Morgunblaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. des. 1949. W O R G n 1» 8 L 4 0 10 Frámunaiegt óþokkabragð. FYRSTU dagana í október, var hringt frá Stardal og stjórn íþróttafjelags kvenna (I. K.) tilkynnt að einhver spjöll hefðu verið framin á skála fje-1 lagsins, sem stendur í neðan-! verðu Skálafelli. Stúlkurnar hrugðu fljótt við og fóru strax næsta sunnudag að athuga þetta' nánar, og svona var aðkoman, eins og greinilega sjest á mynd inni. Á aðalglugga skálans var hver einasta rúða mölbrotin (5 mm þykkt gler) og grjótið inn um allt gólf. Allt lauslegt, sem hafði verið á borðum fyrir innan gluggann lá dreift um allt gólf, brotið það sem brotn- að gat. Eftir þetta afrek hafa hetjurnar haft sig á brott, hreyknir yfir þessu þrekvirki. ÍK stúlkunum finnst hinsveg- ar að lítið leggist fyrir kapp- ann eða kappana að vega að mannlausu húsi ,og þetta bera vott um óvenju illt innræti, en litla hetjudáð. Þessi verknaður hefir verið framinn dni mánaðamót sept. og okt., og er fólk beðið, sem kynni að hafa orðið vart tnanna ferða á þessum slóðum, (um þetta leyti) seinast í sept. eða fyrst í okt. að tilkynna það stjórn ÍK eða sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hallfríður Ólafsdóttir frá Efsfabæ _ Minningarorð: ÞEIR eru víst ekki margir inn- fæddu Akurnesingarnir á aldur við mig, sem ekki kannast við hana Fríðu frá Efstabæ, en svo var hún venjulega kölluð; þau voru mörg sporin okkar unglinga til hennar með prjónaskap, því hún mun lengi hafa verið nær eina vjelaprjónakonan hjer, en þar þurfti samt enga samkeppni, allt var svo prýðilega af hendi leyst hjá henni.' Hallfríður sál. var fædd 2. júlí 1859 norður í Skagafirði, en dó hjer 21. júní 1949 nær 92 ára. Ung fluttist hún með foreldrum sínum að Stardal í Þingvallasveit, þaðan á Kjalarnes, síðan að Litlasandi á Hvalfjarðarströnd, fermd var hún af sjera Matthíasi Jochumssyni, er þá var prestur á Kjalarnesi. Þótti henni alla tíð mjög vænt um hann fyrir þdð, hversu góður og nærgætinn hann var við börnin. Eitt með því seinasta er þessi nær 92 ára kona sagði, var, að hún minntist á foreldra sína, nánustu vini og vandamenn og svo sjera Matthías og bætti svo við: „Þetta fólk fæ jeg nú bráðum að sjá“. Tveim mínútum síðar var hún liðið lík. Á Akranes flyst hún rjett fyrir aldamót og var hjer æ síðan, hjer giftist hún Birni Guðmunds- syni að Efstabæ og misti hann 14. sept. árið 1941; þau áttu eng- in börn, en áður en hún giftist hafði hún alið upp tvö skyld- menni sín og var shkt ekki heigl- um hent í þá daga og sýnir betur en orð, hversu óvenju dugmikil hún var. í minningu um mann sihn gaf hún sjúkrahússjóðnum hjer fimm þúsund krónur, með þeim um- mælum, að þessum krónum skyldi vaiið til nauðsynlegra læknistækja við sjúkrahúsið hjer og ber þessi höfðinglega gjöf hennar vott um hvern hug hún bar til Akurnesinga. Jeg hef oft hugsað um það, að þeir eru víst færri, sem til hlýt'ar þekkja sámfei ðamennina eins vel og það fólk, er hefur a’ist upp og starfað við stórar verslanir allt frá aldamótum og haft margs