Morgunblaðið - 11.02.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1950, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 11. febrúar 1950. KARL STEFANSSON frá Garðsá í Fáskráðsfirði Minningarorð HANN andaðist að heimili Sigurðar sonar sins að Hafnar- nesi hinn 27 des. s.l, sáttur við guð og menn, hafði lokið góðu dagsverki og innt sína þjónustu við land sitt og þjóð. Nú, þegar skeið hans er á enda runnið hier, vildi jeg biðja Morgbl. fyrir noKkur kveðjuorð í virðingat og þakklætisskyni við hinn látna, sem jeg á margt upp að unna og ekkert nema gott. Karl vai orðinn mjög roskinn þegar fundum okkar bar fyrst saman. Hann hafði þann geðblæ og þann hlýleika til að bera að hann hlaut að vekja athygli. — Vinsemd hans og góðvild til allra manna. var einstök og gæti hann ljeð einhverju góðu máli lið, voru allir kraftar hans til reiðu — hann var heill í hverju máli. Mikill barnavinur var hann, enda stundaði hann kenslustörf um tíma og oft tal- aði hann um þann tíma, sem sínar sælustu stundir. Að leið- beina og fræða — það var nokkuð fyrir Karl. Eins og títt var um unglinga, þegar Karl var að alast upp, fór hann að mestu á mis við bókina, var þeim mun betur haldið að vinnu. En maðurinn var fróðleiksfús og notaði hvert tækifæri til að ná fróðleik og æfa sig í ;;krift, enda hafði hann prýðilega rithönd. Oft fekk hann hnútur fyrir þessa ,,hnýsni“ sína og „kattarklór“, en það drap aldrei vilja hans. Jeg fullyrði, að mörg ungmenni nutu þess seinna að fróðleiks- þrá Karls var ekki kæfð. Trú- maður var Karl einlægur, og brást aldrei reiðari en þá, er menn töluðu kæruleysislega um tilveru guðs. Trúna taldi hann undirstöðu alls mannlegs þroska og viðskifta manna á milli. Bræðralagshugsjónin var rík í huga hans. Svona kom hann mjer fyrir sjónif. Trygð- in og drenglyndið alltaf hið sama. Marga ánægjustund átt- um við sarnan, sem jeg mun geyma og varðveita í þakklát- um huga. Karl var giftur Þórunni J. Daníelsdóttur og eiga þau þrjú börn á lífi. Jeg kveð þennan trvgga sam- ferðamann og góða dreng, með kærri þökk fyrir samfylgdina. Jeg veit, að nú mun hann upp- skera svo sem hann sáði hjer á jörð, og sál hans mun fagnandi á landi Ijóss og lífs. Friður guðs fylgi þjer, vinur. Árni Helgason. ftósfusami í KaikúHa KALKTJTTA, 9. febrúar: — Mjög er róstusamt í Kalkútta stærstu borg Indlands (íbúa- tala 2 milj.). Hefir verið sett umferðabann í borginni að næt- urlagi og tekið hart á því, ef menn berá vopn á sjer. — All- margir róstuseggir hafa verið handteknir og herlið er viðbú- ið að grípa í taumana, ef með þarf___Reuter. Svar til Árna Friðrikssonar, HR. ÁRNI FRIÐRIKSSON ma- gister ritar í Mbl. 4. þ. m. langa grein í tilefni viðtals er ritstj. þessa blaðs átti við mig og birt var 21. des. 1949. í grein þessari tjáir hann sig vera ósammála mjer í öllum höfuðatriðum. Jeg er mjög forviða yfir því, að hann skyldi ekki vekja máls á þessum atriðum, er við áttum þess kost að rökræða málin á faglegum vettvangi, á fundi hins íslenska Náttúrufræðifje- lags þann 2. jan. 1950. Enn- fremur gerði jeg fyllri grein fyrir niðurstöðum rannsókna minna á fundi, höldnum á veg- um Fiskifjelagsdeildar Reykja- víkur, og hefði hann þar getað fengið skýringu á ýmsum atrið- um, sem eru honum hulin