Morgunblaðið - 27.10.1949, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtu'.'agur 27. okt. 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla'
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura meB LesbÓE. "W
Kosningaúrslitin
TALNINGU er nú lokið í öllum kjördæmum, nema þrem.
En þó þessi þrjú sjeu eftir er hægt að sjá nokkurnveginn
heildarmyndina af kosningaúrslitunum. Framsóknarflokkur-
inn er eini þingflokkurinn, sem unnið hefur ný þingsæti í
þessum kosningum. Hafði fyrir kosningarnar að öllu sam-
anlögðu 14 þingmenn, en hefur nú fengið kosna 3 nýliða.
Verði úrslitin þau sömu og áður í hinum þrem kjördæmum
þar sem ótalið er, fær Framsóknarflokkurinn 17 þingfulltrúa
fvrir 14 áður.
Atkvæðatala flokkanna í þeim kjördæmum, sem talning
hefur farið fram, varð sem hjer segir:
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið 26,945 atkvæði og bætt
við sig 2330 atkvæðum. Hann er ekki aðeins fjölmennasti
ílokkurinn, heldur hefur atkvæðaaukning hans verið mest.
Framsóknarflokkurinn hefur fengið 15.449 atkvæði, og
bætt við sig 2048 atkvæðum. Þar af er viðbótin í Reykjavík.
sem fyrr segir, 1560 atkvæði. Svo utan Reykjavíkur hefur
Framsóknarflokkurinn aukið fylgi sitt í umræddum kjör-
dæmum um 488. En þessi aukning flokksins hefur notast
honum vel, þar sem hann m. a. hefur fengið tvo þingmenn
kjörna með samtals 16 atkvæða mun. Jón Gíslason kosinn
í Vestur-Skaftafellssýslu með 5 atkvæða meirihluta og Ásgeir
Bjarnason í Dölum með 11 atkvæða mun.
Alþýðuflokkurinn hefur fengið samtals 11.212 atkvæði í
þeim kjördæmum, þar sem úrslit eru kunn, og hefur at-
kvæðamagn hans aukist um 35 frá síðustu kosningum.
En atkvæðatala kommúnista í sömu kjördæmum er sam-
tals 13,637. Haggist ekki hlutfallið á milli atkvæðatölu
K®mmúnistaflokksins og Alþýðuflokksins, í þeim kjördæm-
um þar sem ótalið er, gæti þessi mismunur leitt til þess, að
kommúnistar fái tveim þingmönnum meira, en Alþýðu-
ílokkurinn á nýja þinginu.
Líkur eru fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hafi^samanlagt 26 þingsæti í hinu nýja þingi, ef
sem sje að þingsæti skiftast milli flokka eins og áður í þeim
kjördæmum sem eftir eru. Og Framsóknarflokkurinn með
kommúnistum hafi þá hinn helming þingsætanna.
En alt þetta verður væntanlega lýðum ljóst eftir daginn
í dag.
En hvernig sem það verður, haggast ekki sú staðreynd, að
Sjálfstæðisflokkurinn er öflugasti flokkur þjóðarinnar, og
íær þingfylgi sitt ekki með slympilukku örlítils atkvæða-
munar eins og Framsókn, heldur eftir kjósendafylgi sínu.
Mun Sjálfstæðisflokkurinn t. d. fá hátt í það helmingi fleiri
atkvæði samanlagt í þessum kosningum, en Framsóknar-
Uokkurinn hefur fengið í kjördæmum þeim, þar sem úrslit
eru þegar kunn.
Sj álfstæðisflokkurinn er og verður hið trausta bjarg í
iramtíðinni, sem mestu varðar fyrir lífsafkomu þjóðarinnar,
þó svipvindar kosninga geti um stund dregið úr áhrifum
hans. Þetta vita jafnt andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem
ílokksmenn hans. Reynslan hefur sýnt og sannað, að Sjálf-
s1 æðisflokkurinn hefur altaf í stjórnmálaskiftum sínum látið
þjóðarhagsmuni ráða gerðum sínum, jafnt fyrir það þó and-
stæðingar hans hafi farið hina leiðina, að setja flokkshags
muni sína framar hagsmunum þjóðarinnar.
Langvarandi málamiðlun milli flokka sem Sjálfstæðis-
ílokkurinn hefur staðið fyrir, hefur ekki altaf verið jafn
vinsæl meðal fylgismanna hans. En það hefur ekki haggað
því, hvorki fyrr nje nú, að flokkurinn heldur saman, í fullri
meðvitund um hina miklu ábyrgð, sem á honum hvílir, þar
sem það fyrst og fremst verður hans verk, er til lengdar
lætur, að sjá hinu unga íslenska lýðveldi farborða.
Framsóknarráðherrarnir tveir hafa aíhent forsætisráð-
herra lausnarbeiðni sína, samkvæmt fyrri yfirlýsingu sinni
um, að þeir ætli að segja af sjer þegar kosningar væru um
garð gengnar. Þetta er í annað sinn, sem þeir hafa rofið
stjórnarsamstarfið. Hefur Stefán Jóh. Stefánsson forsæús-
ráðherra skýrt Alþýðublaðinu svo frá, að hann taki það mál
ekki til meðferðar, fyrri en úrslit kosninganna sjeu að öllu
leyti kunn.
