Morgunblaðið - 10.12.1949, Síða 12

Morgunblaðið - 10.12.1949, Síða 12
‘•"HSJ4 WORGVNBLAtflÐ Lavigardagur 10. des 1949. 11 Brjsfaskóli reynist vel hjer á londi Z' Nemendur nú háit á áttunda hundrað BRJEFASKÓLI SÍS var stofn- aður 1940. Síðan hafa hátt á þriðja þúsund stundað nám við hann. Á þessa ári hafa 525 ný- ir nemendur innritast í skól- ann, og stunda nú alls nám við hann 770 nemendur. Námsgreinum skólans fer fjölgandi, og hafa nýlega bætst við hagnyt mótorfræði og esperantó, en á næstunni bæt- ast við algebra og meðferð og hirðing landbúnaðarvjela. Auk þess er nú kennt í Brjefa skólanum: íslensk rjettritun, enska, bókfærsla, reikningur, búreiknin.,ar, fundarstjórn og fundarreglur, skipulag og starfs hættir samvinnufjelaga og sigl ingafræði. — Geta nemendur valið úr þær greinar, sem þeir helst vilja stunda. Hagnýt fræðsla — Eins og á þessu sjest, veit ir skólinn fyrst og fremst hag- nýta fræðslu, sagði Vilhjálmur Árnason, skólastjóri Brjefaskól ans, er hann átti tal við blaða- menn í gær, en einnig er að því stefnt að samræma kennsluj hans við fræðslukerfi landsins. Þá er og sjerstaklega leitast við að veita þeim mönnum fræðslu, sem vinna við aðalatvinnuveg- ina, sbr. kennslu skólans í sigl- ingarfræði og vjelfræði og væntanlega kennslu um með- ferð búvjela og verkfæra. — Brjefaskólar hafa þá miklu kosd ,að fólk getur stund að nám í þeim, hvar sem það dvelur í landinu, og meira að segja nokkrir nemendur, sem erlendis dvelja, stunda nám við brjefaskólann hjer. Nemendurn ir eru fólk á öllum aldri. Skól- inn starfar allt árið, og geta menn byrjað námið á hvaða árstíma sem er. Nemendur úr öllum stjettum — Það er ánægjulegt, segir Vilhjálmur ennfremur, hvað brjefskólar geta veitt mörgu fólki tækifæri til skólanáms, sem annars ætti þess alls ekki kost vegna atvinnu sinnar, bú- setu fjarri skólum eða af öðr- um ástæðum. T. d. stunda nú nám við skólann, sjómenn, bændur, verkamenn, iðnaðar- menn, húsmæður, sjúklingar, unglingar. sem búa sig undir aðra skóla, o. s. frv. Áhugi á námsefninu nauðsyn.legur — Brjefaskólanámið byggist á því fremur öðru skólanámi. að nemandinn hafi áhuga og vilja til þess að læra. Brjefa- skólinn hefir fengið umsagnir mikils fjölda nemenda sinna um námstilhögun og námsmögu leika og hafa þeim yfirleitt leg ið mjög vel orð til skólans. — Þær ástæður, sem virðast til þess liggja, að menn stunda brjefaskólanámið, eru vafa- laust fyrst og fremst hin al- menna námslöngun, sem sagt hefir verið að einkenni íslend- inga, en einnig er allmikið af mönnum, sem auka vilja hæfni sína vegna starfs síns og at- vinnu. T. d. eru margir bók- færslunemendur, menn, sem reka smærri fyrirtæki og vilja annast bókhaldið sjálfir. Af nemendum Brjefaskólans eru fleiri úr Reykjavík en nokkru öðru byggðarlagi. - Meðal annara crða Frhh. af bls. 3. allt að 5,000 stikna fjarlægð, og þær greina stærri hluti í allt að 60,000 stikna fjarlægð. • • SMÍÐI RATSJÁR- STÖÐVA NÚ, þegar smiðjurnar í Leaside hafa 9 ára reynslu að baki í framleiðslu ratsjártækja, er fyr irhugað, að þær takist á hend ur smíði geysistórra ratsjár- stöðva í þágu kanadiskra land- varna. Hver þessara stöðva mun kosta um 3 miljónir dala. Hermálafræðingar segja, að engin tilraun verði gerð til að reisa samfellda röð ratsjár- stöðva um N.