Morgunblaðið - 10.11.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNtíLAfíltí Fimmtudagur 10. nóv. 1940. Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavik.. Framkv.stj.: Sigfús Jonssoa. *ar: ^ áírl^a ÚR DAGLEGA LÍFÍNU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla' Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintaiuo. '<» »ur> l.»-«>«»- , Sósíalismi er engin lausn FYRIR skömmu birtist hjer í blaðinu grein eftir einn af ívrrverandi þingmönnum breska verkamannaflokksins. í grein þessari var rakin saga þjóðnýtingarframkvæmda Breta tindir forystu Verkamannaflokksins s.l. íjögur ár. Þingmaður þessi, sem var flæmdur úr flokki sínum vegna þess að hann barðist gegn þjóðnýtingu stáliðnarins, lýsir mjög greinilega hinum óheillavænlegum áhrifum þjóðnýting- arinnar á efnahagslíf og afkomu bresku þjóðarinnar. Hann segir m. a. frá því að þótt miklu fje hafi verið varið til þess í ð fullkomna vjelar breska kolaiðnaðarins 'þá hafi fram- leiðsla hans á tímabilinu júní-október árið 1948 verið 158 þús. tonna minni á viku en tíu árum áður, árið 1938. Kolaiðnað- ioum hafi þannig stórhrakað eftir þjóðnýtinguna. Á sama tíma og afköst og afkoma hinna þjónýttu atvinnu- greina hafi versnað stórlega hafi flestum þeim greinum iðnaðarins, sem stjórnað er af einkaframtakinu, fleygt fram. Ástæðuna fyrir hinni ljelegu afkomu kolaiðnaðarins telur þingmaðurinn fyrst og fremst þá, hversu stjórn þeirra er þunglamaleg og skriffinnskukennd. Mikið bresti einnig á að menn með nægilega sjerþekkingu annist hana. Allar ráð- stafanir, breytingar og umbætur þurfi að bera undir ,Kola- nefnd ríkisins“, sem fer með yfirstjórnina og situr í London. Við mistök á framkvæmd þjóðnýtingarinnar hafi svo bæst stöðugt verkföll, sem valdið hafi gífurlegu tjóni, bæði fyrir ríkið og verkamenn. Þingmaðurinn telur það höfuðsynd Verkamannaflokksstjórnarinnar í framkvæmd stjórnar- stefnu hennar að byggja fyrst og fremst á kennisetningum reynslulausra hagfræðinga en ganga á snið við staðreyndir og reynslu úr lífi og starfi þjóðarinnar. Greinarhöfúndur skýrir frá því að hann hafi eitt sinn spurt samgöngumálaráðherrann, hvers vegna stjórnin ætlaði sjer nú að láta ríkið taka við rekstri langferðabifreiða. „Reynslan hefur sannað oss, að vjer getum ekki staðið css í samkeppninni við langferðabifreiðarinnar með þjóð- nýttar járnbrautir,“ sagði ráðherrann. Þingmaðurinn svaraði: „Er þetta í raun og veru svo, herra ráðherra, það er þá alvara yðar að sjá svo um að tapreksturinn nái ekki aðeins til járnbrautanna heldur einnig til bifreiðanna?" Þessi orðaskipti segja sína sögu. Meðan einkaframtakið rak járnbrautir og langferðabifreiðar bar hvorttveggja rekstur- inn sig. Þegar ríkið tók við járnbrautunum töpuðu þær og stóðust ekki samkeppni við langferðabifreiðarnar. Þess •vegna varð að þjóðnýta þær líka. Síðan voru bæði bifreið- arnar og járnbrautirnar reknar með tapi!! Stærsta blekking sósíalista og kommúnista er sú að öll þióðnýting miði að almenningsheill. Ríkisrekstur einstakra stofnana, er mjög varða hagsmuni alls þorra þjóðanna, er sjálfsagður og eðlilegur þegar hægt er að sýna fram á það með rökum að hann tryggi hagsmuni fólksins betur en einkarekstur. En þjóðnýting heilla atvinnugreina; sem einka- framtakið hefur margfalt betri skilyrði til þess að reka með hagstæðari árangri fyrir einstaklinga og heild, er fásinna og beint tilræði við almenningsheill. Sósíalistar halda því fram að einstaklingsreksturinn hljóti jaínan að kappkosta að halda kaupi verkamanna sinna sem allra lægstu. Sjereignarskipulagið byggi þess vegna á því að verkamenn og annað vinnandi fólk sje arðrænt. Þetta er helber blekking. Atvinnurekandinn, iðnaðarfram- leiðandinn, sjálfseignarbóndinn og aðrir eigendur fram- leiðslutækja, eiga hag sinn fyrst og fremst undir því að ein- hver geti keypt vöru hans, að almenningur, verkamenn