Morgunblaðið - 11.02.1950, Síða 8

Morgunblaðið - 11.02.1950, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. febrúar 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)' í’rjettaritstjóri: ívar Guðmunctsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstraeti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Öh ugnanlegt sjúkdómseinkenni FYRIR SKÖMMU fór fram skráning atvínnulausra manna í nokkrum kaupstöðum landsins. Kom þá í ljós að hjer í Reykjavík eru rúmlega 200 manns atvinnulausir, í Hafnar- firði 40 og á Siglufirði og Húsavík reyndist einnig verulegt atvinnuleysi. Atvinnuleysi er jafnan vottur um meirá og minna sjúkt éstand í atvinnumálum. Engum getur dulist að ástæða þess nú eru fyrst og fremst þeir erfiðleikar, sem atvinnulíf þjóð- arinnar á við að stríða. Ógæftir og aflaleysi á þar að vísu nokkurn þátt, en meginástæðan er sú, að mikill hluti at- vinnuveganna er rekinn með tapi eða að tæki þeirra eru stöðvuð. Á það t. d. við um alla eldri togarana 14 að tölu, sem liggja við landfestar. Atvinnuleysið, sem nú er tekið að brydda á hjer á landi, er alvarleg áminning til þjóðarinnar um að þekkja vitjun- artíma sinn og snúast einhuga gegn þeirri hættu, sem yfir henni vofir. Allir vita hver hún er. Hún er verðbólgan og dýrtíðin, sem er að stöðva atvinnutækin. íslendingar vilja ekki horfa upp á að fleiri og fleiri at- vinnutæki hennar stöðvist. Þeir vilja ekki að atvinnuleysið aukist og að fleiri og fleiri vinnufærir menn gangi iðju- lausir. Þeir vilja ekki að skortur og örbirgð haldi innreið sína á heimili fólksins. Af þessum ástæðum verður öll þjóðin að líta raunsætt á hag sinn og sameinast um ráðstafanir, sem tryggja rekst- ur atvinnutækianna og koma í veg fyrir atvinnuleysi og bágindi. Það er líka auðveldara nú en oftast áður að tryggja atvinnu handa öllum. íslendingar eiga nægileg tæki til þess að geta allir haft mannsæmandi atvinnu og búið við góð lífskjör. Það þarf aðeins að vera hægt að reka þau á heilbrigðum grundvelli. Konungur ámetaskálum I EINU AF konungsríkjum Evrópu fer á næstunni fram sjerkennileg atkvæðagreiðsla. Báðar deildir Belgíuþings hafa samþykkt með nokkrum meirihluta, að þjóðaratkvæða- greiðsla skuli fara fram um það, hvort Leopold konungur skuli hverfa aftur heim til Belgíu og taka þar við konung- dómi. Um þetta mál hafa undanfarin ár, allt frá því að styrjöldinni lauk, staðið yfir hatrammar deilur í Belgíu. Eins og kunnugt er var Leopold konungur æðsti stjórn- andi belgiska hersins sumarið 1940 þegar herir Hitlers rudd- ist vestur meginlandið. Það var hann, sem gaf skipunina um að herinn skyldi gefast upp og þeirri skipun var hlýtt. Hefur sú ráðstöfun hans sætt mikilli gagnrýni og er megin- orsök þeirrar andstöðu, sem verið hefur gegn heimkomu hans og ríkistöku. Frá því að styrjöldinni lauk, hafa jafnaðarmenn lengstum farið með völd í Belgíu undir forystu Paul Henry Spaak. hins þrautreynda og mikilhæfa stjórnmálamanns. Þeir hafa komið í veg fyrir að Leopold konungi, sem dvalið hefur erlendis, yrði leyfð heimkorna og valdataka. Ríkisstjóri hef- ur farið með völd en rætt hefur verið um að sonur Leopolds konungs, sem er nú 19 ára gamall, tæki við konungdómi þegar faðir hans hefði afsalað sjer völdum. Það hefur kon- ungur hinsvegar ekki viljað gera, en óskað þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Með ósigri jafnaðarmanna við síðustu þingkosningar í Belgíu skapaðist nýtt viðhorf óg konungi hliðhollara. Kristi- legir demokratar og frjálslyndir fengu nú hreinan meiri- hluta í fulltrúadeild þingsins. Hefur sá meirihluti nú sam- þykkt að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fram fara um örlög Leopolds konungs. I lögunum um hana