Morgunblaðið - 06.09.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. árgangur. 202. thl- — Þriðjudagur 6. septemher 1949. Prentsmiðja Morgunbláðsins Skæruliðum á Malakka gefin grið um stund Von um aö bófaflokk arnir leysis) upp Einkaskeyti til Mbl. fra Reuter. SINGAPORE, 5. sept. — Flugvjelar breska hersins á Mal- ákaskaga munu á morgun sveima yfir frumskógunum þar sem talið er að hinir kommúnistisku skæruliðaflokkar haldi sig enn. Verður varpað úr flugvjelunum þusundum dreifimiða, þar sem skæruliðum verður lofað griðum, ef þeir næstu daga gefa sig fram við bresku hernaðaryfirvöldin. Marga langar til að losna. Gurney, foringi breska hers- ins á Malakkaskaga, hefur gert grein fyrir þessum ráðstöfun- um. Segir hann, að fjöldi þeirra manna er taki þátt í skæruhern aði kommúnista á Malakka- skaga sjeu orðnir þreyttir og leiðir á því starfi, en flokksag- inn og óttinn við að verða dreg- inn fyrir dómstólana sje hið eina sem haldi þeim föstum í skæruliðaflokkunum, því sje þetta tilvalið tækifæri til að leysa flokkana sundur. Það er þó skýrt tekið fram á dreifiblöðunum, að þeir skæruliðar, er hafi morð á sam- viskunni muni jafnt sem áður verða að sæta fullri refsingu. Xommúnisminn heíur lítið fylgi. Mjög hefur dregið úr óeirð-. um á Malakkaskaga. í upp- reisnarflokkunum eru ein- göngu kínverskir kommúnistar, sem flutt hafa til landsins á síð- ari árum. Kommúnisminn hafi hinsvegar mjög fáa áhangend- ur meðal fyrri íbúa landsins. Hjeraðsmóf í Ausfur-Skaffa- fellssýslu var afar fjölsóff Vaxandi fjeiagslíf Sjálfstæðismanna. HJERAÐSMOT Sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu, sem haldið var í Höfn í Hornafirði s. 1. sunnudag, var með allra fjölmennustu samkomum, sem þar hafa verið haldnar — og sótt úr öllum hreppum sýslunnar. Eymundur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfjelagsins í sýsl- unni, setti mótið með ræðu og stjórnaði því. Síðan fluttu þeir ræður um stjórnmálaviðhorfið og málefni kjördæmisins: Bjarni Benediktsson ráðherra og Gunnar Bjarna- son, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Var ræðu- mönnum ágætlega tekið. Fjölbreytt skemmtiatriði og^.................................— vel undirbúin voru á mótinu. Karlakór Hornfirðinga, undir stjórn Bjarna Bjarnasonar, bónda á Brekku, skemmti við ágætar undirteknir. Meðal ann ars söng kórinn hornfirsk lög ög kvæði, sem vöktu sjerstaka athygli og ánægju. Þá skemmtu 5 hornfirskar stúlkur með söng og gítarundirleik og vöktu þær mikla hrifningu áheyrends. — Söngvararnir Ólafur Magnús- son frá Mosfelli og Hermann Guðmundsson skemmtu með einsöng og tvísöngvum og var þeim ágætlega tekið, Að lokum var dansað Pam eftir nóttu og fór öll samkom- an hið prýðilegasta fram. Hið nýstofnaða Sjálfstæðis- fjelag hafði veg og vanda af undirbúningi mótsins og sá hið besta fyrir öllu. Meðal annars höfðu verið gerðar ráðstafanir til þess að Öræfingar gætu kom ist á mótið, en eins og kunn- Ugt er búa þeir við mikla ein- angrun og samgönguerfiðleika. Samtök Sjálfstæðismanna í sýslunni fara vaxandi og mikill áhugi ríkjandi fyrir brautar- gengi flokksins í kosningunum í haust. Eldsvoðinn í Chung- king af völdum kommúnisfa HONG KONG, 5. sept.: — Rannsókn er hafin í sam- bandi við eldsvoðann mikla í Chungking á föstudags- kvöld, er 1000 manns ijetu lífið og 100,000 manns mistu heimili sín. Þykir nú full- sannað, að það var flokkur kommúnistískra skemmdar- verkamanna, sem kveikti bálið. Þegar hefir náðst í einn íkveikjuvarganna. Var hann settur fyrir herrjett, sem dæmdi hann til dauða og var brennuvargurinn að því loknu tafarlaust skotinn. — Reuter. Eússnesk blöð og útvarp ræða um uppreisn gegn Tito Sagf frá kvalafangabúðum Áframhaldandi áróður Kominform gegn Júgósl. Einkaskeyti til Mbl. frá Rcuter. MOSKVA, 5. sept. — í dag hafa bæði Pravda, helsta mál- gagn kommúnistastjórnar Rússlands og rússneska útvárp- ið rætt líkurnar fyrir uppreisn í Júgóslavíu gegn Tító mark- skálk. Moskvaútvarpið útvarpaði lengi dags áskorunum til Júg'óslava um að mynda nýjan kommúnistaflokk og steypa Tító af stóli. ------------------<S> Jón KJartansson frambjóðandi Sjálf- slæðisflokksins í V.