Morgunblaðið - 22.12.1949, Síða 2

Morgunblaðið - 22.12.1949, Síða 2
MORGUISBLAÐIÐ Fimtudagur 22. des. 1949. Skínhelgi Fram$ók(iar . i dýrtíðarmáiuBium í E.2ÐU þeirri er Björn Ólafs- son, fjármálaráðherra, flutti í 1 : iumræðnanna um fjárlaga- f vmírarpið árið 1950 svaraði \ „ r.n m.a. Framsóknarmönn- v.. ., sem stöðugt geipa um að t' 'kunni ráð gegn verðbólg- \. og ráðast á núverandi rík i ,tjórn fyrir að hafa ekki þeg- a kippt öllu í lag í fjármálum Ol atvinnulífi þjóðarinnar. — Korost fjármálaráðherra m.a. t -nriig að orði: „Umræðurnar hafa færst, e;og vænta mátti, inn á dýr- tílarmálið og lausn þess og t :r.'.st jeg því ekki hjá að svara t að nokkru. Fíneykslun Framsóknar Framsóknarmenn sýna nú í ræðu og riti að þeir sjeu mjög fuieykslaðir á því að ríkis- strórnin skuli ekki nú þegar, t ‘ ..m vikum eftir að hún tók vi:? störfum hafa komið með fuLlkomna lausn, sem Fram- sóknarflokkur og aðrir flokkar Jr^hgsins hafa verið að glíma vi"‘ siðastliðinn áratug. — Klieykslun þessara manna er ecin eítirtektarverðari fyrir þá sök, að forystumenn flokksins * M setið í ríkisstjórn undan- farm ár, og á þeim tíma hefur c iir. varanleg lausn verið tefcin til meðferðar, heldur ) öllu verið haldið fljót- an. il með bráðabirgðaráðstöf- U-'-um og verðbólgan hefur á þeirn tíma farið hraðvaxandi •— með þeim árangri að greiðslu l alli ríkissjóðs þennan tíma tr-fur orðið 175 millj. kr. — og f unleiðslukostnaður útvegs- inr, í þessum sama tíma aukist sfórkostlega. í staðinn fyrir að i tssjóður á þessu ári hefur styrfct bátaútveginn með 37 rrillj. kr., mundi þurfa — i k: meira nje minni — nær <5-í millj. í viðbót á næsta ári, so; ikvæmt núverandi kröfum ú'.vegsmanna eða alls yfir 95 rrniSj. kr., sem þá yrði að afla Kússjóði nýrra tekna fyrir. Þ:h'j er ekki að furða þótt hv. þ) Framsóknarfl. þykist undr ao. di yfir því að hin nýja ríkis- stjórn skuli ekki hafa þegar 1 . málið, daginn eftir að hún vissi am aiiar kröfur útvegs- iu.e — málið sem hann og aðr- ir hafa verið að glíma við í m;H-g ár. 6<0i millj. kr. viðbót Hæ.stvirtur forsætisráðherra gaf skýrslu til þingsins um þetta mál í dag og sagðist hafa fengið í gær að vita endanlega tim. allar .kröfur útvegsins í sambandi við rekstur hans á •næsta ári. Ef reiknað er með fyilstu kröfum, sem útvegur- ína hefur sett fram, þá er um að ræða nær 60 millj., sem rík- i jóður þyrfti að bæta við þanm styrk, sem greiddur verðyir á þessu ári. Ef til vill m.á fá þessar kröfur eitthvað lækkaðar. En það tekur tíma og verður ekki gert á einum' ðegi, að fá rjetta og raunveru- Hefur sjálf borið ébfrgð á sfjórn meSan ástandið fér hríðversnandi Úr svðrræðu Björns Glafssonar fjármáiarh, við fjáriapumræöurnar lega mynd af því hvernig mál- ið stendur. Það tók margar vik ur á síðasta ári. En þó að sú vitneskja lægi fyrir hvers út- vegurinn í raun og veru þarfn- ast, sem lágmarks, þá væri þó eftir að leysa þann vanda hvern ig ætti að greiða þau gífurlegu gjöld. aldrei lægri en 65—70 millj., sem útvegurinn þarfn- ast nú, ef hann á að halda á- fram á næsta ári að starfa með ríkisstyrk. Þeir geta talað digurbarka- lega um ráðleysi og stefnu- leysi ríkisstjórnarinnar, sem sjálfir hafa sýnt að þeir hafi ráð undir rifi hverju og sjeu færir að leysa hvern vanda. En stjórnarferill framsóknar- manna undanfarandi ár, hefur ekki sýnt, að þeir geti djarft úr flokki talað í þessu efni. Þeir hafa ekki bent á nein ráð og ekki reynst færir um að leysa neinn vanda. Ríkisstjórn- in hefur tekið við málunum í því ástandi, sem þau eru nú komnin úr höndunum þeirra framsóknarmanna, sem mest geipa nú um að aðrir leysi þau ekki, — án undirbúnings og án tafar. Jeg skal ekkert um það segja á þessari stundu hvað reynt verður