er svo kveðið á að 2/3 atkvæða þurfi að vera konungi í vil til þess að hann geti tekið við konungdómi á ný. Mikil átök munu verða í landinu við þessa atkvæða- greiðslu. Borgaraflokkarnir og kaþólska kirkjan munu styðja konung af alefli en sósíalistar og kommúnistar leita allra bragða til þess að hindra valdatöku hans. \Jibar áLri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Blöð og tímarit í útvarpinu ÞAÐ kemur þráfaldlega fyrir, að nokkru af frjettatíma út- varpsins á kvöldin er varið til þess að geta nýútkominna blaða og tímarita. Þannig var þetta á miðviku- dagskvöldið; í lok frjettatím- ans hóf þulurinn upp raust sína og byrjaði á formúlunni: Frjettastofunni hefur borist_ . . Svo komu nöfn tímaritanna og blaðanna, sem útgefendurn- ir höfðu verið svo rausnarlegir að senda frjettastofu ríkisút- varpsins, en þar á eftir þraut- Ieiðinleg upptalning á efni þess ara rita: grein eftir þennan og þennan um þetta og þetta, frá- sögn af. . . og svo framvegis og svo framvegis. • Með höppum og glöppum ER þetta ekki ofrausn hjá rík- isútvarpinu? Það er að vísu ákaflega mikil kurteisi að segja ítarlega frá allrahanda ritlingum, sem út koma með höppum og glöppum, en varla getur slíkt þó verið vinsælt hjá hlustendum, sem þykir út- varpsdagskráin ekki það löng, að forsvaranlegt sje að verja tíma í þennan upplestur. • Sparnaðar- ráðstöfun í RAUN og veru er hjer aðeins um auglýsingabrellu að ræða hjá útgefendunum. Með því að senda hinni ágætu frjettastofu krónublöð sin, spara þeir sjer kostnaðinn af því að auglýsa í útvarpinu. Og í útvarpsauglýs- ingum kostar hvert orð hvorki meira nje minna en tvær krón ur, svo hjer er svo sem ekki um neina smávegis brellu að ræða. • Ekkert frjettagildi EN í þokkabót má auðvitað slá því föstu, að þeir hljóta að vera teljandi á fingrum sjer hlust- endurnir, sem hafa ánægju af efnisyfirlitinu, sem hefst með yfirlýsingunni: Frjettastofunni hefur borist. . . Það hefur ekki snefil af frjettagildi, þótt eitthvað til- tekið rit komi út og þá sje rokið með það í útvarpið, að ein grein in í því heiti Sna-ti og Snotra, önnur Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (ferðasögubrot) og sú þriðja Hugleiðingar um kalda stríðið í Trieste. • Islandskortið Þ F. E. hefur beðið Daglega lífið fyrir smá fyrirspurn, í sambandi við íslandskortið. sem er utan á vegg Ferðaskrif- stofunnar. Hann segir að Brú- ará sje þar á röngum stað. — „Hún rann í Hvítá á sínum gamla stað“, skrifar hann, „þegar jeg vissi síðast til, en ekki fyrir vestan Hestfjall. En þar sem þetta er ein af stórám landsins, þá er leiðinlegt að sjá hana svona rangt staðsetta". Hann bætir við: „Annars finnst mjer mjþg gaman að skoða kortið, það er víst víðast nokkuð nærri rjettu lagi, og ekki von að það geti verið í öllum atriðum nákvæmt. En þetta. sem jeg minntist á hjer á undan, er áberandi“. • Kaldir kallar SKYLDU nokkursstaðar finn- ast kaldari kallar en íslensku bílstjórarnir — ,,einka“-bíl- stjórarnir og leigubílstjórarnir, allir upp til hópa? Lögreglan er önnum kafin dag eftir dag að mæla og reikna út eftir þá árekstrana, og tryggingarstofnun hefur jafnvel heitið þeim bílstjórum premíum, sem sitja á strák sín- um, eru góðu börnin og aka hvorki á borgara nje bíla um ákveðið tímabil! Tímaeyðsla og gjaldeyrissóun OG allt kemur fyrir ekki! Köldu kallarnir halda áfram að lenda í árekstrum, sjer og öðrum til ama og leiðinda, en landsmönnum öllum til mikils fjárhagslegs tjóns. Þær eru vissulega margar vinnustundirnar, sem fara í löskuð aurbretti og að gera bíla úr bílunum, sem farið hafa par veltur við þjóðvegina. Og þetta er mikil gjaldeyrissóun, því auðvitað eru það innflutt tæki, sem fá svo hörmulega útreið í