ráð- gáta, því jeg gerði mjer far um að tala þar alþýðlega um þessi efni. Á. F. gerir mikið að því að tilfæra orðrjetta kafla úr við- talinu, vel vitandi þó, að hjer er ekki um vísindalega grein eftir mig að ræða. Er honum sjálfum auðvitað mjög vel Ijóst, að erfitt er í stuttu viðtali að gera nákvæma grein fyrir flókn um og umfangsmiklum rann- sóknum og eru eihstök atriði eflaust ekki nógu vel skýrð í þessu viðtali frekar en öðrum. Megintilgangur viðtalsins var sá: 1. Að benda á þá eftirtektar- verðu staðreynd að öll gögn sem jeg hef skoðað árið 1949, benda til þess að „nýr“ sterkur árgang ur hafi bætst í aflann. 2. Að miðað við aðra árganga sem oss eru kunnir í sunn- lenska síldarstofninum er þessi „nýi“ óvanalega sterkur, og gef ur góðar vonir um áframhald- andi veiði. 3. Að hvetja athafnamenn í íslenska síldarútveginum til þess að einbeita kröftum sínum að lausn veiðarfæravandamáls- ins. Jeg sje ekki betur en að það hafi verið skylda mín að benda á þessi atriði og veit jeg engan hafa hneykslast á því nema deildarstjóra FLskideildar. Jeg skal í stuttu máli snúa mjer að einstökum atriðum, sem jeg hefði þó heldur kosið að ræða á faglegum vettvangi. I. Allur fyrsti kafli greinarinn- ar er ein kórvilla, sem stafar af því að Á. F. er ekki ljóst að hinir sterku árgangar (þeir hafa á árinu 1949 4 vetrar- hringi í kvörn og hreistrí, og eru sumargotssíld frá 1944 og vorgotssíld frá 1945), eru ,,ný- ir“ árgangar, sem jeg gat ekk- ert fullyrt um í ársbyrjun 1949 af þeirri einföldu ástæðu, að þeir voru þá ekki komnir í gagn rð. (Þessara árganga varð fyrst verulega vart í okt. 1948 og veiddist sú síld út af Eldey. Þessi gögn athugaði jeg ekki i'yr en seint á árinu 1949). Þessum árgöngum blandar Á. F. saman við þá árganga sem jterkastir voru í Hvalfjarðar- veiðinni, en þeir eru einu ári eldri (hafa 5 vetrarhringi í kvörn eða hreistri og eru sum- argotssíld frá 1943 og vorgots- síld frá 1944. Hlutfallsstyrk- leiki þessara árganga var kring- um 15—20% á síðastliðnu ári og var það ekki nógu skýrt tekið fram í viðtalinu). Hjer er ekki um neina mót- sögn að ræða hjá mjer og það er sorglegt að lesa eftirfarandi klausu hjá Á. F.: „Mín niður- staða er sú að báðir sjeu frá 1944 svo að ekki verður um villst, og hef jeg ekki haft á- stæðu til þess að breyta þeirri skoðun siðan 1946, að við fórum að hafa veruleg kynni af þess- um stofni.“ Þetta sýnir að mjer hefur enn mistekist að gera Á. F. ljóst, að telja verður sumargotssíld og vorgotssíld, með sama fjölda vetrarhringa í hreistri eða kvörn, til mismunandi árganga. Þar sem aðrir síldarfræðingar (t. d. Johansen, Wood o. fl.) fylgja þar sömu reglu og jeg, þykir mjer óþarfi að skýra þetta nánar, enda mun íslenskum náttúrufræðingum vera þetta atriði fullljóst. Hitt kemur mjer ekki síður á óvart, að Á. F. virðist alveg ó- kunnugt um „nýju“ árgang- arrá, 1944 og 1945, sem eftir hans reikningsaðferð heita ár- gangur 1945 (Á. F. miðar alltaf við vorgotssíld og er það skilj- anlegt, ef það er tekið fram). Þó sýndi jeg línurit yfir aldurs- flokkun kringum 7000 sílda á fundinum 2. jan., þar sem ekki er um að villast við hvaða ár- ganga jeg á, og mjer hefði verið sjerstök ánægja að skýra þetta nánar á vinnustofu minni, ef deildarstjórinn hefði haft á- huga á því að kynnast störfum mínum og ekki síður ef hann hefði fylgst svolítið með ástand inu í sunnlenska síldarstofn- inum. II. Á. F. verður mjög tíðrætt um það, að jeg taldi slíka breytingu á aldursdreifingunni, sem átti sjer stað vorið 1949, alveg ó- venjulega. „Þetta er alskakkt“, segir Á. F. „Stórfelldar sveiflur í stofnum nytjafiska er náttúru- lögmál.