að gera til þess að útvegurinn stöðvist ekki. Ríkisstjórnin mun vinna að því meðan hv. þingmenn hvíla sig yfir jólin. Örlagaríkasta vandamálið En enginn skyldi lá.ta sjer til hugar koma. að hjer sje um að ræða auðveldan og skemmti legan leik, sem ekki þurfi nema herslumuninn til að framkvæma öllum til vel- þóknunar og ánægju. Mál þetta er nú, eins og komið er, citt- hvert örlagaríkasta vandamál, sem legið hefur fyrir þingi og stjórn að leysa síðastliðinn áratug. Það verður hvorki leyst með fávíslegum slagorðum nje til- efnislausum og klunnalegum árásum á ríkisstjórnina. Það verður heldur ekki leyst með skömmtunarseðlum, sem á að breyta í innflutningsleyfi, nje með stóríbúðaskatti, sem rek- ur alþýðufólk út af heimilum sínum. En slík eru ráðin, sem Framsóknarflokkurinn ber fram fyrir þjóðina. Jafnvægi — eina lausnin Þetta mál verður aðeins leyst, ef þjóðin lætur sjer skiljast það að atvinnulíf hennar, fjárhagur og framtiðar afkoma er í stórkostlegri og yf irvofandi hættu, og að raun- verulega er aðeins ein lausn til, sú eina lausn, að koma á jafnvægi í efnahagsstarfsemi landsins. En sú starfsemi er nú öll komin úr skorðum og í full komið öngþveiti, vegna þess að allir hafa til þessa, einstakling ar og stjettir, hugsað um það eitt. að skara eld að sinni köku og sýnt fullkomið ábyrgðai'- leysi gagnvart öllum öðrum sjónarmiðum. Ef lausn þessa mikla vanda- máls, sem nú stendur fyrir dyr um, verður af þjóðinni sjálfri gert að sandi og ösku í höndum þeirra, sem slíka lausn eiga að framkvæma þá kveður þetta þjóðfjelag upp örlagadóminn yfir sjálfu sjer — dóm upp- lausnar og gjaldþrots“. Vandenberg talar um utanríkismál WASHINGTON, 21. des. — Málsvari republikanaflokksins í utanríkismálum, öldunga- deildarþingmaðurinn Vanden- berg, átti tal við blaðamenn í dag. Kvaðst hann vera mjög fylgjandi áframhaldandi efna- hags- og hernaðaraðstoð við ríki V.-Evrópu, en sagði, að úr henni ætti að draga verulega. Vandenberg sagði, að Banda ríkin ættu að viðurkenna kommúnistastjórnina í Kína undir eins og sýnt væri. að hún hefði stjórn landsins í hendi sjer og uppfvllti grundvallar- skyldur sínar samkvæmt al- þjóðalögum. Þegar þingmaðurinn var spurður um álit sitt á Spánar- málunum, sagðist hann alltaf hafa verið fylgjandi því, að Bandaríkin viðurkenndu stjórn ina þar. Hinsvegar þyrfti hún fyrst að hljóta viðurkenningu S. Þ. — Reuter. Þúsundum gsfnar upp sakir á Ífalíu RÓM, 21.d es. — Samkvæmt 'lögum um uppgjöf saka, sem neðri málstofa ítalska þingsins hefur samþykkt og lögð voru fyrir öldungadeildina í dag, til samþykktar, verða 9,000 fang- ar látnir lausir af þeim 34,000, sem í landinu eru. Öðrum 10,000 föngum, sem bíða rjettarrannsóknar, yrði sleppt þegar í stað samkvæmt þessari ráðstöfun. Sakaruppgjöfin verður veitt til að fagna ,,hinu heilaga ári“, sem hefst innan kaþólsku kirkjunnar um jólin. — Reuter. Loddaraleikif Einars Olgeirssonar Reyndi að spiila íyrir iaunauppbótum opinberra starfsmanna og aínámi háfolla á heimilisvjelum og bifreiðavarahlufum. í SAMBANDI við afgreiðslu tillögunnar um launauppbætur opinberra starfsmanna á Alþingi í fyrradag kom það greini- legar í ljós en nokkru sinni fyrr, hversu einstæður loddari Einar Olgeirsson er í stjórnmálabaráttu sinni. Þegar sýnt var orðið að tillagan myndi verða samþykkt, fokreiddist Einar og kvaðst líta svo á, að ef hún næði fram að ganga, þá væri það viljayfirlýsing Alþingis um að hækka bæri öll laun í landinu. Þessa yfirlýsingu gaf kommúnistaforsprakkinn eftir að því hafði verið marglýst yfir að meginröksemdin fyrir launauppbótum til opinberra starfsmanna væri einmitt sú að þeir hefðu orðið aftur úr um launahækkanir miðað við aðra launþega. «----------------------------- Vildi