Morgunblaðið - 10.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. nóv. 1949. Þórður Runólfsson: ÞRÓIIN JÁRIMIÐNAÐARIISIS í RE SÝNINGARDEILD þessi, sem Meistarafjelag járniðnaðar- jríanna stendur að, hefir feng- i^ alt of lítið húsrúm til um- r^ða, svo hún gefur ekki nema aíjS litlu leyti yfirlit yfir þróun þpssarar merkilegu iðngreinar. ; Ekki eru heldur til, nema að liílu leyti leyfar frá fyrri tím- ujn, sem taka mátti til saman- bþrðar við nútímann og það, sþm tína mætti til, er svo sund- ujlaust, að það gæfi enga sam- fólda þróunarsögu, þó tínt væri saman og safnað á einn stað. Deild þessi hefir því rjettilega verið nefnd þungaiðnaður á yf irlitsmynd yfir sýninguna, því hún gefur fyrst og fremst nokkra hugmynd um getu þess arar iðngreinar í dag og sem með rjettu mætti kalla þunga- iðnað. í deildinni hefir verið sett úpp gömul smiðja og er hún að ýmsu leyti táknræn fyrir visst tímabil í þróunarsögu járniðn- aðarins. Smiðju þessa mætti j með rjettu kalla nýtísku smiðju um aldamót. Eldstæðið er hlað- ið úr grjóti og blásturinn feng- 1 inn með smiðjubelg. Ef til vill kann þetta að þykja of fornfá- legt fyrir þetta tímabil, því ein staka smiðir munu þá hafa ver ið búnir að fá járnplötu í smiðjuborðið og handsnúinn smiðjublásara. Þá er steðjinn, Sem vel gæti verið frá þessum tíma, fótstiginn rennibekkur og handsnúinn borvjel, — hvort- tveggja nýtísku áhöld um alda mótin. Ýms handverkfæri eru þar og, þá aðallega tilheyrandi eldsmíði. í smiðjunni er fjöldi smíðis- gripa, sem hengdir eru upp á snaga og króka eins og títt var í smiðjum áður fyr. Smíðisgrip irnir eru ef til vill nokkuð ó- samstæðir — sumir þeirra, tegundar, sem ekki tíðkuðust svo mikið á því skeiði, sem smiðjunni er ætlað að sýna og aðrir sem algengir voru, vant- ar tilfinnanlega. En eftir þessu taka aðeins eldri menn, sem muna það skeið, sem smiðjan á að sýna og það skerðir lítið heildarsvip smiðjunnar. — Til- heyrandi áletranir á veggina vantar ekki. Algengt var að nauðsynlegar vinnuteikningar voru rissaðar með krít á ryk- skerm eða veggi smiðjunnar. Frá aldamótum og fram und- ir 1920 er þróunin mjög hæg- Ýmsir smíðisgripir og maður við rennibekk á Reykjavíkursýningunni. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) fara, vjelum fjölgar lítið, en vjelaaflið er þó að verulegu leyti tekið í þjónustu smiðj- anna. Fyrstur manna setti Gisli Finnsson upp hreyfil í smiðju að skera sundur með gasloga en varð ekki áður náð sundur á annan hátt en saga þau eða meitla, sem oft gat verið æði örðugt og tafsamt. íslensk fiskþvottarvjel. sinni, til þess að knýja með vinnuvjelarnar. Gassuðutæki koma hingað fyrst árið 1915 og var það til mikils hagræðis fyr- ir járniðnaðinn. Nú gátu menn logsoðið saman vjelahluta, sem brotnað höfðu og áður var ekki hægt að bæta á annan hátt en spengja þá, eða í allra besta tilfelli sjóða saman í eidi. Gild járnstykki var nú.einnig hægt Frá því tímabili er ekkert á sýningunni. Með stofnun h.f. Hamars 1918 hefst nýtt tímabil í sögu járniðnaðarins. Hið nýstofnaða fjelag keypti þá verkstæði Gísla Finnssonar og hóf þegar starfsemi sína. Þarfir atvinnu- veganna í landinu gerðu nú smátt og smátt stærri kröfur til járniðnaðarins og smiðjurn- ar urðu að afla sjer tækja og þekkingar til þess að geta mætt þeim kröfum Hver vjelsmiðj- an rís upp á fætur annari. — Vjelsmiðjan Hjeðinn h.f., Vjel- smiðjan Sindri, Landssmiðjan, Vjelsmiðjan