Morgunblaðið - 28.01.1950, Side 12

Morgunblaðið - 28.01.1950, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. janúar 1950 Sigfús og skattaframtölin Sigfús Sigurhj artarson bauð Jóni Axel að skoða skattafram- töl sín og fjelaga sinna til að sjá, hvaðan þeir fengju tekjur sínar til lífsuppeldis. Þetta er sjálfsagt fróðleg lesn ing og vonandi setur Jón Axel sig ekki úr færi um að kynna sjer hana. En Pálmi Hannesson var áð- ur búinn að tala um að ekki teldu allir í bænum rjett fram. Pálmi er vinur og nátengdur ýmsum helstu kommúnistafor- sprökkum bæjarins og þekkir vel til um allra þeirra hagi. — Enda leyndí sjer ekki, að Pálmi átti við suma af þessum forn- vinum sínuin, þegar hann tal- aði um það ótrúlega, að menn gætu farið í langar siglingar og veitt sjer annan munað, en samt komist hjá að borga nokkurt útsvar. Af áberandi mönnum í bæj- arfjelaginu eru ýmsir helstu forsprakkar kommúnista, eins og Einar Olgeirsson, Brynjólf- ur Bjarnason og aðrir slíkir, sem ekki borga hærra útsvar, en allslaus iðnaðarstúlka. Báðir sigldu þó á s.l. sumri til að hitta húsbændur sína, og Einar tók við íbúðinni af ein- um ríkasta manni landsins. — Það hlýtur því að vísu að vera fróðlegt að sjá, hvernig þessir menn gera úr garði skattafram- töl sín, til þess að skattnefnd- irnar geti varið að taka þau trúanleg. Þeir, sem þurfa að læra að „telja fram“. geta vafalaust lært mikið af að fá að glugga í þau plögg. Svo mikil forvitni, sem ýms um kann þessvegna að vera á, að skoða þau í þeim tilgangi, óska samt ennþá fleiri eftir því, að kommúnistar segi hreinlega frá, hvernig þeir fá tekjurnar. sem *ekki eru taldar fram á skattaframtölum, og allir vita að þeir hafa. Um þetta ætti Sigfús eitt- hvað að geta sagt af eigin raun. Ólíkf hafasf bau að EITTHVAÐ þessu líkt datt mjer í hug þegar jeg heyrði komm- únista halda þeirri fjarstæðu fram í útvarpsumræðunum, að átökin í bæj arstj órnarkosning- unum nú snerust aðallega um það hvort Ileykvíkingar veldu heldur Pjetur Sigurðsson 8. mann á lista Sjálfstæðismanna, D-listanum, eða Nönnu Ólafs- dóttur, sem er 5. frambjóðandi kommúnista á C-lista, sem bæj- arfulltrúa. .Teg fullyrði að eng- um Öðrum en sanntrúuðum kommúnistum getur látið sjer detta slíka fjarstæðu í hug, og ætla jeg með nokkrum orðum að sanna þessa fullyrðingu mína. Pjetur Sigurðsson hefur gert það að lífsstarfi sínu að varða sjóleiðina vi5 strendur íslands, það er að mæla upp allar vand- farnar skipaleiðir og kortleggja þær betur en áður var, enn- fremur að kortleggja alt sem sjófarendunum má að gagni koma til öryggis Iífi sjcmanna við þá hættulegu strönd; sem þeir á öllum tíma árs verða að sigla að og frá. Þeir sem hafa haft skipstjórn á hendi og dval- ið á sjónum í áratugi, vita best hvers virði þessi starfsemi Pjet- urs er og kunna áreiðanlega að meta það. — Auk þessa hefur hann verið að fræða íslenska æskumenn, sem hafa gert það að lífsstarfi sínu að sigla út á hafið og ætla sjer að verða yfir- menn á skipum þegar þeim gefst til þess tækifæri. Ef þetta, sem