-Kanada, þann hluta, sem veit að Sovjet-Rúss landi. En í aðalatriðum verður sá háttur hafður á, að hinum nýju stöðvum er ætlað að vernda mikilvæg svæði í þeim hlutum landsins, sem mest eru byggðir. Gert er ráð fyrir, að kana- disku ratsjárstöðvarnar muni verða starfshæfar að 2 árum liðnum. - Ástralía Framh. af bls. 9. áður en Chifley hjelt „kyrr- stöðuf‘ ræðu sína. Þessi at- kvæðukönnun, sem tók til alls landsins, sýndi, að frjálslyndi flokkurinn hafði unnið 2% á síðan atkvæðagreiðslan fór fram í september. Seinni at- kvæðagreiðslan gaf til kynna, að atkvæði mundu falla svo: Frjálslyndi- og sveitaflokk- urinn 50 af hundraði. Verkamannafl. 43 af hundr. Óháðir 2 af hundraði. Óvíst um 5 af hundraði. Af þessum tölum þóttust sumir geta ráðið það, að frjáls- lyndir kjmnu að bæta við sig 8% frá því í kosningunum 1946. Þá þóttust menn geta fundið út, að ef þau 5%, sem óvíst var um, hyrfu einvörðungu til verkamannaflokksins eins og raunir urðu á 1946, mundu at- kvæðin ef til vill verða svo: Frjálslyndir 52%. Verkamannafl. 46 af hundr. Óháðir 2 af hundraði. R. K, f.-delld í Reykjavík FJELAGAR RKÍ í Reykjavík hafa til þessa ekki myndað sjer- staka deild heldur heyrt beint undir stjórn RKÍ. En með breyt ingum þeim, sem gerðar voru á lögum fjelagsins á síðasta að- alfundi, er svo ráð fyrir gert að stofnúð verði sjerstök Reykja víkurdeild, og kemur það til | framkvæmda núna alveg á næst unni. Er það von stjórnar RKÍ að menn sýni nú á afmæli Rauða krossins hug sinn til RKI og hugsjóna hans með því að hóp- ast í deildir hans hjer og úti á landi og með því að gerast á- skrifendur að hinu ágæta tíma- riti hans Heilbrigt líf. Hjer í Reykjavík er tekið á móti nýj- um fjelögum og nýjum áskrif- endum í skrifstofu RKÍ í Thor- valdsensstræti 6. BUDAPEST — Alþýðudómstóll í Budapest dæmdi nýlega bókhald- ara nokkurn til dauða fyrir að stela 143,000 pundum S. A. R. I Nýju dansarnir ; í Iðnó í kvöld kl. 9. — Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag ■ ; frá klukkan 5. Sími 3191. ■ ■ ■ Olvuðum mönnum bannaður aðgangur. : Jólasálmarnir eru komnir 4 JÓLASÁLMAR með íslenskum textum í Ijettri út- setningu fyrir píanó eða harmóníum. — Fást í bóka- og hljóðfæraverslunum um land allt. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU Drangeyjarútgáfan Laugaveg 58. — Símar 3311 og 3896. : HEFI OPNAÐ • m m \ málaflutningsskrifstofu j ■ ■ ■ • ■ • Tjarnargötu 1CT, 2. hæð (inng. Vonarstrætismegin). — ■ ■ Annast hvers konar lögfræðistörf, innheimtur, kaup : ; og sölu fasteigna. : Sími 80090. — Skrifstofutími 10—12 og 1—5. : ■ ■ ^.