Morgunblaðið - 09.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐItí Miðvikudagur 9. nóv. 1949 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla’ Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakiC, 7* aara meC Lesbél. Furuhotn og flokkur hans EFTIRLEIKUR hins gjörsamlega ósigurs norskra kommún- ista við Stórþingskosningarnar í haust stendur nú sem hæst. Norski kommúnistaflokkurinn logar að innan. Forvígismenn hans bera hvern annan hinum hroðalegustu brigslum. Upp- víst er orðið um vopnasöfnun flokksdeildanna og fylgisleif- arnar halda áfram að sundrast. Óbreyttum liðsmönnum flokksins ofbýður spillingin og snúa hundruðum og þúsund- v.m saman baki við honum. Kjarni þeirrar deilu, sem brotist hefur út meðal norskra kommúnista er hinn sami og í deildunum innan kommúnista- flokka margra annara landa. Ágreiningurinn er um það, hvort ílokkurinn eigi að starfa eingöngu með heimsveldis- hagsmuni Rússa og Kominform fyrir augum eða taka tillit til þjóðarhagsmuna Norðmanna. Enn sem komið er virðast Kominformkommúnistarnir norsku vera ofan á í deilunni. Maður er nefndur Peter Furubotn. Hann hefur um langt skeið verið aðalforingi norska kommúnistaflokksins. En hann hefur nú beðið þar lægra hlut og er nú lýst þannig af hinum ráðandi mönnum, að hann sje „Trotskyisti“ og „Titosinni“. Einn andstæðinga hans innan flokksins hefur jafnvel gefið honum þann fróma vitnisburð að hann sje „mesti glæpamað- ur veraldarsögunnar“. Sá, sem þessa nafngift veitti hefur nú sjálfur verið fluttur á geðveikrasjúkrahús eftir að hafa feng- ið brjálsæðiskast af ótta við fjandmenn sína innan flokksins. Þannig er ástandið innan norska kommúnistaflokksins, sem fyrir síðustu kosningar átti 10 þingmenn, en Norðmenn þurkuðu út af löggjafarsamkomu sinni. En þessi mynd af samkomulaginu innan norska kommún- istaflokksins gefur góða hugmynd um heimilisástæður innan kommúnistaflokka flestra annara landa. Þar logar allt í deil- um og illindum. Annars vegar eru Kominform-kommúnist- arnir, sem ekkert sjá nema Moskvu og hika ekki við að fórna. hagsmunum þjóða sinna á altari hinna rússnesku heimsveldis áforma. Yfirleitt mun mikill meirihluti kommúnistaforingja allra landa fylgja þessari „línu“. Hún er hin eina sáluhjálp- lega leið til þess að njóta stuðnings og viðurkenningar frá , páfanum“ í Kreml. Nálægðin við Rússland hefur einnig iryggt aðstöðu kominform-manna í löndunum austan járn- tjaldsins. Með aðstoð harðhentrar leynilögreglu, hervaldi og ognarstjórn, ríkja þessi peð Stalins og berja niður alla and- stöðu. Titostjórnin í Júgóslavíu er þar eina undantekningin. Hún er sá fleinn í holdi Kominform, sem veldur Moskva- kommúnistum mestum áhyggjum. En í kommúnistaflokkum allra landa er töluvert af fólki, sem ekki vill una alræði Moskvu og Kominform og kennir yfirgangi þess fylgisleysi flokka sinna t. d. í Vestur-Evrópu. Það hefur ekki gert sjer ljóst að „þjóðlegur" kommúnismi er ekki til. Kommúnisminn er fyrst og fremst tæki Rússa til þess að koma heimsveldisáformum sínum í framkvæmd. Þetta fólk, sem glæpst hefur á lyginni um „þjóðlegan“ kommúnisma er nú sem óðast að yfirgefa kommúnistaflokk- ana. Fylgið fellur frá þeim eins og skriða. Gleggsta dæmið um það gerðist í norsku kosningunum. Alltof stór hluti íslensku þjóðarinnar hefur ekki áttað sig eins vel á eðli kommúnismans og norska þjóðin og aðrar lýðræðisþjóðir Vestur-Evrópu. Þess vegna geta þau ósköp gerst hjer að fimmtaherdeildin heldur fylgi sínu í frjálsum kosningum. En henni mun ekki til lengdar haldast uppi að skýla sjer bak við vanþekkingu fólksins á tilgangi þeirra og innræti í þessu sambandi er eðlilegt að beina þeirri spurningu enn á ný til Brynjólfs Bjarnasonar, hver aðstaða íslenska