Morgunblaðið - 07.11.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1949, Blaðsíða 5
Mánudagur 7. nóv. 1949. W ORGVNBLAtílÐ 1 FRASOGUR FÆRANDI lim Mr. Wbite frá Wewp®rt, barnsfœð- £'1 J in@u i háa ieftl ©g i|)réttapélifik Krisfmann Suðmunducn skrifar um: 99 Minningar44 Ara Arnaids FR JETTAFLUTNIN GUR ís- lensku dagblaðanna hefir tek- íð í'urðu miklum framförum á örfáum árum. Fullyrða má, að blaðakaupendur hjer fái :uú með morgunkaffinu góð- ar og stundum ágætar frá- sagnir af öllu því helsta, sem írjeítnæmt má teljast heima og orlendis. En þær eru líka margar frjettirnar — og þá einkum ■og sjer í lagi. þær erlendu — sem aldrei sjást á prenti hjer á Isiandi. Ástæðan er einfald lega sú, að ef birta ætti all- ar þær frjettir, sem blöðun- um berast fvrr eða sí*ar frá útlöndum, mættu blaðamenn írnir vinna að minnsta kosti 25 klukkustundir á sólar- hríng og blöðin lengja dálka sina um mílu eða svo. Hjor fara á ->í' ir þrjár írjettir, sem ekki hafa birst í íslenskum blöðum þegar petta er ritað, þótt undirrit- aður telji þær merkilegar á sína vísu. Sú fvrsta er skemti leg (vona jeg), sii um flug- vjelina og barnsfæðinguna er óvenjuleg í meira lagi og „íþróttafrjettirnar" ættu að minnsta kosti að gefa góðar augnabliksmvndir af heimin- um, tem við lifum í. EINN af blaðamönnum „Daily Mirror“ hefir samið þessa: „Það var þykkur reykjar- mökkui í litla svefnherberg- inu á heimili White-hjón- anna við Commercialgötu í Newport. En Mr. White ríghjelt í sængína sína og hreyfði sig ekki úr rúminu. Frú White, konan hans, var á þönum um svefnher- fcergi \ ráðvilt og óttaslegin. Hún újelt dauðahaldi í pjönk urnar, sem hún hafði gripið í fang sjer. Svíðalyktin magnaðist, en ekki tókst henni að flæma Mr. White á fætur. Á neðri hæðinni urðu Green-hjónín að fresta gift- íngarafmæli sínu. þegar reyk urinn ofan frá barst inn í í- toúðina þeirra. Og hinum megin við götuna var Mr. Stenner, annar nágranni, önn um kafinn við að hringja á slökkviliðið. En Mr. White .... hann kúrði bara áfram í rúminu. ,,SLOKKVILIÐIÐ kom á vett- vang, en Mr. White hreyfði sig hvergi, á meðan slökkvi- liðsmennirnir rufu gat á avefnherbergisgólfið. Hann virtist þó eitthvað vera að muldra En slökkviliðsmennirnir höfðu ekki tíma til að hlusta á hann. Og frú White, sem nú var með fullt fangað af hlutun- um, sem henni þótti vænst um, var of önnum kafin við að leita að einhverju. Slökkviliðsmennirnir höfðu sig á brott, þegar þeir voru toúnir að kæfa eldinn í gólf- ínu. Þegar kliðurinn í bjöllum toilanna þeirra fjaraði út í fjarska, spurði Mr.. White, scm raunar var enn uppi í rúmi, konuna sina: „Ertu ' v fcj »■; ■ ■„ Frú raraer tæuJi sveinbmm í 19,000 feta hæð. ekki ennþá búin að finna buxurnar mínar?“ Svarið var neikvætt. Frú White hjelt áfram að leita. Svo gafst hún upp og byrj aði að leggja það frá sjer, sem hún hjelt á í fanginu. Hún fór sjer hægt, lagði einn cg einn hlut frá sjer í einu. Og síðast, allra síðast og neðst í hrúgunni, sem hún hjelt á, kom hún að .... buxunum hans Mr. White. En Mr. White .... hann hrevfði sig ekki úr rúminu“. \! SÁ EINSTÆÐI atburður skeði fyrir skömmu, að þýsk kona fæddi barn i flugvjel, sem þá var stödd í 19.000 feta hæ* vfir Atlantshafi. Breska blaðið „The Daily Tele- graph“ sagðí meðal annars eftirfarandi frá atburðinum: „Frú Darinks Parker, 20 ára gömul hvsk eiginVona bandarísks iiðbiálfa í Wies- baden, Þýskalandi, fæddi í dae kl. 6.45 fjögra punda sveinbarn um borð í Constella tion-flugvjel frá American Overseas Airlines. Flugvjel- in var í 19.000 feta hæð yfir Atlantshafi, 400 mílur frá Shnnnon. Frú Parker, sem var á leið inni til Frankfurt frá New York, naut aðstoðar Miss Mary Hincklev flugþernu, sem er 28 ára og lærð hjúkr- unarkona, og dr. Cedric Henschley frá New York, sem var farþegi í flugvjel- inni. „FREGNIR af fæðingunni bár- ust í skeytum, sem John Hennessy ílugstjóri sendi. Þrjú skeytanna fara hjer á eftir; 5.45 (Lundúnatími): Einn farþeganna um borð virðist hafa tekið jóðsótt. Vinsam- legast hafið lækni viðbúinn, er við komum til Shannon. Við höfum lækni um borð, sem hjálpað getur, ef nauð- synle^t er. H’fi áukið- ffcjg- hraðann úr 29Q í 330 mílur. 