Morgunblaðið - 22.12.1949, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1949, Blaðsíða 7
Fimtudagur 22. des. 1949. M O RGU 1\ B L AÐ I Ð 7 „Undrin“ í Þýskalandi ríða ekki við einteyming Lækitabékin; Rifgerðir effir 30 iækna Eftir frjettamann Reuters. MÚNCHEN. — Það er arðvæn legt nú á dögum að „gera kraftaverk“ í Þýskalandi. — Undanfarna mánuði hafa hundruð þúsunda Þjóðverja þyrpst í hvaða veðri, sem er, til að horfa á „undursamlega svipi“, dýrlinga og heilaga Maríu, eða til að leita yfirskil- vitlegrar lækningar „undra- læknanna“. Þeir, sem sækja þessar sam- kundur, eru mestmegnis úr ör- eigalýð Þýskalands: flóttamenn húsnæðisleysingjar, örkumla menn úr stríðinu og ekkjur fallinna hermanna. Msfrgt þessa fólks viðurkennir hreinskilnis- lega, að það hafi komið til að leita „nýrrar trúar". f þeirra hópi eru konur um helmingi fleiri en karlar. „Þýska Bernadetta" Frá 10,000 og upp í 40,000 manna hafa á einum degi sótt ýmsa staði Suður-Þýskalands til að sjá „kraftaverk". „Kraftaverk" trúarlegs eðlis átti að fara fram í helli nokkr- um í barrskógi í grennd við smáþorpið Fehrbach, nokkrar mílur frá landamærum Frakk- lands og Þýskalands. Ljóshærð og stóreyg 12 ára telpa skýrði svo frá, að hún hefði sjeð heil- aga Maríu, meðan hún var að safna þar sprekum. Stúlkan, Senta, lýsti fyrir mönnum „fallegri meyju í síð- um, ljómandi kyrtli". Sóknarpresturinn, kennarar og loks lögreglan spurði Sentu spjörunum úr. Aldrei varð hún þó tvísaga, hvorki um búning meyjarinnar og útlit nje um það, sem hún hafði sagt við hana. Þorpsbúar tóku að fylgja „litla dýrlingnum" sínum eftir en stúlkan lagðist á bæn i hell inum í skóginum á hverju kveldi, eins og veran hafði sagt henni að gera. Ekki leið á löngu áður en fólk tók að streyma að hvaðan æfa úr Þýskalandi og safnað- ist það saman í rökkrinu til að sjá stúlkuna, sem það kallaði „þýsku Bernadettu“. Eitt kvöldið voru saman komnir 12,000 manns, sem krupu í rökum jarðvegi skóg- arins. Úr andlitum þeirra skein ákafinn og eftirvæntingin speglaðist í augunum, sem störðu á hellinn. Þarna kraup það, bað og söng lofsöngva og beið. ,,Undrið“ í Thurn Ellefu börn í Thurn í Norð- ur-Bæjaralandi skýrðu frá á- þekkum svip Maríu meyjar er þau sáu í október í haust. .— Börnin stóðu á því fastara en fótunum, að þau hefðu sjeð hana á hól úti í skógi. Áður en 3 vikur voru liðnar komu um 250,000 manna til þessa „heilaga staðar“. Fólk kom í regni og súld, karlmenn og oft konur með börn. Góðgerðar- stofnun var sett á laggirnar til að annast konur, sem fjellu Kraitaverk eru þar daglegur viðburður SÍÐASTA verk Guðmundai“ heitins Hannessonar prófessors mun hafa verið að rita formála að mjög merkilegu og sjer- stæðu riti, sem hlotið hefir nafn lAHrfrav ksitflil' ffál ið Læknabókin. í þessu riti eru IVlSiidí QKlUH .10 í ómegin eða veik börn, sem þoldu ekki þessar erfiðu vökur og bið. Nefnd klerka rannsakaði ,,undrið“ og spurði börnin ellefu. Þeim varð ekki úr því ekið, að þau hefðu sjeð „Maríu mey“, sem hefði beðið þess lengstra orða, að bænahús yrði reist á hólnum við Thurn. — Landeigandinn var fús til áð gefa kirkjuyfirvöldunum land- ið eftir. „Undralæknirinn“ Gröning Flóttamaður einn frá Dan- zig vann að „undralækningum*.1 Varð það til þess, að tugir þús- unda Þjóðverjar sóttu á hans fund, þar sem hann hafðist við í lítilli borg í Bæjern. Var fólk- ið að leita sjer lækninga. Bruno Gröning er grannur, dökkhærður maður. Augun liggja djúpt. Hann kvaðst geta læknað „alla þá, sem trúa. Hóf hann lækningar sínar í Herford í Norður-Þýskalandi, með _því að veita lömuðum dreng máttinn". Síðan fór hann til Bæjern eftir að yfirvöldin höfðu bannað honum að starfa. Hann bauð læknum frá há- skólunum í Heidelberg og Múnchen að skoða sjúklinga, sem hann þóttist hafa læknað. Rannsakendurnir viðurkendu að Gröning hefði læknað, a. m. k. að