Morgunblaðið - 17.08.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUHBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. ágúst 1949. gHiimiiiiiiMtiimitr Framhaldssagan 65 •IIIIHIIM""l"IMIIMM«MllllllllirilllHIIIMMIMIMIIIIIIHIIIIMIMIIIIMIMIIIIIIII«IIIIIIIMIMMIMMMIIlH« Eítir Ayn Rand <53f Refsing og rjettmæt laun ÍTÖLSK ÞJÓÐSAGA •fi'iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii lll,iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiMiiMiiiiMiiiii"iiiiiiiiiiiiiiiii lllllllllll•lll•lllllllllll•llll••llllll••ll""•"llll"ll""»,",IH,l llll•llllllllll•llllllll•l•"lr> „Alt ágætt: Veðrið er yndis-' legt. Sumarið er byrjað. Hef- urðu mikið að gera?“ „Já. Jeg á að halda fyrirlest ur í klúbbnum á morgun um materialisma frá sögulegu sjónarmiði“. Kira kveikti í tveim vindl- ingum og stakk öðrum milli vara Marishu. „Þakka þjer fyrir“, sagði Marisha og hrærði með sleif- inni í þykkri súpunni. „Materi- alismi frá sögulegu sjónarmiði og hveitisúpa. Jeg á nefnilega von á gesti“. Hún deplaði Öðru auganu kankvíslega. „Jeg hugsa að þú þekkir hann. Hann heitir Victor Dunajev“. „Jeg óska þjer til hamingju .... og honum sömuleiðis“. „Þakka þjer fyrir. Hvað seg- ir þú í frjettum,? Hefir þú frjett nokkuð frá víni þínum ný- lega?“ „Já“, sagði Kira treglega. „Jeg hefi bæði ‘fengið brjef frá honum og skeyti“. „Hvernig líður honum? Hve- nær kemur hann heim?“ Það var eins og andlit Kiru stirnaði og yfir það færðist al- vara og andaktug ró. Marisha þekkti aftur hina alvörugefnu og ábyrgðarfullu Kiru, eins og hún hafði verið fyrir átta mán- uðum. „í kvöld“, sVaraði hún. II. A borðinu fýrir framan Kiru lá símskeyti, í því stóðu fjög- ur orð: Kem fimmta júní. Leo. Hún var búin að lesa það oft, en það voru enn tvær klukku- stundir, þangað til lestin frá Krím kæmi, - svo hún gat lesið það oft ennþá. Hún fletti því sundur á slitinni silki-rúmá- breiðunni, kraup á knie við rúmið, og sljettaði úr þvi. — í því stóðu fjög.ur orð .... eitt orð á hverja tvo mánuði, sem voru liðnir. Hún fór að hugsa um, hve margir dagar væru á hvert brjef. Hún reyndi að hugsa ekki um, hve margir tím ar það mundu vérða eða hvern- ig þessir tímar hefðu liðið. En hún mundi eftir, hve oft hún hafði hrópað yfir sjálfri sjer: „Það gerir ekkert til. Jeg fæ hann aftúr .... og þá er hann frelsaður úr greipum dauð ans“. Smátt og smátt hafði þetta orðið svo eðlilegt og auð velt. Ef menp gátu einblínt á eina ósk, einblínt svo, að allt annað gleymdist, þá varð tilver an mátulega fjarlæg og þolan- leg. Aðrir vissu ef til vill enn, að til var fjöldi fólks, og hver maður hafði aínar eigin tilfinn ingar. En hún vissi það ekki. Hún vissi aðeins, að hann mundi koma frelsaður heim. — Þessi hugsun hafði verið eins og deyfilyf, hreinsað hug henn ar af öllu óþægilegu svo að hún varð köld og róleg. En henni gekk verst að venj ast tómleikanum í herberginu. Hún gat ekki skilið, hvernig slikur regin-tómleiki gat rúm- ast innan fjögurra veggja. Þeg ar hún vaknaði á morgnana, fanst henni næstum ofraun að fara á fætur. Dagurinn fram- undan var grár og hversdags- legur eins og kaldranalegur vetrarhiminninn, sem hún sá í