðreynd er það uggvænlegasta í sambandi við kaup fleiri togara. En í sambandi við kaup hinna 10 nýju togara verður ekki hjá því komist að benda á það, hversu gjörsamlega Framsóknarflokkurinn hefur nú jetið allt ofan í sig, sem hann sagði um togarakaup stjórnar Ólafs Thors. Þá hjelt Tímaliðið því fram, að fian- að hefði verið að þeim kaupum, að skipin væri alltof dýr, þau væru ófullkomið „dót“ og að íslendingar hefðu átt að bíða með að semja um kaup þeirra o. s. frv. Þetta var afstaða Framsóknar þegar hún streyttist við að kæfa nýsköpunarstefnu þá, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu fyrir. Nú er Framsókn komin í stjórn og nú tekur hún þátt í því að taka erlend lán til þess að byggja fyrir togara, sem verða 25% dýrari en skipin, sem Ólafur Thors af mikilli framsýni samdi um kaup á árið 1945. Og nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Nú hælir Framsókn sjer af því að hafa verið hvetjandi til togarakaupa árið 1945 þótt allir viti að hún barðist um á hæl og hnakka gegn því. En jafnan þegar Framsókn gömlu er bent á þetta hefur hún sama svarið á reiðum höndum til rjettlætingar sjer: Við vildum byrja á því að lækka dýrtíðina, segja málsvarar , milliflokksins“. En Framsókn kom í ríkisstjórnina í þann mund, sem fyrstu nýsköpunartogararnir voru að koma til landsins. Rekstur þeirra bar sig þá sæmilega. En þrátt fyrir tveggja ára stjórnarsetu Framsóknar heíur hún engar nýjar leiðir bent á til þess að koma í veg fyrir vöxt dýr- tíðarinnar, hvað þá heldur lækkun hennar. Og dýrtíðin hefur því miður haldið áfram að vaxa. Nú er svo komið að sú hætta blasir við togaraflotanum og öllum atvinnurekstri í þessu landi að hann kafni í dýrtíð. Það var hlutverk Sjálfstæðisflokksins að tryggja bjóð- inni ný og glæsileg atvinnútæki til lands og sjávar fyrir sjóði stríðsáranna. Næsta verkefni hans er að taka forystu fyrir markvísri baráttu fyrir skcpun heilbrigðs rekstrargrundvall- ar þeirra. Til þess verða allir þjóðhollir menn að efla hann og styrkja {Jílu/erji óbrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þegar enginn hafði tannpínu. VILHJÁLMUR Stefánsson landkönnuður sagði mjer sbg- una af því, þegar tannskermnd- ii voru óþekktar hjá íslend- ingum og enginn fjekk tann- pínu. Þá hlýtur öllum að hafa liðið miklu betur og þá voru engir brandara til um tann- lækna! Það var vísa Bjarna Ásgeirs- sonar landbúnaðarráðherra, sem hann orti til Vilhjálms, sem ryfjaði upp þessa sögu. —- Ar- ið 1904 var Vilhjálmur Stefáns- son hjer á landi við rannsóxn- ir í Haffjarðarey. Hafði liann á brott með sjer nokkrar haus- kúpur og flutti til Ameríku. » Óvinsældir. ÞAÐ VORU margir, sem lágu Vilhjálmi á hálsi fyrir þessar rannsóknir hans. Gamla fólkið hjelt því fram, að hinir dánu ættu að fá að hvíla í friði og það gengi helgispjöllum næst, að róta í gömlum gröfum og rannsaka bein löngu látinna manna. • Heilar tennur í hauskúpum. EN ÞAÐ var einmitt vegna þessarar rannsóknar, sem Vil- hjálmur komst að merkilegum vísindalegum staðreyndum I hauskúpunum í Haffjarðarey