einhverju leyti, fjölda manna, sem voru lamaðir, blind ir, mállausir og krepptir með því, sem þeir kölluðu „athyglis- verð innblástursgáfa“. í smáborginni Rosenheim í Bæjern varð Gröning einskonar postuli, í augum þeirra, sem leituðu sjer lækninga. Þúsund- um saman beið fólkið dögum saman, til að komast á hans fund. Það bjóst um á túninu umhverfis húsið, sem Gröning bjó í. Með leiftrandi augum hlýddi það á rólega rödd hans, sem þrungin var eldmóði. — Fullir aðdáunar horfðu menn á lamaðan mann rísa úr hjóla- stólnum og ganga til „undra- læknisins" til að þakka honum. Blind kona hrópaði allt í einu: „Jeg hefi fengið sjónina aftur“. Ofstækisblandin trúarhiti gagntók mannfjöldann. Karl- ar, konur og börn, sem kvein- uðu af kröm, urðu skyndilega hljóðlát. Þjáningunum var af þeim ljett, og fólkið sameinað- ist í lofsöngvum og bæn. „Ef þið trúið, munuð þið hljóta lækningu. Það er ekki mjer að þakka, heldur krafti gúðs“, endurtók Gröning aftur og aftur. Margir þeirra, sem sjúkir voru, sneru á braut og hjeldu því fram, að þá hefði læknað augnatillit eða nokkur orð. Þýsk blöð fluttu forsíðu- frjettir af lækningum Grönings og „undramætti" hans. Grön- ing, sem er 43 ára að aldri, lýsti því yfir fyrir um 2 mánuðum síðan, að hann mundi draga sig í hlje um stundarsakir, til að safna nýjum kröftum til að i rækja „köllun" sína. Þegar það J varð kunnugt, komu um 15.000 manns til Rosenheim til að sjá j „herrann“ í hinsta sinni fyrir j aðskilnaðinn. | Þýskir fjesýslumenn hafa lát ið gera Gröning-mynd, sem nú hefir verið sýnd í mörgum vest ur-þýskum borgum, og hlotið mikla aðsókn. Frelsarinn mun endurfæðast Nú berast frjettir af enn einu ,,undri“ í litlu fjallaþorpi í grennd við Kemten í Bæjern. Mathilde Weber, sem er 37 ára og tveggja barna móðir, skýrði svo frá, að hún hefði heyrt drottinn segja, að frelsarinn mundi endurfæðast hinn 25. desember kl. 5 síðdegis í ein- manalegu mylnunni, sem hún býr í. Þessi háa, dökkhærða frú Weber hefir hlotið mikið fylgi. Ákafir „lærisveinar" dveljast með henni. Hafa þeir skilið við störf sín og heimili og bíða þess með „móður Mathilde". að „Kristur endurfæðist". Á hverjum sunnudegi koma hundruð manna frá Kempten og mörgum öðrum fjallaþorp- um til að sjá „dökkhærða dýr- linginn í einmanalegu myln- unni“, eins og hún hefir verið kölluð. Tvær frægar skáldsögur HELGAFELL hefir gefið tvær skáldsögur, sem hlotið hafa öðr um fremur mikla frægð um víða veröld. Eru það bækurn- ar „Grænn varstu dalur“, eft- ir enska þingmanninn og rit- höfundinn Llewellyn. Þetta er ævisaga höfundarins í skáld söguformi, en hann er fæddur og uppalinn í litlu kolanámu- hjeraði í Wales. Bókin er heill- andi skáldskapur. Hin bókin er „Myndin af Dorínan Gray“, frægasta bók Oscars Wildes. Hefir þessi bók verið talin túlka hugboð höf- undarins um örlög sín sjálfs, en hann var eins og kunnugt er, dæmdur til fangelsisvistar fyrir ólifnað og hvarf þannig úr glæsisölum yfirstjettar Lundúnaborgar niður í hina mestu niðurlægingu og fátækt. Báðar þessar bækur tilheyra hinum betri bókmenntum Breta. Ólafur Jóhann Sigurðs son hefir þýtt bókina Grænn varstu dalur en sjera Sigurður Einarsson Myndina af Dorían Gray. Þrjár merkar ís- einungis ritgerðir eftir íslenska lækna eða lækna sem starfað hafa á íslandi (sbr. dr. Karl Kroner, sem ritgerð í bókinni). í bókinni eru ritgerðir um ýms efni, yfirleitt um læknis- fræðileg efni. Ritgerðirnar eru 30 og er varla hægt að benda á neina sjerstaka grein sem sker sig úr, því þær eru allar hvor annarri snjallari, þó er ekki unnt að komast hjá að minnast á þrjár ritgerðir sjer- staklega eftir lækna, sem nú eru látnir, en einn þeirra, dr. G. Claussen, dó meðan bókin var í prentun. Þessar ritgerð- ir eru: Vakað yfir velli, æsku- minningar eftir Guðmund Han- nesson, prófessor. Áfengir drykkir eftir Guðmund