Morgunblaðið - 10.12.1949, Page 1
1
24 síður og
Rúmenar leita á
náðir Júgóslava
Fá Bretar kjarnorkusprenginr
í Bandaríkjunum, ef tiS kemur ?
Fimmtén þeirra flýja
stjórnarfarið heima fyrir
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
BELGRAD, 9. des. — Frá því var skýrt í Belgrad í kvöld, að
i.jórh' menn í farþegaflugu frá rúmenska flugfjelaginu hafi
neytt flugmanninn til að breyta stefnu og lenda á júgóslav-
neskri grund. Þessi atburður gerðist í dag.
Var skotinn ‘
Rúmenskur hermað.ur, sem
lýsti sig andvígan þessu tiltæki
var sendur inn í eilífðina með
skoti í gegnum höfuðið.
Fluga þessi hafði lagt af stað
í innanlandsflug milli tveggja
rúmenskra bæja, Bibu og Bu-
curesti, með 15 farþega.
jflýja vegna stjórnmála-
ástæðna
Flugan lenti á velli skammt
utan Belgrad. Eru mennirnir 4
Rúmenar, og óskuðu þeir að
komast burt af stjórnmálaá-
stæðum. Svo var því og farið
um marga hinna farþeganna.
Öryggislögregla Júgóslavíu hef
ir tekið farþega og farartæki í
sinar vörslur.
10 heiðursfjelagar
Rauða krossins
í SAMBANDI við 25 ára afmæii
Rauða kross íslands, hefur
stjórn hans ákveðið, að gera
rrokkra menn og eina konu að
Heiðursfjelögum RKRÍ. Meðal
þéirra er Sveinn Björnsson for-
Séti, er var aðalhvatamaður og
fyrsti formaðUr RKÍ. — Hinir
heiðursfjelagarnir eru Jóhann-
es Jóhannesson, fyrrverandi
bæjarfógeti, einn af forgöngu-
mönnum að stofnun RKÍ. Ól-
áfúr Finsen læknir fyrrverandi
formaður Akranessdeiídar. —
Glafur Thorlacius læknir, fyrr-
verandi starfsmaður RKÍ. Sig-
ríður Bachmann, skólastjóri
Hjúkrunarkvennaskóla íslands
sem lengi hefur verið í stjórn
ög framkvæmdaráði RKÍ.
Sveinn Jónsson útgerðarmaður
Sandgerði, stjórnarmeðlimur
RKl nú og um langt' tímabil.
Jón Þ. Björnsson, skólastjóri,
Sauðárkróki.
Eru heiðursfjelagar þessir
hinir fyrstu er Rauði krossinn
kýs, en þeir hafa allir unnið
mikilvæg störf, hver á sínu sviði
fyrir Rauða krossinn og bar-
áttumál hans.
Flugslys.
LONDON — Einn vegfarandi ljet
nýlega lífið í Bretlandi og þrír
aðrir slösuðust, er orustuflugvjel,
sem var að hefja sig til flugs,
fjell niður ,á götu. Flugmaður
vjelarinnar meiddist mikið.
Vaxandi afvinnu-
leysi í Finnlandi
HELSINGFORS, 9. des. — Tala
atvinnuleysingja í Finnlandi er
nú komin upp í um 50.000, og
á hverjum degi bætast um 1000
atvinnuleysingja í hópinn. Áð-
ur höfðu menn gert ráð fvrir,
að þeim mundi fjölga um 500
daglega og heildartala þeirra
yrði 75.000 í mesta lagi. Allt
bendir hins vegar til, að at-
vinnuleysingjar muni verða
fleiri áður en lýkur. — NTB.
Hú er þeim óhætf
að láfa á sjer kræla
BONN, 9. des. — Þeim fyrr-
verandi nazistum, sem farið
hafa huldu höfði síðan 1945
verður gefinn kostur á að sleppa
við refsingu, svo fremi þeir
gefi sig fram fyrir marsbyrjun
næsta árs. Tilskilið er, að þeir
hinir sömu hafi ekki stór brot
á samviskunni. Er þetta sam-
kvæmt ‘ákvæðum nýrra laga,
sem voru samþykkt í sambands
þinginu í Bonn í dag. — NTB.
1 dag kjósa þeir
í Ásfralíu
CANBERRA, 9. des. — Um 5
milljónir manna munu gánga
til kosninga í Ástralíu á morg-
un (laugardag). Leiða einkum
2 flokkar saman hesta sína:
Frjálslyndir og verkalýðsflokk-
urinn, sem hefur verið í stjórn
undanfarin 8 ár. Kosningabar-
áttan hefur einkum snúist um
innanríkismál, en lítill ágrein-
ingur komið fram um utanrikis-
málin. — Reuter.
Sföðva sölu fil landa
A-Evrópu
PARÍS, 9. des. — Frakkar hafa
nú stöðvað sölu margra vöruteg
unda til landanna bak við járn-
tjaldið að því er tilkynnt var
í dag. Taka hömlur þessar eink
um til hráefna, sem notuð verða J
í hernaði eins og flugbensín og '
aðrar brennsluolíur. — NTB.
Rjettarhöldin i Sofíu —
Fjórir meðgengu í gær.
Kostov einn þverskallast.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
SOFÍA, 9. des. — í dag hjelt áfram rjettarhöldunum yfir þeim
Búlgörum, sem gefin eru að sök landráð og njósnir. Fjórir þeirra
vi.ðurkenndu í dag, að sakargiftirnar á hendur þeim væri á
í'ökum reistar. Hafa þá 10 þeirra 11 ,sem ákærðir voru, játað
sig seka.*
•--------------------—9
Konudni ríkisstjórans
CHARLES PRINS, núverandi
ríkisstjóri í Belgíu og bróðir
Leopolds konungs, hefir opin-
berað trúlofun sína. Hann er
46 ára. Konuefnið er María
Therese prinsessa af Orleans-
Braganca. Trúlofun þessi hef-
ir vakið feikna athygli í Belgíu
og Frakklandi.