konar fjárreiður með höndum. — Mikill er munurinn, sem orðinn er á hugsunarhætti fólks á þess- um tíma og mætti um það efni skrifa langt mál. Hallfríður sál. og maður henn- ar voru í blóma lífsins um alda- mót, þau máttu ekki vamm sitt vita, allt sem lofað var, stóð eins og stafur á bók, þar eftir voru öll áreiðanlegheit, vinnugleði, nýtni og hin rjetta sparsemi. Jeg minnist með þakklæti og gleði margra horfinna kvenna og karla, sem voru sannir máttar- stólpar hins heilbrigða viðskifta- lífs hjer. Minningin um hina starfsömu og vinnuglöðu konu hefur gefið mjer tilefni til þess, að jeg hef skrifað þessar hug- leiðingar niður. Það ríkti eining, hjálpsemi og óstúð milli Efsta- bæjarheimilanna í hennar tíð, og er þess minnst með virðingu og þökk þeirra er til þekktu. Blessuð sje minning hennar. Petrea G. Sveinsdóttir. Merkur tónlisiar- viðburður á isafirði ÍSAFIRÐI, 5. des.: — Fyrstu hljómleikar Tónlistarfjelags Isafjarðar á öðru starfsári þess voru haldnir í Alþýðuhúsinu s. 1. föstudagskvöld. Björn Ólafsson, fiðluleikari, og Árni Kristjánsson, píanóleik ari, Ijeku lög eftir Mendelsohn, Chopin og Debussy við mikla hrifningu áheyrenda. ísfirðingar lögnuðu komu þessarra vinsælu listamanna með því að fjölmenna á hljóm- leikana óg hylltu þá óspart að þeim loknum. Tónlistarf jelagið hyggst halda e* minns'a kosti fjóra svipaða hljómleika á þessu starfsári. — K. J. Skipstjórinn dæmdur — en faldi si@ vera ufan Eandhelginnar í HÆSTARJETTI hefur verið kveðinn upp dómur í máli skip- stjórans á m.s. Haukur I. frá Ólafsfirði. Málið höfðaði vald- stjórnin gegn skipstjóranum Garðari Ólafssyni frá Hrísey. í lögreglurjetti Húnavatns- sýslu var Garðar Ólafsson dæmdur í 29.500 kr. sekt fyrir botnvörpuveiðar í landhelgi. Að veiðum í Húnaflóa. Föstudaginn 22. júlí var varð skipið Sæbjörg á leið inn Húna- flóa, og sást þá til skips, sem var með vörpuna úti og var að toga. Varðskipið sigldi að skipi þessu, er reyndist vera Hauk- ur I. frá Ólafsfirði, en sem fyrr segir, er Garðar Ólafsson skip- stjóri á því. Við staðarákvörðun skipsins reyndist það vera rjett innan við landhelgi. Óafvitandi í landhelgi. í lögreglurjettinum bar Garð- ar Ólafsson skipstjóri það fyrir sig ,að hann hefði talið sig vera örugglega fyrir utan landhelgi. Hann sagðist hafa sjeð til ferða varðskipsins og þekkt það vel, og að hann myndi ekki hafa kastað vörpunni fyrir framan varðskipið, ef hann he'fði talið sig þurfa að óttast það. Hann sagðist hafa verið bú- inn að toga í 19 mín., en varð skipið kom á vettvang. Lögreglurjetturinn taldi'þann möguleika væra á, að skipstjór- inn hefði verið að veiðum inn- an landhelginnar sjer óafvit- andi. En vegna þess, að skip- stjóri ber skilyrðislaust ábyrgð á veru skipsins við botnvörpu- veiðar innan landhelgi, taldi rjetturinn ekki unnt að taka þessa afstöðu skipstjórans til greina. í Hæstarjetti í Hæstarjetti var sektarupp- hæðin, er skipstjóranum ber að greiða, hækkuð með hliðsjón af gullgildi krón«nnar, en í for- sendum dómsins segir m. a. á þessa leið: Friðrik Ólafsson, skólastjóri Sjómannaskólans, hefur eftir uppsögu hjeraðsdóms markað á sjóuppdrátt nr. 64 frá 1948 stað þann, er stjórnarmenn varð- skipsins mældu hinn 22. júlí 1949, og reyndist staðurinn 0.8 sjómílur innan landhelgislínu. