Morgunblaðið - 04.11.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1949, Blaðsíða 8
0 MORGUNBLAÐIff Föstudagm* 4. nóvember 1949 - Rjúpan Frfc. af Qls. 7 felldu má gera ráð fyrir, að stofninn nái aftur hámarki á árunum 1951—1953. — Síðan 1943 heíur rjúpnaveiði verið leyfð árlega og aldrei verið gripið til friðunarráðstafana. Almenningur mun því að sjálfsögðu líta svo á. að yfir- standandi eða öllu heldur ný- afstaðið rjúpnaleysistímabil hafi orsakast af ofveiðum. Djörf, vísindaleg tilraun. En ef f jölgun rjúpunnar verð ur með eðlilegum hætti á næstu árum, og ef stofninn nær aftur hámarki á árunum 1951—1953, eins og jeg tel víst, án þess að gripið sje til friðunarráðstaf- ana, fæst með því áþreifanleg sönnun fyrir því, að það eru ekki fyrst og fremst veiðarnar, sem valda sveiflunum og rj úpn aleysistímabilunum. Slíkt myndi um leið hafa mikla þýð- ingu í þá átt, að sannfæra al- mcnning um það, að hvorki veiðarnar nje hinar tilviljana- kenndu friðanir hafi neina úr- slitaþýðingu fyrir rjúpnastofn- inn. Einmitt af þessum orsökum tel jeg, að ekki beri að friða rjúpuna á þessu ári og næstu árum. Með því framkvæmum við djarfa, vísindalega tilraun, sem getur haft úrslitaþýðingu fyrir stefnu okkar í þessum málum í framtíðinni. á yfir Ermarsundi LONDON, 3. nóv.: ■— í gær- kveldi var skýrt frá því, að ótt ast væri um 2 breskar flugvjel ar. Var talið líklegt, að 2 her- flugur hafi rekist á yfir Ermar sundi og fallið í sjó niður. BEST AÐ 4UGLÝSA I MORGUNBLAÐINU — Meðal annara orða Frh. af bls. 6 MARKMIÐ ÝMISKONAR Á EFTIR þessum leiðangri munu fleiri koma, en hlutverk hans verður þetta í stórum dráttum: 1) Finna lendingarstað og heppilega bækistöð. 2) Kanna hinn franska hluta suðurheim- skautslandanna. 3) Rannsaka sjóinn umhverfis ströndina. 4) Gera landabrjef af landinu. 5) Gera jarðfræðilegar athuganir. 6) Gera athuganir á veðurfari laari.sins, sem mun vera svipað og í mestum hluta suðurskauts ins. 7) Kanna andrúmsloftið og fleira. Öllum þessum rannsóknum mun halda áfram á næstu ár um. — Gæfa fylgir trálofunar hringunum fré «WVRÞÓR Hafnarstrnd 4 RftkjanL Margar gerSir. ‘oniiir gegn pöatkröfu hrert é Um •em er, — SemdiS nákrm tni míl — ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■«■■■■■■ •■■■■■■■■■■ Vandað sófasett til sölu með tækifærisverði. Til sýnis í Vonarstræti 8 kl. 2—7. ■ Hárþurrkur Nýjar, eða lítið notaðar hárþurkur, óskast keyptar nú þegar. • ■ Rakarastofan í Eimskipafjefagshúsinu j Starfsstúlka óskast við framreiðslustörf í Mötuneyti Sjó- mannaskólans. Uppl. á staðnum milli kl. 2 og 4 í dag. I DAG verður til moldar borinn Gunnlaugur Jónsson Fossberg, kaupmaður. Hann var fæddur 8. júlí 1891 að Skálahnjúk í Göngu- skörðum og 61 þar aldur fyrstu ár æfinnar hjá móðurforeldrum sínum. — Foreldrar Gunnláugs voru Helga Gunnarsdóttir oð Jón Jónsson, bróðir Hjalta sál. Jóns- sonar, ræðismanns, og þeirra bræðra. Níu ára gamall fluttist Gunn- laugur til Reykjavíkur til móð- ur sinnar, en faðir hans ljest sköinmu fyrir fæðingu hans. •— Fyrstu árin í Reykjavík munu hafa verið all-erfið, en dugnað- ur hans fleytti honum áfram og þegar hann fór að stálpast tók