Nýjar fillögur um mál&fni
Jerúsalem
FLUSHING MEADOW, 9. des.
— Fulltrúar Hollands og Sví-
þjóðar hafa borið fram tillögu
í sjerstöku stjórnmálanefndinni
þess efnis, að alþjóðaeftirlit
verði haft með helgum stöð-
um í Jerúsalem, án þess rask-
að sje við stjórnarstöðu borg-
arinnar að öðru leyti. — Mun
nefndin skera úr því, hvort alls
herjarþingið fjallar um málið.
— NTB.
MORGUNBLAÐIÐ er 28 síð
ur í dag, tvö blöð merkt I
og II. Með blaði II fylgir
Lesbók, 8 síður, fjölbreytt
að efni. í því blaði eru auk
þess frjettir og greinar, í-
þróttadálkar, síða Sam-
bands ungra Sjálfstæðis-
manna, ályktanir fiskiþings
og fleira.
Kostov fastur fyrir
Það er sjálfur höfuðpaurinn,
Kostov, sem ekki hefur látið
undan og játað á sig alla glæp-
ina.
Einn þeirra, sem meðgekk í
dag, vellauðugur iðjuhöldur að
nafni Ivan Gevrenov, játaði á
sig mikil skemmdarverk í iðn-
aðinum. Hafði hann verið yfir-
maður 1 togleðurframleiðslu
landsins. Hinir 3 kváðust hafa
rekið njósir fyrir Titó-í Júgó-
slavíu.
Vill hætla aðstoð
við Svía
WASHINGTON, 9. des. — Öld-
ungadeildarþingmaðurinn Elm-
er Thomas sagði í dag, að hann
væri andvígur efnahagsaðstoð
til handa Svíum í framtíðinni.
Ástæðan er sú, að þeir nota
fjeð til eflingar hinum þjóð-
nýtta iðnaði landsins. Svíar éru
heldur engir bónbjargarmenn.
Hins vegar kvaðst hann því
hlynntur, að V-Evrópulöndun-
um væri veitt öll sú efnahags-
og hernaðaraðstoð, sem hægt er
að láta í tje til að þau geti
reist rönd við Rússunum. Ljet
hann svo um mælt, að Banda-
ríkjamenn hefði nú styrkt Rúss-
ana nóg. — NTB.
Eitthvað býr á
bak við
PRAG, 9. des. — Ritstjóra mál-
gagns kommúnistastjórnarinn-
ar í Prag hefir nú verið vikið
frá stárfi, og er honum gefið
að sök að hafa vanrækt að sýna
bolsjeviska varkárni. Maður
þessi Vilem Novy, var
í Lundúnum á styrjaldarárun-
um og stjórnaði útgáfu tjekk-
nesks blaðs þar, er hann og
talinn einn snjallasti blaða-
maður tjekkneskra kommún-
ista. Svo er hann og einn elsti
f jelagi tjekkneska kommúnista-
flokksins. — Reuter.
Hafa næga vísinda-
Sega þekklngn til að
framleiða þær
FramleiÖsla þeirra er
of kosinaöarsöm
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
WASHINGTON, 9. des. — Full
trúar þeir, sem staðið hafa að
umræðum um kjarnorkumál
milli Bretlands, Kanada og
Bandarikjanna, skýrðu frjetta-
ritara Reuters frá því í dag, að
Bretar hefði nú nægiiega tækni
lega- og vísindalega þekkingu
til að framleiða kjarnorku-
sprengjur.
Mikill kostnaður.
Þeir bættu því þó við, að full-
trúar Bandaríkjanna við um-
ræður þessar hafi lagt til við
Breta, að þeir hæfu ekki fram-
leiðslu þeirra vegna hinnar
miklu fjárfestingar og hins
mikla kostnaðar við að reisa
iðjuver og smíða vjelar, sem
við þarf, til að íramleiða
sprengjur. Skyldi heldur sú leið
farin, að færa sjer í nyt getu
Bandaríkjanna til framleiðslu
kjarnorkusprengna.
Var ekki um þetta
samið.
Fulltrúarnir lögðu þó áhersiu
á, að ekki hefði verið leitað eft-
ir samkomulagi um þetta at-
riði á meðan á viðræðum
stóð.
Andvígur herþjónustu
BONN — Vinstri flokkur ka-
þólskra á þingi V.-Þýskalands
mun hvetja stjórnina til að
flytja lagafrumvarp þar, sem
tryggt sje að enginn þurfi að
gegna herþjónustu g?gn vilja
sínum.
Rússarnir líu
dæmdir fyrir njésnir
SARAJEVO, 9. des.: —
Kveðinn hefir nú verið
upp dómir í Júgóslavíu
yfir Rússunum 10, sem sak
aðir voru um njósnir í
þágu rússnesku leyniþjón-
ustunnar. Voru þeir allir
dæmdir sekir um sakarat-
riði, og fengu sumir þeirra
mjög þunga dóma.
Hlaut emn Rússanna 20
ára fangelsisvist, annar
var dæmdur • 11% árs
fangelsi og sá þriðji í 10
ára fangelsi. Enginr fjekk
vægari dóm en 3 ár. Hin-
ir seku hafa allir áfrýjað.
— Reuter.