kommúnistaflokksins sje til deilu Furubotns og Tito við Kominform? Hvers vegna hafa íslensku kommúnistarnir þagað ein$ og steinar um afstöðu sína til þessara alþjóðlegu samtaka flokks síns? Eru þeir hræddir við að yfírlýsingar um það mál leiði tíl svipaðra átaka og í ílokki Furubotns? Út með svarið, Erynjólfur og Einar þöglif!! lat*: UR uetyi ihrija DAGLEGA LÍFINU Hæítulegt æði ÞAÐ ER altaf hættulegt þegar \ æði grípur um sig meðal al- mennings, á hvaða sviði sem það er. — Nú berast fregnir af því, að fólk hafi orðið hrætt er kaffiskorturinn varð á dög- unum og gripið til þess að kaupa alskonar nauðsynjavöru í stórum stíl, eða með öðrum orðum, hamstra. Vonandi eru sögur af hrís- grjónakaupum, sápu og þvotta- efniskaupum fólks ýktar, en því miður er eitthvað til í þeim og það sem verst er, þetta hamst- ur er algjörlega ástæðulaust. • Nóg af nauðsynjavöru MENN hafa tekið eftir því, að frá því að skömtuninni var af- ljett á mörgum nauðsynjavör- um, hafa birgðirnar aukist í búðunum. Þar sem ekki sáust hreinlætisvörur áður, á meðan þær voru skamtaðar hefir ver- ið nóg til, eins og hver vildi hafa. Sama er að segja um aðrar vörutegundir. En ef fólkið fær æði og kaup ir miklu meira, en það hefir not fyrir, gæti komið fyrir að þurð yrði á nokkrum vörutegundum í bili. o Er að kalla yfir sig skömtun á ný EF hamstursæði grípur nú um sig, þá fer ekki hjá því, að grípa verði til skömtunar á ný. Telja má t.d. víst að þegar kaff ið kemur til landsins, verði bað skamtað, að minsta kosti fyrst um sinn. Á meðan kaffið var óskamtað var nóg til af því. þar til mörg atvik í einu urðu til þess, að þurð var á því í bili. — Tafir í gjaldeyrisleyfum, tregða á vfirfærslu, gengislækkun sterl- mgspunds, sem varð til þess að Erasilíubanki lokaði fyrir er- 'end viðskifti og jafnvel óeðli- legur innflutningur til SÍS, varð þess valdandi, að kaffið þraut. Ástæðulaus ótti ÞAÐ FÆRI illa, ef aimenning- ur gripi nú til þess, að hamstra til sín vörur í stórum stíl og kallaði þar með yfir sig skömt- un á ný. Ef menn kaupa aðeins eðli- legar birgðir, eins og þeir hafa verið vanir frá degi til dags, þarf ekki að óttast neinn skort á nauðsynjavörum. Þetta er sannleikur. Það er undir almenningi komið og honurn einum að kenna ef taka verður upp skömtun á ný. • Gensmr eins í sögu UMFERÐARLJÓSIN voru sett í gang í gærdag. Og umferðin gekk eins og í sögu. Það var munur að sjá hve bifreiðarnar komust greiðar áfram eftir Bankastræti og Austurstræti en áður. Flesti’- bifreiðarstjórar fóru alveg rjett eftir merkjun- um og þurftu lögregluþjónar lítið sem ekkert að skifta sjer af umferðinni. Þótt ljósmerki sjeu ekki kom in nema á þessar aðalgötur ennþá, er svo mikil bót að þeim, að þau munu hafa áhrif á umferðina um allan bæinn. • Erfiðast fyrir fótgangandi ERFIÐAST áttu fótgangandi með að átta sig á ljósmerkjun- um. Þó er það auðlært og líður ekki á löngu þar til bæjarbúar átta sig á merkjunum og fara eftir þeim. Sumir kvarta yfir því, að gangandi menn sjái ekki ljós- in og það sje eins og þau sjeu eingöngu sett upp fyrir öku- menn. En þetta er á misskiln- ingi byggt. Þeir, sem ganga sunnanvert Austurstræti, aust- ur á bóginn eiga að horfa yf- ir á Pósthúshornið, og sjá þeir þá Ijósmerkin þar. En hinir, sem koma að austan og ganga norðanvert við strætið, eiga að horfa yfir á hornið hjá ,,London“. • Bílar beygja inn á gangbrautir ÞÁ ER einnig kvartað yfir því, að bifreiðar beygi inn á gang- brautir, meðan gangandi eigí þar rjett. Hjá þessu er ekki hægt að komast við stöku gatna mót, eins og allir sjá, ef þeir athuga málið. En það er hægt að komast leiðar sinnar árekstra laust, ef menn athuga sinn gang. Umferðaljósmerkin eru að vísu öryggistæki, en þau eru ekki