láta fella tillöguna. Sannleikurinn var sá að Ein- ar Olgeirsson vildi að þessar launauppbætur til opinberra starfsmanna yrðu felldar. Síð- an ætluðu kommúnistar að nota þá afstöðu Alþingis til að blekkja opinbera starfsmenn til fylgis við sig í bæjarstjórnar- kosningunum. Þess vegna reidd ist Einar þegar tillagan um launauppbæturnar var sr>m- þykkt, enda þótt flokkur hans greiddi henni atkvæði. Honum var gjörsamlega sama um hagsmuni opinberra starfs- manna. Þeir voru algert auka- atriði. Hitt var kommúnistum miklu kærkomnara að fá hálm- strá, sem hægt væri að hanga í við kosningar. Sag'an endurtekur sig. Alveg sama sagan endurtók sig þegar greitt var atkvæði um frumvarp ríkisstjórnarinnar um framlengingu 3ja kafla dýrtíð- arlaganna, sem hafði verið breytt þannig að lögin skyldu aðeins gilda í einn mánuð. Vegna þess að frú Kristín Sigurðardóttir hafði flutt brevt ingartillögu um að undan- þiggja heimilisvjelar þeim háu innflutningsgjöldum, sem ákveð in eru i þessum lögum lýsti f jármálaráðherra því yfir að | hann vildi beita sjer fyrir því að við þeim óskum yrði orðið. Sömu yfirlýsingu gaf ráðherr- ann vegna breytingartillögu er Ingólfur Jónsson og Jóhann Hafstein fluttu um að undan- þiggja bifreiðavarahluti þess- um innflutningsgjöldum. Eftir þessa yfirlýsingu tóku flutn- ingsmenn tillögur sínar aftur enda hefði samþykkt þeirra enga raunhæfa þýðingu haft þar sem lögin áttu aðeins að gilda í einn mánuð, þ. e. til 1. febrúar. ílinsvegar höfðu þær haft þau áhrif að fjármálaráð- herra hafði heitið þeim stuðn- ingi þegar málið í heild kæmi til afgreiðslu í bvrjun næsta árs. Hagsmunir bifreiðastjóra aukaatriði. En Einar Olgeirsson varð- aði ekkert um raunverulega hagsmuni heimilanna og bifreiðastjóra. sem áhuga hafa fyrir að fá hin geysi- háu innflutningsgjöld afnum in af heimilisvjeíum og vara hlutum í bifreiðar. Hann reyndi á alla lund að storka til andstöðu við raunhæfa framkvæmd á afnámi þesS'. ara tolia. Hann vill alls ekki að þeir sjeu atnumdir. Aðaláhugamál hans er a'ð geta notað þá sem áróðurs- efni meðal þess fólks, sem á hagsmuna að gæta i því a3 þeir verði afnumdir. Með þessum viðurstyggilegU loddarabrögðum ætlar þessi skellinaðra kommúnista að telja almenningi trú um að hann og fimmtaherdeild hans hafi ein, ,skilning á þeim erfiðleikum, sem húsmæður og bifreiðastjóil ar eiga í vegna skorts og ofur- 'verðs á þessum nauðsynlegu tækjum. En honum hefur brugð ist bogalistin. Skrípalæti hans komu upp um hann. 224 flugyjelar á Keflavíkurvelli í NÓVEMBERMÁNUÐI 1949; lentu 224 flugvjelar á Kefla- víkurflugvelli. Millilandaflug- vjelar voru 196. Aðrar lending ar voru, einkaflugvjelar svo og æfingarflug björgunarflugvjela; vallarins. Með flestar lendingar voru eftirfarandi flugfjelög: Flug- her Bandaríkjanna 94, Ameri- can Overseas Airlines 25, Trans-Canada Air Lines 24, British Overseas Airways Cor- poration 19, Air France 17, Royal Dutch Airlines (K.L.M.)| 17. — Farþegar með millilanda- flugvjelum voru 4,755. Til ís- lands komu 194 farþegar, en hjeðan fóru 207. Flutningur með millilandaflugvjelununi var 115263 kg. Til íslands var flutningur 20,798 kg., en 6,796. kg., voru send hjeðan. Flug- póstur með millilandaflugvjel- unum var 83,582 kg. Hingað kom af flugpósti 202 kg., en hjeðan voru send 3,051 kg., af flugpósti. Nokkrir þekktir menn voru meðal farþega með millilanda- flugvjelum þeim, sem höfðtí viðkomu á flugvellinum. Þeirra a meðal William G. Livesay, hershöfðingi, Sir Edward Murray, borgarstjóri Edinborg ar, á leið til Skotlands, Bruce Claxton, landvarnarráðherra Kanada, og Huebner, hershöfð ingi Bandaríkjamanna í Evr- ópu. — J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.