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms er sanriað, að kærði hefur verið að ólöglegum botnvörpuveiðum í landhelgi, og varðar brot hans við 1. gr. laga nr. 5/1920, sbr. 1. mgr. 3. gr. sömu laga og lög nr. 4/1924. Með hliðsjón af núverandi gullgengi íslenskrar krónu; 23,594, þykir refsing kærða hæfilega ákvæðin 42.500 sekt til Landhelgissjóðs íslands, og komi varðhald 7 mánuði í stað sektarinnar, værði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði hjeraðs- dóms um upptöku afla og veið- arfæra, þó svo að andvirðið renni í Lenöhelgissjóð ísland«. Kærði greiði allan kostnað sakarínnar. l>æ‘i i hjeraði og fyrir Hæstarjetti. Ljelegur áróður afcí. ORÐIÐ ,,umbótamaður“ er mjög í tísku í Tímanum. Fram- sóknarmenn eru kailaðir þar einu orði: Umbótamenn. Þegar kommúnistar sendu Framsókn- arflokknum brjef á dögunum og buðu fylgi sitt til stjórnar- myndunar var það kallað í „Tímanum" að kommúnistar væru, að „nudda sjer utan í umbótamenn“! Alt er þetta um- bótamennskuskraf hlægilegt. Innan Framsóknarflokksins þróast það svartasta afturhald sem til er í landinu. Hefir það komið fram á óteljandi marga vegu, en þó aldrei skýrar en þegar Framsókn beitti sjer af öllu afli á móti því að togara- flotinn yrði endurnýjaður eftir styrjöldina. Nýlega hefir orðið talsvert hnútukast milli Alþýðublaðsins og Tímans út af umbótamennsk unni. Dróttar Tíminn þvi að Alþýðuflokknum að hann hafi svikið „umbótastefnuna" með framkomu sinni gagnvart til- raun Hermanns Jónassonar til stjórnarmyndunar. Alþýðublaðið er hreint ekki á því að játa á flokk sinn nein svik við umbótamennsku og færir það sjerstaklega fram að hlutur samvinnumanna hafi stórbatnað í tíð fráfarandi rikis stjórnar. Það er rjett hjá Alþýðublað- inu að þann tíma, sem viðskipta málaráðherrann hefir verið úr flokki þess, hafa samvinnufyr irtækjum í landinu verið stór- lega ívilnað um innflutning er- lendis frá. Á þessu valdatíma- bili Alþýðuflokksins í viðskifta málum hefir samvinnurekstur- inn stórlega fært út kvíarnar miðað við aðra. Sjálft Samband ísl. samvinnufjelaga hefir á þessu tímabili stigið það fram- faraspor að komast á kaf í bíla brask, ísskápasölur og allskon- ar ,,transaktionir“, sem hingað til hafa verið taldar sjereign hins spillta einkaframtaks. Það er því engin furða þó Alþýðu- blaðið beri það af flokki sínum að hafa ekki veitt umbótamönn um stuðning á síðustu árum! Hitt er svo aftur önnur staðreynd að Tíminn fjölyrðir um það mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, að samvinnurekstur inn sje afskiftur og láist alger- lega að þakka Alþýðuflokknum ómetanlegan stuðning við þann rekstur meðan viðskiftamálin voru í höndum flokksins. Hræða, sem er aö detta En Alþýðublaðinu ferst mið- ur þegar það í sömu andránni reynir að sýna fram á að Tím- inn þjóni hagsmunum „íhalds- | ins“, eins og