Morgunblaðið - 21.10.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.10.1949, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. október 1949. Útg.: H.í. Árvakur, Rrvkiavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla' Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóE. X Utvarpsumræðurnar örfa sókn Sjálfstæðismanna RÆÐA Bjarna Benediktssqnar er hann flutti í útvarpið á þriðjudagskvöldið birtist hjer í blaðinu í dag. Þar lýsir hann svo yfirgripsmiklu efni, að hver sá maður, sem leggur á- herslu á að fá glögga og rjetta mynd af efnahags- og stjórn- málaástandi þjóðarinnar í dag ætti að lesa þessa ræðu, enda þótt hann hafi heyrt hana í útvarpinu. Hjer dregur utanríkisráðherrann upp sanngjarna og rjetta mynd af þeim effiðleikum, sem þjóðin á við að stríða nú og eftir hvaða leiðum úr þeim verði leyst. ★ Ræðumaður lýsir yfir, hve framfarirnar hafi verið hjer stórstígar, og hversu möguleikar til öflunar þjóðartekna af þeim orsökum eru orðnir ailir aðrir, en þeir voru fyrir skömmu síðan. En það er jafnvægisleysið i fjármálalífi þjóðarinnar sem þarf að laga. Óeðlilega mikil fjárfesting, sem haldið er m. a. við, með hallarekstri ríkissjóðs, verður almenningi þungt í skauti, skapar skort á neysluvöru og gerir útflutn- ingsframleiðsluna svo erfiða að henni verður ekki ha'ldið uppi nema með stórfeldum ríkisstyrkjum. Styrkir til at- vinnuveganna geta staðist sem bráðabirgðaúrræði. En til lengdar hljóta þeir að leiða til ófarnaðar. Vegna styrkjastefnunnar verður að halda uppi margskon- ar hömlum sem annars væru óþarfar, en leiða af sjer margs- konar óheilbrigði í verslunarháttum. En hin miklu at- vinnutæki sem íslendingar hafa nú yfir að ráða, gera það vissulega fært, að bætt verði úr jafnvægisleysinu í atvinnu- og fjármálalífinu, svo innan skamms verði hægt að losa um höftin og losna við þau til fulls. En allar umbætur í þjóðfjelaginu verða erfiðari og tor- sóttari vegna þess, að hjer er enn starfandi allfjölmennur flokkur, 5. herdeild hins alþjóðlega kommúnistaflokks, sem beinlínis stefnir að því, flokki sínum til framdráttar, og stefnu sinni til styrktar, að þjóðinni, jafnt einstaklingum hennar sem þjóðarheild, vegni sem verst. Ræðumaður lýsti því, hvernig máttur þings og stjórnar verður minni, þegar margir flokkar standa að stjórn og eng- inn samfeldur meirihluti er í þinginu. En ef þjóðin vill breyta til, sagði ræðumaður, ef hún hefir fengið nóg af núverandi ástandi, nóg af afskiftum ríkisvaldsins, ef hún telur að bæta eigi verslunarhættina og útrýma eigi svörtum markaði, og ef hún telur, að at- vinnuvegirnir eigi að geta starfað styrkjalaust í skaplegu árferði, þá er eina ráðið, að efla áhrif Sjálfstæðisflokks- ins, þess eina flokks, sem hefir möguleika til þess að ná meirihlutavaldi á Alþingi. Almenn ánægja er meðal Sjálfstæðismanna með útvarps- timræðurnar. Flokksmenn fjær og nær sannfærðust betur en nokkru sinni áður um málefnalega yfirburði Sjálfstæð- ismanna. Þetta kom greinilegar 4 ljós heldur en í blaða- skrifum, vegna þess, að ræður andstæðinganna voru til sam- anburðar. Annarsvegar markviss stefna Sjálfstæðismanna til úrlausnar á vandamálum þjóðarinnar, hinsvegar glund- roði og ráðleysi annara flokka og alger rökþrot fimtu herdeildarmanna. Af þessum útvarpsumræðum kom það greinilega í Ijós, að kommúnistar hljóta að tapa í þessum kosningum og fylgdarlið þeirra allt. Sjer til framdráttar tóku þeir plagg, sem legið hefir í skúffu Áka Jakobssonar síðan í janúar í vetur og átti að verða úr því kosningabomba, en varð ekki annað en ámát- legt rógsplagg, er tætt verður sundur ögn fyrir ögn. Nágrannaþjóðir okkar eru hver af annarri að hreinsa úí sjer ósóma kommúnismans. Það má ekki koma fyrir, að við íslendingar reynumst