Álcmneó (ju&mLtnclí óóon : hjeraðsdómslögmaður. laMiMM ■■■ina ■•■■■■■■■■ ■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ pninnii L miimiimiiininiiMimiififiiinrmnuiiiiiiiiiiiiiiiiinimiimimnifiufiuniHiiirrimniun aiiiiimn ifGmminmiiiififiifiiiiigiMiiir.iiimiiiiiiiimiiiiiiiMiiiciiiiiin M&rkúa & & Eftir Ed Dodd iififiimmimmmmiiimmMiiiiimmiimmmmiiiifMimmmiii ,BOX THEY SUREl HAVE LET IT RUN DOWN/.. J £*\\ i'LL 3HLIW YCJU 'Zsiri the oam and ■ LET you WATCH ---A FlEAL. AjJpHOTOGRAPHER AT work/ j GONEf AND JUS-TWH T uAn f\ ruANi/^rr — Komdu Jóhanna. Nú skal jeg sýna þjer stífluna og lofa þjer að sjá, hvernig flinkur ljós myndari vinnur. — Jæja, hjerna er stíflan, ó, ó, þetta virðist allt vera í svo mikilli niðurníðslu. — Bjórinn hefði átt að vera Þeir hafa yfirgefið þennan stað. einhversstaðar nálægt til að einmitt, þegar jeg ætlaði að fara gera við þetta skarð í stílfunni. að taka mynd af þeim og hjálpa — Þetta var heldur verra. *Markúsi. Fjelag jaziáhuga- manaa sfofnað FYRIR stuttu síðan komu nokkrir jazzáhugamenn hjer í bæ saman og ákváðu að stofna fjelag er hefði það markmið að stuðla að útbreiðslu jazztón- listarinnar hjer á landi. Kynna eðli og tilgang hennar, m.a. í útvarpi og blöðum og svo og á öðrum vettvangi. Svo sem með hljómleikum, ,,jam-sessionum“, ,,plötu-sessionum“ og fræðslu- erindum. Stofnfundur fjelagsins verð- ur haldinn í Breiðfirðingabúð í dag klukkan 1,30 og geta all- ir þeir er áhuga hafa fyrir málefninu gerst meðlimir í fje- lagi þessu. Á fundinum mun Jón M. Árnason flytja erindi um jazz og erlenda „jazz- klúbba“. Lýsf efftr fvífara Errol Flynn CROYDON, SURREY: — Lýst hefir verið eftir manni, sem að sögn lögreglunnar er mjög svipaður bandaríska kvik- myndaleikaranum Errol Flynn. Hefir verið lýst eftir manni þessum í sambandi við vopn- aða árás á 2 stúlkur, sem voru gjaldkerar í kjólabúð í Croy- don. Var peningakassanum stolið með 1.300 pundum í. Segir lögreglan, að maðurinn, sem vantar, sje „25 til 28 ára að aldri, fimm fet og 9 þuml. að hæð. Hann er afar gjörfuleg ur. Er fágaður í fasi og vel bú- inn“. — Reuter. Tvær nfjar hækur FIMMTÁNDA Draupnissagan, Læknir eða eiginkona, er ný- komin á markaðinn. Höfund- urinn er ensk skáldkona, Vict- oria Rhys, en Axel Thorstein- son rithöf. hefur íslenskað sög- una. Saga þessi fjallar um ungan og vel metinn kvenlækni, sem giftist stjettarbróður sínum. En þegar til kemur, tekur hún starf sitt fram yfir eiginmann sinn og heimili. Leiðir af því margs konar árekstra, sem ekki verða raktir hjer. En sagan er drama- tísk og spennandi. Bók þessi er hin vandaðasta að frágangi. Saga úr lífi farmanna: Hann sigldi yfir sæ. Saga þessi segir frá ungum pilti, sem ræðst í siglingar á kaupskipinu og er árum saman í siglingum. Hann skiptir oft um skiprúm, eins og farmönn- um er títt, eignast marga og margvíslega fjelaga og ratar í mörg ævintýri. Hann kynnist að vonum mörgu misjöfnu, en hinn strangi skóli fai'mennsk- unnar reynist honum eigi að síður drjúgur til þroska. Höfundur sögu þessarar er danskur. Hann hefur verið í siglingum árum saman, eins og sagan sjálf ber gleggstan vott um. Þegar saga hans kom út, vakti hún eigi litla undrun og eftirtekt. — Hjer kvaddi sjer hljóðs nýr höfundur, en á sögu hans voru harla fá einkenni byrjandans. Jón Helgason hefur íslenskað bókina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.