blaðið orðar það. Alþbl. segir að „Framsóknar- flokkurinn vilji gengislækkun og kjaraskerðingu til að geta leyst dýrtíðarvandamálið til hags fyrir stórútgerðarmenn og heildsala“. Nú er það öllum vit- anlegt, nema þá ef til vill Alþbl. að gengislækkun mundi hafa í för með sjer mikinn samdrátt á inhflutningi til landsins og er ekki á margra færi að skilja hvernig heildsalar hafi hag af slíku. Hin nýja kenning Aiþbl. um að bæði útflytjendur og inn flytjendur hagnist á gengislæitk un ísl. krónunnar er meira ers lítið torskilin, en á sjer þó eina skýringu og er hún einfaldlega sú, að það er stór hópur manrta, sem í rökþrotum og algeru úr- ræðaleysi er búinn að venja sig á að tönnlast í sífellu á heilc!- sölum og kenna þeim um flést það sem miður fer. Þessir menn, sem fengið hafa heild- salana á heilann og eru grípn- ir ofsóknaræði gagnvart beim gera engan greinarmun á þv* lengur hvað er þeirri stjeti manna í hag eða óhag eða hvaft heildsölum er yfirleitt viðkom- andi. af einu eða öðru, sem fram* fer í þjóðfjclaginu. Heildsalagrýlan í Tímanum, Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum er orðin eins og fuglahræða, sem ekki er haldið við og er þessvegna komin að falli fyrir veðri og vindi. Þetta daglega heildsala nudd blaðanna er orð- ið máttlaust og innihaldslaust og haldi blöðin áfram á sömi* braut, fer þessi klaufalegi aroð ur að snúast gegn þeim sjálf- um, þvf-.þó það geti vafalaust verið góð regla að endurtaka áróðurinn nokkrum sinnum, 'þá getur þó tuggan orðið of-tugg- in og þá ekki síst ef blint haí- ur og fáviska um almenn rn;«t er uppistaðan í því, sem al- menningi er ætlað að trúa. laflfjeL Hafnarfjarðar HAFNARFJÖRÐUR. — Nvlera var haldinn aðalfundur í Tafl- fjelagi Hafnarfjarðar. Var fun<J urinn fjölmennur og ríkti rhikili úhugi fyrir fjelagsstarfseminni. Stjórnarkosning fyrir næstkonv andi starfsár fór þannig: Jðrv Pálsson, formaður, Bjarni Magn ússon, v.form., Bergsteinn S. Björnsson, ritari, Lárus Gam- alíelsson, gjaldkeri og Stefán Sigurbentsson, áhaldavörður. Á fundinum var auk hinnar al- mennu fjelagsstarfsemi mikift rætt um að koma því til leið- ar við viðkomandi aðila að Skak þing íslendinga, verði næstn haust haldið í Hafnarfirði. — en mót þetta hefur tlafnfirð- ingurinn Bjarni MagnússcTv lunnið þrjú ár í röð. Um þessar mundir stendur haustmót fjelagsins yfir í öll- !um flokkum. Skákþing Hafnarfj. — Efsfi maður í landslið. Hið árlega skákþing Hafnar- fjarðar verður haldið í byrjur* næsta árs. Sú nýbreytni er við mót þetta, að samkvæmt nýrri reglugerð Skáksambands ís- lands, fær efsti maður skák- þings Hafnarfjarðar þátttöku- rjett í landsliði íslendinga. Er ekki að efa að þessi ráðstöfun mun hafa mikil áhrif bæði a þátttöku og keppnina yfirleitt. Núverandí skákmeistari Hafn- arfjarðar er Jón Kristjánsscm. Taflæfingar. Taflæfingar Taflfjelags Haín arfjarðar eru á þriðjudags- c<g föstudagskvöldum. i Ráohúsiru* (upvi). en auk þess ‘gehgst fje - lagið fyrir fjolteflurn á súnn •- dogum, eftir ástæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.