Hjalti föðurbróðir hans hann undir sína handleiðslu og gerði hann að kyndara á togaranum Mars, sem þá var nýlega orðinn íslensk eign. Mun þessi ráðstöfun hafa orðið til þess að Gunnlaug- ur fjekk áhuga fyrir vjelstjórn og rjeðist þvi nokkru síðar til J. H. Jessen á ísafirði til vjel- smíðanáms. Ekki lauk hann þó námi þar, en fór til Kaupmanna- hafnar árið 1910 og hjelt vjel- smíðanáminu áfram hjá Báck- mann & Nielsen, sem gaf rjett- indi til að sækja nám við „Köb- enhavns Maskinistskole", en það an lauk hann prófi 1915. Að af- loknu námi sigldi hann fyrst á togaranum Great Admiral með Þórarni Olgeirssyni, en rjeðist síðan til Eimskipafjelags íslands og sigldi á vegum þess fjelags til ársins 1923, en þá gerðist hann meðeigandi í versl. V. Poulsen hjer í bæ og hætti siglingum. — Arið 1927 setti hann á stofn „Vjelaverslun G. J. Fossberg11, sem vel er þekkt. Arið 1918 kvæntist Fossberg eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu, f. Thorarensen. Eignuðust þau 3 dætur, Rögnu, gift G. Craven, listmálara, búsett á Jamaica, Helgu og Jóhönnu, báðar í heima húsum. Fossberg var óvenjulega fje- lagslyndur og tók virkan þátt í fjelagsskap vjelstjóra, jafnvel löngu eftir að hann gerðist kaup maður. Hann vann sjer auðveld- lega hylli allra, sem kynntust honum og fáa hef jeg hitt, sem voru sáttfúsari en hann, ef eitt- hvað bar á milli, enda var hann ljúflyndur og hjálpfús. Hann hafði mikinn áhuga fyrir að kynna sjer þær skoðanir, sem uppi eru um framhaldslíf og taldi ekki eftir sjer að leggja á sig erfiði, ef hann hjelt sig geta orðið öðrum að liði í þeim efn- um. — Síðustu ár æfinnar átti hann við vanheilsu að stríða, sem hann ekki gat unnið bug á. Við, sem höfðum því láni að fagna, að kynnast þessum glaðlynda, góða manni, stöndum í þakklætis- skuld við eftirlifandi konu og börn, sem stunduðu hann með þrautseygju og skilningi þar til yfir lauk. Gunnlaugi vini mínum, óska jeg fararheilla — jeg treysti góðri heimkomu. Vinur. „Hvar þú finnur fátækan á förn- um vegi gerð’ honum gott, en grættu hann eigi. Guð mun launa á efsta degi“. ALLT líf Gunnl. Fossbergs mót- aðist svo mikið af þessari kenn- ingu. Jeg kynntist Gunnlaugi fyrst á Isafirði, þegar hann hóf smíða nám sitt. Svo lágu vegir okkar aftur saman að afloknu námi hans í Kaupmannahöfn. Jeg fjekk tækifæri að vinna með honum bæði á sjó og landi og kjmnast mannkostum hans og drengskap, sem hann átti í svo ríkum mæli. Fossberg gekk í Vjelstjórafje- lag Islands árið 1915 og var fje- lagsmaður til dauðadags. Hann sat í stjórn þess í mörg ár og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir fjelagið á þeim árum. Einna mest ljet hann styrkt- armál fjelagsins til sín taka og sýndi þar, eins og í öllum öðrum málum, hversu tillögugóður hann var og ekki hvað síst, hversu ljúft honum var, að veita þeim hjálparhönd, sem sorgin hafði sótt heim. Skapgerð hans og gáfur hjálp- uðu honum til að vinna þessi verk með slíkri prýði og nær- gætni að á betra varð ekki kos- ið. — Það var svo oft, sem leitað var til Fossbergs, bæði í blíðu og stríðu, að engin leið er að segja þá sögu alla, enda kærði hann sig ekkert um hól eða