út um gluggann. Á daginn fanst henni allir hlutir í her- berginu vera sjer óvinveittir, prímusinn, skápurinn, og drag- kistan, því að allt minnti þetta hana á liðnar stundir og á það sem hún hafði misst. En Leo var suður á Krim, þar sem hver mínúta var sólar geisli og hver sólargeisli færði honum lífsþrótt. Stundum hafði hún flúið út úr herberginu og út á götuna, þar sem var fólk og mannamál. En eftir litla stund flýtti hún sjer inn aftur, því að meðal fólksins á götunni var hún enn meira einmana. Stundum gekk hún um fáfarnar götur með hendur í vösum og horfði bæn- araugum á sleðameiðana, titl- ingana og snjóinn, enda þótt hún vissi ekki vel sjálf, hver tilgangurinn var. Þegar hún kom heim, kveikti hún í „bour- geoisanum“, borðaði hálf volg- an matinn við tómlegt borðið í tómlegri. rokkinni stofunni. Snarkið í eldinum, tifið í klukkunnL á hillunni og hófa- tökin úti á götunni minntu hana á lífið í kring um hana og þving uðu hana til að halda áfram. En Leo drakk mjólk og borð aði safaríka ávexti, sem voru að springa af hollustu. Á næturnar stakk hún stund um höfðinu undir ábreiðuna, þrýsti höfðinu niður í kodd- ann, og reyndi að gleyma öllu í kringum sig. Hún reyndi að flýja burt úr sínum eigin lík- ama, líkama, sem enn logaði eftir snertingu ókunnugra handa. ,En Leo lá á ströndinni við haf ið og sólin litaði limi hans brúna og setti roða í kinnar hans. Stundum kom yfir hana augnablikskenndir og þá var leins og rynni upp fyrir henni, jhvernig hún fór með sinn eig- jin líkama. rjett eins og hún |hefði ekki skilið það áður. Hún kreisti aftur augun og píndi sig til að hætta að hugsa. Hún mátti ekki hugsa hugsunina til jenda, því að á bak við þá hugs- un lá önnur enn hryllilegri: — Það var hugsunin um meðferð hennar sjálfrar á annarri mannssál. , j En Leo hafði bætt við sig jfimm pundum og læknarnir ^voru ánægðir. Stundum sá hún fyrir sjer varir, sem brostu, svo að munn- vikin beygðust niður á við; eða langa, granna hönd, sem hreyfð ist svo kunnuglega. Hún sá þetta svo greinilega. að hver taug í líkama hennar spennt- list o_g henni fannst allir aðrir i hljóta að hafa sjeð þetta líka. jHún hugsaði um það, undrandi og örvingluð, hvað það gat ver- ið hræðilegt, að eiga aðeins eina hugsun. En Leo skrifaði henni. Hann skrifaði í hverri viku, eins og hann hafði lofað. Þeg- ar hún las brjefin hans, reyndi hún að muna hreiminn í rödd hans, og hvernig hann mundi jhafa úttalað hvert orð. Hún rað aði brjefunum í kringum sig. jog þegar hún sat kyrr innan um brjefhrúguna fanst henni hún finna návist hans. En nú var hann að koma aft- ur, heilbrigður, sterkur og frelsaður. í átta mánuði hafði hún lifað í eftirvæntingunni og nú var skeytið komið. — Hún hafði aldrei hugsað sjer neina framtíð eftir það. Lestinni frá Krím seinkaði. Kira stóð hreyfingarlaus á stöðvarpallinum og starði á járnbrautarteinana. Hún þorði ekki að líta á klukkuna, því hún var hrædd um að fá fullvissu um það, að lestinni hefði seink að um óákveðinn tíma. Stöðvar pallurinn gekk í bylgjum undir fótum hennar, þegar þungum farangursvögnum var ekið eft- ir honum. í göngunum einhvers staðar á milli stálrimlanna