Þnð gæti orðið eftir daginn í dag.
UdwerjL óhriýar:
UR DAGLEGA LIFINU
Tilgangslaust
sjónarspil
FURÐULEGT og um leið til-
gangslaust sjónarspil er leikið
um hverjar kosningar hjer á
landi. Talning atkvæða er gerð
að æsandi rosfrjettaefni og
þessi skrípaleikur stendur vfir
í alt að því heila viku.
Ríkisútvarpið gengur á und-
an með æsifregnirnar og eyðir
í það stórfje og fyrirhöfn, en
blöðin og aðrir verða að fylgja
á eftir.
Vil jeg taka undir það, sem
sagt vaj: í ritstjórnargrein hjer
í blaðinu í gær, að þetta sje
óþarft fyrirkomulag á atkvæða
talningu, sem breyta verði.
•
Smáskamtaaðferðin
ÞAÐ HEFIR verið siður hjer á
landi, að kjörstjórnir gefi út
tilkynningar um, hvað talningu
líður með nokkru millibili. —
Þessir smá skamtar segja vit-
anlega ekkert um það, hvernig
kosning muni fara og meira að
segja er reynt að blekkja með
því, að telja fyrst í stað sem
jafnast atkvæði þeirra fram-
bjóðanda, sem næstir eru að
atkvæðamagni.
Smáskamtaaðferðin við taln-
inguna gerir ekkert annað, en
að vekja falsvonir hjá mönnum
og æsa fólkið, sem fylgist með
talningunni.
•
Óþarflega
langdregið
EÐLILEGT er að menn bíði
með óþreyju eftir úrslitum í
einstökum kjördæmum og það
er skyldæ útvarps og blaða að
flytja frjettirnar svo fljótt og
greinilega og unt er. En það
ætti að vera nóg að birta úr-
slitin þegar þau liggja fyrir,
eða í mesta lagi, hvernig stend-
ur þegar talning er t. d. hálfn-
uð.
Aðfaranótt briðjudagsins
vöktu margir til að bíða eftir
úrslitum talningar í Reykja-
vík og bæjunum. Talning hófst
klukkan 10,30 um kvöldið, en
var ekki lokið fyr en um 7-leyt
ið næsta morgun hjer í bæn-
um.
Ætli það hefði ekki verið nær
að tilkynna, að klukkan 7 yrðu
úrslitin gerð heyrum kunn?
Seinleg talning i
ALMENNINGUR' á bágt með
að skilja, hvað það tekur lang-
an tíma, að telja tiltölulega fá
atkvæði, Eins og t.d. á Sevðis-
firði, þar sem greidd voru rúm- '
lega 400 atkvæði.
Oskiljanlegt, að það skuli
taka 4 klukkustundir að telja
þessi fáu atkvæði. Þannig er
það víðar.
Til bóta væri að breyta þessu
talninga- og frjettafyrirkomu-
lagi eftir næstu kosningar. Það
myndi spara mönnum tíma og
fyrirhöfn og æsandi stundir,
sem engum er til góðs.
Vonandi, að þetta verði tek-
ið til athugunar.
e
Litur Gróttuvitans
SJÓMENN, sem stunda sjó
hjer við Faxaflóa, telja að sjálf
sögðu bót að hinum nýja glæsi-
lega Gróttuvita, en þó fylgir
bögguli skammrifi. Sjómenn
kvarta undan því, að liturinn á
vitahúsinu sje óheppilegur. —
Vitabyggingin skeri sig ekki
nóg úr og rjettara hefði því
verið að mála vitahúsið hvítt
og rautt eins og vitabyggingar
eru víðast hvar.
Sjómenn nota Gróttuvita og
hafa gagn af honum við miðan-
ir sínar og af þeim ástæðum
er þeim nauðsynlegt að vita-
byggingin skeri sig úr umhverf
inu og sjáist sem allra lengst
að.
•
Skærari ljós á
Landakotskirkju
ÖNNUR tillaga, sem sjómenn
hafa beðið mig að koma á fram
færi er, að skærari rauð ljós
verði sett upp á Landakotskirkj
unni.
Ljós þessi eru sett upp þar
eins og víðar á byggingum,
sem hátt standa vegna flugum-
ferðarinnar, svo að flugmenn
geti áttað sig á hæð bygginga
við flugtak, eða lendingar.
En sjómenn nota rauðu ljósin
á Landakotskirkjunni til mið-
anna og til þess að átta sig á
innsiglingu til Reykjavíkur-
hafnar.
Ætti að vera auðvelt að bæta
úr þessu.
Loksins koma
umferðarljósin
FYRIR nokkru gekk jeg í bind
indi um að minnast á umferð-
arljósin væntanlegu.
