Morgunblaðið - 06.12.1949, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.1949, Page 12
18 M O RGV i’V B L AÐ I 9 Þriðjudagur 6. des. 1949. Otfo Ragnar Minningarorð „Svo vinirnir hverfa, vjer vitum ei það, nær vegirnir skiljast í heim. Því stöndum vjer hugsandi* er helið ber að, og horfum í alvíðan geim“. ÞESSI ORÐ skáldsins komu mjer fyrst í hug, er jeg frjetti andlát Ottós Einarssonar, sem kvaddi þennan heim á blómaskeiði lifs síns, fullur starfsorku og starfs- vilja. Ottó er fæddur í Reykjavík 31 .júlí 1918 og ólst upp með móður sinni, Pálmey Magnús- dóttur. Ungur fór hann að vinna fyrir sjer og gekk til allra al- gengra starfa. Árið 1941 eignað- ist hann bifreíð og stundaði síð- an akstur til dauðadags. Ottó var virkur fjelagi bifreiðastjóra- fjelagsins Neista og einn af stofn- endum Nýju bílastöðvarinnar í Hafnarfirði. Hann var og jafnan hlyrmtur öllum velferðarmálum bifreiðastjóra og Ijet sjer annt um viðgang starfsgreinar sinnar og framfaramár. Á aðfangadag jóla árið 1941 giftist Ottó eftirlifandi konu sinni, Halldóru Sæmundsdóttur Arngrímssoiiar frá Landakoti á Álftanesi og eignuðust þau tvær dætur. Önnur er f jögurra ára, en hin aðeins nokkurra mánáða gömul. Ottó var maður hreinlyndur og drengur góður í hvívetna. Hann gekk hreint fram við hvern mann og var vinur vina sinna. Ef til hans var leitað, gaf hann greið svör, og sú var reynsla mín, að hann væri bæði skjót- ráður og hollráður. Jeg á erfitt með að kveðja vin minn og eru þær kveðjur með öðrum hætti en við hefðum á kosið. Okkur starfsbræður hans setur hljóða, þegar við komum til starfs. Nú er Otti þar ekki lengur með alla glaðværðina og Einarsson gamanyrðin, sem honum voru svo töm og okkur öllum svo minn- isstæð. En við geymum minning- una um góðan fjelaga, þótt erfitt sje að átta sig á rás atburðanna. En „vegir guðs eru órannsakan- legir“. Hvergi er missirinn þó meiri en hjá eiginkonu hans, börnum og móður ,sem eiga nú að sjá á bak heimilisföðurnum, sem búinn er að skapa svo yndislegt heimili, er þau öll áttu að njóta sameiginlega. Jeg og við starfs- bræður hans vottum konu hans, börnum, móður og systkinum djúpa samúð okkar í hinum mikla harmi þeirra. Megi guð styrkja þau og vernda. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi". Bergþór Albertsson. — Sunnlenska síldin Framh. af bls. 4. en aðferðin ennþá sú sama, enda kostnaðarsöm og lít- ilvirk. Það er talað um gjald- eyrisleysi og allt það öngþveiti sem af því hlýst, því ekki leggj- ast allir á eitt og ráða gátuna, hvernig hægt er að veiða síld- ina á stórvirkan og ódýran hátt, þá mundi hitt leysast af sjálfu sjer. Jeg spái því, að það verði sunnanlands síldin sem bjargi okkur íslendingum út úr ó- göngunum og síldveiðar verði ef til vill stundaðar hjer allt árið, en það þarf meira að gera en sitja á þingum í Reykjavíkj og samþykkja tillögur, sem virðast flestar hafna í útvarp- inu. Akranesi, 1. des. 1949. Sturíaugur H. Böðvarsson. Þrír skipsfarmar til Rússlands Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter NEW YORK, 5. des.f — Louis Russel, rannsóknari óamerísku nefndarinnar, gaf skýrslu fyrir nefndinni í dag, og sagði, að ljóst væri nú, að 3 skipsfarmar af efni til framleiðslu kjarn- orkusprengja hefði verið sendir til Rússlands 1943. Ekki benti neitt til þess, að aðstoðarmaður