voru allar tennur heilar og ó- skemdar. Það þótti sanna, að á mið- öldum hefði tannskemdir ver- ið óþektar hjer á landi, en þangað til hafði það verið skoð- un vísindamanna, að tann- skemmdir hefðu verið í mann- fólkinu frá aldaöðli. Beinarann- sóknir í öðrum löndum höfðu sýnt það. • Mataræðinu að þakka. í ÞÁ DAGA lifðu íslending- ar nær eingöngu á mjólkuraf- urðum, kjöti og fiski. Brauð og grautar úr korni þekktust ekki, segir Vilhjálmur. Það var ekki fyrr en síðar, að farið var aÁ flytja inn mjöl- mat og allskonar erlend mat- væli, að íslendingar komust í kynni við tannpínuna. Síðar komst Vilhjálmur að því, að Eskimóar fengu held- ur ekki tannpínu fyrr en þeir fóru að borða mat hvíti*a manna. Þeir lifðu eingöngu á kjöti og það var nóg til þess að tennur þeirra hjeldust heil- ar, þótt þeir hefðu engan n'jólk urmat. • Hafragrautur „einasta yndið“, er eitur! „HAFRAGRAUTUR einasta yndið mitt er“, syngja börnin í Grænuborg og gretta sig þó við hverja skeið, sem neitt er ofan í þau þar og annarsstað- ar, þar sem hafragrautur er á borðum. V Og það er ekki af ástæðu- lausu, að börnin gretta sig, þvi hafragrautur er mesta eitur fyr ir tennur manna, segir Vil- hjálmur. Sama er að segja um brauðmat allskonar. „Vissi jeg ekki bankabvgg“, sagði kerlingin og fleiri munu taka undir það er þeir heyra þenna dóm um hafragrautmn. Raulað fyrir munni sjer. KUNNINGI minn sagði rajer eftirfarandi sögu: — Jeg kom heim úr vinnunni á dögunum, óvenju ljettui í skapi. í stiganum raulaði jeg ljett lag, en gætti þess að það væri ekki svo hátt, að nágrann- inn heyrði það. Því jeg er lög- hlýðinn borgari og fylgi þeirri reglu að greiða keisaranum það sem keisarans er. Vildi því ekki eiga á hættu, að verða krafinn skemmtanaskatts, því það er ekki að vita, nema að Stef-menn liggi í leyni og heimti sinn rjett. • Úr vöndu að ráða. „EN ÞEGAR jeg var kominn inn í íbúðina mína, hækkaði jeg röddina og trallaði fullum hálsi „Mood indigoo“ eða hvað það nú heitir eftir Duke EHing- ton. „Þegar jeg var búinn með lagið, kom konan mín glaðleg á svipinn og rak mjer rembings koss. „Þetta skaltu hafa iyrir sönginn", sagði hún, „en hvað þú syngur yndislega“. Þetta hefði hún ekki átt að segja. „Hræðileg hugsun greip mig. Nú hefi jeg sungið verndað lag fyrir þóknun og jeg skulda Duke Ellington hundraðshiuta úr kossi! „Ef konan hefði bara getað þagað og ekki sagt að þetta væri þóknun fyrir sönginn. Það verður þrifalegt þegar Duke kemur að innheimta prósentur sínar. • Var Eiríkur rauði Rússi? HEIFTARLEG RIMMA stóð í kaffihúsi hjer á dögunura. — Einn fjelaganna hjelt því fram, að þess yrði ekki langt að bíða, að Tass-frjettastofan sendi út um það tilkynningu, að Eiríkur rauði hafi verið Rússi og þess vegna ættu Rússar Grænland og þar með hefðu Rússar raun- verulega líka fundið Ameriku. Flestir hlógu, sem við borð- ið voru. Og svo varð rifrildi úr öllu saman. • Sterk rök. — „JÆJA. sagði sá. sem brotið hafði upp á samtahnu. Það þarf minna til, því af hverju var Eiríkur svo sem kall aður rauði, ef hann