Morgunblaðið - 06.09.1949, Síða 9

Morgunblaðið - 06.09.1949, Síða 9
JÞriðjudagur 6. sept. 1949. MORGVNBLAfílÐ 9 liípnpr háfíðaliaídanna í Edirtberg auka bróður|ief og efla frið ÞANN 19. ágúst s.l. fóru Gunn- Er Thoroddsen borgarsijórj og kona hans til Edinborgar í boði borgarstjórans þar til þess aS vera viðstödd hina alþjóðlegu tónlistar- og leiklistarhátío, sem staðið hefur yfir þar undanfar- j ið. Dvöldu þau eina viku 5 Ed- inborg. Morgunblaðið hefur leii j að tiðinda hjá Gunnari Thor- j oddsen af þessari merku luta-j hátíð, sem jafnan vekur mikla j athygli víða um heim. Merkur þáttur í listalífi heimsins. Við fórum til Edinborga r í boði borgarstjórans, lordpró- íastsins, Sir Andrew Murray, til þess að vera viðstödd alþjóð- legu tónlistar- og leiklistarhá- tíðina The International Festival of Music and Drama, segir Gunn- ar Thoroddsen. Þessí hátíð er haldin árlega og er þetta í briðja skipti, sem hún er haldin. Sú fyrsta var 1947. Hátíðahöld þessi standa nú yfir í þrjár vik- ur og eru orðin stórmerkur þátt ur í listalífi heimsins. Þangað koma hinir bestu og færustu lístamenn, leikarar, söngvarar, tónlistarmenn o. s. frv. og gífur legur fjöldi ferðamanna streym ir á hverju sumri til Edinborg- ar víðsvegar að úr heiminum til þess að njóta þeirrar háleitu listar, sem þarna er völ á — Snemma í vor ákvað borgar- stjórinn í Edinborg að bjóða borgarstjórum höfuðborga Ev- rópu ásamt konum þeirra í fyrsta skipti til þessarar hátíð- ' ar, auk borgarstjóra frá ýmsum skoskum og enskum borgum. Samtals komu til hátíðarinnar 18 borgarstjórar frá þessum borgum: Aþenu, Oslo, Reýkja- vík, Kaupmannahöfn, Haag, Amsterdam, Luxemburg, Lissa- bon, Bern, Hamborg (í stað Berlínar), París, Dunedin í Nýjá Sjálandi, frá skosku borgunum Aberdeen, Glasgow, Dundee og ensku borgunum Stoke-on-Trent og York. Virðulegar móttökur. Við komum til Prestwick þann 19. ágúst. Var Sir And- rew þangað kominn, ásamt skotskri hljómsvtíit, sem ljek um leið og við lentum. Hafði hann þannig farið 60 mílna leið til þess að taka á móti okkur. Má það heita sjerstakt vinar- bragð af hans hálfu. Hjeldurr við þegar til Edinborgar og vor lum þar allan tímann gestir bor; arinnar við frábærar móttök ur og rausn. Að kvöldi næst: dags, sem var laugardagur hafði borgarstjóri boð inni fyri alla borgarstjórana og fleir gesti. En á sunnudag hófst há- tíðin með mikilli viðhöfn. Borg- arstjórarnir söfnuðust samar kl. 2 um daginn í ráðhúsi borg- arinnar og gengu þaðan undir forystu Sir Andrews til hinnar veglegu kirkju, St. Giles Cathedral. Þar var sungin messa. Að henni lokinni var gengið fylktu liði hina svoköll- uðu ,,konungsmílu“ til Holy- roodhallar. Var það um 20 mín útna gangur og voru allar göt- ur, seln skrúðgangan fór um þjettskipaðar fólki til beggja Frásðgn Gtiníiars Thorcddssn bsrgsrsíjéra handa. í skrúðgöngunni voru auk borgarstjóranna, sem flest- ir voru klæddir viðhafnarmikl- um embættisbúningum, bæjar- síjórnin í Ec.inborg, fulltrúar og starfsmenn skótsku kirkjunn- ar, fulltrúar erlendra ríkja, fuil trúar háskóla Edinborgar bg ýmsra æðri skóia, lögmenn við Hæstarjett, akademíið og húsa- meistarar. Þegar í hallargsrð- inn kom tók fulltrúi Bretakon- ungs, hertoginn af Hamilton, á móti gestunum og flutti ávarp