“ Jeg vona að fáir hafi lesið ummæli mín svo, að náttúru- lögmál gildi ekki lengur. Aðal- efni erindis míns á Fiskifje- lagsfundinum var að gera þessu efni nánari skil og skýra sam- band árgangaskipunarinnar og sflasveiflanna að svo miklu leyti sem um það er kunnugt. Ástæðurnar til að jeg tel breytinguna á aldursdreifingu stofnsins óvenjulega eru: 1. Það er í fyrsta skipti síðan rannsóknir Fiskideildar hófust að einn árgangur (ef ekki er greint milli vor- og sumar.gots- síldar) sýnir svona yfirgnæf- andi styrkleik. Síld mcð 4 vetr- arhringi í kvörn og hreistri hef- ur áður numið mest um 45% að meðaltali, en nú um 70%. (Nákvæm meðaltöl hef jeg enn ekki reiknað út). Gögn eru til frá árunum 1937—1949, að 1938, 1942 og 1944 undanskild- um. 2. Svo yfirgnæfandi virðist þessi styrkleiki að aldursdreif- ing, er minnir á árið áður (1947—48), kemur ekki fyrir í þeim miklu gögnum, sem jeg hef unnið úr á árinu 1949, nema í vorgotssíld, sem veidd var í Jökuldjúpi í júní. En vorgots- síldin var þá aðeins um 10% af aflanum. I Til eru mörg dæmi um mikl- ar breytingar af völdum eins árgangs. Vegna þess að jeg var að tala um síld nefndi jeg sem dæmi norska síldarárganginn frá 1904 og Á. F. bætir við ýms- um fleiri dæmum frá öðrum fiskistofnum og gerir úr ansi snoturt yfirlit. III. Jeg ljet þá trú í ljós að „nýju“ árgangarnir geti orðið áhrifa- miklir fyrir síldveiðarnar hjev sunnanlands, ef oss tækist að veiða þá meðan rýrnunin af náttúrlegum orsökum er enn ekki mjög mikil. Ef vel tækist gæti skapast trú á möguleika sunnlensku síldveiðanna, sem Á. F. síðan 1935 hefur reynt að gera sem minnst úr. Dr. Bjarni Sæmundsson var á öðru máli og skal jeg gjarnan játa að jeg met skoðanir hans meira en flestra annarra fiskifræðinga og rannsóknir hans hafa haft djúp- tæk áhrif á skoðanir mínar á íslenskri síld. Haustin 1935 og 1936 var tals verð reknetaveiði hjer sunnan- lands (1935 veiddar um 52.000 tn. til samanburðar 1949 um 100.000 tn.). Árið 1937 ritar dr. Bjarni (Andvari 1937, bls. 48): „Jeg þykist nú hafa sýnt fram á það, að hin mikla síld við SV-landið haustin 1935 og 1936 hafi ekki verið neitt sjerstakt fyrirbæri, heldur hitt, að þá hafi menn loks farið að leita að henni af fullum krafti og úti á rúmsjó, vegna þess hve síldin brást norðanlands 1935, þó að það ár, ef til vill, hafi verið óvenju mikil síld á þessum slóð um; en aðalstöðvar hennar eru einmitt sjórinn úti fyrir Fló- anum og S-ströndinni, eins og áður er tekið fram, en síld sú er gengur inn á grunnmið Fló- ans, er aðeins ,,neistar“ af hin- um mikla stofni úti fyrir. Þegar þessi síldveiði fór að verða hausið 1935, fannst mjer sem draumur minn eða spá- dómur um miklar síldveiðar við S og SV-ströndina væru að byrja að rætast og jeg vona að þeir rætist betur. . .. “ Jeg hef engu við þetta að bæta. Jeg vona bara að þessir draumar rætist fljótt. Rann- sóknir mínar