Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 1
I 28 síðus* 36. argangur. 296. tbl. — Þriðjudagur 20. desember 1949. Prentsmiðja Morguablaösms Otfaslegnir í hvert sinn, sem barið var að dyrum Frásögn péEsku flóffamannanna Einkaskeyti til Morgunblaðsins. KAUpMANNAHÖFN, 19. des. — Politiken birtir viðtal við nokkra hinna 13 Pólverja, ^ sem flýðu land s.l. föstudag með flugvjelinni, sem lenti á Bornholm. Einn flótta- ! mannanna segir m.a.: Vinir okkar voru sóttir einn af öðrum og fluttir í fangelsi eða beint á aftöku- j staðinn. Sífelldur ótti VIÐ urðum óttaslegin í hvert sinn, sem barið var að dyr- um. Það var óttinn við póli- tísku lögregluna, sem varð til þess, að við tókum það ráð að flýja og kusum frels- ið í stað ánauðarinnar. Allir útskúfaðir, sem ekki eru í flokknum FYRVERYANDI sjálfseignar- bóndi segir um flóttann frá ,,alþýðulýðveldinu“ og lög- regluríkinu: „Við gátum ekki þolað þetta lengur. Ef maður er ekki flokksmeðlimur (í kommúnistaflokknum), þá er maður útskúfaður. Utan- floksmenn geta ekki fengið neinar trúnaðarstöður, eða unnið sæmilega fyrir sjer. Allir grunaðir ALLIR eru grunaðir um græsku og enginn maður er óhultur. Allt mitt land og eignir höfðu verið af mjer teknar og jeg var búinn að sætta mig við að vera vinnumað- ur, cnda hjelt jeg, að jeg gæti lifað í friði í hinu nýja þjóðskipulagi. En við bjuggum við sí- fellda tortryggni og við stjórn lögreglu. Jeg kæri mig ekki um að börn mín alist upp við slík skilyrði, sem ekki eru mann. sæmandi". — Páll. Stríðsglæpamenn látn- ir lausir í Þýskalandi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FRANKFURT, 19. des. — Skýrt var frá því í dag, að nokkrum þýskurri stríðsglæpamönnum hefði verið gefnar upp sakir. — Sextíu Þjóðverjum verða gefnar upp sakir. Þar á meðal eru fyrrverandi háttsettir nazistar. Háttsettir menn *r- Ernst Wilhelm Bohle, yfir- maður nazistafjelagsskaparins erlendis, AlfstÖtter fýrrum ut- anríkisráðherra, fyrrverandi varaforseti ríkisbankans, eru í hópi þeirra, sem lausir verða iátnir. — Sumir verða látnir lausir í næstu viku, aðrir í næsta mánuði. Stjórnlagarof í Sýrlandi AMMAN, 19. des. — í morgun varð stjórnarbylt- ing í Sýrlandi, og su þriðja á 9 mánuðum. Var forseti landsins Hennaw og utan- ríkisráðherrann teknir höndum. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í sam- bandi við erlent ríki, en hafa virt að vettugi hag eigin þjóðar. Shishakali ofursti stend ur fyrir stjórnlagarofinu, en búist er við myndun nýrrar stjórnar í kvöld. — Hinn nýi forseti er Has- . hem Atassi Pasha. Finnar ælla að gefa Stalin málverk HELSINGFORS, 19. des. —- Finnska stjórnin og þingið munu gefa Stalin olíumálverk, þegar hann verður sjötugur. Er það eftir rússneskan málara. Er myndin af stormi á Svarta hafi. Finnskur safnandi keypti það í Leningrad 1880. Verslunarmála ráðherra landsins og sendiherr- ann í Moskvu munu afhenda gjöfina. — Reuter. Ferðamenn til Bretlands. LONDON. — í október komu 20% fleiri ferðamenn til Bret- iands en að meðaltali fyrir stríð, .og 9% fleiri en í sama mánuði í fyrra. er 28 síður í dag, tvö blöð merkt I og II. — í blaði I eru kaflar úr ræðu Gísla Jónssonar, alþm., á fundi Fasteignaeigendaf jelagsins, frjettir og annað. — í blaði II er ársskýrsla fráfarandi formanns Fegrunarfjelags- ins, Gunnars ^horoddsen, kvennasíða, grein eftir ís- lenskan sjóinann um fiski- markaðinn í Bretlandi, grein um Ungmennafjelag Ket'la- víkur 20 ára, greinargerð frá STEFI og umsagnir um bæk- ur. Áætlanir um samræmdan vopn- abúnað og þjólfun heraflans Erich von Manstein hiaut aiarþungan dóm og ©bt hann þó 62 ára eða 18 ára fangelsi HAMBORG, 19. des. —• Breskur herrjettur hefur nú dæmt dug- mesta hershöfðingja Hitlers, von Manstein marskálk, í 18 ára íangelsi fyrir stríðsglæpi. Hófust rjettarhöldin þann 23. ágúst s.l. Marskálkurinn héfur setið í hálft fimmta ár í gæsluvarð- haldi, og dregst sá tími frá dæmdri refsingu. Aðstoðarufanríkisráð- herra Jolin D. Hickerson,. aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. *Sá scinasti. Manstein er nú 62 ára, hvít- ur fyrir hærum og sjer illa. — Hann brást vel við dóminum, en setti dó dreyrrauðan. Veiður hann færður í hið einmanalega fangelsi í Werl í Westfalen, þar sem eru Kesselring marskálkur og von Falkenhorst. Með Man- stein er dæmdur seiansti Þjóð- verjinn, sem Bretar taka fyrir stríðsglæpi. 