og aðrir launþegar, hafi góð'a kaupgetu og geti veitt sjer þau gæði, sem krafist er til þess að geta lifað mannsæmandi lífi og notið öryggis. Sósíalisminn og þjóðnýtingaroftrú hans er engin lausn á vandamálum þjóðfjelagsins. Sjereignarskipulagið felur í sjer marga galla. Baráttan fyrir afnámi þeirra mun halda áfram. Þróunin í áttina til fullkomins, frjálslynds og rjettláts þjóð- Felags verður ekki stöðvuð. Baráttan um skyrið FLEIRI og fleiri hafa komist að þeim sannindum, að skyr er ein hollasta fæða, sem við eigum völ á. Af þessu leiðir, að skyrið er mjög eftirsótt. Skyr- framleiðslan er hinsvegar það lítil, að hún hrekkur hvergi til að fullnægja eftirspurninni og þar af leiðandi er sífeld barátta hjá fólki að ná sjer í slettu. • Morgunverk MARGIR fara á fætur fyrir all ar aldir og standa í biðröðum við mjólkurbúðirnar í þeirri von að ná sjer í skyr, því regl- an er sú, að þeir fá þessa eftir- sóttu fæðu, sem fyrstir koma. Ekki eru tök á að skamta þessa vöru. bæði vegna þess, að það eru ekki nærri allir, sem kæra sig um hana daglega, og eins vegna hins, að birgðir eru ekki það miklar, að hver maður geti fengið sinn skamt. o Skyrið í dallinum KUNNINGI minn, sem er skyr maður mikill, og þó meira fyr- ir börnin sín en sjálfan sig, eða fullorðna fólkið á heimilinu, hefir sagt mjer nokkrar sögur um baráttu sína til að ná I skyr á morgnana Dag einn fyrir skömmu var hann mættur klukkan 8 við mjólkurbúð (ekki Samsölubúð þó). Nokkrir voru á undan hon um í röðinni og þeir, sem vildu fengu skyr, alt að því eitt kíló. Skyrið mældi stúlkan úr dalli, sem stóð á gólfinu. Slatti var eftir, er að manninum kom. • „Við tökum frá fyr- ir kunningjana“ MAÐURINN bað stúlkuna kurteislfega um hálft pund af skyri. Hún sagði að það væri ekki til. Hann benti henni á skyrdallinn. Stúlkan sagði þar ekkert skyr vera. En er hann benti henni á, að tilgangslaust væri að segja sjer það, mælti sú litla: „Þetta skyr er frátekið. — Við tökum frá fyrir kunningja okkar“. Maðurinn fór skyrlaus heim í þetta skifti, en sárreiður yfir því misrjetti, sem honum fanst rjettilega, að hann hafi verið beittur. • Dugar ekki FRAMKOMA eins og þessi dug ar ekki. Úr því að sú tilhögun er á höfð, að þeir fá þessa vöru, jafnt yfir alla að ganga. Maður sem fer á fætur eldsnemma og stendur í biðröð til þess að ná sjer í skyr, á heimtingu á að. fá það á meðan nokkuð er til. j Þetta geta íorráðamenn i mjólkurbúðanna fyrirskipað og i látið afgreiðslustúlkurnar hlýða þeim fyrirmælum. Um leið vil jeg minna á til- lögu, sem borin var fram hjer á dögunum um það, að láta fólk ekki fá ótakmarkað, heldur reyna að skifta því litla sem til er á meðan það endist. Brostnar vonir HSMÓÐIR í Kleppsholti telur að jeg hafi tekið heldur fálega erindi hennar á dögunum um breytingu á áfangastað hraðferð ar strætisvagnanna í Klepps- holtinu. Hún sendir mjer eftir farandi ávítu-brjef: „Kæri Víkverji! Nú brástu hrapallega von- um okkar Kleppsholtsbúa við- jvíkjandi hraðferðinni. Jeg var ekki að biðja um að skipta um J stoppistöð í Kleppsholtinu, held • ur að bæta einni við, svo að allir Kleppsholtsbúar hefðu gagn af hraðferðinni. Það er lít- il tímatöf að stoppa hjer neðst í Holtinu líka. en mikil þægindi fyrir okkur, sem þar eigum heima. Fargjöldin eru líka helmingi dýrari, svo að maður ætti að fá meiri þægindi fyrir. Þið blaðamennirnir, og þó einkanlega þú, Víkverji, eruð einu mennirnir sem hægt er að trúa fyrir vandamálum okkar borgaranna og þessvegna sárn- ar mjer, þegar jafn augljósum úrbótum er tekið jafn fálega og þú gerðir“. Erindinu er hjermeð vísað til forráðamanna strætisvagn- anna. Málvlindunarpistill VESTFIRSK kona sendi mjer málvöndunarpistil þann, sem hjer fer á eftir. Slíkar hugvekj ur eru þarfar, því öll erum við breisk í þessum efnum. (Ann- ars verð jeg að segja, að jeg hefi mátulega trú á málhreins- unarmönnum síðan jeg