Sum eilífðarmál eru þess eðl-
is, að menn þreytast á að tala
um þau, jafnvel þótt um nauð-
synjamál sje að ræða. — Það
getur ært óstöðugan, að nudda
og nudda sífelt um sama at-
riðið, án þess að sjá minstu
árrJ',ur. Þannig var það um
umíerðarljósin á götunum, sem
altaf var verið að lofa.
En nú er verið að setja bau
upp og ætti því ekki að líða á
löngu þar til þau verða tekin
í notkun.
©
Því aðeins bót, að. .
UMFERÐALJÓSIN \7erða mik-
il bót fyrir umferðina á aðal-
götum bæjarins, en þó því að-
eins, að ökumenn og fótgang-
andi fari eftir þeim og kunni
að notfæra sjer það öryggi, sem
þau veita.
Annars geta þau blátt áfram
verið hættuleg.
Þegar umferðinni er stjórnað
með Ijósum teija menn sig ör-
uggari en ella og hætta er á
að þeir sýni ekki jafn mikla
varkárni. Ef grænt ljós er þá
eiga menn að geta farið leið-
ar sinnar öruggir, en þó því að-
eins. að aðrir ani ekki út á braut
ina frá þeirri hlið, sem rautt
ljós er þá stundina.
•
Gott eftirlit fyrstu
dagana
LÖGREGLUMENN bæjarins
hafa sýnt það, m. a. á kosninga
daginn, að þeir eru vel færir
um að stjórna umferðinni og
það vel. En það er dýrt manna
hald við að hafa lögregluþjón
á hverju götuhorni. Þess vegna
var það, að einhver sniðugur
náungi fann upp ljósamerkja-
aðferðina.
En fyrstu dagana, eftir að
hún verður tekin upp, þurfa
lögregluþjónar að vera á ferli
og taka mjög hart á því, strax
í byrjun. ef menn fara ekki
merkjunurn.
Til þess að þau komi að gagni
— fullu gagni og verði ekki
hættuleg — er skilyrði ,að far-
ið sje eftir þeim út í ystu æsar.
11111111111111111II llllil 111111111
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Þjóðverjar eiga eti
Eftir Ian Fraser,
frjettaritara Reuters.
BERLÍN — Hernaðar eftirlits-
nefnd Vesturveldanna, sem sett
var á laggirnar í janúar síðast-
liðnum til þess að hafa eftirlit
með því, að Þjóðverjar hervæð-
ist ekki á ný, mun að líkindum
taka til starfa í næsta mánuði.
— Starfsmenn nefndarinnar
skýrðu nýlega frá þessu hjer í
Berlín, en bættu við, „ef ekk-
ert óvænt kemur fyrir“.
Þessa dagana er unnið að því
að ganga frá bráðabirgðahús-
næði nefndarinnar í Lancaster
House, við hliðina á skrifstofu
breska hernámsstjórans í Ber-
lín.
• •
TAFIR
ÞEGAR gengið var frá starfs
skrá eftirlitsnefndarinnar, var
í ráði, að hún tæki til starfa
í september síðastliðnum, um
leið og vestur þýslca lýðveldið
yrði formlega stofnað. Ýmislegt
varð þó til að tefja fyrir þessu,
ki að gela hervæðsl i
meðal annars það, að mjög erf-
iðlega hefir gengið að finna
ncfndinni góðar aðalbækistöðv-
ar.
Þó hefur verið unnið að því,
af kappi að ráða starfsmenn
eftirlitsnefndarinnar, semja
starfsreglur hennar og rann-
saka veilurnar á starfsemi af-
vopnunarnefndarinnar, sem
bandamenn settu á stofn eftir
heimsstyrjöldina fyrri.
• •
„ÞÝSKUR HERN-
AÐARANDI“
ÞÞEGAR núverandi eftirlits-
nefnd tekur til starfa tekur
hún á sig meginábyrgðina á því,
að gæta þess, að friðnum í Ev-
rópu stafi ekki hætta af „þýsk-
um hernaðaranda“.
| Aðalskylda nefndarinnar er
að tryggja það, að engmn í V.-
Þýskalandi geri tilraun til að
framleiða vopn eða vjelar til
vopnaframleiðslu, nje leggi
stund á vísindalegar rannsókn-
iný
ir af þeirri tegund, sem Vest-
urveldin hafa bannáð.
• •
RANNSÓKNAR-
SVEITIR
NEFNDIN hefur fullt umboð
til að láta framkvæma hús-
rannsóknir hvar sem henni
þóknast í Vestur-Þýskalandi.
Með þetta fyrir augum, hefur
hún látið skipuleggja rann-
sóknarsveitir, sem skipaðar eru
Bretum. Bandaríkjamönnum og
Frökkum. Engir Þjóðverjar fá
að starfa í þessum sveitum, eins
og eftrr fyrri heimsstyrjöld.
Ef einhver rannsóknarsveit-
anna kemst að því, að þýsk verk
smiðja framleiðir „hernaðarleg
tæki“, mun éítirlitsnefndin til-
kynna það til hernámsstjór-
anna. :ii ■
• •
BREÝTTAR
AÐSTÆÐUR
ENDA þótt Vesturveldin geri
Framhald á bl«- 12.