heitinn Björnsson, landlækni. Svarti dauði eftir Guðmund prófessor Magnússon og Kvíðbogi fyrir sjúkdómum eftir dr. Claessen. Einnig er vert að minnast sjer staklega á grein dr. Karls Kroners: Undralækningar. Dr. Kroner var hjer um nokkra ára skeið og eignaðist hjer marga vini, en hann er nú aftur horfinn hjeðan fyrir fult og allt. — Aðrir læknar, sem H. K. Laxness. Kvæðakverið ritgerð eiga í bókinni eru: kom út fyrir tuttugu árum, en Páll Kolka um Guðmund þá aðeins um helmingur þess Björnsson landlækni og aðra sem það er nú. Nýju kvæðin eru um Vestmannaeyjar, Sæmund- I ort á ýinsum tímum síðastliðin Heigafelli „Maður og kona“ „MAÐUR OG KONA“ er kom- in út í nýrri útgáfu. Er hún J flokki þeirra verka er Helga- fell hefir látið myndskreyta. Hefir einn þekktasti hinna yngri málara okkar, Gunnlaug- ur Ó. Scheving gert myndirn- ar. Þarf ekki að efa listgildi þeirra þar sem Scheving er ann arsvegar. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson hefir annast útgáf una og ritar hann formála. •— Útgáfan er mjög falleg. „Fornar Ástir“ Þá er bók dr. Sigurðar Nor- dals „Fornar ástir“. Bókin kora út fyrir 30 árum og vakti þá geysiathygli unga fólksins. Nú hefir Nordal skrifað langa rit- gerð, sem bókarauka, er bregð ur nýju ljósi yfir margt í bók- inni og gefur lesendunum íæki færi til þess að kynnast höfund- inum nú 30 árum eldri en hann var, er hann skrifaði bókina. Bókin er mjög falleg. KvæSakver Laxness. Þriðja bókin er Kvæðakver 20 ár. Bjarnhjeðinsson um Guðmund Magnússon prófessor, Ingólfur Gíslason, endurminningar frá æskuárum, Bjarni Bjarnason um Steingrím Matthíasson,1 Steingrímur Matthíasson um | andlegar lækningar, Sigurður Sigurðsson um berklavarnir, Helgi Tómasson: þegar karl- | „MARGT GETUR skemmtilegt menn eldast, Jónas Sveinsson: skeð“, heitir skáldsaga eftir Frá Vínarborg, Kristján Sveins Stefán Jónsson, sem kominn er son um blinda menn, Gísli Fr. j í bókaverslanir, en útgefandi er Petersen: Blóðþrýstingur, Þor- Bókaverslun ísafoldar. SkáíÉaga eflir Sfefán Jónsson björn Þórðarson um upphaf Ög urhjeraðs, Þórður Sveinsson: áhrif föstu á undirvitundinna, Júlíus Sigurjónsson um síld- ina, Halldór Hansen um íþrótt ir, Jóhann Sæmundssón um starfssjúkdóma, Guðmundur Thoroddsen um mataræði barnshafandi kvenna, Stefán Jónsson um kynrannsóknir og Bjarni Jónsson um skófatnað. Helgafell gefur bókina út. Það er þegar vitað að fólk fylgist af alhug pieð því, sem læknar skrifa og er það í sjálfu sjer mjöð eðlilegt. Læknar hafa betri skilyrði en aðrir menn til þess að kynnast fólki, erfiðleikum þess og raunum, en engu síður gleði þess, enda hafa íslenskir lækar ekki síður en starfsbræður þeirra meðal annara þjóða margir verið snjallir rithöfundar. LONDON: — Sá atburður skeði nýlega í Bretlandi, að þrír fransk ir gullpeningar fundust í svíni, sem slátrað var. Peningarnir voru sex sterlingspunda virði. Gull finnst á Formósa. LONDON. — Þær frjettir hafa borist hingað, að fundist hafi gull æðar á Formósa. Eru þær tífalt auðugri en þær, sem áður voru kunnar. Saga þessi er einkum ætluð börnum, unglingum og vinum þeirra og tileinkar höfundur þeim bókina. Stefán Jónsson er löngu kunn ur fyrir barnabækur sínar og fyrir sögulestur í barnatíma útvarpsins. Hefir hann aílað sjer álitlegs hóps lesenda með- al yngstu borgaranna, en stálp- uðum unglingum þykir einnig gaman að lesa bækur hans. .ri „Látum droltinii dæma' „LÁTTU DROTTIN DÆMA" heitir amerísk skáldsaga eftir Ben Ames Williams, sem ný- lega er komin í bókabúðir. — Þetta er sagan sem kvikmyndin er gerð eftir og hefir hlotið mik ið lof. Það er eins með þessa sögu og margar aðrar er kvik- mjmdaðár hafa verið, hún hefir mikla yfirburði yfir filmuna. Það þarf ekki að efa að þessi bók selst fljótt upp. Bókin er mjög fallega útgef- in. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.