Morgunblaðið - 11.02.1950, Page 16

Morgunblaðið - 11.02.1950, Page 16
fTEÐUKÚTLITIÐ. FAXAFLÓI: Hæg Nprðan- og Norðaustan átt. — Flulningaskipið fór frá Vopna- firði vsgiia siæms veðurúflifs En brolffötina bar wo skjétt aðc að hætfa gai verið á ierðum. ORSÖK þess að norska flutningaskipið ,,Annik“ (ekki ,,Anny“) fór svo skyndilega frá Vopn^firði s.l. miðvikudag, er verið var að ferma skipið, mun vera sú, að veður versnaði nokkuð og skipstjóranum mun ekki hafa litist á útlitið. Skipið var tómt og ljet því illa að stjórn. Skrúfan var t. d. hálf upp úr sjó. Níu Vopnfirðingar voru um borð í skipinu og fótu út með því. „Annik“ er nú á Seyðisfirði, og náði frjettaritari blaðsins þar tali af einum Vopnfirðingn- vim í gær. Klifraði upp kaðalstiga Er skipið ljetti akkerum og lagði út Vopnafjörð, var einn flutningabátur fastur við það. 1 honum voru þrír rnenrl. Tókst einum þeirra að komast um borð í ,.Annik“ með því að kiifra upp kaðalstiga, en var þá hætt kominn. Hinir urðu eftir í bátnum. Dráttarbáturinn kemur til Jijálpar Ekki var um annað að gera en reyna að losa bátinn frá skipinu, þótt það væri stór- hættulegt vegna skrúfunnar_ — Tókst það þó slysalaust, en rnennirnir tveir, sem í bátnum V'oru, gátu lítið ráðið við hann. Héfði hann fyrirsjáanlega rek- ið upp í klappir, ef dráttarbát- nrinn, sem dregið hafði flutn- ingabátana milli skips og lands, } efði ekki verið nálægur. Kom hann flutningabátnum til að- Etoðar. Skipið fer ekki aftur til Vopnafjarðar „Annik“ átti að taka 5000 gærur á Vopnafirði, en arfeins var búið að skipa 1200 um borð. Skipið mun þó ekki fara aftur til Vopnafjarðar að svo stöddu. Það fermir gærur á Seyðisfirði eg fer þaðan til Norðfjarðar. — Treystir skipstjórinn sjer ekki til að fara frá Seyðisfirði i.ema veður batni, vegna þess, hve illa skipið lætur að stjórn. Vopnfirðingarnir Ijetu sæmi lega yfir vistinni í „Annik“. ■— Þeir fara heim til sín með ,,Esju“, en hún er nú á leið Emstur. fJlahorfur betri, - segja Yestmanna- oyingar ®-------------------------- íslensk flugyjel nauðlendir í Presfwick EIN AF Catalinaflugvjelum Flugfjelags íslands nauðlenti i Prestviwek í Skotlandi síðastl. laugardag. Ijendingin tókst vel og enginn af áhöfninni, fimm manns, slasaðist og vjelin mun ekki hafa skemst mikið. Vjelin flaug bjeðan á laug- ardagsmorgun til viðgerðar og eftirlits í Prestwick Er þangað kom, gekk framhjól vjelarinnar ekki niður. Var vjelinni flogið í klukkustund yfir vellinum. Slökkvilið valarins var komið á vettvang og bjuggust menn við hinu versta. Eh um leið og vjelin snerti völlinn, gekk hjólið niður og lendingin tókst að óskum. Flugmaður var Hörð ur Sigurjónsson. Skáli sfórskemmisf í eldi í GÆRDAG var slökkvilið kall- að út þrisvar sinnum. í ein- um þessara bruna, skála 22 í Múla-Kamp urðu miklar skemd ir. — í skála þessum bjó Kristján Schram, fyrrum kyndari í Gas- stöðinni, með konu sinni. Eld- urinn kom upp í eldhúsinu við kolaeldavjelina og var orðinn mjög magnaður og brann skál- inn því nær' allur, áður en slökkviliðinu hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins. í hin- um enda hans var verkstæði er Kristján hafði og urðu þar mikl ar skemdir. Seinna um daginn var slökkvi liðið kallað inn að Laugavegi 126 og hafði þar kviknað' í út frá olíukyndingu. Loks fór lið- ið upp á Bergstaðastræti 15, en um gabb var að ræða. Afnumin skömmíun á súkkulaði í Danmörku FRJETTARITARI Mbl. í Vest- i :annaeyjum símaði í gær- Fvöldi, að allir bátar hefðu ró- iO þaðan í gær. Afli bátanna var yfirleitt í :egur, þetta 3—4 tonn, en einn komst þó upp í 8 tonn. Sjó- nenn telja vonir standa til að aflinn muni fara að glæðast J'vað úr hverju. KAUPMANNAHÖFN, 10 febr. Frá og með deginum í dag, er súkkulaði óskamtað í Dan- mörku. Hinsvegar hefur ekki verið kveðið á um, hvernig verði með skömtun kaffis, smjörs og smjörh'kis í framtíð- inni nje heldur um framvísun skömtunaíseðia á veitingahús- um. NTE. Tveir affakóngsr ÞESSI IVIYND er af aflakóngum togaraflotans, Vilhjálmi Árna- syni, skipstjóra á Röðli og Gísla Jónassyni, skipstjóra á Vcnusi. — Á 2. síðu er skýrsla um afla togaranna árið 1949. Maður verður fyrir bí! UM KLUKKAN 11 árdegis í gær, varð maður fyrir bifreið á Tryggvagötu og meiddist nokkuð. Hann heitir