hjer er sagt um Pjetur, er borið saman við það sem sjest hefur á prenti í Þjóð- viljanum eftir Nönnu Ólafsdótt ur, þá virðist sá samanburður sanna mínar fullyrðingar, að sú fjarstæða sem kommúnistar halda fram komi ekki til mála. Þar sem Nanna notar sína hæfi leika og mentun til að lokka æsku þessa lands til fylgis við þá stefnu, sem allar lýðræðis- þjóðir telja að heimsfriðnum standi mest hætta af „komm- únistastefnunni“. Reykvískir kjósendur, allir þeir sem unna lýðræði og frelsi einstaklingsins, kjósa D-listann. Guðbjartur Ólafsson. eu(iiiiMifMiiiiiiiiiiiiiirmfiiiiiiiiiiiiiiiiiMiitiimmii> ■ r f SÖLL'BÍtÐ. VIÐGERÐIR, I VOGIR I r Reykjavík og nágrenni lánum i | við sjálfvirkar bi'ðarvogir a | s meðan á viðgerð stenjur. I Hverfisgötu 49. Simi 81370. [ Í Ólafur Gíslc^on & Co. h.f. : Frá Kvenrjeftmdafjelagslundi. Þrjár konur í faldbúningi, Edda Kvaran, Lára Sigurbjörns dóttir og Arnheiður Jónsdóttir. KVENRJETTINDAFJELAG Is- lands hjelt afmælisfagnað sinn í Tjarnarcafé s.l. þriðjudags- kvöld. Formaður fjelagsins, frú Sigríður J. Magnússon, flutti á- varp og minntist þess, hve þörf þessa fjelagsskapar væri brýn fyrr og síðar. Undir borðum fóru fram skemmtiatriði. Fyrst komu fram þrjár konur, klæddar fögrum faldbúningi, þær Edda Kvaran, leikkona, frú Arnheið- ur Jónsdóttir og frú Lára Sig- urbjörnsdóttir — og fluttu þær talþátt. Töluðu þær saman sem móðir, kvenfrelsiskona og ung stúlka. Síðar söng frú Svava Einarsdóttir einsöng með und- irleik dr. Urbantschitsch. — Þá las frú Edda Kvaran tvö kvæði eftir frú Halldóru B. Björnsson, Sænski listmálarinn, frú Siri Derbert, sagði þarna frá góðum árangri af starfi sænskra kven- rjettindakvenna, þó skorti á þar í landi sem annarsstaðar, að konur hefðu losað sig úr göml- um hömlum, því að enn hefðu þær ekki jafna hlutdeild og karlar í aðalmálum þjóðanna og því næðu áhrif kvenna hvergi til þess að sitja svip á heiminn. Frú Steinunn H- Bjarnason ávarpaði siðast samkomuna og minntist ýmissa áfanga í bar áttumálum kvenna. Hófið stóð til kl. 1 eftir mið- nætti. Tilkynning frá Byggingarsamvinnufjelagi Reykjavíkur: Þeir fjelagsmenn, sem hafa í hyggju að sækja um íbúðir, sem kynnu að verða byggðar á þessu ári á veg- um BSFR, snúi sjer til skrifstofu Byggingarsambands- ins, Garðastræti 6, sem skrifar niður nöfn umsækjenda og gefur allar upplýsingar. IIIIIIIIIIIMIIIflllltl 11(1(111 .mnciiiMiimiiiiimi 1 Markús Jit & ák Eftir Ed Dodd Wmile plant fishes up- ST^TAM AND SCCfTTV HUNTS FGR UNUSUAL BEAVER PIC- TURES, THE OTTER SPOTS "OLD PLUNGER"THE RECORD TROUT biOW THE GREEDV OTTER, UNABLE TO RESIST EASY PREY, STARTS FOR THE BIG FISH AAEMBERINQ THC VICJOUS OTTER'S ATTACK OL' HlS SEAVER BABv. SPfl&S MR'. si~emv fðom -rw® to»j »•' HIS HOUSF. TAKS ANOTHER LOOK AT AND MAKE SURE — Meðan herra Vífill kastar nokkrum sinnurh ofar við ána og Siggi reimir að ná óvenju- legum bjórnyndum, hefur ot- urinn komið auga á gamla Kaf- ara, sem er bundinn við bakk- ann. Og græðgin logar í otrin- inum. En þar er líka annar við- staddur, sem