Roosevelts, Harry Hopkins, hafi verið við sendingarnar riðinn. Frjetta- menn benda á, að upplýsingar um kjarnorkufarma mundi ekki ný til komnar. Minning: Gunnar Guðbjörn Gíslason w f. 11. mars 1928, d. 11. nóv. 1949 Drungi’ er í lofti, dregur fyrir sól, hin dimmu ský. Þrumu-fregn barst, svo hjarta- strengi kól, svo þung sem blý. Ljúfasta vonin, lífvana hann sje. Ó, ljúfi guð, hví ljestu þetta ske. Það var sem hryndi himin- festingin, og himininn. Syrti að nótt og dæi dagurinn, við dauða þinn. Líknsami drottinn, leiddu alt vort ráð. og líttu’ í miskunn til vor, af þinni náð. Algóður guð minn, verði vilji þinn. Mín veik er lund. Sýndu’ honum náð, er sæti vinurinn, þinn sækir fund. Vonirnar vaka, verma huga minn eg vininn unga’ í þinni návist finn. A. R. M. — Fiskiþing Framh. af bls. 5. ferð talstöðva fari fram í sam- bandi við vjelfræðinámskeið þau sem haldin eru á vegum Fiskifjelagsins, svo og við stýri mannaskólann í Reykjavík og á námskeiðum þeim, sem hald in eru á hans vegum. Sáttmáli Bandaríkjanna og bruggverksmiðju. LUNDÚNUM — Bindindiskona hef- i. verið tilnefnd framkvæjndastjóri | Luinness, sem er ein mesta hruggstöð I lteims. Er framkvæmdast)cr.inn 42 I t ra að aldri. Kirkjukór Akoreyr- ar heldur samsöng AKUREYRI, 3. des.: — Kirkju- kór Akureyrar hafði samsöng í I kirkjunni í gærkveldi. í kórn- um eru nú 30 manns, karlar og 1 konur. Hafði kórnum bættst nýjar raddir í haust. Hefir söng stjórinn, Jakob Tryggvason, æft kórinn af miklu kappi undan- farandi tíma. I Söngskráin var hin vandað- asta. Voru viðfangsefnin eftir þessa höfunda: G. Fause, Cesar, Franck, Mozart, Mendelsohn, Wesley, Fletcher, Pearsall, Bach og Handel. Einsöngvarar kórsins voru Jóhann Konráðs- son og Kristinn Þorsteinsson. Undirleik annaðist frú Margrjet Eiríksdóttir. Fullyrða má, að söngurinn hafi yfirleitt tekist prýðilega. Aðsókn var sæmileg, en þó mátti vænta þess, að bæjarbú- ar hefðu skipað hvert sæti kirkjunnar, en svo varð ekki. Söngstjóranum bárust blóm- vendir. — H. Vald. Síðustu ísfisksölur í SÍÐUSTU viku, hafa óvenju fáir togarar selt á markaði í Þýskalandi, eða fimm og lönd- uðu þeir alls um 870 smálest- um af ísvörðum fiski. — Engar ísfisksölur hafa verið í Bret- landi síðustu daga. í Þýskalandi Togararnir sem seldu í Þýska landi eru: Vörður, sem var með um 245 smál., Júlí 244, Elliða- ey 177, Neptúnus 265 og Hall- veig Fróðadóttir með 245 smál. Eins og sjá má af aflamagni þessara togara, þá hefir enginn þeirra verið með fullfermi og stafar það einkum af hversu veðráttan hefir verið stirð á Halamiðum nú í vetur. Á leið út Nú eru á leið til Bretlands og selja þar nú eftir helgi, þess- ir togarar: Ingólfur Arnarson, Askur, Helgafell, Fylkir og sennilega Keflvíkingur, nema honum verði snúið til Þýska- lands, en þangað eru á leiðinni Egill Skallagrímsson og Bjarni riddari. Neitað um atvinnuleyfi. LONDON — Nýlega synjaði breska atvinnumálaráðuneytið bandariska jazzleikaranum Coleman Hawkins um atvinuleyfi vegna atvinnuleysis í l.