Morgunblaðið - 06.09.1949, Side 2

Morgunblaðið - 06.09.1949, Side 2
MORGU TSBL ÁÐIÐ Þriðjudagur 6. sept. 1949.^ | 2 AMLEIÐSLIJ ÞVÉ AÐ AU STNAÐUR ijin ög LÆKKI MEÐ TÆKNINA Akureyri, mánudag. AÐALFUNDUR Stjettasamb. foænda var settur að gistihús- inu Reynihlíð í Mývatnssveit á sunnudaginn var kl. 9 f.h. — Mættir voru til fundarins full- trúar úr öllum sýslum landsins. Sem kunnugt er, er kosið til aðalfundar fjelagsskapar þessa rneð þeim hætti að kosnir eru tveir kjörmenn í hverju hreppa búnaðarfjelagi er síðan koma saraan á kjörmannafundi og |>ar eru kosnir tveir fulltrúar á aðalfundinn fyrir hverja sýslu. Fulltrúarnir Eftirtaldir fulltrúar voru rnættir á fundi þessum: Úr Raíigárvallasýslu: Sigurjón Sig urðsson, Raftholti, Erlendur Árnason, Skíðbakka, Árnes- sýslu: Stefán Diðriksson, Minni Borg, Bjarni Bjarnason, Laug- arvatni. Gullbrigu- og Kjósar- .sýstu: Erlendur Magnússon, — Einar Halldórsson, Kristinn Ouðmundsson, Mosfelli, Ólafur Bjarnason, Biautarholti,. Borg arfjarðarsýslu, Jón Hannesson, Deildartungu, Guðmundur Jóns .son, Hvítárbakka. Mýrarsýslu: Sverrir Gíslason, Hvammi, Sig urður Snorrason, Gilsbakka. — Snæfells- og Hnappadalasýslu: Guðbrandur Magnússon, Tröð, Karl Magnússon, Knörr. Dala- sýslu: Ásgeir Bjarnason, Ás- garði, Halldór Sigurðsson, Stað arfelíi. Austur-Barðastranda- sýslu: Óskar Arinbjarnarson, Eyri, Vestur-Barðastrandar- sýslu: Sigurbjörn Guðjónsson, Hæiiuvík, Snæbjörn Thorodd- sen Kvigindisdal. Vestur-Isa- í jat jarsýslu: Jóhannes Davíðs son, Hjarðardal, Halldór Krist jánsson, Kirkjubóli. Norður- 'ísafjarðarsýslu: Bjarni Sigurðs son, Vigur, Jón H. Fjalldal, Mel gia.ieyri. Strandasýslu: Bene- <Iikt Grímsson, Kirkjubóli, Sæ- inutidur Guðjónsson, Borðeyri. V. ifúnavatnssýslu: Jakob Lín- <|al Lækjamóti, Benedikt Lín- <iai, Efra Núpi. Austur-Húna- vatnssýslu: Hafsteinn Pjeturs- son, Gunnsteinsstöðum, sr. •Gunnar Árnason, Æsustöðum, Skagafjarðarsýslu: Bjarni Hall •dórsson, Uppsölum. Eyjafjarð- arsýslu: Ketill Guðjónsson, Fmnastöðum. Garðar Halldórs- aon, Rifkelsstöðum. S.-Þingeyja sýslu: Jón Gauti Pjetursson, Gautlöndum, Þrándur Indriða son, Aðalbóli. N.-Þingeyja- sýslu: Eggert Ólafsson, Laxár- dal, Þórarinn Haraldsson, Lauf ási. N.-Múlasýslu: Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku. S.- Múlasýslu: Pjetur Jónsson, Egilsstöðum, Björn Guðnason, Stóra Sandfelli. Austur-Skafta fellssýslu: Steinþór Þórðarson, Hala, Kristján Benediktsson, Einholti. V.