9 af 17. Mgnstein var sekur fundinn um 9 sakargiftir af 17. Þær herja tjeðra landa, ef svo bæri ið ábyrgð á því, að rússneskir stríðsfangar voru drepnir án rjettarrannsóknar. Að hann ’nafi vanrækt þá skyldu sína að teyggja rússneskum stríðsföng- um mannúðlega meðferð. Að hann hefði borið ábyrgð á drápi gisla. Að hann héfði borið á- byrgð á, að rússneskir þegnar voru látnir vinna nauðungar- vinnu utan heimalands síns. Hins vegar reyndist marskálk urinn ekki sekur um stríðsglæpi í Póllandi. Fjárlagaræðan á Alþíngi í dag í DAG flytur Björn Ólafsson, fjármálaráðherra, framsögu- ræðu við fyrstu umræðu fjár- laganna. Hefst ræðan klukkan 1 e. h. og verður henni útvarpað. Efnahagsfundur Mlanlshafsríkjanna PARÍS, 19. des. — Fjármála- ráðherrar Atlantshafsríkjanna 12 eða fulltrúar þeirra komu saman til fundar í París í dag. Er ætlunin að leggja grundvöll að efnahagssamvinnu innan þessara ríkja. Meðal ráðherr- anna var Stafford Cripps, breski fjármálaráðherrann og sá franski, Petsche, sem setti fundinn. — Reuter. Þarf lengur vilnanna við! SOFÍA, 19. des. — Seinustu töl- ur frá þingkosningunum í Búlgaríu sýna, að „flokkurinn“ (enginn mátti bjóða fram nema kommúnistar) hefur fengið rösk 97% allra greidda atkv. Þátttaka í kosningunum kvað hafa verið heldur góð eða 98,99% allra kosningabærra manna. — NTB. Flugslys við París - 4tla menn farast PARÍS, 19. des. — Aðfaranótt mánudagsins hrapaði belgisk farþegafluga til jarðar utan við París. Hafa nú fundist 5 lík eft- ir ákafa leit, en aðeins eitt þeirra er þekkjanlegt. Fórust 8 manns í slysi þessu, 4 farþegar og 4 manna áhöfn. — NTB. Samkomulag milli Brelfands, Banda- ríkjanna og lanada Ekkerl á að tálna fullri samvionu þessara aðila Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 19. des. —- Skýrt var opinberlega íra því í Lundúnum í dag, afi samkomu lag hefði orðið um að sam- ræma þjálfun og vopnabúnað herafla Bandaríkjamanna, Breta og Kanadamtnna. Engin tálmun. Þessi ráðstöfun á að tryggja það, að engin efnisleg- eða tækni leg tálmun þurfi að Loma í veg fyrir, að um fullkomna sam- vinnu geti verið að ræða milli herja tjeðra landa, ef svo ber undir, að sú samvirna skyldi reynast nauðsynleg. Undanfari meiri atburða. Sjerfræðingar verða sendir milli landanna þriggja til að kynna sjer hernaðarþróunina á hverjum stað. Sumir líta svo á, að þessar áætlanir um samræmingu greiði götu samræmingu, sem kynni að eiga sjer stað múli herafla allra ríkjanna í Arlantshafs- bandalaginu. í raun og veru hefur vel orðið ágengt um sam- ræmingu þessarar tegundar milli ríkjanna í Brusselbanda- laginu, Frakklands, Hollands, Belgíu og Luxemburg. Skerða ekki yfirráðarjett. Stjórnmálafrjettamenn líta svo á, að áhersla hafi verið lögð á smáatriði, sem þó kunna að vera mikilvæg engu síður en að alatriði. Þessar áætlanir gera ekki ráð fyrir, að yfirráðarjettur hvers ríkisins um sig verði í nokkru skertur. Finnskir ríklsstarfs- menn hófa verkfalM HELSINGFORS 19. des. — — Finnskir ríkisstarfsmenn þjarma nú að stjói-ninni, og hóta að gera verkfall, ef launa- kröfum þeirra verður ekki sinnt fyrir jól. Svo virðist sem það, sem áhrif hefur haft hjer á, sje það, að verkalýðssamband ið hefur einráðið að krefjast hærra kaups í tímavinnu. — NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.