hafa í öllum höf- uðatriðum staðfest niðurstcður dr. Bjarna Sæmundssonar. Varðandi seinni hluta þessar- ar ritsmíðar Á. F. vildi jeg taka það fram að mjer er vel ljóst að skýringartilraunir eða get- gátur eru allt annað en stað- reyndir og væri vel ef Á. F. hefði alltaf haft það i huga. Jeg hef af bestu getu reynt að rök- styðja tilgátur mínar og örfað til gagnrýní, þegar jeg vissi að jeg talaði við menn ,sem af kunnugleik og sanngirni vildu rannsóknunum vel. Hitt þykir mjer miður að eiga í blaðadeilum um vísindalegar tilgátur þegar orð eins og „firra“, „hrein fjarstæða" etc. eru viðhöfð. Reynslan og frekari rann- sóknir munu skera úr um hvaða tilgátur standast og hverjum verður að hafna. Það þýðingar- mesta í okkar starfi eru ekki tilgátur, heldur athuganir, sam- Frh. á bls 12 Fyrirspurn H Herra ritstjóri! EINS og menn rekur minni til, var á s.l. hausti mikið rætt í blöðum um svartamarkaðinn að Hrísateig 6, en þar voru seldir barnavagnar, kerrur, gólfteppi og ef til vill eitthvað fleira_ Síðan hefur ekkert um þetta heyrst. Nú langar okkur, sem keypt um vagna og kerrur á umrædd um stað, að fá upplýsingar um, hve langt málið er komið og hvenær dómur fellur í því. Einnig vildum við fá svar við því, hvernig á því stendur, að þeim, er seldi þessa hluti, hefur verið falið af fulltrúa sakadómara að fara heim til kaupendanna og semja um eða endurgreiða mismuninn á rjettu söluverði og svartamark- aðsverðinu. Er þetta ekki venjulegt verð lagsbrot, sem á að hljóta sömu meðferð og önnur slík mál, eða á að þagga málið niður, og láta þá, sem slíkum afarkost- um hafa orðið að sæta, bíða tjón, er nemur hvað snertir vagnana ca. % rjetts verðs? Er hægt að líta þannig á málið, að seljandinn hafi keypt nefnda hluti af innflvtjenda og þá nái verðlagsákvæði ekki lengur til þeirra? Hjer er um það mikið magn að ræða, að slíkur skilningur er óhugsandi. Æskilegt væri, að sakadóm- arinn í Reykjavík svaraði fyrr greindum spurningum og gerði grein fyrir hvernig málinu er raunverulega háttað, þar sem næstum ár er liðið frá því að skrifstofa verðlagsstjóra upp- lýsti þetta mál. Þökk fyrir birtinguna. X+Y. ★ Varðandi fyrirspurn þessa, sneri ritstjórn Mbl., sjer til skrifstofu sakadómara*og fjekk þar eftirfarandi upplýsingar: Manni þeim, er hier um ræð ir, hefir ekki verið falið af saka dómara eða fulltrúa hans, að bjóða þeim er fenCTu umrædda muni keypta af honum endur- greiðslu mismunar rjetts sölu- verðs og svartaðmarkaðsverð. Maðurinn óskaði sjálfur eftir að mega gera þetta ov hefir full trúa sakadómara fundist ástæðu laust að meina honum, að end- urgreiða mönnum það sem hann hafði ranglega af þeim haft. Hvað snertir gang málsins, þá er rannsókn þess að verða lok- ið og verður bráðlega sent rjett um aðilum til fyrirsagnar_ Verndarlolíar í Belgíu BRÚSSEL 9. febrúar: — Fjár- málaráðuneyti Bel«íu tilkynnti í dag, að ákveðið hefði verið að hækka innflutningstolla á land búnaðarvörum. Ástæðan til þess er að þess hefir gætt, mjög að undanförnu, að landbúnaðar- vörur hafa verið f.luttar flug- leiðis frá öðrum löndum pg seldar vægara verði en innlepd framleiðsla. Er þetta því algjör verndartollur fyrir innlendar landbúhaðarvörur. — Reutér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.