skilningssljórri og glámskygnari á starf og stefnu Fimtu herdeildanna en frændþjóðir pkkar. Sýnum það, góðir íslendingar í kosningunum á sunnudaginn kemur. UíbuerjL óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fjörugar stjórn- málaumræður STJÓRNMÁLAUMRÆÐURN- AR í útvarpinu voru fjörugar og að mörgu leyti skemmtileg- ar. Það var ábyggilega mikið hlustað á þær, bæði hjer í bæn um, og úti á landi, einkum síðara kvöldið, því þótt veður væri gott hjer í bænum, var fátt fólk á ferli á götunum á miðvikudagskvöldið. Aftur á móti voru flest hús upljómuð allt kvöldið og hvar, sem farið var um bæinn mátti heyra óminn frá útvarpstækj- unum. Þetta mun vera ein vin- sælasta útvarpsdagskráin, sem komið hefir lengi. • Málflutningur, sem bar af HVAR, sem menn annars standa í flokki geta þeir ekki neitað því, að málfl. Sjálf- stæðismanna bar glæsilega .af. Ræður þeirra allar voru rökfastar, flutningur með af- brigðum góður og þegar þeir gripu til vandarins. til að hirta andstæðinga sína var það ekk- ert hálfkák. Aumastur voru ræður komm únista og framsóknarmanna og má segja, að það sje að vonum, þar sem málstaður þeirra hafi verið aumastur og erfiðast að verja hann. En oftast hefur þeim þó tekist betur upp, að flytja sín mál, en í þetta skifti. • Framlágir menn HVAR, sem menn hittust í gær barst talið að útvarpsumræð- unum. Kommúnistar voru held ur framlágir, eins og þeir hafa yfirleitt verið í þessari kosn- ingahríð. Sumsstaðar á vinnustöðvum neituðu kommúnistar að taia um umræðurnar. — Einkum bótti mönnum gaman að stríða þeim með ,Pipinielli“. — Þeir gátu heldur ekki varið óþverra legt orðbragð fröken Katrínar og heyra mátti, að Einar hafði orðið þeim mikil vonbrigði. e „Bravó, Jóhsnu” RÆÐA Jóhanns ^Hafstein vakti óskipta athygli og^ er mikið um hana rætt í bænum. í húsi, þar sem sex manns sátu og hlustuðu á umræðurnar, heyrðist hvað eftir annað kall- að :,,Bravó, Jóhann“, og þegar hann hafði lokið jmá'ii sínu klappaði fólkið. Það mun vera sjaldgæft, að útvarpshlustend- ur láti þannig-'ánægju sina í ljós, þegar hlustáð er á út- varp. í þesum litla hópi hlustenda vann Sjélfstæðisflokkurinn að minsta kosti eitt atkvæði. við ræðu Jóhanns. Hin átti hann fyrir. Þannig mun hafa farið víðar. e Mesta prúðmennið GUNNAR Thoroddsen, borgar- stjóri, flutti sína ræðu svo vel, að af bar. Ekki er vafi á, að hann er einn færasti ræðumað- ur, sem við eigum. í ræðum hans fer saman rökfesta og góður flutningur og prúðmann leg framkoma í alla staði. Eftir ræðu Gunnars fórust kunningja mínum orð á þessa leið: ,,Það er rjett, sem sagt hefur verið, að Gunnar Thoroddsen er mesta prúðmenni allra þeirra sem nú fást við opinber mál á Islandi, að öðrum ólöstuðum. 9 Hver öðrum betri ÁNNARS kann það að vera ó- sanngjarnt, að taka einn eða tvo menn út úr af ræðumönn- um Sjálfstæðisflokksins í fyrra kvöld, því sannleikurinn ér sá, að þeir voru hver öðrum betri og erfitt að gera upp á milli þeirra. Ræða frú Kristínar L. Sig- urðardóttur var með öðrum blæ, en ræður hinna kvenfram bjóðendanna. Með ræðu sinni í útvarpinu sannaði frúin enn einu sinni, að hún verður virðu legur fulltrúi íslenskra kvenna á Alþingi. Björn Ólafsson talaði af festu og kunnugleik um við- skiftamálin eins og hans var von og vísa. Um þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson þarf ekki að ræða. Þeir eru svo löngu kunn- ir og vinsælir ræðumenn, að enginn, sem hefir yndi af orðs ins list, setur sig úr færi að hlusta á þá, þegar þeir tala. o Sjálfstæðismenn „áttu kvöldið“ ÞAÐ ER stundum sagt, að þeg- ar ræðumanni er vel tekið á fundi og yfirgnæfandi meiri- hluti fundarmanna fylgja hon- um að málum, þá hafi hann „át't fundinn“. Á sama hátt má segja, að Sjálfstæðismenn hafi „átt“ þessar