Morgunblaðið - 07.11.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1949, Blaðsíða 14
'14 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 7. nóv. 1949. Ný bráðskemmtileg framhaldssaga: Framhðldssagan 3 111111111111111111111111 *£ Eftir Charlotte Armstrong minn. Hvað svo sem það var, sem hún var að segja honum, þá gerði það hann ábyggilega æstan. Þjónninn fór og fjekk sjer vatnsglas, og gaf þeim auga yfir glasröndina. „Jeg vildi að jeg hefði ekki farið að segja þjer þetta“, sagði Jane. „Nú ert þú orðinn reið- ur, og til hvers er það svo sem?“. Francis leit upp. Hann hafði verið að hugsa um það að i stríðinu var maður drepinn fyrir annan mann. En þessu var öðruvísi varið. Hann vissi að hann varð að sigra reiðina og hugsa rólega um hvaða sann anir og líkur væru fyrir hendi. Um að gera að fara sjer hægt og vera öruggur, og ihuga vand lega öll smáatriði. „Við verðum að komast á botn í þessu“, sagði hann loks. „En jeg veit bara ekki, hvern ig við eigum að fara að því“, sagði Jane. „Jeg veit bara að þ^ð er eitthvað sem er eins og það á ekki að vera. Jeg er alveg handviss um það. Því lengur sem jeg er í þessu húsi. þeim mun vissari verð jeg í minni sök. En jeg veit bara ekki hvern ig jeg á að snúa mjer í þessu“. Francis gaf þjóninum merki og hann kom til þeirra. „Taktu þetta burt og gefðu okkur brauðsneiðar og kaffi. „Það fyrsta sem manni dett- ur í hug“, sagði Jane, „er að snúa sjer til lögreglunnar. „En hvað er hægt að segja þeim þar? Jeg er búinn að hugsa svo mikið um þetta, að jeg veit ekki....“. „. . . . ganga þar inn“, taut- aði Francis“, og segja: Jeg er unnusti ungfrú Wright og jeg held að hún hafi ekki framið sjálfsmorð. Jeg held, að hún hafi verið myrt.“ Jane kinkaði kolli. „Og þá mundu þeir segja: Hversvegna?" „Auðvitað og þá mundi jeg segja: „Ja, hún samdi ekki sjálf miðann sem hún ljet eftir sig“. „Og þá mundu þeir spyrja: Hver gerði það þá?“ sagði Jane. „Og þú mundir segja: Ja, það var Luther Grandison, þjóð- frægur maður, sá sem setti leikritið „Dauðir menn tala“, á svið með Lillian Jellico árið 1920“. Hún leit á armbandsúr- ið. „Nú erum við að missa af honum. Biddu þjóninn að opna útyarpið aftur. Mig langar svo til að þú heyrir í Grandison“. „Veistu um hvað hann ætlar að tala?“ „Já, auðvitað veit jeg það. En mig langar til að þú heyrir það“. Francis kallaði í þjóninn og Jane bað hann að opna útvarp- ið. „Jæja, hvar vorum við“, sagði Francis „Lögreglan var að hlæja að okkur“. „Já, ábyggilega“, sagði Jane. „Þá segjum við: Við höldum, að hann muni hafa stolið pen- ingum frá skjólstæðingi sínum og að skrifstofustúlkan hans hafi komist að því og hótað að koma upp um hann. Þá mundu þéfr' vera að rifna af hlátrí.' — Fylgist með Þeir mundu segja: En Grandi- son græddi mikið fje á starfi sínu fyrir leikhúsið áður en hann Ijet af störfum. Og sömu- leiðis á kvikmyndunum og bók inni. Þeir mundu segja: „Komið þið með sannanir“. „Já“, sagði Francis. „Það er nefnilega það. Hvernig eigum við að sanna það?“ „Það kemur lögfræðingur við og við til hans. Hann sjer um öll peningamál fyrir hann. Jeg skrifa undir alla reikningana f.yrir húsið. Grandy skrifar und ■r þá án þess svo mikið sem að 'íta á upphæðirnar. Hann vill ekki tala um peninga. — Hann vill ekki líta á tölur. Hann læt- úns og honum finnist það eyði ’eaeing á lífsverðmætum og hann segir að peningatal hafi ',læm áhrif á meltinguna. — Ha^n segir að lífið eigi að vera eins og sætur draumur og ildrei þurfi svo mikið sem að ninnast á peninga“. „Talar hann *vona?“ „O, drottifua rránn, þú getur ekki ímynd«fð þjer, hvað hann getur láttð sjer um munn fara“. „Jeg hefi lesið. . . .