Guðmund- ur Jóhannsson, til heimilis að Langholtsvegi 87. Vörubíllinn R-2593 var á leið vestur eftir Tryggvagötu er slysið varð. Á móts við Hafnar- hvol gekk Guðmundur út á göt una, álútur í veðrið, og gekk hann beint á bílinn, rjett aftan við stýrishúsið, Fjekk hann mikið högg á öxl við það og var fluttur í sjúkrahús, en síðan heim til sín. Bílstjórinn fór tafarlaust og tilkynnti slysið í lögreglustöð- inni. Dr. Hermann Einars- son farinn fil Noregs DR. HERMANN ' EINARSSON fiskifræðingur, tók sjer nýlega far til Noregs. Vetrarsíldveiðar Norðmanna stanaa nú sem hæst og ætlar dr. Hermann að rann- saka síldargöngur við Noreg og kynna sjer veiðiaðferðir Norð- manna. Norðmenn veiða síld við Ncr- eg bæði í herpinót og reknet, en hafa einnig ýmsar aðra" veiðiaðferðir til reynslu. — Á byrjunarstigi er til dæmis fisk- veiði með rafstiaum. — Gæti reynsla Norðmanna komið okkur að gagni : baráttu okkar við að handsama Faxaflóasíld- ina. Sljérnarkjor í fjelagi ísl. rafvlrkja í DAG, laugardag, hefst alls- herjaratkvæðagreiðsla í Fjelagi íslenskra rafvirkja, um kosn- ingu stjórnar og annara trún- aðarmanna fjelagsins fy.rir yfir standandi ár_ Kjörfundur hefst í dag kl. 1 e.h. og stendur til kl. 9 s. d. — Á sunnudag held- ur kosningu áfram frá kl. 1—9 s. d., og er þá lokið. Kosningin fer fram í skrif- stofu f jelagsins, Edduhúsinu við Lindargötu. í kjöri eru tveir listar: Listi núverandi stjórnar og trúnað- armannaráðs, sem er A-listi, og listi kommúnista, sem er B-listi. A-listinn er skipaður þessum mönnum: Stjórn: Formaður: Óskar Hall grímsson, varaform , Ragnar Stefánsson. Ritari: Óskar Jen- c sen. Gjaldkeri: Kristján Sig- urðsson. Aðst.gjaldk.: Guðmund ur Jónsson. — Varastjórn: Ingolf Abrahamsen, Magnús Kristjánsson. Trúnaðarmannaráð: Össur Friðriksson, Valgeir Runólfs- s^n, Þorsteinn .Bjarnason, Þor- valdur Gröndal. — Varamenn: Óskar Gissurarson, Árni Örn- ólfsson, Ingólfur Björgvinsson, Björgvin Kristófersson. Stjórn Styrktarsjóðs: \ðal- steinn Tryggvason, Garðar j Bergmann. — Varamenn: Jón (Guðjónsson, Jón Gestsson. Fjárhagsaðsíe^ fil Suður- Mmi oq sfjórnar j)jóð- ernissinna WASHINGTON, 10. febrúar. — Öldungadeild Bandarikjaþings samþykti í dag, að veita Suður- Kóreu og þjóðernissinnastjórn- inni á Foimósa 88 miljón dala aðstoð. Fulltrúadeildin hafði áður faliist á aðstoð til handa þessum aðilum. — Reuter. Bandaríkin senda Kínasf jórn mótmæli WASHINGTON. 10. febrúar. — Á mánudaginn var. gerðu kín- verskir þjóðernissinnar seinast loftárás á Shanghai. — Unnu þeir m. a. spjöll á ýmsum fyr- irtækjum í eign Bandaríkja- manna. Vegna þess hafa Banda ríkjamenn sent stjórninni í For mósu andmæli, þar sem segir, að árásir á þessar eignir sjeu af- ásettu ráði þar sem þær sjeu svo vel auðkenndar, að ekki verði á þeim villst. VINNINGASKRÁ Happdrættis ins, er birt á 5. síðu blaðsins* ~ _________________j -! SKiPSTJOR&R LEITA SJER ATViNNU ERLENDIS FYRIR SKÖMMU fóru tveir togaraskipstjorar hjeðan áleið- is til Spánar þar sem þeir eru ráðnir á spánska togara, sem fiskiskipstjórar. Báðir eru þess- j.r menn viðurkendir aflá- og dugnaðarmenn, en voru at- vinnulausir vegna þess, að ekki borgar sig að gera út gömlu íslensku togarana lengur. Vegna þess, hve dýrt er að gera út, hefut gömlu togurun- um flestum eða öllurn verið lagt. Við það munu að minsta kosti 14 fyrverandi skipstjórar og 28 stýrimenn vera atvinnu- lausir, eða geta að minnsta kosti ekki fengið stöður við sitt hæfi og reynslu. Auk þess eru lærð- ir vjelstjórar atvinnulaúsir af sömu ástæðum. Tvö læknfshjeruð veilf í gærdsg FORSETI íslands veitti í gær embætti við tvö lækmshjeröð. Þórði Oddssyni lækni, var veitt Kleppjárnsreykja-læknis hjerað, frá 1. apríl n. k. Þá var Magnúsi Ágústssyni lækni, veitt Hvt-ragerðir-læknishjer- að. — Ekfur í prenfsmiðju á Akareyri Akureyri, föstudag. ALLMIKLAR skemmdir urðu á þaki í prentverki Odds Björns sonar, hjer á Akureyri, af eldi, í dag. Eldsins varð vart um kl. 12 á hádegi og var slökkviliðinu þegar gert aðvart. Þegar það kom, logaði allvíða í þakinu, en slökkviliðinu tókst þó bráðlega að ráða niðurlögum eldsins. — All miklar skemmdir voru þá orðnar á þakinu. •— Ókunnugt er um eldsupptök. — H. Vald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.