ópi hljómlistarmanna í Bretlandi. Sakar fröosku lög- regluna ra barsmíð PARÍS, 5. des. — Pólski sendi- herrann í París endurtók í dag þann áburð, að pólski vara- ræðismaðurinn í Lille, sem tek- inn var höndum, sakaður um njósnir, hefði verið barinn. -— Hefði franska lögreglan einnig barið fleiri Pólverja, er þeir hefðu verið teknir höndum. Segir í orðsendingu sendi- herrans, að Pólverjar hafi vís- að Frökkunum úr landi á dög- unum til að gjalda líku líkt. Hins vegar fá þeir Frakkar, sem teknir hafa verið höndum í Pól landi, fullkomna lögfræðilega aðstoð. — NTB. Framh. af bls 5. inn, sem leikur með enskum leiguliðum. L U J T Mrk. St. Liverpool 19 10 9 0 33:16 29 Manch. Utd. 19 9 8 2 36:17 26 Wolverhtn 19 9 7 3 34:25 25 Arsenal 20 10 5 5 41:28 25 Burnley 20 10 5 5 24:18 25 Blackpool 18 7 8 3 24:14 22 Portsmouth 19 7 7 5 36 21 21 Sunderland 19 7 6 6 34:32 20 Derby C. 18 8 3 7 30:24 19 Newcastle 18 7 5 6 39:33 19 W. Bromw. 19 7 5 7 30-26 19 Chelsea 19 7 5 7 31:29 19 A. Villa 19 5 8 6 26:26 18 Fulham 19 6 5 8 23-25 17 Charlton 20 7 3 10 30:33*4.7 Middlesbr. 19 6 4 9 20:25 16 Stoke City 20 4 8 8 21:32 16 Bolton W. 19 3 9 7 20:24 15 Huddersfd. 20 4 7 9 23:45 15 Mansh. Cy. 19 4 6 9 18:37 14 Everton 19 4 6 9 17:37 14 Birmingh. 19 2 5 12 13:34 9 A. Villa er í Birmingham, en Everton í Liverpool. 2 deild: Barnsley 3 — Sheff. Wed. 4 Coventry 3 — Chesterfld 0 Preston 1 — Tottenham 3 Q. P. R. O. — Cardiff 1 Sheff. Utd. 1 — Brentford 1 Southampton 3 — Bradford 1 West Ham 2 — Hull 1. Tottenham hefur nú 8 stig fram yfir Hull, og er nú getum að því leitt í Englandi hvort það sje ekki betra en sterkustu 1. deildar líðin, en það verður ef til vill upplýst í bikarkeppninni. Af síðustu 16 leikjum hefur það unnið 14, en 2 jafnir. Q. P. Rangers fjell nú niður í neðsta sæti. í 3. deild (s) er Nottingh. County efst með 20 st. en næst er Northampton með 24. í nyrðri deildinni er Doncaster efst með 28 st. en Lincoln City er 11. með Markús ininilllllmiMUlKnHIIKIMliat ».ímMIMM & A & A m Eftir Ed Dodd HtMIIIIHI,,,,.......... .......•■•■■»■•■■■•■■■■■■■■■■.; MALOTTE CAN NEVER TELL YOU WOW MUCW 1 WE APPRECIATE WWAT YOU DO. Iph M MARK/ C FI you WAVE BROUGI My JOWNNEE T BACK TO ME/ |WHAT TWAT MEANS TOA"í 1WOMAN WWO TWOUGWT WER WUSBAND DEAD.. AND WAS forced to marrya fi MA DMAN 6 SEE YOU TOGETWER AND I'LL SEND JEAK BACK AS SOON AS I'M WOME / 014, Y~S i ^ w.A/ TWEN 1'l.L É peal.lv re 3 wAppy/ — Jói Malotte getur aldrei borgað til fulls, allt sem þú hef- ur gert íyrir hann. — Já, Markús. Það er þjer að þakka, að jeg hef fundið hann Jóa, manninn minn aftur. —Og þú getur ekki ímynd- að þjer, hvað jeg er glöð nú. Áður hjelt jeg að elsku mað- urinn minn væri dáinn og svo var jeg neydd til að giftast brjáluðum manni. —• Það er skemmtilegt að sjá ykkur tvö saman að nýju og jeg sendi Jóhönnu litlu til ykkar við fyrsta tækifæri. — Já, þegar jeg sje hana aft- ur. þá verður hamingja mín fullkomnuð. 19 st. Skotska A-deildin: Dundee 1 — Hibernian 2 Rangels 5 — Clyde 4 Hibernian skipar nú efsta sæti með 19 st. næst eru Rangers (18), Celtic (17) og Dundee 06). Sænskr fjelagið A. I. K. hefur nú leikið 2. leik sinn í Engiandi. Ljék það nú gegn Birmingham City og urðu úrslit þau, að bæði liðin skora 2 mörk. Svíarnir byrj uðu vel, höfðu yfir í hljei, en í síðari hálfleik dofnaði yfir þeim. Síðari leikir þeirra verða gegn Liverpool og Arsenal. LONDON, 5. des. — Enn fremja kommúnistar á Malakkaskaga hermdarverk. Var frá því skýrt í dag, að þeir hefðu nú um helg- ina orðið 4 breskum hermönn- um að bana. — Reuter. arnar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.