6.45: Frú Darinks Parker, 73. stræti, New York. hefir fætt sveinbarn Staða fiug- vjelarinnar 54 gráður norð- læg breidd, 19,20 gráður vest læg lengd. 7.20: Móður og barni líður vel“. v/ ÞAÐ ERU stjórnmálarnennirn- ir, sem fyrst og fremst eru í heimsfrjettunum þessa dag- ana. Það er vissulega einangr aður maður og illa lesinn, sem ekki kannast vitS nöfn eins og Bevin, Acheson og Cripps, Vishinskv - : Tito, Lange og Adenauer og Spaak og Schuman. Það eru stjórnmálamenn- irnir, sem skapa frjettirnar, ekki síst á ráðstefnunum — albjóðlegu ráðstefnunum — sem nú eru orðnar allt að því eins tíðar og stúkuböll eða hjálpræðisherssamkom- ur. Það er því ekkert fimb- ulfamb, þótt fullyrt sje, að stjórnmálamennirnir og póli tíkin hafi staðið á bak við allt að því 90% allra er- lendra frjetta frá ófriðarlok- um. Þetta er sjálfsagt gott og blessað. Svo mikið er víst, að blaðalesendur geta síst búist við því, að' nöfnum stjórnmálamannanna og „ism anna" eigi eftir að fai-a fækk andi í dálkum dagblaðanna. Ef einhver efast um þetta, má benda honum á, að jafn- vel í íþróttadálkum erlendra blaða hefir sífelt borið meir á því síðustu mánuðina, að pólitíkin og allir hennar ár- ar kæmu þar við sögu. HJER FARA á eftir tvær frjettir. sem fyrir nokkru bárust í Reutersskeytum til Morgunblaðsins: PRAG: — ÁJiveðið hefir ver ið að stofna í Tiekkóslóvak- íu stjórnmálaskóla, sem í- þróttamenn verða að útskrif- ast frá, áður en þeir fá leyfi t:l að taka þátt í kepnni utan járntjaldsins. Markmiðið með skólanum er að reyna að koma í veg fyrir. að áfram- hald verði á flótta tjekk- neskra íþróttamanna vestur á bóginn. „Mlada Fronta“, aðalmál- gagn æskulýðshreyfingar kommúnista, sem skýrir frá þessu, upplýsir, að meðal fyrstu nemenda skólans verði meðlimir tjekkneska ,,ís-hokký“-liðsins, sem er heimsmeistari í þessari í- þróttagrein. HIN Reutersfregnin er á þessa leið: PARÍS: •— Kommúnistar hafa fengið ströng fyrirmæli um að sækja ekki knatt- spyrnukeppnina, sem hjer á að fara fram næstkomandi sunnudag milli Frakka og Júgóslava. Dagblaðið „France-Soir“ skýrir svo frá, að bann þetta virðist .einnig ná til kom- múnistablaðanna. Svo mikið er víst, að kommúnistablað- ið „Ce Spir“ minntist ekki á kaopleikinn í clag, enda þótt önnur blöð sjeu yfirfull af fjörlegum umsögnum og spádómum. Framh. á bls. 12. „Minningar“ Ara Arnalds. Olaðbúð. „MINNINGAR" Ara Arnalds er merk bók og mikils verð. Höf. hefur verið þjóðkunnur maður um margra tungi ára og á síðari árum hafa útvarpser- indi hans vakið óvenjulega mikla athygli um land allt. Bók in er því mörgum kærkomin. Og hún er þannig úr garði gerð, að nafni höfundar hennar er vel borgið frá gleymskunni um langa framtíð. Það er langt síð- an jeg hef haft jafn mikla ánægju af því að lesa æfisögu- þætti. Stíllinn frásagnarmátinn og frágangur allur á verkinu er með slíkum ágætum að les- andanum leiðist það eitt, hversu stutt bókin er. Þótt það sje raunar kostur á velflestum rit- um, verður ekki hjá því kom- ist að óska, að þetta hefði ver- ið lengra! — En úr því getur höf. enn bætt. I. kafli nefnist: Æska og skól ar. (bls. 9—78). Fögur kröníka, fyllt angan horfinna tíma, list- ræn og fáguð. Hjer er engu orði ofaukiö, en málið þó litauðugt og lifandi, innan takmarka hins meitlaða stíls. Yfirborðið sljett og virðulegt, en undir niðri brjótast ýmsir straumar, t. d. hin fágaða gamansemi höf. j Lesa þarf vel, til þess að njóta frásagnarinnar til fulls — og er það einkenni margra hinna bestu bóka. Pilturinn, sem við kynnumst í þessari æskusögu, er einstaklega aðlaðandi, manni þykir vænt um að hann skuli vera íslendingur, og hann hef- ! ur vissulega marga af geðsleg- ustu eiginleikum kynstofnsins.' — Hin