hrópaði maður með þunglyndis legri röddu altaf sömu orðin upp aftur og aftur með jöfnu millibili: „Láttu hann renna, Grishka“. Á pallinum hinum megin við teinana sat kona á pinkli og studdi hönd undir kinn. Sólin var að setjast og kastaði rauðgulum bjarma á gluggarúðurnar. „Láttu hann renna, Grishka“, sagð i. mjó- róma röddin. Kira fór inn á skrifstofu járn brautareftirlitsmannsins. Hann sagði henni að lestinni hefði seinkað mikið. Hún hafði orð- ið fyrir óhjákvæmanlegum töf- um. Það hafði verið ruglingur í sambandi við lest, sem var að koma af hliðarbraut. Lestin frá Krím mundi ekki koma fyr en á morgun. Hún stóð enn dálitla stund úti á pallinum. Hún átti bágt mð að slíta sig frá þeim stað, þar sem henni hafði fundist að hann væri þegar kominn. Svo sneri hún sjer við og gekk hægt niður tröppurnar. Handleggir hennar hjengu máttlausir nið- ur með hliðunum. Hvert skref var eins og ein heild og við hverja tröppu var hún ekki viss um, að hún mundi þurfa að ganga lengra. Við enda götunnar sá í rautt j belti úti við sjóndeildarhring- inn og loftið var þrungið rökk- urkenndri ró. Hún gekk hægt áfram eftir hliðargötu. Þegar hún hafði gengið dá- litla stund, kom hún á gatna- mót, sem hún kannaðist við, og hjelt þaðan áfram til Dunajevs fólksins. Hún varð að láta kvöldið líða við eitthvað. Irína opnaði fyrir henni. Hún var úfin, en hún var í nýjum. röndóttum kjól, og enda þótt hún væri þreytuleg, hafði hún dyft andlit sitt vandlega. „Nei, Kira! Ert þetta þú — Það er sannarlega gaman að sjá þig. Þú ert alveg hætt að koma. Farðu úr kápunni og komdu inn. Jeg þarf að sýna þjer .... dálítið. Hvernig líst þjer á nýja kjólinn minn?“ Kira fór að hlæja. Hún fór úr kápunni. Hún var í röndótt um kjól úr alveg eins efni og kjóll Irínu. „Nei......hver fjárinn11. „Nei, Irína, heldur þú að þetta sje nokkuð skemmtilegra fyrir mig en þig“. „Hvenær fjekstu hann?“ „Fyrir viku“. „Jeg hugsaði með mjer, að jeg mundi vera örugg ef jeg 1. EINU SINNI var konungur. Hann átti aðeins eina dóttur ‘ barna, sem hann elskaði meir en nokkuð annað í veröld- inni. Hún hjet Myra og var yndisleg lítil stúlka. Einu sinni, þegar pabbi hennar, konungurinn var að leika sjer með henni úti á svölum hallarinnar, kom gamall boginn spá- maður gangandi hjá höllinni. En þegar hann sá litlu fallegu kóngsdótturina, fór hann ekki að brosa eins og allir aðrir. Nei! Hann hristi bara höfuðið dapurlega. Konungurinn, pabbi Myru sá.þetta. Hann varð mjög undr- andi yfir þessu háttalagi spámannsins, að hann skyldi fara að hrista höfuðið og skipaði varðliðsforingjanum að fara þegar í stað til spámannsins og skipa honum að ganga á stundinni fyrir konung. Svo var spámaðurinn leiddur fram fyrir hásæti konungs. „Nú, hvað átti það eiginlega að þýða að hrista höfuðið, þegar þú horfðir á hana litlu dóttur mína?“ spurði kon- nngurinn og var afskaplega reiður á svipinn. „Gerði jeg það, yðar hátign? Það hlýt jeg að hafa gert þegar jeg var utan við mig, og jeg er svo oft utan við mig, vegna þess, að jeg hugsa svo mikið,“ sagði spámaðurinn. „Nú, karlinn, þú ætlar að reyna að dylja eitthvað fyrir mjer,“ sagði konungurinn í höstum málrómi. „En nú skipa jeg þjer að segja mjer allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.