-SkaKafeiissýslu Jón Kjartansson sýslumaður FRAMBOÐ Sjáifstæðismanns í Vestur-Skaptafellssýslu er nú ákveðið og verður Jón Kjart- ansson sýslumaður þar í kjöri. Jón hefir um nokkurra ára skeið verið sýslumaður Skaft- fellinga. Hann er löngu lands- kunnur maður. Hann var rit- stjóri Morgunblaðsins í rúmlega 20 ár og ritstjóri ísafoldar og Varðar um margra ára skeið. Jón átti sæti á þingi fyrir Vest- ur-Skaptfellinga árin: 1923— 1927. — Það er alkunnugt, að Jón Kjartansson nýtur mikilla vin- sælda og almenns trausts i sýsl- unni. Halastjarnan fer með 960 km. firaða á kisf. LONDON, 5. sept.: — Breska farþegaflugvjelin, sem kölluð hefir verið „halastjarnan“ er enn í tilraunaflugi. í gær var henni flogið með 960 km. hraða á klst. og hefur flugvjel ætluð til farþegaflugs, aldrei komist svo hratt fyrr. — Hvað eftir annað hefir halastjörn- unni verið flogið í 12,000 metra hæð og gefist vel. — Reuter. Schuman á f jármálaráðslefnu LE HAVRE, 5. september: — ur um haf á hafskipinu de Gras se, en þar vestra mun hann verða viðstaddur fjármálavið- ræðurnar í Washington. ■— Reuter. * Líkur fyrir uppreisn. í Pravda í dag er skrifað um líkurnar til að uppreisn verði gerð í Júgóslavíu gegn Tító. — Segir þar, að fjölda margir Júgóslavar skilji það, að eina leiðin til að snúa inn á braut komúnismans sje að steypa Tito og klíku hans af stóli. „Vinátta“ við Rússa. Rússneska útvarpið sagði í dag, að yfirgnæfandi meirihluti júgóslavnesku þjóðarinnar ósk aði þess, að komið yrði á nýju „vináttusambandi“ við Rúss- land og önnur kommúnistaríki í Austur-Evrópu. Þjóðin finni, að það sje aðalatriðið, að halda góðri „vináttu“ við Rússa o. s. frv. — Rætt um kvalafangabúðir. í nýútkomnu Kominform riti er frá því skýrt, að margar tug- þúsundir kommúnista í Júgó- slavíu hefðu að undanförnu ver af lífi í júgóslavneskum kvala- fangabúðum. Þannig heldur á- róður Kominform áfram án af- láts. Robert Schuman ljet úr höfn ið pyntaðir, sveltir eða á annan hjeðan í dag. Siglir hann vest- hátt með hörmungum teknir Nær 21 þús. hl. bárust til bræöslu í sL viku Hæsta skipið var með tæpi, 7000 mál SAMKVÆMT síldveiðiskýrslu þeirri er Fiskifjelagið birti í gærkvöldi, og miðuð er við síðastl.' laugardagskvöld, þá hafa í vikunni sem leið borist aðeins 20.757 hektólítrar af síld til bræðslu. — Er bræðslusíldaraflinn nú orðinn 455.905 hektól., en það er um 44.198 hektól. meiri bræðslusíldar afli en á sama tima í fyrra. Skæðasta vika Vegna veðurs hefir verið lítið hægt að fást við síld, en veðr ið setti mest svip sinn á síld- veiðarnar í síðastl. viku. Salt- að hefir verið í um 11000 tunn ur í vikunni, svo að heildarsölt unin er nú komin upp í 53.477, á móti 111.167 tunnum á sama tíma í fyrra. <$- Hæstu skipin Helga RE er nú aflahæsta skipið í flotanum, með 6834 mál síldar og tunnur. — Næst kemur Fagriklettur, Hafnar- firði með 6725 mál og tunnur, Ingvar Guðjónsson. Akureyri með 6129, og Helgi Helgason VE, með 5645 mál og tunnur Frh. á bls. 12. Slórkostlegt smygl- mál á döfinni KAUPMANNAHÖFN, 5. sept.: Eftir því, sem ,,Ekstrabladet“ ( segir í dag, verður að telja víst, að Danmörk hafi að undanförnu verið miðstöð mikilla smyglsam taka. Eitt einasta afrek þessa fje- lagsskaparð var að smygla vör- um inn í Danmörku, gegnum sænska höfn, voru þær um hálf miljóna króna að verðmæti. Sagt er, að 10 fiskimenn og f jesýslumenn, sjeu flæktir í mál ið í Kaupmannahöfn einni. — i Hafa bátar fiskimanna nú ver- ið gerðir upptækir. Sænska lögreglan vinnur nú að rannsókn þessa máls og hef- ur nána samvinnu um lausn þess við lögreglu Noregs, Hol- lands, Belgíu Tjekkóslóvakíu, Svisslands og Þýskalands. NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.