“. Jane rjetti upp hendina. — „Hlustaðu nú“, sagði hún. — „Maðurinn við barinn hafði skift um útvarpsstöð. I staðinn fyrir hljómleikana heyrðist nú rödd. Jane kreppti fingurna um úlnlið hans. Það var hljótt í salnum svo að þau heyrðu greinilega, hvað hann sagði. — Það var eitthvað aðlaðandi við röddina sem gerði það að verk- um að fólk hlaut að hlusta á hana með eftirtekt. Röddin var hljómfögur og orðin runnu fram í mjúkum straumum. Það var líka eitthvað heillandj /ið hana. ' „Hve mörgum þannig grímu klæddum mönnum mætum við ekki á förnum vegi dag hvern“, sagði röddin. „Hve mörgum venjulegum andlitum með tveimur augum, nefi og munni? Maðurinn í sporvagninum, af- greiðslumaðurinn í versluninni hver einstakur á sitt leyndar- mál. En sumra leyndarmál eru ekki saklaus, en þeir sem þau eiga, verða að bera grímuna til dauðadags. Og aldrei þarf grun ur á þá að falla“. Jane herti takið um úlnlið Francis. „Jeg þekki sjálfur einn slík- an mann“. Þetta var Luther Grandison, sem talaði. Þetta var rödd hans. „Já, jeg þekki mann sem hefir framið þann alvarlegasta glæp, nefnilega morð, og hann hefir aldrei verið grunaður. Nei, hann lifir og hefir lifað í mörg ár, með grímuna. Hann er á meðal okk ar, gegnir daglegum störfum, eins og ekkert hafi í skorist. og þó gerði hann það“. Röddin lækkaði. „Jeg segist vita það. Það væri líklega rjettara, að bæta því við að yfirvöldin vita ' phé ‘lí!til. Erí því ^rhíðúf;* ááhn- frá byrjun anir eru engar fyrir hendi“. — Röddin var orðin sorgmædd og þó um leið var ekki laust við að hún væri dálítið glaðhlakka leg. „Af öllu okkar hyggjuviti, vitum við nefnilega ekki, hvern ig á að rífa af honum grím- una. Meira að segia, ef jeg nefndi nafn hans, þá mundi hann geta íarið í mál við mig fyrir meiðyrði. Og þó .... gerði hann það“. Þögn dálitla stund. Síðan hi°lt röddin áfram í sama blíða tóninum. „Þeir eru á meðal okkar. Þeir sem aldrei hefir fallið grunur á. Það hafa mörg morð verið framin, sem ekki aðeins eru óleyst, heldur eru með öllu ókunn. Þið getið verið viss um að margur mað- urinn og konan hafa verið jörð uð með ró og spekt og engin hefir farið að hnýsast frekar í það hver var dauðaorsökin". Röddin þagnaði. Áheyrend- urnir sátu eftir með öndina í hálsinum. Luther Grandison kunni á því lagið. Þetta bragð hans var orðið alþekkt. Hann gat gert hina minnstu smámuni að hryllilegum atburðum aðeins með smátilfæringum. Jane opnaði augun. „Svona er Grandison, skil- urðu“. Francis var fölur í framan af reiði. „Þeir, sem aldrei hef- ir grunur fallið á, sagði hann. Er hann svo bíræfinn, að eiga við sjálfan sig?“ 2. Ki4 FLI. „Hvernig væri að jeg færi og +!>'aði við þennan lögfræðing?“ Rödd hans var hvöss og reiði- leg. „Þú getur ekki gengið þar inn og sagt: Já, mig langaði til að kynna mjer alla pappíra við- víkjandi Frazier-auðævunum“. „Með lögum er það hægt“. „En þú fengir það bara aldrei“, sagði hún. „Það hefir aldrei fallið nokkur grunur á hann. Og ef bú mundir fara að gefa eitthvað slíkt í skyn, þá veit jeg alveg hvernig mundi fara. Hann mundi meðhöndla þig eins og grip, sem ætti að setja á safn. Hann mundi á- líta þig vitskertan. Og þegar málið væri um garð gengið, þá mundu allir kenna sárlega í brjósti um vesalinas unnust- ann, sem sorgin hafði yfirbug- að svo að hann vissi ekki hvað hann gerði“. „Jæja, við skulum þá sleppa því og hugsa okkur einhverja aðra leið“, sagði Francis. „Hann hefir meira að segja vitni“, sagði Jane. „Althea var með honum. Jeg á við að hún sá Rosaleen lifandi og eftir það var Grandy hjá henni, þangað til......“. „Sá Althea hana?