höndum sumra ,,einka“- og leigubílstjóranna. Nýtt met? JEG veit ekki, hvort til eru um það skýrslur, en Iítill vafi get- ur leikið á því, að íslenskir bíl- stjórar fari nærri því að eiga nokkurskonar albjóðlegt bif- reiðaslysamet. Við þessa tilgátu verður þó auðvitað að hnýta orðunum „miðað við mann- f jölda“, en notkun þessa orðtaks er mjög í tísku, þegar við vilj- um klóra í einhver met frá frændþjóðum okkar og jafn- vel hinum líka, sem fjarskyld- ari eru Er það t.d. ekki stað- reynd, að engir íþróttamenn tapi færri keppnum en einmitt þeir íslensku — „miðað við mannfjölda"? Eða treystir einhver sjer til að mótmæla því? • Skemmtileg mynd, en. . . AÐ gefnu tilefni hefur Daglega lífið verið beðið að geta þess, að mynd sú, sem það fer nokkr um orðum um í gær, heitir Græna lyftan. Þótt hjer sje á ferðinni ein besta gamanmynd- in, sem hjer hefur lengi sjest, og áhorfendur hlægi dátt að henni, breytir það ekki þeirri staðfeynd, að hún hefur óneit- anlega skemmst í meðferðinni og er því gölluð. MEÐAL ANNARA ORÐA .... ...................JS Kína og Sovjet-Rússland. VASHINGTON — Undanfarn- ar 8 vikur hefir forsætisráð- herra kínversku kommúnist- anna, Mao Tse-tung, dvalist i Moskvu. Þangað hefir og verið stefnt fleiri forsprökkum komm únistanna kínversku. Enn um sinn kann að verða hulið, hverju verði kínverska þjóðin eigi að gjalda það, að fá að vera eilíflega undir hið dýr- lega Sovjetríki gefin. Ef þess- ir foringjar verða neiddir til að veita Rússunum mikil for- rjettindi, þá verður þeim áreið- anlega haldið leyndum fyrir heiminum eins lengi og unnt er. Líklegast er, að látið verði líta svo út, sem Kínverjarnir þiggi einhver býsn af Rússun- um, en gert verði sem allra minnst úr því, sem þeir fá fyr- ir snúð sinn. • • Gjalda fyrir með frelsi sínu. Fróðir rhenn telja niðurstöð- una munu verða þessa: Kínverjar verða neyddir til að gréiða og greiða mikið fyrir „vináttu“ Rússa. Það er löngu deginum ljósara, að enginn get- ur haft saman við einræðisríki að sælda öðru vísi en gjalda fyr ir með frelsi sínu. Það, sem hjer getur verið vafaatriði er aðeins, hve mikið og hve nær gjalda skuli. • • Skerðing efnahags- og stjómmálalegs frelsis. Þessi viðskipti einræðisþjóð- arinnar og Kínverja verða að likindum útkljáð með tvenns- konar greiðslu. í fyrsta lagi verða kínverskir kommúnistar að afsala sjer í hendur Rúss- um frelsinu til að kveða á um stefnu sína og flokkshugmynd- ir. í annan stað verða þeir að afsala sjer rjettinum til að verða voldugir með því að fá Rúss- um í hendur hafnir, járnbraut- arkerfi og framleiðsluvörur, þar á meðal matvæli til neyslu í Sovjetríkjunum. • • Reynsla undanfarinna ára. Krafa um þessi forrjettindi er í samræmi við stefnu þá, sem Rússar hafa rekið frá því býlt- ingin var gerð. Þeir hafa með aðgerðum sínum gert lýðum ljóst, að þeir munu aldrei bola, að öflugt, sjálfstætt ríki komi við landamæri Rússaveidis. — Þetta sannar valdarán fyrri ára í Eystrasaltslöndunum og und- irokun meiri hlutans í „alþýðu- lýðveldunum“, sem eru svo veik, að þau lúta rússneskum vilja. Þar sem sannað er, að þessi er stefna Rússa við vest- urlandamærin, þá er ekki síð- ur að vænta hennar í Asíu, þar sem eru lengstu landamæri heims. Enda er ástæða til að ætla, að við þau muni Rússar koma sjer upp röð ríkja, sem sje bæði máttvana og auðsveip. Á þessu leikur lítill vafi. • • Eftir þörf Rússa. Úr því fá kínversku komm- únistarnir nú skorið í Moskvu, hve fljótt og að hve miklu leyti, þeir verði að afsala sjer von- inni um frelsi. Sú fórn, sem Kínverjar verða að færa efna- hagslega, er undir tvennu kom- in. Því fyrst, hve þörf Rússa sjálfra er brýn og þörf. í Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.