las grein eftir einn þeirra hjer um árið. í tveggja dálka grein hans voru 12 málvillur. Ekki er jeg þar með að segja. að sú athugasemd eigi við eftirfarandi brjef). Það er á þessa leið: Þágufallssýkin „EIN TEGUND málskemmda hefir mjög rutt sjer til rúms á síðari árum. Það er þágufalls- sýkin. Þegar jeg kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur, fyrir svo sem aldarfjórðungi síðan, var röng fallanotkun sjaldgæf hjer, en meira um hljóðvillur en nú. En eyra mitt var næmt fyrir hvoru tveggja, því sem Vestfirðingur hafði jeg lítið haft af þessu að segja áður. Nú er svo komið að ’þessar fáránlegu fallaambögur eru nálega á hvers manns vör- um. Fólkinu langar, því hlakk- ar til, það rakar heyinu og það spyr: Á jeg að pakka þessu inn? • Krafa til útvarps „AÐ MÍNU áliti á útvarpið að vera til fyrirmyndar hvað snert ir alla meðferð móðurmálsins. Það finst mjer miklu meira um vert heldur en hina hlægilegu hlutleysiskröfu, sem, ef henni er strangt framfylgt, gerir út- varpið dauft og snautt. Finst mjer að helsta krafa, sem hægt er að gera í því til- liti, sje sú að semjendur þess framborna texta, sjeu færir um að gera villulausan barnaskóla stíl. Einstök orð geta verið vafa geplar. Og umdeilanlegt hvar takmörkin skuli setja við notk- un þeirra. Hinsvegar eru beygingar flestra orða fastmótaðar og að- al grundvallarstoðir málsins að þær haldist lítt bjagaðar. Falli þær .niður eða brenglist alment, þá er málið einn skipulagslaus grautur og bíður þess aldrei bætur. Því miður eru útvarpslesarar of .hirðulausir um málfar sitt. Þágufallssjúkar setningar ganga sem gráir kettir út af munni þeirra, bæði í frjetta- flutningi og öðru efni. Mig furðar stórum, hve jafn vel háskólagengnir menn geta verið. fákunnandi á sitt móður mál. Varla framleiða þeir vit- jleysurnar af ásettu ráði, vit- andi betur. Þetta finst mjer Imiklu skaðlegra heldur en þótt lesarar útvarpsins sjeu illa læs- ir. Folk. sem er læst fyrir, verð ur varla ólæst af að. heyra til þeirra, þó hvumleiðir sjeu. — Hinsvegar virðist mjer þágu- fallssýkin ótrúlega smitandi. Og nógir smitberar fyrir hana þótt útvarpið væri sótthreins- að ....“. viiiilinimmiiiMMi ltM»IIIIIIIMI| MEÐAL ANNARA ORÐA Hjónaskilnaðir og sjálfsmorð eru líð í Danmörku Eftir Charles Croot, frjettaritara Reuters KAUPMANNAHÖFN — í engu landi veraldarinnar eru jafn mörg sjálfsmorð og hjónaskiln- aðir og í Danmörku. Hefi jeg þessar upplýsingar eftir óve- fengjanlegum heimildum, þar sem er frk. Ma^ie Lindhardt, sem er skrifstofustjóri hagfræði deildar heilbrigðismálaráðu- neytisins. • • TÍÐARI EN í NÁGRANNALÖND- UNUM í SAMTALI við danskt blað sagði Lindhardt, að í Dan- mörku virtist alltaf hafa verið meira um sjálfsmorð en í öðr- um löndum. Tölur þær, sem nú eru fyrir hendi sýna, að miðað við íbúatölu landsins þá eru tvisvar til þrisvar sinnum fleiri sjálfsmorð framin þar en í Nor- egi, Svíþjóð, Bretlandi og Hol- landi. í hinum kaþólsku löndum S- Evrópu, sagði ungfrúin, að sjálfsmorð væri fágæt. Telur Lindhardt, að eitthvert sam- band sje milli hinna tíðu sjálfs- morða og hjónaskilnaða. • • 15% VORU SKILDAR ÞAÐ ER ákafléga algengt um konur í Danmörku, að þær sjeu óðfúsar að hafa starfssvið utan heimilisins. „Öllum konum er ekki lagið að hafa ofan af fyrir karlmönnum. Með þessu á jeg við það, að þær geta ekki unn- ið og lifað ástalífi jafnfrámt. Konur brestur til þess géðslag og stöðuglyndi“. Fimmtán hverra 100 kvenna, sem komið var á sjúkrahús á seinasta ári vegna vanheppn- aðra sjálfsmorðstilrauna voru annað hvort skildar að borði og sæng eða að lögum eftir því, sem Lindhardt segir. Af þeim, sem gifst hafa í Danmörku, er nú einn af hundr aði skilinn að borði og sæng og Vz% skilið að lögum. Lindhardt telur, að þessar tölur sýni sam- bandið milli hjúskaparvanda- málsins og sjálfsmorðanna. Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.