það örugg að menn geti anað áfram í blindni. Það þarf eftir sem áður sam- vinnu og árvekni. bæði öku- manna og fótgangandi. • Flugfreyjunafnið festist FYRIR nokkru hitti jeg starfs- mann hjá flugfjelagi, sem sagði við mig: „Flugfreyjunafnið þitt ætlar að festast í málinu, þrátt fyrir öll mótmæli. frá hinum og þess um hjer um árið. Flugfreyja er notað miklu meira. en þerna. Almenningur kann bet- ur við það“. Jeg var nú satt að segja bú- inn að gleyma látunum, sem urðu útaf þessu um árið, er jeg stakk upp á flugfreyjunafn inu. Það var aðeins uppástunga og skifti það mig persónulega litlu máli hvort sú uppástunga yrði tekin til greina, eða ekki. Það er almenningur í land- inu sem ræður því fyrst og fremst hvort nýyrði festast í málinu. eða ekki. Fjelagssam- þykktir hafa þar sáralítið að segja, eða bægslagangur ein- stakra manna. iiiiiiiiiiiiiiuiiiii 11111111111111111111111111111111 l•ll•l••l•••l•lllll ii•iiii■••in 11 ii ■ MEÐAL ANNARA ORÐA .... Miklar olíulindir fundust í V.-Þýskalandi é sfríðsárunum Eftir Guy Bettany frjettaritara Reuters. HAMBORG: — Verið er að reisa stóra olíuhreinsunarstöð í Þýskalandi, er mun geta unn ið úr 600,000 smálestum af hrá olíu árlega. Stendur hún við Holthausen í grend við Lingen við Dortmund-Ems-skurðinn og á að vinna úr hinum nýju olíulindum Vestur-Þýskalands. • • FULLNÆGJA ÞÖRFINNI OLIUNNI verður dælt eftir 30 mílna löngum leiðslum til stöðvarinnar frá lindunum í Emsland á vestur-bakka árinn ar Ems og í nánd við hol- lensku landamærin. Jafnvel þýskir sjerfræðingar vita ekki, hve lindirnar eru stórar, en þeim er þegar ljóst, að þær munu á fáum árum full nægja olíuþörf Þjóðverja að miklu leyti. Arangursríkustu boranirnar, sem gerðar hafa verið hingað til, fóru fram í Bentheim. Það svæði er í miðaldafurstadæm- inu Bentheim Hollenskt land liggur að því á þrjá vegu. • • FLÓTTAMENN FÁ VINNU VONIR standá til, áð flutning- þúsundum atvinnulausra flótta' 1 manna frá A.-Þýskalandi, vinnu þegar til kemur. Marg- ir vinna þeir þegar að vega- gerð og járnbrauta um mýra- flæmi, sem hingað til hefir verið óbyggt og eyðilegt eins- kis vert fyrir annað en mótekj una þar. MIKLAR FRAM- KVÆMDIR NÚ rísa þarna upp vinnubúð- ir fyrir verkamennina, sem eru að smíða olíugeyma, og leggja leiðslur og járnbrautir. Þessar búðir eru með öllu ó- hæfar fyrfi- mannabústaði til langframa, þar sem skortur er á öllúm þægindum og efni til íullkominnar húsasmíði. Eitt meginyandamál þeirra fjelaga, sem eiga samstarf um að koma þessum lindum í verðmæti, er að sjá fyrir vistum í þessu eyði lega og ófrjóa hjeraði. Fjögur olíufjelög standa að fram- framkvæmdum þarna. GEFA RUMENIU- LINDUNUM EKKI EFTIR NOKKRA mynd getur það gef- ið af framkvæmdunum, að síð an í maí s.l. nema boranirnar, ur og hreinsun á olíunni veitisem hafa verið gerðar á olíu- svæðinu, samtals 25,000 stik- um. Dr. Benz, forseti Olíulinda- stofnunarinnar í Celle, telur, að olíulindirnar í Emslandi kimni að vera á borð við þær í Rúmeníu. Það, sem mestu máli skiptir er, að vinnsla þeirra mun draga mjög úr greiðsluhalla Þýska- lands, hvort sem um er að ræðá dali eða sterlingspund, og þann ig minnka byrðar breskra og bandarískra skattgreiðenda. • • UNNIN FYRST 1942 OLIA var fyrst unnin úr jörðu í Emslandi árið 1942, í þann tíð, er Þjóðverjar gerðu allt, sem unnt var, til að auka olíu framleiðsluna í styrjöldinni. — Tveimur árum seinna fannst meiri olía. Á meðan á stríðinu stóð seinkaði efnisskortur öllum framkvæmdum, en seinna var unnið að þeim á skipulagsbund inn hátt með hjálp erlendra fjelaga. Þetta árið hefir verk- inu miðað svo vel, að undrun sætir. • • LINDIR ANNARS STAÐAR ANNARS staðar í Neðra-Sax- Frh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.