þakkir. Fossberg var frekar dulur að eðlisfari, en á því bar þó ekki þegar hann var í vinahópi, þá var lund hans Ijett og kom öll- um í gott skap, sem í kringum hann voru. .Hann var vinur vina sinna, alltaf sáttur við allt og alla. í orðsins fylsta skilningi, góður drengur. Við kunningjar hans og vinir þökkum honum fyrir allar hans góðu bendingar og hollu ráð, sem hann veitti öðrum í svo ríkum mæli, þegar vanda bar að höndum og við minnumst hans, sem eins af okkar bestu fjelögum. Gamli vinur og fjelagi, nú kveðjum við þig, einn fyrir alla og allir fyrir einn og biðjum þjer guðs blessunar. Þ. Á. f dag kemur í bókaverzlanir ÁRSFJÓRDDNGSRITID Létfar og spennandi smósögur, verðlaunamyndagáfa o. fi. HAUSTHEFTI Tryggið yður eintak af þessu hefti. Sumarheftið seldist upp á skömmum tíma. Sölubörn komi eftir hádegi í Bókaverzl. Arnarfell, Laugaveg 15. 'f Minningarorð: Jóhanna Sveinsdélíir I DAG er til moldar borin frú Jóhanna Sveinsdóttir í Vest- mannaeyjum. Hún var fædd 23. maí 1896 að Syðri Úlfsstöðum í Austur Landeyjum. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum, Mar- grjetu Guðnadóttur frá Hallgeirs eyjarhjáleigu og Sveini Jóns- syni frá Lambalæk í Fljótshlíð. Dvaldist hún þar og að Skíð- bakka í sömu sveit þar til árið 1904, er þau fluttu að Miðkoti í Fljótshlíð. Föður sinn misti hún árið 1922 og ári síðar tók svo bróðir hennar við búinu og var hún honum og mágkonu sinni sem hin besta og umhyggjusam- asta systir, enda var henni fórn- arlund í blóð borin af ríkum mæli. — Arið 1933 fór hún, eins og margt af okkar unga fólki úr Rangárþingi, til Vestmannaeyja að leita gæfunnar. Gerðist hún þá ráðskona hjá Hannesi Hreins- syni að Hæli. Hann hafði mist konu sína frá þrem ungum dætr- um sínum og varð það æfihlut- verk Jóhönnu heitinnar að ann- ast þetta heimili æ síðan, og fórst henni það hlutverk vel úr hendi. Því að hún giftist Hannesi 15. des. 1936 og eignuðust þau svo eina dóttur, Hrönn Vilborgu. Er mikill harmur kveðinn að heimili þeirra nú við hið skyndi lega fráfall hennar á besta skeiði lífsins. En svo mun hún hafa lifað og kent þeim, sem með henni voru, að lengra og ofar er horft við burtför hennar, en til grafarinn- ar einnar. — Hún lifði og starf- aði í þeirri trú, að það væri guð, sem ávöxtinn gaf í æfistörf- unum. Og henni varð vissulega að trú sinni. Ástvinir hennar, iiær og fjær, horfa með söknuði og með trega til leiðanna og starfanna, sem að baki eru. — Minningarnar eru bjartar og ljúf ar frá hverri stund. Henni auðnaðist að feta þær leiðir fórnar og trúar, sem ávalt verða sigursælastir, þegar til enda eru lagðir. Allir ástvinir hennar, ásamt fóstursystur, Fanney.iu Gísladótt ur, þakka farnar leiðir og fögur störf, — og þau vita og finna, að „Minning lifir, þótt maður deyi“. Og það skiptir í raun og veru okkur öllu máli, hvort horfið er seint eða snemma hjeð- an heim. Hitt skiptir öllu, að lifa og deyja þannig, að fram- tíðin lýsi ofar. skugganum, sorg og söknuði. — Svo er um Jó- hönnu Sveinsdóttur. Svb. H. ÞÓKARINN JÓNSSON § löggiltur shjalaþýðand. i ; ensku. ; Kirkjuhvoli, sími 81655. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.