-Skaftafellssýslu: — Sr. Gísli Brynjófsson, Kirkju- bæjarkaustri, Sveinn Einars- son, Reyni. Vestmannaeyjum: Hannes Sigurðsson, Brimholti. ; Formaður stjettarsambands- ins, Sverrir Gíslasón, bóndi í Hvammi sétti fundirin. Kvaddi hann tíl fundárstjóra Jóh Sig- urðsaon frá Réýhistað og Jón,! Fró aðalfundi Stjetfasam- hunds bænda í Revkjahlíð Gauta Pjetursson, varamann hans og skrifara þá Stefán Dið riksson frá Minni-Borg og sr. Gísla Brynjólfsson fiá Kirkju- bæjarklaustri. I Skýrsla formanns Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla formanns fyrir liðið ár. Skýrði hann m. a. frá á þessa leið: — Búrei'kningum þeim, sem gerðir voru til þess að nota þá við verðlagsgrundvöll land búnaðarafurða fækkaði svo mik ið á árinu 1947, að ekki var hægt að hafa þá til leiðarvísis sem fyrr. En þá var horfið að því að fara í skattskýrslur bænda. Skrifað var 120 hrepp- stjórum og þeir beðnir að út- vega skattskýrslur þriggja bænda úr hreppi sínum til þess ara nota. 1948 voru teknar skýrslur 113 bænda til útreikninga þessa. En nú voru 120 skýrsl- ur teknar og forminu nokkuð breytt frá árinu áður. Skýrsl- Ur þessar hafa þó reynst tals- vert ófullkomnar. T.d. var í skýrslum úr sumum hreppum enginn flutningskostnaður til- greindur á mjólkurafurðum, eða á aðfluttum vörum. Skýrslurnar eru öldungis ó- fullnægjandi um verkfærareikn inga, um viðhald verkfæra, húsa og girðinga og ekki hægt að bæta úr þessu nema með beinum fyrirspurnum til bænda. Svo verður að vera þangað til fengnir eru fullnægj andi búreikningar til að styðj- ast við. Þegar reiknað skyldi út kaup bóndans, kom upp ágreiningur milli fulltrúa framleiðenda og neytenda. Árið 1947 varð niðurstaðan sú, að bóndanum skyldi reikn- að gildandi Dagsbrúnarkaup þann vinnustundafjölda, sem samkomulag varð um. Fulltrú- ar framleiðenda vildu nú, að þeirri reglu yrði fylgt. — En fulltrúar neytenda vildu reikna bóndanum núverandi Dagsbrún arkaup, kr. 9,24 aðeins tvo mán uði af árinu, en fyrra Dagsbrún arkaupið kr. 8.40, sem gilti þangað til í vor, 1 10 mánuði. Er það kom til úrskurðar hag stofustjóra, varð það niðurstaða hans, að bóndanum skyldi reikn að nýverandi Dagsbrúnarkaup alt árið. Ágreiningsmál Síðan skýrði Sverrir frá ýms um útgjaldaliðum í rekstri meðalbúsins, sem samkomulag varð um milli fulltrúa fram- leiðenda og neytenda, svo sem um kostnað við kjarnfóður- kaup, kaup á tilbúnum áburði, um kálfaeldi, en um bað hafði áður verið deilí. , Nýr liður var nú settur í bú-: reikninginn, sem er kostnaðúr vegna vjela, en vjelaeign meðal bús er reiknuð kr. 6.500. Rekst urskostnaður vjela, svo sem bensín og annað var nú xeikn- að 650 krónur. Samkomulag varð og um, að bóndanum skyldi reiknað kr. 225 fyrir bú- fjártry.ggingar. Með taxta Dagsbrúnar er kaup bóndans reiknað kr. 25.225, en öll vinna búsins þar fyrir utan kr. 9.409 og er það nálega 37% á móti vinnu bónd ans sjálfs, reiknuð 47% á móti .