var ekki Rússi? Því eins og þið vitið, ef þið íylgist nokkurn skapaðan hlut með því sem er að gerast í heiminum, þá hafa Rússar fund ið allt upp löngu áður en vest- rænir menn. Síðast fyrir nokkr um dögum sagði Tass, að það hafi verið rússneskur bóndi, sem fann upp kafbátinn, 40 ár- um áður en Bandaríkjamenn. Samkvæmt sömu heimildum fundu Rússar rafmagnið og alt, sem því til heyrir, rússncskur maður kom fram með þróunar- kenninguna 20 árum á undan Darwin ....... Og Shakespeare — OG HEFIR það kannske ekki verið sannað, að Shakespeare hafi verið Georgíumaður? bætti hann við svona til að draga úr öllum efa. En þá gall einhver við: — Nei, það var Göbbels, sem gaf Shakespeare þýskan borg- arrjett og gerði úr honum nasista. Þá fyrst færðist þögn yfir kaffiborðið. | meðáTannaráörða .... Fyrirmyndarskóli fyrir vandræðapilta. Eftir frjettaritara Reuters. HAMBORG: — Sveitasetur, sem von Keitel marskálkur átti einu sinni er nú hæli fyrir þýska vandræðapilta. — Von Keitel var dæmdur til dauða í Núrnberg rjettaihöldunum 1946. Hjer áður fyr voru haldin herforingjahóf í þessum húsa- kynnum og salirnir bergmál- uðu af hælasamslætti og glasa- glamri. Nú heyrist þar aðrir ómar í „þorpi unga fólksins“. Húsið er á landi herragarðsins Helmscherode, ekki langt frá hinu aldagamla biskupssetri Hildisheimum. Vandræðapilt- um frá breska hernámssvæð- inu er safnað saman og fengin dvalarstaður í húsakynnum von Keitels og það er KFUM, sem sjer um rekstur heimilis- ins. TILRAUN, SEM REYNIST VEL FYRIR einu ári var til þess: heimilis stofnað í tilraunar- skyni. Sú tilraun hefur heppn- ast framar öllum vonum i Upptökin átti þýskur mót- mæléndaprestur, Hans Herth- nak að nafni, sem var meðlim- ur KFUM fyrir 1933, er Hitler komst til valda og bannaði þann góða fjelagsskap, eins og mörg önnur æskulýðsfjelög, sem ekki vildu ganga erinda nasistanna- Þegar styrjöldi--í lauk og þegar miljónir h -^milislausra flóttamanna frá .4''"tur-Þýska landi streymdi vestur á bóg- inn, voru meðal þeirra margir unglingar, sem ekki áttu neitt athvarf. en sváfu í járnbraut- arstöðum og drógu fram lífið á þjófnaði og svartamarkaðs- braski. Það var þá að síra Herthnak ákvað að reyna að bæta úr þessum vandræðum. -Í7FUM TEKUR MÁLIÐ AÐ SJER MEÐ aðstoð KFUM tókst hon- um að fá húsnæði í Helms- cherode býlinu og þar voru ungir menn teknir til dvalar og reynt að rjetta þá við, bæði andlega og líkamlega. Tengdasonur von Keitels hafðj umsjón með húsinu um þetta leyti og var það notað sem aðsetur fyrir hjálparstarf- semi Sameinuðu þjóðanna. — Síra Herthnak valdi sjálfur pilta þá, sem mestu þörfina höfðu fyrir aðstoð. Hann leit- aði__þeirra allt frá Flensborg, við dönsku landamærin, að Göttingen og frá Brunswick að austan til Aachen að vestan. Hann heimsótti járnbrautar- stöðvar að næturlagi og svarta markaðsstaði og hóf síðan starfið með 8 drengjum. ® • FIMMTÍU VISTMENN í DAG eru piltarnir orðnir 50, sem hafa vist í heimilinu, en fleiri ér ekki hægt að hýsa í Frh. á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.