útvarpsumræður. e Lubbinn leynir sjer ekki ÞAÐ ÓHAPP vildi til í prent- smiðju Morgunblaðsins núna í vikunni, að fyrirsagnir víxluð- ust á tveimur greinum. Kom grein eftir Ólaf Björnsson prófessor með skakkri fyrir- sögn. Þetta er heldur sjald- gæft óhapp í prentsmiðjum, en mun þó einhverntíma hafa komið fyrir hjá öllum dagblöð- ununa í Reykjavík. Lubbaháttur Tímamanna leynir sjer ekki. Þegar þeir sáu þessi mistök þóttust þeir hafa fundið þá kosningabombu, sem myndi best duga þeirr) í þess- ari kosningahríð. í tvo daga hafa þeir klifað á mistökunum, sem áttu sjer stað með þessar fyrirsagnir. Ekki eru nú mál- efnin merkileg, sem þessir menn berjast fyrir í kosning- unum úr því að þeir finna ekk ert annað til að tala um. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . TjehknesJtur verhalýður er hommirm óþæour Ijár I þúlu Eftir Sydney Brookers, frjettaritara Reuters. PRAG — Það er nú daglegur viðburður í Prag, að frjettist um óánægju í verksmiðjum Tjekkóslóvakíu. Verkamenn eru ekki sagðir hrifnir af á- ætlunum um aukin afköst, skert laun, refsingar fyrir fjar- vistir og annað þvílíkt, sem kommúnistar reyna að koma á. — • • STANDA EKKI VIÐ STÓRU ORÐIN AF upplýsingum, sem tiltækar eru, verður sjeð með vissu, hvað þessar frjettir merkja í raun og sannleika: Kommún- istum veitist fullerfitt að verða við þeim venjulegu kröfum verkalýðsfjelaganna, sem þeir studdu sjálfir áður en þeir komust til valda. Kommúnistar fordæma nú heildarsamninga, verkfallsrjett inn og rjett til jafnra launa. Þeir segja sem svo, að um 95% iðnaðarins í landinu sje nú þjóðnýttur, og því eigi þeir iðnaðinn, sem vinna að hon- um. Þessir „éigendur* geta hagnast, ef hinn þjóðnýtti iðn- aður ber sig vel, og hann ber sig því betur sem verkamenn- irnir leggja honum betur til- VILJA FARGANIÐ BURT ÞESSUM röksemdarfærslum eru verkamenn ekki ginkeypt- ir fyrir, og þeir koma fyrir á- letrunum á veggjunum, þar sem þessu fargani öllu er óskað veg allrar veraldar. Mjög gætir óánægju með kommúnistana síðan þeir gáfu út hina nýju dagskipun: Laun i samræmi við afköst. Enda þótt látið sje í veðri vaka, að j hjer sje aðeins um millistig að ræða á leið til sósíalisma, þá eru verkamenn þess þó minn- ugir, að eitt sinn kenndu komm únistarnir úm: I-aun skulu greidd hverjum eftir þörfum. • • „HUGARFAR FJE- HYGGJUMANNSINS" IÐNAÐARMÁLARÁÐH., Gúst- av Kliment, hefur sjálfur vítt það nýlega, að enn eimi eftir af ..hugsunarhætti fjehyggju- mannsins“ með verkamönnum. Jafnhliða frádrægum hug- myndum verkamannanna um hið nýja skipulag fer neikvætt viðhorf þeirra til þeirra til- rauna kommúnistaflokksins að gera Sovjet að átrúnaðargoði. HIRÐA EKKI UM RÚSSAVINÁTTU ALLT um mikinn undirróður þar sem allar stofnanir hvöttu ákaflega alla áhangendur sína til e' styðja Sovjetvinafjelag, þá vannst aðeins lítið á. Mikið var gert til að kveðja menn iil fylgis við þessa stofnun. En ekki varð meira ágengt en svo, að í hjeraði einu í nánd við Prag, náði herför þessi hámarki með því að Sovjetvinafjelagið fjekk 350 fjelaga af 13,000 manna íbúatölu. • • MFIRI VINNA — • MINNA KAUP FORSÆTISRÁÐH., Zapotocky, skýrir frá sanjskonar annmörk um og áhuealeysi, begar reynt hefur verið að nálgast rúss- neska verksmiðjufyrirkomulag ið: ..Við eigum við mikið skiln ingsleysi að stríða af hálfu þeirra, sem hafa ekki enn tileinkað sjer hig nýja viðhorf til vinnunnar. Margir eru enn fylgjandi kenningu borgara- flokka um jöfn laun. Við verð- um. að snúast gegn þessu með oddi og egg“. Allt bgndir þó til, að reyn- ast kunni erfitt að fá venju- legan verkamann til að sætta sig við minni laun fyrir meiri vinnu. Skýrslur sýna, að menn sem auká afköst sín um-300% hljóta ekki 100% launahækkun. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.