-vinnu hans. ,Samkomulag varð um það 1947, að reikna bóndanum 2730 vinnustundir á ári. Tals- verður ágreiningur hefit orð- ið um svokallaðan aðstöðumun, svo sem í húsaleigu. — Hafa fulltrúar bænda ekki viljað fallast á að reikna skuli húsa- leigu lægri til sveita en í kaup stöðum. Því í sveitinni kemur til meiri flutningskostnaðar á byggingarefni og erfiðleikar á því að fá menn til að standa fyrir byggingum. Varð um það samkomulag 1943, að draga 6,48% frá kaupi bóndans í að- stöðumun, er þá nam krónur 1000. Var úrskurðað nú, að hafa það sömu upphæð sem þá varð, eða um 4%. Síðan skýrði ræðumaður stuttlega frá ágreiningi um af- uiðamagn. En niðurstaðan varð sú, samkvæmt úrskurði’ hag- stofustjóra að meðal ársnyt í kúm skuli reiknuð 2560 kg. Lækka þarf framleiðslulcostnaðinn Er ræðumaður hafði rakið nokkur fleiri atriði í reksturs- reikningi meðalbús komst hann að orði á þá leið: — Við bændur þurfum að kosta kapps um að við getum stækkað búin svo framleiðslu- kostnaður lækki með því móti, að hægt verði að framleiða meiri afurðir, en nú með sama tilkostnaði. Við þurfum að geta aukið töðufallið á næstu ár- um um eina miljón hestburða. Með þeim býlafjölda, sem nú er í landinu kæmu þá fjögur hundruð töðuhestar að meðal- tali á hvert býli. En það ætti í raun rjettri að verða lágmark að bóndi heyjaði sem svarar tíu kýrfóðrum. Fjölda margir bændur slá enn þann dag í dag kargaþýfi með Ijá. Þetta þarf að hverfa, því búskapur, sem þannig er rekinn getur ekki borið sig. Fólkið vantar trú á landbún- aðinn og framtíð hans. Þetta þarf að breytast. Öll fjelags- samtök landsmanna þurfa að leggjast á eitt til að skapa aukna trú á landbúnaðinn og framtíð hans. Það er ekki gæfulegt, að fólkið safnist á- fram til sjávaring. Við þurfum að geta búið. fólki batnandi skil yrði í sveitum. Um það þurfa allir að sameinast. Fólksstraum urinn til kaupstaðanna þarf að stöðvast. Jeg hefi daufa trú á að það fólk, sem þangað er kom ið hverfi margt til sveitanna aftur. Erindi um alþjóða bændasambönd S. Þ. Þá flutti Páll Pálsson dýra- læknir erindi um för sína til Kanada í sumar, en þangað fór hann á fund alþjóða bændasam taka Sameinuðu Þjóðanna sem fulltrúi stjettasambands bænda. Alþjóðasamtök þessi hjeldu ársþing sitt í fyrra í París og var Páll þar einnig sem fulltrúi íslands. í ár var þriðja þing alþjóðasamtakanna háð. Hefir ísland fengið inngöngu í sam- band þetta. Páll flutti fróðlega skýrslu um þessa ferð sína, lýsti í stuttu máli nokkrum helstu viðfangsefnum þings þessa og viðhorfi því til landbúnaðar- framleiðslu, sem þar kom fram. Meðal annars því, að menn ótt uðust þar, að offramleiðsla kynni brát-t að verða vestra á sumum búnaðarafurðum svo verðfall yrði mjög tilfinnanlegt á þeim, er gæti leitt af sjer víðtækari kreppu. Þetta þyrfti með öllu móti að forðast, ekkí síst vegna þess, að í Austurálfu væri mikill matvöruskortur. En meðan Vesturálfa kynni að hafa meiri matvæli en þörf væri fyrir þar, sem samtímis væri í Austurálfu hungraðar miljónir, gæfi slíkt misræmi orðið frumorsök að ófriði. Frá samþykktum þingsins sagði hann m. a-, að þingið hefði samþykkt hvatningarorð til stjórnarvaldanna um það, að