fyrir hönd konungs. Síðan flutti borgarstjórinn í Edin- borg aðalræðu dagsins en á eft- ir honum fluttu hinir erlendu .borgarstjórar ávörp, hver á sinni eigin tungu. Var jafn- framt útbýtt prentuðu riti með þeim á frummálinu og í enskri þýðingu. Ávarp borgarstjórans í Reykjavík. Blaðið fjekk ávarp það, sem Gunnar Thoroddsen flutti við þetta tækifæri og er það á þessa leið: „Fyrir hönd Reykjavíkur, höf uðborgar íslands, flyt jeg yður, herra borgarstjóri og höfuðborg Skotlands kærar kveðjur og bestu óskir. Um hin fyrstu kynni og skipti Skota og íslendinga höfum vjer fáar sagnir í fornum fræðum. Frá dögum hinna herskáu vík- inga er það helst til frásagnar, Að kvöldi þessa sama dags að skotskir menn og íslenskir drápu hverir aðra. Þó getur einnig frá þessum tímum um einlæga og trygga vináttu. í Njálssögu er sagt# frá djúpri vinfesti íslendingsins Kára Söl- mundarsonar, sem engum manni var líkur i hvatleik sín- um, og hins göfuga Skota. Skeggja í Katanesi, og hafa tveir staðir á íslandi hlotið nöfn eftir þeim stað. Hinar sfð- ari aldir hefur sambúð vor markast af vaxandi vináttu og gagnkvæmum skilningi. En þótt víkingslunöin væri hörð og grimm og fengi oft út- rás í mannvígum, mótaðist hún fyrst og fremstt af manndómi og drengskap. Sú hin glæsilega hátíð tón- listar og leiklistar, sem Edin- borg býður oss nú til, mun vekja og stýrkja í hugum vor allra hinar göfugustu kénndir, sem mannleg sál á til. Þökk sje höfuðborg Skotlands fyrir þessa viðleitni til aukins skilnings og friðar meðal þjóða. Megi þessi hátíð efla drengskap, manndóm og vinskap. Megi hún örva það hugarþel, að í stað þess að bana hver öðrum, þá unni hver öðr- um farsældar og friðar". Gjöf Aþenu. Að lokinni hverri ræðu. segir borgarstjóri, var leikinn þióð- söngur viðkomandi lands og að ræðuhöldunum loknum færði borgarstjóri Aþenu Edinborg að gjöf 2500 ára gamalt skrín með mold frá Akropolis. En svo er mál með vexti að hin síðari ár, eftir að Edinborg tók upp hina glæsilegu forystu um tón- list og leiklist, hefur tíðkast að hún væri kölluð Aþena Norð- urheims. Tónlistarhátíðin hefst. Þetta sama kvöld hófst sjálf tónlistarhátíðin með hljómleik- um hinnar konunglegu fílhar- monisku hljómsveitar frá Lond on undir stjórn hins heimsfræga hljómsveitarstjóra, Sir Thomas Beecham. Voru þeir halonir í Usher Hall. Þetta var sunnu- daginn 21. ágúst. Aðalverkin, sem þar voru leikin, voru forleikur að óper- unni Lear konungur eftir Ber- liz, tilbrigði eftir Brahms um tema eftir Haydn. Enn fremur voru þarna leikin verk eftir Sibelíus, Ceasar Frank og Dvor- ák. Vkati Tagiola eftir Sibc-lius hvað mesta hrifningu áííeyr- enda. Hljópsveit þessi, sem var full skipuð symfóníuhljómsveit var alveg frábær og stjórn Sir Thomas einstök i sinni röð. — Fögnuði hinna fjölmörgu áheyr enda ætlaði aldrei að linr.a og var stjórnandinn kallaður fram margsinnis. í hvert skipti, sem hann kom fram, skipaði hann hljómsveitinni að rísa úr sæt- um til merkis um að hún ætti fyrst og fremst að taka á móti þakklætinu. En síðast er Sir j Thomas var klappaður upp neitaði hljómsveitin að hlýða því boði hans en sat sem fast ast og klappaði sjálf fyrir stjórn andanum. Snjeri hann sjer þá að áheyrendum og mælti: I — Þessf hljómsveit hefur alla eiginleika