“ „Ja, hún heyrði hana að minnáta' kðáti tala“. Litla stúlkan með langa nafnið Eftir MABEL LEIGH HUNT 9. Anna Soffía leit á Önnu Sveins. Hún bretti upp á nefið og stakk út úr sjer tungunni framan í strákinn og gretti sig feykilega. Þegar Aryia Soffía sá þetta, fór hún að.hlæja. Hún stakk líka tungunni út úr sjer, en aðeins voða lítið, því að henni kom allt í einu í hug, hvað Elísabet frænka eða Soffía amma myndu segja, ef þær sæju hana vera að reka út úr sjer tunguna og gretta sig framan í strákinn. En þrátt fyrir það ljetti Önnu Soffíu við .þetta og hún skoppaði inn í skólahúsið og hjelt um hendina á Önnu Sveins. Þegar Anna Soffía sat heima hjá sjer um kvöldið, fóru pabbi og mamma að spyrja hana, hvernig henni hefði lík- að í skólanum. — Mjer líkaði ekkert vel, svaraði hún lágt, en hún sagði ekkert meira, hvað fyrir hafði komið, því að hún skamm- nðist sín dálítið og kærði sig ekkert um að aðrir fengju að vita það. Og næsta skipti sem Magnús frændi kom, hló Anna Soffía eins og áður yfir langa nafninu sínu. Hún ljet eins og sjer þætti jafn gaman að öllum látalætunum í honum eins og fyrr, því að Elísabet frænka hafði kennt henni að vera góð og kurteis og hún hjelt, að Magnús frændi yrði særður, ef hún hlæi ekki eins og venjulega. En hún hló aðeins með andlitinu. Hún hló ekki með hjartanu, því að það var eins og steinn. Eftir þetta fannst henni látalætin í Magnúsi frænda ekk- ert fyndin. Aldrei eftir að börnin höfðu hlegið að langa nafninu hennar. Anna Soffía varð auðvitað að fara í skóla hvort sem henni líkaði það betur eða verr. Hún hugsaði mikið um þetta allt. Hún óskaði þess með sjer, að mamma og pabbi hefðu ekki látið skíra hana svona mörgum nöfnum. Og hún var stundum að óska þess, að hún gæti gefið eitthvað af nöfnum sínum burt frá sjer, þó — Finnst jður þetta ekki dásam legt sóleflag, herra lístmálari? — Tja, þaS veit jeg nú ekki, vifí inálum alls ekki svona lengur. ★ Á tali. Símastúlka fór í kirkju. og svaf á meðan á messunni stóð. Þegar ræð- unni var lokið, sagði presturinn: „Við munum nú syngja sálm nr 341 — ’ una sína, fyrr en hann er giftur | henni“. Ólsen (dapurlega): „Hversvegna tiltekurðu aðeins Kína?“ ★ „Einni konu of mikið", hrópaði ciginkona um leið og hún leit á fyr- irsagnimar í blaðinu. i „Þetta hlýtur að vera um einhvem f jölk vænismann.“ I „Hm“, sagði eiginmaðurinn. án }x ss að þora að líta upp. „Það þarf ckki endilega að vera, elskan mín.“ * Lítil stúlkn fór í kirkju með Helenu frænku sinni. Þegar þær komu heim, spurði móð>r telpunnar hana hvaða sálmur hefði verið sunginn. „Sól sálar minnar, elskan,“ hvisl- eði frænkan að þeirri litlu........ „Jæja, hvaða sálmur var það?“ spurði móð.rin. „Sól sálar Helenu frænku," var S'. arið. 341.“ Stúlkan vaknaði við og heyrði þetta og sagði geyspandi: „Ekki þessi læti, það cr á tah.“ ★ Margar konur hafa gaman af skritnum kjölturökkum, — það er þessvegna, sem þær gifta sig. ★ Jöfn hlutiöll. Maður nokkur. sem hafði matsölu- hús, hafði alltaf haninukjötskássu á rcatseðlinum. Viðskiptavinur hans spurði hann dag einn. liverniv; hann gæti þetta, þar sem nú væri svo erfitt að ná í hanínur. — O, jeg set stundum ofurlítið hrassakjöt í — sagði hinn. — í hvaða hlutföllum? spurði vin urinn. -— Ó, alveg jöfnum, einn hest- ur á móti einni kaninu, var svarið. ★ Víða pottur hrotinn. Frú Ólsen (les). 1 sumum hlut- um Kina þekkir maðurin ekki kon- j ferðafólk afhuaið I I Höfura til leigu 16 manna, 22ja í | manna, 26 manna og 30 manna | : þifreiðar í lengri og skemmri § : terðir. Ingimar Ingintarsson, Sími 81307. Kjarlan Ingimarsson 3 Sími 81716. | Afgreiðsla á Bifreiðastöðinni | | Bjfröst, sími 1508. M.s. Hugrún liteður til Súgandafjarðar, Bolunga- vikur, ísafjarðar og Súðavíkur í dag. Snni 5220. Sigfús Guðfinnssóú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.