sjer oturínn. Það er Stubbur bjór. Og hann hatar oturinn, eftir árásina forðum. Fullur af græðgi tekur otur- inn loks þá ákvörðun að kastá sjer út í ána og hann ætlar að jeta silunginn sem bundinn er við bakkann. -— Heyrðu, við skulum fara snöggvast til balca, Siggi. Mig langar til að sjá, hvort mig hefur ekki verið að dreyma. Hvort jeg er virkilega búinn að veiða gamla Kafara. Flokkurinn með lungumsr Ivær UM NOKKURRA vikna skeið hefir Tíminn verið að fræða Reykvíkinga á því, að enginn bæri jafn mikla umhyggju fyr- ir hag þeirra og Framsóknar- flokkurinn. Ef til vill láta einhverjir blekkjast af þessum óvandaða málflutningi, en það er þá að- eins vegna þess, að þeir hinir sömu hafa ekki kynnst þeim svívirðilega áróðri, sem Fram- sóknarmenn reka gegn Reykvík ingum, þegar þeir eru staddir annars staðar á landinu. Út um byggðir landsins reyna - Framsóknarmenn af öllum mætti að ala á fjandskap til ReykjavíkUr og staðhæfa þar, að Reykvíkingar sitji yfir lilut allra landsmanna. Berið þetta, góðir Reykvíkingar, saman við skrif Tímans um Reykjavík þessa dagana. Út um land er það helsta á- róðursvopn Framsóknar gegn Sjálfstæðismönnum, að þeir sjái ekkert nema Reykjavík og skapi Reykvíkingum allskonar hlunnindi umfram aðra lands- menn. Nú er Reykvíkingum sjálfum aftur á móti sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn hirði ekk ert um málefni Reykvíkinga. Út um land saka Framsókn- armenn Sjálfstæðisflokkinn um það að eiga sök á því óþolandi ástandi, að næstum allur inn- flutningur tjj landsins fari um Reykjavík. En þegar fundið er að því, að SÍS sje úthlutað milljóna gjaldeyrisleyfi til að reisa vörugeymslur og skrif- stofubyggingar í Reykjavík með an ekki er hægt að fá nægilegt efni til íbúðarhúsa, segir Tím- inn í rammagrein þann 22. jan.: „Sannleikurinn er sá, að fyrir atvinnumál Reykjavíkur skipt- ir fátt meira máli en að í Reykja vík sje gerð ódýr umskipunar- höfn, því að annars mun mikil versl. og vöruflutningar færast hjeðan og fylgjá því mikil at- vinnurýrnun“. — Það verður sannarlega gaman að heyra Framsóknarmenn segja fylgis- mönnum sínum út um land frá því, hversu SÍS vinni gott starf með því að koma í veg fyrir að innflutningurinn færist frá Reykjavík!! Það má mikið vera, ef málið verður ekki túlkað þá dálítið á annan veg. Þegar íhuguð er þessi hræsni og yfirdrepsskapur Framsókn- armanna, hljómar það næsta kaldhæðnislega, þegar Tíminn talar um „óheiðarlegan mál- flutning“. Einmitt málflutning- ur Tímans og Framsóknar- manna við bæjarstjórnarkosn- ingarnar hjer í Reykjavík hlýt- ur að vekja fyrirlitningu allra ' rjettsýnna manna, bæði hjer í ' Reykjavík og út um allt land. -- ' ' .. I Frjálslyndir ganga frá kosningaávarpi sínu LONDON, 27. jan.: — Frjáls- . lyndi flokkurinn í London situr nú á tveggja daga ráðstefnu, til þess að ganga frá kosriingaá- varpi sínu. Hann hefir þegar lýst yfir, að hann líti svo á, að alþjóðamál eigi að vera höfuð- mál í stefnuyfirlýsingum flokk anna. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.