og kosti góðrar hljómsveitar nema einn: Hana skortir hlýðni. i Blaðamenn spurðu Sir Thom- as m. a. að því, hvort honum þætti sjer ekki sómi sýndur með því að hann var beðinn a : ÞESSl mynd er tekin í ráðhúsinu í Edinborg af borgarstjórum þeim, er sóttu alþjóðlegu tón- iistarT og leiklistarhátíðina í boði borgarstjór^ns þar. — í fremstu röð, fyrir miðju, er Sir And- rew Murray, borgarstjóri Edinborgar. Að öðru leyti sitja borgarstjórar höfuðborganna í þessari röð: Fremsta röð, talið frá vinstri: Bern, Kaupmannahöfn, París, Aþena, Haag og Osló. Önnur röð frá vinstri: Hamborg (ístað Berlínar) York, Reykjavík, .Dunedin, Lissabon, Amsterdam, Luxemburg, Síok-on-Trent. í öftustu röð eru borgarstjórar skotsku borganna Perth, Aberdeen, Dundee og Glasgow. stjórna opnunarhljómleikum há tíðarinnar. Svaraði hann á þá leið að hann teldi það miklu meiri heiður fyrir Edinborg. Heimsókn til Walter Seotts. -— Ferðuðust þið ekkert ura Skoíland? —Jú, að morgni næsta dags var öllum borgarstjórunum og konum þeirra boðið í bílferð um Suður-Skotland og var ferðinni fyrst og fremst heitið til Abb- otsford, sem var bústaður Sir Walter Scott, hins fræga sagna- skálds Skota. Var mjög fróð- legt að aka um hinar blómlegu byggðir Skotlands þar sem bleika akra og fögur skóglencli bar fyrir augað á víxl. í Abbots- ford var snæddur hádegisverð- ur í borðsal Walter |Scotts 1 boði afkomenda skáldsins, Sir Walter Maxwell Scott hershöfð- ingja og dætra hans tveggja. Á þessum stað er geymt hið stóra og merka bókasafn Sir Walters ásamt miklu safni .gripa hans og minjagripa víða frá úr heiminum. var frumsýning í Kings Thea- tre á óperu Verdis, Un Ballo in Maschera. Er sú ópera byggð á atburðum úr lífi Gústafs þriðja Svíakonungs. Leikstjóri var Carl Ebert, sem þykir frábær snillingur. Hljómsveitarstjóri var Vittoríó Gui. Að óperunni lokinni hafði lordprófastur Ed- inborgar, Sir Andrew boð inni fyrir Sir Thomas Beecham, borg arstjórana og fleiri gesti. Var það haldið í tónlistarhúsi borg- arinnar. I boði ræðismannafjelagsins. Ræðismannafjelag Edin- borgar bauð borgarstjórun- um til samkvæmis. Þang- að var einnig boðinn ráðherra Skotlandsmála, ritstjórar o. fl. gestir. Var það með hinum mesta myndarbrag. Formaður fjelagsins er franski aðalræðis- maðurinn en aðalritari þess er Sigursteinn Magnússon, ræðismaður íslands og hafði hann veg og vanda af þessu sam- kvæmi. Kona hans er Ingibjörg Sigurðardóttir, Björnssonar brunamálastjóra. Eru þau hjón hinir glæsilegustu fulltrúar ís- lands. Hafa þau verið búsett í Edinborg í tvo áratugi. Sigur- steinn hefur verið þar fulltrúi Sambands íslenskra samvinnu- fjelaga og ræðismaður fs- lands i Skotlandi síðan 1940. Hið viðfeldna heimili þeirra er íslenskt heimili, sem hefur á sjer blæ íslenskrar gestrisni og hlýju. Að kvöldi þessa dags var sýnd óperan Cosi Fan Tuttc eftir Mozart. Leikstjóri og hljómsveitar- stjóri voru hinir sömu og áður er sagt. Aðrir listaviðburðir. — Hverjir voru aðrir aðal listaviðburðir hátíðarinnar? — Þeir voru m. a. -þessir: Franski leikflokkurinn Les Ballets des Champs Elysees hafði margvís- iegar danssýningar. Bush kvart tettinn og píanóleikarinn Rud- olf Serkin ijeku, fjöldi leikrita Frh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.