Steðji og Keilir h.f., svo nokkrar sjeu nefndar og er nú Vjelsmiðjan Hjeðinn stærsta smiðja landsins með 200 til 300 starfsmanna að staðaldri. æfðum kunnáttumönnum á að skipa. Með rafsuðunni, sem fyrst var tekin í þjónustu járniðn- aðarins hjer á landi árið 1925, má segja að verði bylting, svo mikla möguleika hefur hún til að bera og hafa vjelsmiðjurn- ar til fullnustu notað sjer þá. Sýningarmunirnir eru flest- ir frá framleiðslu vjelsmiðj- anna eins og hún er í dag. Þar gefur að líta ýmsa steypta muni bæði unna og óunna, en flestir eru þeir úr járni þó smiðjurn- ar framleiði allskyns steypta muni úr öðrum málmum, svo sem kopar og ýmsum kopar- blöndum og aluminium. Þar gefur að líta einmketil og tvær gerðir miðstöðvarkatla. Má segja að ketilsmíði sje komin á það stig, að fullnægt sje öll- um venjulegum þörfum lands- manna. Stærri eimkatla borg- ar sig þó ekki að framleiða hjer, til þess er eftirspurnin of lítil, en smíðin krefst stórra og dýrra vjela. Sýnishorn alls kyns vjela og vjelahluta gefa nokkra hugmynd um það hve margþætt vjelavinnan er orð- in. Er það orðið fátt vjelahluta, sem ekki er hægt að smíða hjer á landi, bæði nýsmíði heilla. margbrotinna vjela og einstakra vjelahluta til við- halds innfluttum vjelum. Til frystihúsa er nú ekkert flutt , inn nema sjálfar frystivjelarnar og verður þess sennilega ekki langt að bíða, að þær verði einnig framleiddar hjer heima. Allt annað, sem til frystihúsa þarf, svo sem frystitæki, færi- bönd, dælur og þ. h. er smíðáð . hjer og gefur að líta sýnishorn . þess á sýningunni. Síldariðnaðurinn hefur held- ur ekki farið varhluta af þró- un járniðnaðarins hjer. Smíð- aðar eru nú hjer í Revkjavík stórvirkari síldarvinnsluvjelar, en hingað til hafa þekkst ann- ars staðar í heiminum og er nú ' svo komið að til síld.arverk- : smiðja þarf ekki að flytja ann- að inn, en aflvjelarnar sjálfar ’ auk rafmótora og skilvinda til lýsisvinnslunnar. — En þetta væri ekki nóg, ef tækin reynd- ust lakari en innflutt tæki, en' svo er ekki. Tæki þessi hafa sýnt að þau standast ekki ein- ungis allan samanburð við er- lend tæki, heldur taka þeim jafnvel fram í mörgum tilfell- um. Á sýningunni hefur verið komið fyrir nýtísku rennibekk og gefst sýningargsetum þar tækifæri til þess að sjá hversu mikilvirkt slíkt nútíma tæki er í starfi. Eftirfarandi yfirlit gefur nokkra hugmynd um þróun járniðnaðarins síðan 1920. ÁriJ 1920 nam ársfram- leiðsla vjelsmiðjanna í Reykja- vík 398 þúsundum króna, árið 1935 var hún orðin 1586 þús. og árið 1948 komin upp í 38526 þúsundir. Greidd vinnulaun í vjel- smiðjum í Reykjavík voru árið 1920 141 þúsund, árið 1935 voru þau 606 þúsund og árjð 1948 voru launagreiðslurnar komnar upp í 18084 þúsundir króna. Vegna þess hve verðgildi peninganna hefur breyst á um- ræddu tímabili, má segja að upphæðir þessar gefi ekki sanna mynd af aukningunni, en að myndin verði rjettari, ef tekin er til athugunar starfs mannafjöldinn við járniðnað- inn á tímabilinu. Fastir starfsmenn í vjel- smiðjunum í Reykjavík árið Frh. á bls. 11 Gamla smiðjan. Alls eru nú 12 mismunandi stórar vjelsmiðjur í bænum auk nokkurra smærri smiðja, sem allar framkvæma venju- jlega vjelsmíði, en hafa auk jþess flestar tiléinkað sjer eitt |eða fleiri sjersvið og hafa til i þeirra fullkomin tæki og vel Færiband í hraðfrystihús. — Línurit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.