vernda atvinnulífið og kaup getu almennings sem best og halýa verðlagi á landbúnaðar- vörum sem föstustu. Eitt af verkefnum þessa alþjóðasam- bands sagði hann, er það, að koma skiptum á milli þjóð- anna á verkafólki, sem við landbúnað vinnur og styður Marshallhjálpin slík sam- • skipti. Hann kvaðst ekki vita til, að íslendingar, sem vildu komast til Ameríku hefðu not- fært sjer þá aðstoð, sem þann ig gæti boðist þeim, ef svo ber undir. Ársfundur þessa sambands árið 1950 verður haldinn í Stokkhólmi. Taldi ræðumaður æskilegt, að einn eða fleiri bændur hjeðan sæktu þann fund. Reikningar Þá flutti framkvæmdastjóri Stjettasambandsins, Sæmund- ur Friðriksson skýrslu um reikninga, fjárhag og rekstur Sambandsins. Gerði hann einn ig grein fyrir svörum þeim, sem Frh. á bls. 12 Staksteinar Yfirsjón Önnu Pauker AUMINGJA ANNA PAUKEI3 utanríkisráðherra Rúmeníu. Hún er víst komin í alvar- lega ónáð hjá Moskvu og Kominform. En ástæður þess eru dálítið sjerkennilegar. Svo er mál með vexti að rúmenski kommúnistaflokk-. urinn sendi erindreka sína til Sviss til þess að semja þar við nokkra landflótta Rúmena um lausnargjald! fyrir ættingja þeirra og vini sem ríkisstjórnin heima í Rúmeníu hafði „stungið í steininn“ fyrir hættulegar skoðanir. Samningar tókust um það að hinir landflótta Rúmenar greiddu gífurlega hátt lausnargjald til þess að ná vinum sínum úr fangels- unum og út úr landinu. Er- indrekarnir fara heim með fjeð. En þá verður Önnu Pauk- er á gífurleg yfirsjón: Flún leggur peningana í sjóð xúm enska kommúnistaflookksins, Þá verður Moskva og Kom- inform fjúkandi reið. 'Hví- lík ósvífni, auðvitað áttu þessir peningar að leggjast í sjóð Kominform!! — Og reiði guðanna er yfir Önnu Pauker, ónáð Stalins og Kominform. Skyldi hún geta rjett sig við? Örlítið sýnishorn ÞESSI saga er örlítið sýnis horn af starfsaðferðum kom múnista. Ekkert hefir heyrst um það að nokkur ágrein- ingur ríkti milli Kominform og rúmenska kommúnista- flokksins um hina svívitði- legu fjárkúgun,_ sem barna var höfð í frammi. Nei, um hana voru báðir aðiljar sam mála. Vegna hennar fjell enginn í ónáð. En það var skipting blóðpeninganna, sem olli deilunum. Auðvitað krafðist Kominform og Moskva þeirra. Rúmenski kommúnistaflokkurinn fékk ekki einu sinni að njóta á- vaxtanna af illræði sinnsi eigin manna. Kominfoim varð að ganga fyrir!! ðvísS hvort Júgóslava? fi að keppa í Tékkóslóvakíig PRAG, 5. sept.: — Þeir, sems sjá um heimsmeistarakeppni 1 blakbolta sem hefst í Tjekko-* slovakíu á laugardag, hafa lýsfe, því yfir, að þeir muni að sjálf^ sögðu samþykkja að júgóslav^ neskir menn taki þátt í keppn-» inni. Hitt sje að vísu annacj mál, hvort tjekknesk stjórnaH völd beimili þeim landvist § Tjekkoslovakíu. Rússar sendsj flokk manna til-að taka þátt 3 keppni þessari. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.