forna menning okkar hefur verið rægð og' dregin sundur í háði af ýmsum nútíma íslendingum. En hún hefur staðið af sjer örðugari veður. Og bók Ara Arnalds er glæsi- leg prófun á gildi hennar. Það eitt væru nægileg meðmæli þessum minningum. Margar greinar frásagnar- innar eiga sjer ógleymanlega stemningu, ekki síst lýsingar frá bernskuárunum. Mjer koma í hug blaðsíðurnar 14—15. lýs- ing á hjásetu, bls. 16, en þar er sagt frá fjórtánda afmælisdegi höf., fermingin á bls. 18 og draumurinn merkilegi, þegar sjálfur skaparinn birtist höf. í líki sjera Valdimars Briem! (bls. 19). — Draumur þessi rættist á furðulegar. hátt — og þó ekki að fullu, enn sem kom- ið er. í sambandi við draum þenn- an er mirnst á tvo staði. í land- areign Geitabergs í Svínadal, þar sem mönnum verði oft illt, eða ómótt og hafi jafnvel fund- ist þar andaðir. Bendir þetta til að þarna sje útstreymi eitur- efna einhverra og er þess vert að rannsakað sje. Góðar eru lýsingar höf. á skólavist og ferðalögum í sam- bandi við hana. Hann brýst gegnum skóla í fátækt og fer síðan utan til náms og fær garðvist. í þeim kafla bregður fyrir listavel gerðum svipmvnd um af ýmsum merkum Islend- ingum. — Ekki getur hann hall að sjer að því námi er hann helst kýs og veldur því fátækt- in, en í þess stað les hann lög. Sækist námið fljótt og vel, eix í miðju fyrrihlutaprófi hóstar hann upp blóði, verður fárveifc ur og liggur lengi. Fljótt er far- ið yfir þá sögu, en nærri má geta hvílík ákoma þetta hefur verið ungum námsmanni, snauö um, í framandi landi. — S<* líkn er honum þó Ijeð með þraut, að hann hefur eignast vini í Danmörku, og ekki af lakara tagi, en það eru prófess- orarnir Troels-Lund og Hövd- ing, og auk þeirra overretts- assesor Andre. Þeir styðja hann með ráðum og dáð og hjálpa honum til að komast á hress- ingarhæli í Noregi. í Oslo hittir hann, meðal annara, Thomme- sen gamla — og verður síðar blaðamaður hjá honum um skeið. F.innig lendir hann þar í ýmsum æfintýrum, verður t. d. heimilisvinur á Aulestad. — Frá þessu öllu er sagt með af- brigðum vel og snildarbragur á efnismeðferðinni. Lýkur kafl- anum á heimför höf., en hann var þá, eins og áður er sagt, orðinn blaðamaður hjá Thomm > sen, við „Verdens gang“. Heim fór hann, að eggjan Björrs Jónssonar, og stofnaði á Seyðis- firði blaðið „Dagfari", 7. jan, 1906. II. kafli nefnist: Skilnaður Norðmanna" og er stórfróðlegF- erindi. Er þar, í frásögn um þann mikla dag Norðmanna: 7. júní 1905, dreginn saman mik:]l fróðleikur um skilnuðarmálið, :V snildarlegan hátt. III. kafli: „Frá Landvarnar- tímabilinu“, fjallar um lands- mál á árunum 1902—1912. Höf. tók, eins og kunnugt er, virkan þátt í frelsisbaráttu íslendingx á þessum árum. Er kaflinn vel og skipulega ritaður, svo af b:?r, — og er ekki heiglum hent að blása lífi í svo margþætt og strembið efni, 1 jafn stuttu má.i og hjer er gert! IV. kafli nefnist: „Brot úr æfisögu íslendings“. Þetta er meistaralega gerð short story, — en þar með skal alls ekki sagt, að hún sje uppdiktuð. —- Vel gerð saga er ávalt sönn! V. kafli: „Embættisverk“, er einnig í söguformi. Lærdóms- rik og vel sögð saga. VI. og síðasti kaflinn neínist: „Silfursalinn og urðarbúinn". Ef til vill ber þessi knappa, en glæsilega frásögn þess gleggst- an vott hvílíkur ritliöfundur Ari Arnalds er, — og maður hugsar til þess, með ósjálfráðri angurværð, hvílíkt skáld hann hefði orðið, ef hann hefði beint starfskröftum sínum, gáfum og vandvirkni að því marki! En þökk fyrir þessa bók hún er vel þegin og mun seint gleyra ast. Sjerbver góður ísleridingur, sem hana les, mun finna, al hann er, þá stundina, í prúðum selskap, þar sem veitt er rí smekkvísi og virðulega. riniiiiiiiMi IIIIIIIMI1111111111111111111111 lll II BF.RGUR JÓNSSON M úlfhitniiH fcMskrifstofn W, *|mi 18' i. IIIIMIIIIIIII M P E I, S A H K rislin n K ristján ssou Leifsgötu 30, sírni 564 K miif iiiiniii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.