“ Spámaðurinn sá, að nú var konungurinn orðinn reglulega reiður, svo að hann þorði ekki að dylja hann þess lengur, hvers vegna hann hafði hrist höfuðið. „Þjer verðið þá að lofa mjer því, yðar hátign, að refsa mjer ekki þó jeg segi yður allan sannleikann og segi, hvað jeg var að hugsa um.“ „Jeg lofa þjer því. Þú skalt fá að fara hjeðan frjáls maður, hvað svo sem það var, sem þú varst að hugsa um.“ „Jæja, þá skal jeg segja það, sem jeg veit, og hvers vegna jeg er svo sorgbitinn og utan við mig, þegar jeg sje litlu fallegu kóngsdótturina. Þegar hún verður 11 ára munu ill örlög grípa hana.“ — Mjer (latt í hug aS jeg hefSi kannske frjett handa ySur, herra ritst jóri. ¥ Gondólar og vjelbátar. 1 Feneyjum á Italíu er nú hörð barátta á milli hinna heimsfrægu gondóla og vjelbátanna, sem famir eru að sýna ýg allmikið á síkjtun borgarinnar. — Gondóla-eigendurnir halda því fram að vjelbátamir eigi engan tilverurjett þar, en þeir eru miklu hraðskreiðari og fargjaldið með þeim ódýrara svo að við ramman reip er að draga. Nýlega söfnuðust allir gondóla-eig- endur borgarinnar saman á ferjum sínum fyrir framan eitt stærsta gisti- hús borgarinnar og rjem þaðan um sikin í einskonar kröfu- og mót- mæla-siglingu. Fyrir stríðið höfðu gondóla-eigend- umir miklar tekjur, en þær em orðn ar heldur rýrar nuna. Stjómin hefir nn sjeð sig knúna til þess að veita þeim fjárhagslega aðstoð, þar sem að gondólarnir hafa mikið ferðamanna- aðdráttarafl. Talsmaður gondóla-eigenda segir þó, að málinu verði aldrei bjargað við nema gistihús borgarinnar taki þátt í að útiloka vjelbátana. ★ Reiknast dáinn, en er ]>ó kannske á lífi. Það hafa risið upp í Þýskalandi ýmsir erfiðleikar ' sambandi við það, að eiginkonur hermanna, sem ekki hafa komið fram, hafa ekki hugmynd um, hvort þeir eru dánir eða fangar Rússa. Þetta hefir orðið til þess, að sett hafa verið lög, þar sem svo er mælt fyrir, að hafi einhver maður verið týndur í fjögur ár, skuli hann reiknast sem látinn. k Sorgarlejkur í dýraríkinu. Það skeði nýlega í Noregi, að illa vaninn hundur rjeðist á kind, sem lagði á flótta. Hundurinn ljet ekki þar við sitja, heldur elti kindina og flæmdi hana út á háa klettabrún. Þar náði hann að bíta í ull hennar, en þegar kindin í ofsahraÆslu stökk fram fram af brúninni, fylgdi hundurinn með. Hann hafði ekki getað losað sig nógu fljótt. Fallið var hátt, og þeg- ar að var komið, höfðu þau bæði beð- ið bana. ★ Rödd Hillers. Fimm menn hafa gefið sig fram til þess að leika Hitler í kvikmynd, sem hugsað er að gera af siðustu dögum Hitlers. Þa'i hefir verið allt í lagi með útlit þessarra manna, en * menn hafa ekki verið ánægðir með röddina. Það hefir nefnilega komið í ljós, að Hitler hafði sjerkennilegri rödd en almennt var álitið. Svo hefir mönnunum einnig gengið illa að ná vel andlitsdráttunum, þegar hann tal- aði. — -jttllllllMMHMIMMHIHHHIMMMMIMMMMMMHIHMIMMMHM PELSAR I Kristinn Kristjánsson í E Leifsgötu 30, sími 5644. L ——nmmrn-t.......i.....*...*...“**~*iTi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.